Tíminn - 30.07.1976, Blaðsíða 6
6
TÍMINN
Föstudagur 30. júll 1976.
Magnús Ólafsson Sveinsstöðum:
Róttækra aðgerða er þörf
svo ungt fólk hefji búskap
Meöalaldur Islenzkra bænda
er hár miöað viö meöalaldur
fólks I öörum stéttum. Þaö sýnir
ljóslega aö endurnýjun i bænda-
stétt er ekki ör og ungt fólk kýs
fremur að snúa sér aö öörum
storfum.. Vel má vera aö
ýmsum finnist þetta æskileg
þróun, og ekki sé á neinn hátt
æskilegt aö reyna aö breyta
henni, en sem betur fer eru þeir
þó margir, sem skilja hvaöa
hætta er þar á feröum og aö
nauösyn er aö gripa til róttækra
aögeröa til aö hvetja ungt fólk
til aö hefja búskap.
Ég hygg aö þaö séu einkum
þrir þættir, sem valda þvl hve
fátt ungt fólk hefur búskap. í
fyrsta lagi erfiöleikar að útvega
nægjanlegt fjármagn til aö
hefja búskap ásamt verri fjár-
hagslegri afkomu en I flestum
atvinnugreinum öörum. í ööru
lagi mikiö vinnuálag og vand-
kvæöi á aö hafa sambærilegan
fritima og aörar stéttir þjóö-
félagsins og I þriöja lagi mjög
léleg opinber þjónusta viö ibúa
sveitanna. Þessum þáttum
veröur aðkippa I lag, þvi aö öör-
um kosti er hætt viö aö innan
tiöar veröi verulegur samdrátt-
ur i búvöruframleiöslunni og af-
koma þjóöarbúsins versni aö
sama skapi.
Þýðing
landbúnaðar
I öllum þeim umræöum, sem
farið hafa fram um land-
búnaöarmál hefur alls ekki
veriö dregiö nægilega vel fram
hin gifurlega þýðing hans fyrir
þjóöarbúið. Athyglisvert er t.d.
aö huga að þvi aö margir þeir,
sem tala um aö draga stórlega
úr landbúnaðarframleiðslunni,
tala hástöfum um aö fremur
eigi aö stuðla aö stórlega aukn-
um iönaöi.
Mjög skal undir þaö tekiö aö
okkur er nauösyn aö efla okkar
iönaö verulega, en hitt er staö-
reynd aö okkar helztu mögu-
leikar i iðnaði eru á sviöi
iönaöar úr landbúnaöarvörum.
Og hver treystir sér til aö fram-
leiöa úr hráefni, sem ekki er til.
Talið er aö margfalda megi
iðnaðarframleiðslu úr ull og
skinnavörum og sumir tala um
aö hana megi jafnvel sjö til átt-
falda. En þótt hún sé einungis
fjórfölduð, en slikt er taliö mjög
auðvelt, verður útflutningsverö-
mætið á við útflutningsverð-
mætiö frá Alverksmiöjunni. En
ulla- og skinnaiðnaöurinn
skapar mun fleira fólki atvinnu
og hentar I alla staði mun
betur islenzku atvinnulifi, en
hvers konar stóriöja. Þannig
vinna til dæmis um 400 manns i
ulla- og skinnaverksmiöjum á
Noröurlandi auk þess fjölda,
sem vinnur aö þessari fram-
leiöslu annars staðar á landinu.
Þótt hér verði ekki fleira taliö,
ætti öllum aö vera ljóst aö land-
búnaöinn veröum viö fremur aö
auka en minnka hér á landi, þvi
hann er ein af meginundirstöö-
unum undir góöum lifskjörum
þegnanna I landinu. En til þess
aö hann gegni hlutverki sinu
veröur að búa svo um hnúta aö
ungt fólk eigi möguleika á aö
hefja búskap og reká meö þeim
hætti aö það hafi sómasamleg
lifskjör af.
