Tíminn - 30.07.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 30.07.1976, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur 30. júlí 1976. BONHOF Bonhof til Bayern? Evrópumeistarar Bayern Munchen standa nú i samning- um viö þýzka lands- liösmanninn Rainer Bonhof frá Borussia Mönchengladbach, en forráöamenn Bayern hafa lýst þvi yfir, aö þeir ætli aö kaupa „klassa” miöjumann fyrir næsta keppnis- timabii. Ef samningar takast milli Bonhofs og Bayern, þá má bú- ast viö, aö Bayern þurfi aö borga Mön- chengladbach um 2 milljónir marka fyrir, en þaö gera rúmlega 140 milljónir fsl. kr. Ó.O. Taylor kominn til Clough Þaö fór eins og marga grunaöi, aö fyrrum framkvæmda- stjóri Brighton, Peter Taylor, hefur nú ráöiö sig sem aöstoöar- framkvæmdastjóra hjá Nottingham For- rest. Þar mun hann taka upp sitt fyrra samstarf viö Brian Clough, en þeir hafa áöur sýnt þaö, aö sam- vinna þeirra hefur gefiö góöa raun t.d. hjá Derby County. Brian Clough hefur nýlega sagt þaö, aö ef Nottingham Forrest fari ekki upp í fyrstu deild næsta keppnis- timabil, þá ætli hann aö snúa sér aö annarri atvinnu. Ó.O. Viðar tapaði Viðar Guöjohnsen tap- aöi fyrir Spánverjan- um Lois Frutos I millivikt f júdó á Ólympiulcikunum. Viöureign þeirra stóö I 6 mfnútur, en siöan var Spánverjanum dæmdur sigur — á stigum. Viöar heldur til Japans eftir ólym- piuleikana, þar sem hann mun æfa júdó. Castro fær önnur gullverðlaun ,,Ég átti eftir smá kraft, sem nægði II mér til sigurs — sagði Kúbumaðurinn JUANTORENA, sem varð annar maður í sögu Olympíuleikanna til að vinna gull í 400 og 800 m hlaupi ALBERTO JUANTORENA, hinn öflugi 24 ára Kúbu- maður, sem vann gullið í 800 m hlaupi um helgina, var heldur betur i sviðsljósinu í gærkvöldi, en hann rauf einokun Bandaríkjamanna i 400 m hlaupi og tryggði sér gullið —og varð þar með fyrsti frjálsiþróttamaðurinn tilað vinna sigur i tveimur greinum í Montreal. Juantor- ena, sem hljóp vegalengdina á 44.26 sekúndum — en það er bezti tíminn á vegalengdinni í ár, rauf þar með einok- un Bandaríkjamanna, en þeir hafa ekki tapað i 400 m hlaupi í 24 ár, eða síðan Jamaica-maðurinn Rhoden vann gullið í Helsinki 1952. Juantorena braut einnig blaö i sögu Olympiuleikanna, þvi aö þaö eru nú liöin 70 ár frá þvi aö sami maöur vinnur sigur I 400 og 800 m hlaupi. Bandarlkjamaöurinn P.H. Pilgrim er eini maöurinn sem hefur leikiö þetta afrek áöur — 1906 I Aþenu. Lengi vel leit út fyrir aö Banda- rikjamaöurinn Fred Newhouse myndi vinna sigur I hlaupinu. Hann var fyrstur, þegar nokkrir metrar voru eftir — en þá geystist Kúbumaöurinn fram eins og fall- byssukúla og náöi aö tryggja sér sigur meö frábærum endaspretti, sem lauk meö þvi aö hann kastaöi JUANTORENA... glæsilegur endasprettur, færöi honum sitt annað gull. sér fram og sleit snúruna viö geysileg fagnaðarlæti hinna rúm- lega 70 þúsund áhorfenda. — Hann er nú orðinn mesti millivegalendarhlaupari I sög- unni. Hann er svo sterkur og öflugur — og kraftur hans siöustu 20 m var of mikill fyrir mig. Hann haföi meiri kraft, en ég hélt, sagöi Bandarikjamaöurinn Newhouse um Kúbumanninn, eftir hlaupiö. — Ég var oröinn mjög þreytt- ur. Ég sparaöi kraftana eins og ég gat, þar til 150 m voru eftir, þá setti ég á fulla ferö, og þegar ég átti 15 m eftir, átti ég eftir smá kraft, sem nægði mér til aö sigra — og það var mjög erfitt, þvi aö Newhouse var harður I horn aö taka, sagði Kúbumaðurinn sterki eftir hlaupið. Úrslit i 400 m hlaupinu