Tíminn - 30.07.1976, Blaðsíða 5
Föstudagur 30. júll 1976.
TÍMINN
5
á víðavangi
Hverjum kæmi
það til góða?
Einherji birti nýlega for-
ustugrein, þar sem f jaliað var
um þá tillögu Alþýöuflokksins
að afnema alveg tekjuskatt-
inn. t greininni sagði m.a.
„Hverjum kæmi sú kerfis-
breyting til góða, að fella nið-
ur tekjuskattinn, en afla tckn-
anna til sameiginlegra þarfa
með auknum neyzlusköttum,
og þá að likindum með hækk-
un söhiskatts?
Er það i þágu láglauna
verkafólksins, sem hefur um
60 þúsund krónur i mánaðar-
iaun, eða er það i þágu há-
tekjuþrýstihópanna, sem hafa
allt upp i tiföid mánaðarlaun
láglaunafólksins, og ætla að
kollsigla öllu með endalausum
kröfum?
Tökum sem dæmi: Hjón,
sem eru með kr. 1.000.000.00 i
skattgjaidstekjur, greiða
samkvæmt núgildandi kerfi
kl. 18.937,00 i tekjuskatt: en
hjón sem eru með 4.000.000,00
kr., myndu greiða kr.
1.218.312,00.
Yrði breytt yfir i óbeina
neyzluskatta, geta allir séð,
hvað það þýddi, þvi að sjálf-
sögðu lifa hjónin i sama þjóð-
félaginu, og þurfa að
greiða sama verð fyrir sinar
neyzluvörur,- og þar með
sömu skatta.
Gerð hefur verið könnun af
B.S.R.B. sem sýnir, að laun-
þegar neðan við 22. launaflokk
tapa á þessari breytingu, að
sjáifsögðu meira eftir þvi sem
launin lækka, en þar fyrir ofan
fara menn að græða, og að
sjálfsögðu þvi meir, sem ofar
dregur.
Það er þvi ekki úr vegi að
spyrja: hvar er jafnrétti, frið
og bræðralag að finna i gerð-
um forystumanna flokksins i
dag?”
Tekjutryggingin
hækkar um 18%
Samkvæmt reglugerð, sem
heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytið gaf út i fyrra-
dag, hækka allar bætur
almannatryggmga um 9% frá
1. ágúst nk„ en tekjutrygging
elli- og örorkulffeyrisþega,
sem ekki hafa aðrar tekjur en
almannatry ggingar, hækka
um 18%. Samkvæmt lögum er
skylt að hækka almanna-
tryggingabætur innan sex
mánaða frá þvi að almennar
launahækkanir verða i land-
inu, en þær urðu siðast 1. júli
sl. Hækkun tekjutryggingar er
ineiri nú en skylt var að lög-
um, en þeir ra n jóta nú um 40%
allra elli- og örorkulifeyris-
þega, eða um 9000 manns.
Ríkisstjórnin og
tryggingamólin
Mbl. vakti nýlega athygli á
hinni miklu hækkun til trygg-
inganna, sem átt hefur sér
stað i tið núv. rikisstjórnar.
Þannig hafa lífeyristrygging-
ar hækkað úr 3178 m.kr. á
árinu 1972 i 7715 mkr. á fjár-
lögum yfirstandandi árs eða
gott betur en tvöfaldaztá 4 ár-
um, og sjúkratryggingar
hækkað úr 2887 m.kr. 1972 i
11.629 m.kr. 1976, eða u.þ.b.
fjórfaldazt á sama tima.
Mbl. bendir ennfremur á að
„þessar hækkanir hafa orðið
þrátt fyrir þá efnahags-
kreppu, sem gengið hefur yfir
þjóðfélagið, vcrsnandi við-
skiptakjör og rýrnandi þjóðar-
tekjur undanfarin misscri, að
ekki sé talað um þann sam-
drátt og aðhald, sem stjórn-
völd hafa neyðzt tU að gripa til
i rikisfjármálum i nær öllum
útgjaldapóstum”.