Framleiðslan
stendur nær
í stað
A undanförnum árum hafa
þær raddir sifellt orðið hávær-
ari, sem tala um gifurlega
offramleiöslu á landbúnaöar-
vörum hér á landi. Staöreyndin
er hins vegar sú aö lgnd-
búnaöarframleiöslan I landinu
er litlu meiri aö magni til nú, en
hún var fyrir 10-15 árum.
Nokkrar breytingar hafa oröiö
vegna árferöis ár frá ári, en um
umtalsverðar magnbreytingar
er alls ekki að ræöa. Hins vegar
hefur hver bóndi aukiö fram-
leiöslu sina en á þessu timabili
hefur bændum fækkaö verulega.
Þegar þessi mál öll eru skoö-
uö, er ljóst að mikil hætta vofir
yfir. Unga fólkið sneiöir hjá
landbúnaöinum, framleiöslan
eykst ekki verulega þrátt fyrir
gifurlega framleiösluaukningu
á einstökum býlum vegna þess
hve margir hætta búskap og af-
koma bænda er verri en flestra
annarra stétta i landinu. Þaö
getur þvi veriö æöi stutt I þaö,
að verulegur skortur veröi á
landbúnaöarvörum i landinu og
i staö þess að stórlega veröi
hægt að auka ullar- og skinna-
iönaöinn dragist sú framleiösla
saman. Viö þeirri hættu veröur
aö sporna i tima meö þvi aö
gera landbúnaöinn aölaöandi
fyrir ungt fólk.
Hækka þarf
stofnlán
verulega
Þaö þarf gifurlegt fjármagn
til að hefja búskap I dag og
raunar má segja að þaö sé
ógerningur fyrir ungt fólk án
aöstoöar skyldmenna aö hefja
búskap. Þar hlaupa tölur á tug-
um milljóna og slikar upphæðir
leggur ekki ungt fólk fram án
verulegrar aöstoðar.
Þaö veröur þvi aö auka stofn-
lán verulega bæöi til bygginga
jaröa og bústofnakaupa. Nú er
Stofnlánadeild landbúnaðarins
svelt af fjármagni og getur alls
ekki sinnt þvi hlutverki sem
henni er boöið I lögum hvaö þá
að einhverjar likur séu á aö
hægt veröi aö auka stofnlán til
landbúnaöar nema meö veru-
legum nýjum tekjustofnum
handa stofnlánadeildinni.
Ýmsum kann aö finnast fjár-
festingar i landbúnaöi hafi verið
svo miklar á liðnum árum, aö i
lagi sé aö staldra viö um stund.
En staðreyndirnar tala þó ööru
máli. 1 fróölegu erindi, sem
Gunnar Guöbjartsson form.
.Stéttarfélags bænda hélt á
Blönduósi nýlega sagöi hann
m.a.:
Bændur
fjármagna
nýbyggingar
að 66
hundraðshlutum
„Bændur hafa lagt verulegt fé
i að auka ræktun. En afrakstur
aukinnar ræktunar hefur að
stórum hluta farið i beit búfjár á
ræktaö land. Byggingar nýrra
útihúsa, sem hafa verið tals-
veröar, eru þó ekki mikiö fram
yfir eölilega endurnýjun. Það
sést þegar tekinn er meðalaldur
útihúsa samkvæmt fasteigna-
matsskýrslum.
Bændur hafa oröiö aö fjár-
magna allar slikar fram-
kvæmdir að 66 hundraöshlutum
(%) og lagt hart að sér oft á tiö-
um aö koma þeim framkvæmd-
um áfram. Þær framkvæmdir
ásámt ræktuninni hafa aö veru-
legu leyti byggzt á vinnufram-
lagi bænda og fjölskyldna
þeirra.
Vinnuálag bænda hefur af
þeim sökum oft oröið óeðlilega
mikiö en jafnframt hefur
þjóðarauðurinn vaxiö aö sama
skapi. Þessu atriöi er oft
gleymt, þegar hagfræöingar eru
aö meta fjárfestingar einstakra
atvinnugreina og hagkvæmni
hennar og hafa af þeirri ástæöu
dregiö rangar ályktanir um
þjóðhagslega hagkvæmni fjár-
festingar i landbúnaði.”
