Tíminn - 30.07.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 30.07.1976, Blaðsíða 11
Föstudagur 30. júli 1976. TÍMINN U Otgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhús- inu viö Lindargötu, simar 18300 —'18306. Skrifstofur i Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Verö i lausasölu kr. 50.00. Áskriftar- gjald kr. 1000.00 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Breytingin á lánskjörum Stofnlánadeildarinnar Nýlega hefur verið gerð nokkur breyting á lánskjörum þeim, sem bændur njóta hjá Stofn- lánadeild landbúnaðarins. Aðalbreytingin er sú, að 1/4 hluti lánanna verður verðtryggður, en vextir lækka úr 12% i 10%. Þetta mun gera lánin nokkuð óhagstæðari. Þessi breyting var nauðsyn- leg vegna þess, að Stofnlánadeildin hefur á undanförnum árum orðið að taka verðtryggð inn- lend lán eða erlend lán i vaxandi mæli. Þannig hafði deildin á árunum 1971-1975 um 702 milljónir króna tekjur af vöxtum, visitöluálagi og lán- tökugjaldi, en varð að greiða á sama tima 924 milljónir króna vegna tilsvarandi útgjaldaliða. Halli varð þvi um 220 milljónir króna á þessu timabili. Hann hefur farið sihækkandi og er reiknað með, að hann verði 297 milljónir króna á þessu ári, þá hefur halli vegna gjaldeyrisbreyt- inga numið 209 milljónum króna á þessum tima. Það liggur i augum uppi, að ekki var hægt að reka Stofnlánadeildina þannig áfram með sivax- andi halla. Hallinn hefði fljótlega étið upp starfs- fé stofnunarinnar. Þess vegna varð ekki hjá þvi komizt að taka upp nokkra verðtryggingu á lán- um til bænda, en áður hefur hún verið tekin upp á lánum til vinnslustöðva landbúnaðarins. Eftir sem áður verða þessi lán mjög hagstæð saman- borið við mörg önnur, enda gerir sérstaða landbúnaðarins það eðlilegt. Bændum er það vafalaust ljóst, að ekki var hægt að halda umræddum lánum með óbreyttum kjörum, þegar öll önnur lánskjör hafa farið hækkandi og vaxandi halli hefur verið og er á Stofnlánadeildinni. Stjórnarandstæðingar, sem hafa deilt á þetta, hafa ekki heldur bent á, hvernig þeir vildu afla fjár til að mæta hinum vaxandi halla. Fróðlegt væri að fá vitneskju um það áður en þeir halda þessum yfirboðum meira áfram. 2.5 - föld aukning Það kom fram i viðtali við Halldór E. Sigurðs- son landbúnaðarráðherra, að 1975 námu lán Stofnlánadeildar landbúnaðarins tæplega tifalt hærri upphæð en 1970 að krónutölu. Að raungildi höfðu þau 2.5-faldazt, þegar miðað er við visitölu byggingarkostnaðar. Lán til vélakaupa, útihúsa- bygginga og ræktunar hafa 2.8-faldazt að verð- gildi á þessum tima, en lán til vinnslustöðva hafa 1.9-faldazt. Þá hefur Stofnlánadeildin veitt lán til fleiri framkvæmda en áður, eins og t.d. til bú- stofnskaupa, grænfóðursverksmiðja, .fóðurblönd- unarstöðva, kjötiðnaðarstöðva og þungavinnu- véla. Hin mikla aukning á útlánum Stofnlánadeild- arinnar stafar jöfnum höndum af þvi, að kjör bænda hafa batnað og framkvæmdageta þeirra þvi eflzt, og að meiri áherzla hefur verið lögð á það af hálfu landbúnaðarráðherra en áður að út- vega deildinni fjármagn. Halldór E. Sigurðsson tók við embætti landbúnaðarráðherra sumarið 1971 og hefur nú gegnt þvi samfleytt i fimm ár. Ótvirætt hefur hagur landbúnaðarins batnað á þeim tima. Grein úr Scotsman: Jenkins þreyttur á brezkum stjórnmálum \ Hyggst vinna sér frama á nýjum vettvangi Þaö hefur veriö úkveðiö, aö Roy Jcnkins veröi næsti formaöur stjórnarnefndar Efnahagsbandalags Evrópu. Meö þvi lýkur sennilega fcrli hans sem stjórnmúlamanni i Bret- landi, en hann hefur veriö einn sérstæöasti og merk- asti stjórnmólamaöur Breta eftir styrjöldina og oft talinn liklegur til formennsku I Verkamannaflokknum. Mikill ósigur hans i for- mannskjörinu á siöastliönu vori, mun hafa leitt til þess, aö hann hefur ákveöiö aö draga sig I hlé I brezkum stjórnmálum a.m.k. um sinn. Roy Jenkins átti alltaf glæsilega framtíö fyrir sér i brezkum stjórnmálum. I evrópskum stjórnmálum gæti hann loksins náö þeim frama, sem hann Öðlaöist aldrei i Bretlandi. 