Eins og getið er hér að
framan, er varið tæpum 8
milljörðum króna tU lifeyris-
trygginga á fjárlögum þessa
árs. Nú er hins vegar orðið
Ijóst, að þær munu kosta rikis-
sjóð rúmlega niu milljarða
króna á þessu ári og hafa þær
þvi næstum þrefahlazt siðan
1972. Þ.Þ.
AA-samtökin héldu landsmót sitt i Þrastaskógi dagana 23.-25. júli. Vestm.eyjadeildin annaðist móts-
haldið og Selfossdeildin útvegaði mótsstaðinn. Landsmótið sótti AA-fólk frá Vestmannaeyjum, Akur-
eyri, Reykjavfk, Vifilsstöðum, Keflavik og Selfossi, makar þess og börn, en alls voru um 400 manns á
mótinu. Myndin er frá landsmóti AA-samtakanna.
Nú verður einstefnan
líka tekin upp
Mörg undanfarin ár hefur á
vegum Alþjóðasiglingamála-
stofnunarinnar, IMCO, verið
unnið markvist að þvi að auka
siglingaöryggi á höfunum, enda
er öryggi á sjó eitt af mikilvæg-
ustu verkefnum þessarar
alþjóðastofnunar Sameinuðu
þjóðanna, segir i frétt frá
siglingamálastjóra.
Með þeirri þróun á stærð
skipa, og þá einkanlega
oliuflutningaskipa, hefúr hættan
á slysum vegna árekstra orðiö
sifeflt meiri, sérstaklega á þeim
skipaleiðum, þar sem mikill
fjöldi skipa fer um.
Þess vegna hefur á undan-
förnum árum verið unnið að þvi
innan IMCO að skipuleggja ein-
stefnu-siglingaleiöir þar sem
skipaumferð „ er mest. Slikar
einstefnu-siglingaleiðir hafa
þegar verið teknar upp á ýms-
um þeim hafsvæðum, sem is-
lenzk skip fara um, og þess
vegna hefur Siglingamálastofn-
un rikisins vakið athygli allra
islenzku farskipafélaganna á
nauðsyn þess, að um borð I öll-
um farskipum séu sjókort yfir
slik hafsvæði, þar sem gerð er
grein fyrir þessum einstefnu-
siglingaleiðum. Upphaflega var
um að ræða tilmæli um, að öll
skip fylgi þessum reglum um
einstefnuleiðir, en augljóst var,
að nauösynlegt myndi verða að
gera þær að skyldu, likt og
akreina-akstur á umferðaæðum
á landi. Nú stendur þetta næsta
skref fyrir dyrum, þvi að nýjar
alþjóðasiglingareglur, sem
samþykktar voru á alþjóðaráð-
stefnu, sem haldin var á vegum
Alþjóðasiglingamálastofnunar-
innar i London árið 1972, mun
taka gildi á næsta ári.
Frumdrög þessara alþjóöa-
siglingareglna, voru samin af
sérnefnd innan IMCO
Auk þessara nýju ákvæða, þar
sem krafizter aöskip fylgi ein-
stefnu siglingaleiðum á ýmsum
hafsvæðum, þar sem umferð
skipa er sérlega mikil, þá taka
þessar nýju alþjóðasiglinga-
reglur tillit til þeirrar stað-
reyndar, að ratsjá er oröiö al-
mennt og mikið notað siglinga-
tæki, og ennfremur eru ráð-
stafanir geröar til þess að sigl-
ing mjög stórra skipa, sem við
ýmiss skilyröi hafa takmarkaða
möguleika á að breyta stefnu
vegna stærðar, veröi ekki tor-
velduð af öörum skipum, á
þröngum siglingaleiöum.
til sjós
Alþjóðasamþykktin, sem al-
þjóðasiglingareglurnar eru við-
auki við, tekur gildi tólf mán-
uðum eftir þann dag, þegar
minnst 15 lönd, sem samtals
eiga eigi minna en 65% af skipa-
fjölda, eða brúttórúmlestatölu
af öllum skipum heimsins, sem
eru 100 brúttórúmlestir eða
stærri, hafa staðfest alþjóða-
samþykktina.
