Tíminn - 30.07.1976, Side 15

Tíminn - 30.07.1976, Side 15
Föstudagur 30. júli 1976. TÍMINN 15 hljóðvarp Föstudagur 30. júli 7.00 Morgunútvarp Veöur- fregnir Íd. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Björg Arnadóttir les söguna „Kongsdótturina fögru” eftir Bjarna M. Jónsson (2). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriöa. Spjallaö viö bændur kl. 10.05. Tónleikar kl. 10.25. Morguntónieikar kl. 11.00: Suisse Romande hljóm- sveitin leikur „Thamar” sinfóm'skt ljóö eftir Balakir- eff: Ernest Ansermet stjórnar / Sinfóniuhljóm- sveit Lundúna leikur Sinfónlu i C-dúr eftir Stravinsky: Colin Davis stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25. Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Römm er sú taug” eftir Sterling Norlh Þórir Friö- geirsson þýddi. Knútur R. Magnússon les sögulok (16). 15.00 Miðdegistónleikar Rena Kyriakou leikur Pianó- sónötu I B-dúr op. 106 eftir Mendelssohn. Anneliese Rothenberger syngur lög eftir Hugo Wolf og Richard Strauss: Gerald Morre leik- ur á pianó. Josef Suk og St. Martin-in-the-Fields hljóm- sveitin leika Rómönsu nr. 2 I F-dúr op. 50 eftir Beet- hoven: Neville Marriner stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16ÞO20 Popphorn 17.30 „Birtan kemur meö blessaö strit” Jón Hjartar- son leikari flytur ferða- þanka frá Suður-Kina: — fyrri þáttur. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 íþróttir Umsjón: Bjarni Felixson. 20.00 t fööurgaröi fyrrum Pétur Pétursson ræöir viö Selmu Kaldalóns um fööur hennar, og flutt veröa lög þeirra feöginanna. 20.40 t deiglunni. Baldur Guö- laugsson ræöir viö Berg Guðnason og ÓlafNilsson um skattheimtu og skatt- rannsóknir. 21.15 „A þessari rlmlausu skeggöld”, kórverk eftir Jón Asgeirssonviö ljóö eftir Jóhannes úr Kötlum. Háskólakorinn syngur. Söngstjóri Rut L. Magnús- son. 21.30 (Jtvarpssagan: „Stúlkan úr Svartaskógi” eftir Guö- m un d Prfmann Gfsli Halldórsson ieikari les (5). 22.00 Fréttir 22.15 Veöurfregnir Kvöldsag- an: „Lttli dýrlingurinn” eftir Georges Símenon Asmundur Jónsson þýddi. Kristinn Reyr les (20). 22.40 Afangar Tónlistarþáttur i umsjá Asmundar Jóns- sonar og Guöna Rúnars Agnarssonar. 23.30 Fréttir þ.á.m. iþrótta- fréttir frá Montreal. Dag- skrárlok. ST í JÖTUNHEIMUM FJALLANNA » Enn lá sú spurning eins og óveðurský yfir f jallabyggð- inni, og framtíðin ein gat veitt endanlegt svar við henni. En eitt hafði þó áunnizt með þessari spurningu: Það gerðust ekki neinir voveiflegir atburðir á Jónsmessu- hátíðinni i Flattómakk. VIII. Fólkið í f jallabyggðunum lét hendur standa fram.úr ermum vikurnar eftir Jónsmessuna. Allir þóttust sann- færðir um, að þeir fengju að halda heimilum sínum og sóttu heyskapinn af ofurkappi. Það var unnið af kappi frá morgni til kvölds, og svitinn rann í Jækjum af létt- klæddu fólkinu. Hvergi voru samf elldar engjar, þar sem hægt væri að slá hvern skárann af öðrum og hlaða gras- inu upp í stóra múga. Það varð að slá grýtta halla og þýfða mýrarbletti, þar sem gráðugur mýf lugnasveimur gerði vinnuna að kvalræði. Sjaldan voru þessirslægju- blettir heima við bæina. Engjafólkið varð oft að ganga hálf a mílu kvölds og morgna, og stundum kom það f yrir, að hálfstálpuð börn hnigu niður af þreytu á leiðinni, svo að bera varð þau heim, hágrátandi. Hans Pétursson var að hreinsa mýrarskák við vatnið, vestan við byggðina í Marzhlíð. Hann ætlaði að reyna að gera þar slægjublett. Hann hjó víðirunnana með stuttum, sterkum Ijáog rakaði saman sinunni, hlóð