Er áróðurins
farið að gæta?
1 þessum oröum dregur
Gunnar vel fram hve erfitt það
er fyrir einstaklinginn aö
byggja og rækta. Og fyrir ungt
fólk, sem vill hefja búskap eru
öðrugleikarnir svo miklir, aö
heita má aö óyfirstiganlegir
séu.
Og enn alvarlegra er þaö, aö
ýmislegt viröist benda til þess
aö þessir erfiöleikar eigi eftir aö
aukast á næstu árum. Vel má
vera aö áróðurinn gegn i'slenzk-
um landbúnaði sé farinn að
verka meir en margur hyggur
og harkalegar verði að spyrna
viö fótum en hingað til hefur
verið gert þannig að vörn veröi
snúiö i sókn.
AAiklð vinnuálag
og lítil frí
En það er fleira en erfiö-
leikar á fjármagnssviöinu, sem
gerir landbúnaðinn litt aölað-
andi fyrir ungt fólk. Þar er
þyngst á vogarskálinni hiö
mikla vinnuálag, sem yfirleitt
tiökast i sveitum miöaö viö I
öörum stéttum þjóöfélagsins. Á
sama tima og vinnutimi flestra
stétta styttist ár frá ári, lengist
vinnutiminn hjá bændum og
erfiðara veröur fyrir þá aö taka
sér fri.
Laun bóndans eru þaö lág, aö
fæstir bændur hafa efni á aö
greiöa afleysingafólki þau laun,
sem aörar atvinnugreinar
greiöa. Þvi er slfellt erfiöara aö
fá fólk til afleysinga og fæstir
bændur geta tekiö sér sumarfri.
Og þegar flestar stéttir þjóö-
félagsins vinna einungis fimm
daga vinnuviku þurfa bændur
aö vinna alla dagana sjö, og
langa tima á ári hverju þurfa
þeir aö auki aö vinna mjög lang-
an vinnudag.
Sérstaklega á þetta viö i kúa-
búskap en I sauöfiárbúskapnum
gefst þá nokkur timi ár hvert,
sem fiægt er að vikja sér frá.
Á undanförnum árum hefur
mikiö veriö rætt um á hvern
hátt frekast mætti koma á fót
afleysingaþjónustu i sveitum.
En hingaö til hefur ekkert oröið
úr framkvæmdum og margir
hafa látiö i ljós þá skoðun, aö i
framtiöinni veröi ennþá erfiö-
ara aö fá fólk til afleysinga I
sveitum en hingaö til hefur
verið. T.d. sagði Gunnar
Guðbjartsson formaöur Stétta-
sambands bænda I fyrrgreindri
ræðu á Blönduósi:
,,Þá bendir ýmislegt til þess
að enn muni aukast erfið-
leikar á að fá fólk til
aðstoðar og afleysingar i land-
búnaði og meö nýuppteknum
hætti kjarasamninga aö greiöa
fólki laun um helgar þótt það
vinni ekki muni ungt fólk enn
frekar en áöur hverfa frá
landbúnaði, sem alltaf hlýtur aö
vera bindandi og kref jast alúðar
af þeim, sem hana stunda.”
Stofna þarf
orlofssjóð til að
greiða afleys-
ingafólki laun
Þaðer þvi ljóstaö það verður
að tara aö gera eitthvaö raun-
hæft i þessum málum. Staö-
reynd er aö þau veröa bezt leyst
meö félagsbúskap I einhverri
mynd. En þrátt fyrir aö kostir
félagsbúskapar séu margir, eru
þó ýmsir ókostir þvi bú-
skaparformi samfara og reynsl-
an hefur sýnt að fæst félagsbú
ganga nema þar sem skyld-
menni reka bú saman.
Þaö veröur þvi aö gera bænd-
um kleift að ráöa fólk til afleys-
inga. Álitleg leiö viröist vera aö
nokkrir bændur séu saman um
hvern afleysingamanna og hann
fari milli þeirra eftir fyrirfram
geröri áætlun.