55 ára gamall er hann aö ljúka stjórnmálaferli sinum til að byrja annan nýjan sem æðsti leiðtogi Evrópu — aö hluta stjórnandi, að hluta krossfari —. Hvaö sem það er, sem hann er að byrja á nú, þá lýkur alla vega kafla i sögu brezka Verkamannaflokksins. Sem erfingi Hughs Gaitskells, þá skilur hann eftir sig bil, sem enginn getur — eða vill — brúa. Stuðningsmenn Jenkins eru orðnir munaðarlausir og tilraun til að finna nýjan leið- toga hefði alvarlegar afleið- ingar fyrir þingflokk Verka- mannaflokksins. Einnig enda nú sveiflur skjóts frama hans og hraps innan þingflokksins 1 kosning- unum 1964 vann hann sigur á réttum tima og komst inn i rikisstjórnina sem flugmála- ráðherra, 43 ára að aldri. Ári seinna varð hann innanrikis- ráöherra og var þannig kom- inn inn I hina raunverulegu rikisstjórn. Þar notfærði hann sérhinn frjálslynda anda, sem þá rikti og studdi fyrstu lög- gjöfina um jafnrétti kynþát- anna. Jenkins varð fjármálaráð- herra 1967, þegar Callaghan var ásakaður um óstjórnina, sem leiddi til gengisfellingar- innar. Þá var Jenkins hampaö sem f j á r m á 1 a 1 e g u m bjargvætti, sem stýröi brezka hagkerfinu á rétta braut, og sem væri augljós arftaki Harolds Wilsons. En þá' fór aö vegna illa. Jenkins skipulagði sigur fyrir Verkamannaflokkinn i þing- kosningunum 1970, en thalds- flokkurinn vann. Og þá var það sem afstaöan til Efnahagsbandalags Evrópu klauf Verkamanna- flokkinn og Jenkins varð I augum vinstrimanna að merki þess slæma, sem mátti finna i Efnahagsbandalaginu. Þegar forystumenn Verkamanna- flokksins ákváðu, að þjóðarat- kvæðagreiðsla væri eina ráðið til að halda flokknum saman, þá sagði Jeknins af sér sem varaformaður flokksins. Sú ákvörðun, vakti efasemdir um pólitiska dómgreind hans, þvi þjóðaratkvæðagreiðslan þremur árum siðar var mesti sigur hans og batt' Bretland fastar við Efnahagsbandalag- ið en nokkur þingatkvæða- greiðsla hefði getað. Það vakti einnig efasemdir um pólitisk- Roy Jenkins ar taugar hans, þvi hann reyndi ekki að standa gegn Wilson, sem hafði ákveðið þjóðaratkvæöagreiðsluna. Siöan hefur hann smátt og smátt orðið þýðingarminni persóna i brezkum stjórnmál- um. Aftur fór Jenkins illa-i þingkosningum. Ef Verka- mannaflokkurinn heföi tapað kosningunum 1974, þá heföi Jenkins verið auðsamþykktur frambjóðandi sem leiötcgi flokksins. Eneftirhinn óvænta sigur Verkamannaflokksins, þá var Wilson fær um að draga úr áhrifum Jenkins meö þvi aö setja hann i embætti innan- rikisráðherra, þar sem hann hafði verið 9 árum áður. Og honum mistókst illilega i leiðtogakosningunum á þessu ári, þar sem hann fékk aöeins 56atkvæöi,langt aö baki Foots og Callaghans. Með sinni ein- kennandi prúömennsku, dró hann sig út úr baráttunni strax eftir fyrstu umferð. Jenkins hefur raunverulega alltaf veriö of mikiö prúðmenni til aö vera stjórnmálamaður i Verkamannaflokknum. En nú hefur Evrópustefna Jenkins, sem hingaö til hefur verið þröskuldur i vegi hans, opnað leið að nýrri stöðu, stöðu formanns stjórnar- nefndar Efnahagsbandalags- ins. Sumir forsetanna hafa verið talsmenn fyrir samein- ingu Evrópu, aðrir hafa einungis unnið meö fjallháa bunka af skjölum. Jenkins mun sennilega tilheyra fyrr- nefnda hópnum. En staðan eins og hún er i dag hefur ekkert pólitiskt vald. Formaðurinn er aöeins einn af meðlimum ráðsins og með þvi er fylgzt af ráöherranefndinni. En hins vegar, ef beinar kosningar til Evrópuþingsins verða framkvæmdar eins og ætlað er, þá gæti ráðiö fengiö voldugan bandamann þar sem þingið er, gegn rikisstjórnum Evrópuþjóöanna. Roy Jenkins mun njóta þess að vera laus við eftirlit brezku rikisstjórnarinnar. Hann fékk þetta starf hjá rikisstjórnum annarra landa og mun sannar- lega ekki vera gæludýr Callaghans. Ferill hans hingað til hefur veriö fullur af skoplegum við- burðum. Sem sonur leiðtoga námumanna, sem var • fangelsaður fyrir starfsemi sina, þá hefur hann bakað sér reiði verkalýðssamtakanna með þvi að neita að láta lausa verkfallsverði verkalýðs- félaganna, sem voru að vernda verkfall i Shrewsbury. Skoplegra yrði þó, að i Evrópu myndi hann öðlast það pólitiska vald, sem honum hefur verið neitaö um — og að mörgu leyti sem hann hefur neitað sér sjálfur um — i Bret- landi. Þýtt og endursagt: MÓL Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.