Vestur Þýzkaland staðfesti
alþjóðasamþykktina 14. júli s.l.,
og þar með hafa lönd sem eiga
alls 66% af skipastól heimsins
miðað við rúmlestatölu staðfest
al þj óöa s am þy kktin a.
Þessar nýju alþjóðasiglinga-
reglur munu þessvegna taka
gildi 15. júli árið 1977, og þær
munu eflaust verða mikilvægt
skref til aukins öryggis á sjó, en
það er takmark allra þeirra 97
þjóða, sem nú eiga aðild að al-
þjóöasiglingamálastofnunni
IMCO, sem hefur aðalstöðvar
sinar i London, segir I frétt
siglingamálastjóra.
Þessar nýju alþjóðasiglinga-
reglur hafa þegar veriö þýddar
á islenzku, og staðfestar af
Islands hálfu.
NONUSTUUMBOD
SVEINN EGILSSON HF
Sími
Reykjavik og Suðurnes
Reykjavik:
Lúkas-verkstæðið, Suðurlandsbraut 10 91-81320
Bilastill'ing Björn B. Steffensen, Hamarshöfða 3 91-84955
Bjarmi s.f., Suðurlandsbraut 2 91-35307
Kópavogur:
O. Engilbertsson, Auðbrekku 51 91-43140
Hafnarf jörður:
Guðvarður Eliasson, Reykjavikurvegi 78 91-52310
Keflavik:
Bifreiðaverkstæði BG, Grófin 7 92-1950
Suðurland Hveragerði: Aage Michelsen Hvolsvöllur: Bifreiðaverkstæði Kaupfélags Rangæinga Vik i Mýrdal: Bilaverkstæði Kaupfélags V-Skaftfetlinga Sími 99-4166 99-5114 99-7134
Austurland Sími
Hornaf jörður:
Smurstöð BP, Höfn 97-8392
Neskaupstaöur:
Dráttarbrautin h.f. 97-7600
Reyðarf jörður:
Bílaverkstæðið Lykill 97-4199
Egilsstaðir:
Bílaverkstæði Brynjólfs Vignissonar 97-1179
Norðurland eystra Sími
Húsavik:
Bílav. Jóns Þorgrimssonar 96-41515
Akureyri:
BSA verkstæðið 96-21666
Norðurland vestra
Sauðárkrókur:
Bilaverkstæði Kaupfélags Skagfirðinga 95-5200
Húnavatnassýsla:
Vélaverkstæðið Viðir, Viðidal um Viðigerði
Blönduós:
Vélsmiðja Húnvetninga 95-4128
Vestfirðir Sími
Isafjörður:
Bílaverkstæði ísafjarðar 94-3837
Bolungarvik:
Vélsmiðja Bolungarvikur 94-7370
Vesturland
Borgarnes:
Bila- og trésmiðjan , 93-7200
Bilaverkstæði Ragnars 93-7178
Akranes:
Brautin 93-2157
ólafur Eyberg Guðjónsson, Brekkubraut 23 93-2218
Bílamiðstöðin 93-1795
Vestmannaeyjar
Vestma nnaey ja r:
Bilaverkstæði Kristjáns og Bjarna
Simi
98-1535
Meiri afköst með
Vinsælasta heyvinnuvél
i heimi. 4 stærðir.
Vinnslubreidd 2,8 til 6,7 m.
Geysileg tlatar-
afköst. Nýjar og sterk-
ari vélar. Mest selda
búvélin á islandi
Islenzk eigendahandbók
K>
ÞÚRf
SIIVll B1500 ‘ÁRIVIljLAII
Kaupið bíimerki
Landverndar
röKiíMi
IEKKI1
LÖTANVEGAi
Til sötu hjá ESSO og SHELL
bensinafgreiðslum og skrífstofu
Landverndar Skólavörðustig 25
Stillimælar
fyrir bifreiðar
Flourosent
vinnuljós
AAV-búðin
Suðurlandsbraut 12
Sími 8-50-52 Rvk.
Hreint É
réSland I
fagurt I
land 1
LANDVERND