1 slik störf þarf aö ráöa mjög
hæfa menn og þeir eru ekki falir
nema gegn góöri greiöslu. En
meöan bændur eru jafnilla laun-
aðir og nú, hafa þeir ekki efni á
að greiða hátt kaup. Þaö er þvi
ljóst að fyrsta skilyröi til aö
sliku afleysingakerfi megi
koma á, er aö laun bænda verði
verulega bætt frá þvi sem nú er
eða aö öðrum kosti aö laun þess-
ara afleysingamanna veröi
greidd úr einhvers konar orlofs-
sjóði. Trúlega yröu greiöslur úr
slikum orlofssjóðum eölilegasta
leiðin og þá fengju bændur ekki
afleysingamanninn, nema þeir
hyggðust taka sér fri.
Tugir kílómetra
á læknisfund
Að lokum skal hér vikiö örfá-
um orðum að öpinberri þjónustu
við ibúa sveitanna, sem viöa er i
algeru lágmarki. Sem dæmi má
nefna, aö i þremur hreppum I
Norður-Þingeyjarsýslu, þurfa
ibúarnir aö aka 76-100 km til aö
hitta sinn lækni. Þaö er svipaö
þvi að læknir Reykvikinga væri
búsettur á Laugarvatni eða
jafnvel austur I Skálholti.
En þótt liklega sé óviöa jafn-
langt til læknis og i N-Þing., er
þó viða um langan veg aö fara
og yfirleitt eru vegirnir verri
þvi lengri, sem þeir eru.
Samkvæmt könnun, sem
Fjórðungssamband Noröur-
lands lét gera nýlega kom I ljós,
að 60% af vegum landsins eru I
flokki landsbrauta. Til þessara
vega er einungis variö 20% af
vegafénu og er þvi ljóst aö
uppbygging þessara vega
gengur mjög hægt.
En það eru þessir vegir, sem
þjóna bændum og búaliði um
sveitir landsins og eru lifæöar
fólksins, sem þar býr. Og þaö er
ekkert skritiö þótt ýmsum
finnist litiö öryggi I þvi aö vera
búsettur i tuga kilómetra fjar-
lægö frá lækni og búa viö vega-
kerfi, sem langtimum saman er
algerlega ófært.
Og ofan á þetta bætist siöan,
að simakerfi sveitanna er viöast
mjög lélegt og langt frá þvi aö
svara kröfum nútimans. Þar
þarf að taka duglega til hendi og
gera þaö áöur en aö oröiö er um
seinan.
Gífurlegir
möguleikar
Hér aö framan hefur veriö
drepið á nokkur atriöi, sem fæla
ungt fólk frá búskap I dag. Þau
þarf aö færa til betri vegar þvi
annars er hætt viö aö enn um
sinn halli undan fæti fyrir Is-
lenzkum landbúnaöi.
En sé rétt aö staöiö, eru
möguleikarnir I íslenzkum land-
búnaði gifurlegir, og hann getur
skapaö vaxandi þjóöartekjur á
komandi árum. Þaö er ekki ein-
ungis að hann geti brauðfætt
þjóöina eins og hann hefur gert I
ellefu aldir heldur eru gifurlegir
möguleikar i aukinni fram-
leiöslu iönvarnings úr Islenzk-
um landbúnaöarvörum.
En slikt gerist ekki nema bú-
skapur veröi geröur aölaöandi
fyrir ungt fólk og þaö geti haft
af honum sambærileg kjör og
aðrar stéttir þjóöfélagsins hafa.
Gifurlegir möguleikar eru á stórauknum iönaöi úr ullar og skinnavörum af Islenska fénu. Taliö er auð-
velt aö fjórfalda þann iönaö frá þvi sem nú er og yröi þá útflutningsverömætiö svipaö og frá Áiverinu I
Straumsvlk. En þaö gerist ekki nema svo veröi um hnúta búiö aö ungu fólki sé gert kleift aö hefja bú-
skap og afkoman sé slik aö dugmikiö fólk vilji ieggja út I þá atvinnugrein.
SUF síðan