urðu þessi: GULL: Alberto Juantorena, Kúbu 44.26. Foggon til Manch. United Tommy Docherty gekk frú kaupunum á honum í Montreal Framkvæmdastjóri Menchester United, Tommy Docherty, hefur að undanförnu dvalizt í AAontreal og fylgzt með Olympíuleikunum. En hann hefur samt ekki alveg gleymt starfi sínu, þar sem hann þar vestra samdi við forráðamenn Middlesbrough um kaup á Alan Foggon, hinum marksækna mið- herja þeirra, fyrir 25.000 pund. ALAN FOGGON (MIODLE6BROUGH) ALAN FOGGON........tll Old Trafford. Foggon hefur aö undanförnu spilaö knattspyrnu I Ameríku meö liöi ■ sem heitir Hartford, Docherty horföi á leiki meö hon- um þar áöur en hann hélt til Montreal. Astæöan til þess, aö Docherty beiö ekki meö kaupin þar til hann kom heim til Eng- íands var sú, aö Foggon heföi ekki getaö spilaö meö Manchest- er United i Evrópukeppninni, ef ekki heföi veriö gengiö frá kaup- unum strax. Foggon hóf feril sinn meö Newcastle, fór slöan til Cardiff, lék meö þeim nokkra leiki, en var siöan seldur til Middlesbrough. Hann hefur leikiö rúmlega 100 leiki fyrir Middles- brough, og skoraö I þeim 50 mörk. Manchester United mun fara I keppnisferðalag um Evrópu I byrjun ágúst, þar sem liöið mun leika 2 leiki I V-Þýzkalandi, 1 I Hollandi og sföan mun liöiö mæta Red Star I Júgóslaviu. Þá hefur Birmingham selt velska landsliösmanninn John Robertstil Wrexham, sem leikur 13. deild, fyrir 30.000 pund, en eins og margir vita, þá er Wrexham i Wales. ó.O. FIDEL CASTRO.. verölaun. tvenn gull- SILFUR: Fred Newhouse, Bandarikin. 44.40. BRONS: Herman Fraizer, Bandarikin 44.95. 4. Brijdenbach, Belgiu 45.04. 5. Parks, Bandarlkin 45.24. 6. Mitchell, Astralíu 45.40. 7. Jenkins, Bretland 45.57. 8. Werner, Pólland 45.63. Fram- arar í erfið- leikum á ísa- firði Framarar höföu heppnina meö sér á ísafiröi, þegar þeir unnu sigur (3:1) yfir Isfiröingum I 16- liöa úrslitum bikarkeppninnar I knattspyrnu. Framarar náöu aö jafna (1:1) aöeins nokkrum mln- útum fyrir leikslok — og skoruöu þeir slöan tvö mörk I framleng- ingunni og tryggöu sér sigur. Isfiröingar, sem gáfu Fram- leikmönnum ekkert eftir og sýndu mjög góöan leik, skoruöu gott mark um miðjan siöari hálfleik, þegar örnólfur Oddsson komst einn inn fyrir varnarvegg Fram og skoraði örugglega fram hjá Arna Stefánssyni, landsliösmark- veröi. Gunnar Pétursson fékk siö- an gullið tækifæri til aö gera út um leikinn og tryggja ísfiröing- um öruggan sigur, — en honum brást bogalistin I opnu færi. Framarar náöu aö jafna rétt fyrir leikslok, þegar Steinn Jóns- son skoraöi meö skalla, eftir sendingu frá Eggerti Steingrims- syni. Þurfti þá aö framlengja leiknum og i framlengingunni tóku Framarar völdin I sínar hendur og skoruðu tvisvar sinn- um. Kristinn Jörundsson skoraöi fyrra markiö, eftir aö hafa fengiö knöttinn inn fyrir varnarvegg Is- firöinga og leikið á markvörðinn. Kristinn átti allan heiðurinn aö siöara markinu, en þá „vippaði” hann knettinum yfir markvöröinn og var hann á leiöinni I mark Is- firöinga, þegar Steinn Jónsson kom aövifandi og „stal” mark- inu frá Kristni, meö þvl að þruma knettinum I netið. Stór- leikir í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar Bikarm cistarar Keflavlkur drógust gegn Skagamönnum I 8- liöa úrslitin i bikarkeppninni i knattspyrnu I gærkveldi: Drátturinn var þannig: Breiöablik — KR Akranes — Keflavik Fram — Valur Þróttur, Neskaupstaö eöa Víöir úr Garöi — FH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.