af rakinu i köst og blés af ákafa. Hann gaf sér varla tíma til þess að matast, heldur hjó og lagði, eins og hann væri að berjast um heimsyfirráð. Hann var þegar búinn að hreinsa all- stórt svæði — ekki svo framarlega sem bletturinn var innan lögskráðra landamerkja Marzhliðar. Hreindýrin fóru að vísu um, bæði vor og haust, en víðikjörr og stararsund voru ekki eftirsóttir hreindýrahagar. Fynd- ust grænir grasblettir á þessu landi, hafði sú jörð sogið í sig margan svitadropann. Hér var ekkert fengið mönn- um upp í hendirnar, og oft hefði orðið ódrjúgar innan- skæfurnar i hlöðunum, ef ekkert land hefði verið rutt áður en borinn var Ijár í gras. Hans Pétursson var breyttur frá því sem verið hafði síðustu árin. Þunglyndissvipurinn var horf inn af honum. Hann bar höfuðið hærra, og það var eins og færzt hefði meiri orka í sinaberan líkamann. Hvaðeftir annað depl- aði hann augunum á móti sólinni, eins og hann væri að trúa henni fyrir stórfenglegu leyndarmáli. Fólkið í Marzhlíð vissi samt góð skil á leyndarmálinu. Það var ekki nema mannlegt, þótt það, sem beðið hafði verið eftir i meira en fimmtán ár, vitnaðist meðal heimamanna. Kona Lars hristi höf uðið áhyggjuf ull, þeg- ar hún f ékk að vita, hvernig ástatt var. En hún sagði ekki neitt, sem gæti kastað skugga á vonir Gretu. Yngri kon- urnar í Marzhlíð urðu undrandi — að hugsa sér, að Greta skyldi loks vera orðin barnshafandi! Hans kveið ekki komandi dögum. Vitaskuld var Greta orðin heldur roskin til að eignast barn. En það hafði þó gerzt áður, að konur eignuðust fyrsta barnið, þegar þær voru komnar á hennar aldur. Það eitt óttaðist Hans, að þessi nýi Hlíðarmaður myndi ekki fá þann mat, sem hann þarfnaðst sér til vaxtar og viðurværis. Hann varð að eignast aðra kú, og það var orsök þess, hve f ast hann sótti starf ið á hinu fyrirhugaða stararengi. Þótt nú væri hálfu meira að gera en áður, fékk Greta ekki að vinna eins mikið og undanf arin ár. Hún varð að gæta sín vel — mátti ekki taka upp þungar byrðar, varð að gæta þess að hrasa ekki. En gleðin drottnaði samt í huga Hans. Það lá við, að hann tryði því, að ásigkomulag Gretu væri f yrir- boði betri tíma í f jallabyggðunum — tákn þess, að bænd- urnir þyrftu ekki að óttast valdboð, sem bolaði þeim brott af ábýlisjörðum sinum. Það var dásamlegt veður þetta síðsumar. Það rigndi hvorki of mikið né of lítið. í kartöf lugörðunum virtist góður vöxtur, og byggöxin urðu þyngri með hverjum degi sem leið. Það var langt síðan, að svona árgæzka hafði verið í Marzhlið. Vonir manna brugðist ekki heldur. Byggið náði f ullum þroska, áður en f rjósa tók um nætur, og bráðum var liðið að haustmessunni í Flattmó- makk. Þau Hans og Greta kærðu sig hvorugt um að fara til kirkju í þetta skipti. Það gat beðið til Jónsmessunnar að ári — þá myndu þau eiga þangað eríndi. Drengurinn átti að heita Lars. Það var þegar ákveðið. Páll sat líka um kyrrt, þótt Greta byðist til þess að annast ísak. Aðrir af Hliðarfólkinu fóru^til kirkjunnar. Það var ekki eins mannmargt i Flattmómakk og um Jónsmessuna, þótt nú væri fleira af kvenfólki. Ekkert bar til tíðinda, og allt fór fram með svipuðum hætti og endranær. Það virtist kominn á f ullur friður. Stöku sinn- um gaf þóaugnaráð til kynna að engin ást var enn milli Bara einn. sem ) k Mori-fiskirr.ennirni eiga. Mori-menn wrnir eru vinir ^rninir. Ég fæ hann/ lánaðan! Hauskúpu- hringurinn er bæöi elskaöurog hataöur i öllum heimshöfum! I

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.