Tíminn - 30.07.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.07.1976, Blaðsíða 7
Föstudagur 30. júli 1976. TÍMINN 7 HVERT Á AÐ FARA UAA VERZLUNAR- MANNAHELGINA? Nú nálgast óöum hin mikla ferðamannahelgi, tileinkuð verzlunarstéttinni i landinu. Hinir rötgrónu skemmtistaðir eins og Galtalækjaskógur og Húsafell munu bjóða upp á skemmtiatriði fyrir alla fjölskylduna að vanda. Skátar hafa einnig skipulagt og auglýst mikið mót fyrir yngri kynslóðina og ekki sparað til hvað snertir skemmtikrafta. Má búast við miklu fjölmenni á þann stað ef marka má þá miklu auglýsinga- herferð, sem henni er samfara. Ennþá eru samt nokkrir, sem kjósa að eyða helginni i kyrrð og næði og tjalda úti i guðsgrænni náttúrunni fjarri mannabyggð. Timinn fór á stúfana og spurði ungt verzlunarfólk hvert ferðinni væri heitið næstu helgi Páll Guðmuodsson Ég! Til Akureyrar auövitað og beint i Sjallann. Bakkus mun ekki vera með i förinni, þar sem ég er blátær bindindismaður. Elsa Mogensen t sólina á Akureyri og svo auðvit- að á sveitaball. Stóru mótin eins og „Rauðhetta” freista min ekk- ert, allir alltaf svo fullir. Ég fer sko ekki á svona staði vegna ofdrykkju unglinga. Rúnar Ingvarsson. Ég hef ekkert hugsað út i það enn- þá, kannski að maður skreppi á Laugavatn, sem fer auðvitað eftir efnum og ástæðum þegar að þvi kemur. Þar getur maður slappað af og farið i gufu. Anna Hjaitested Pétursdóttir Ég ætla að vera heima. t fyrra fór ég i Húnaver og Miðgarð og skemmti mér vel. Að visu mundi ég þiggja að fara i útilegu núna nokkur saman en ekki eitthvert mót. Aðalheiöur Gunnlaugsdóttir Ég? Kannski á Borg ef ég fæ barnapiu. Það eiga að vera þrjú böll yfir helgina og svo ætla ég auðvitað að detta i það. tris Bender Ætli ég fari ekki norður, og eyði helginni á fallegum og rólegum sveitabæ. Siðast fór ég á Laugar- vatn. Bændadagur Eyfirðinga Bændadagur Eyfirðinga var hátiðlegur haldinn að Laugarborg I Hrafnagilshreppi sunnudaginn, 25. júli. Hófst hann klukkan tvö eftir hádegi með helgistund séra Bjartmars Kristjánssonar sóknarprests. Aðalræðu dagsins flutti Asgeir Bjarnason, formaður Búnaðar- félags íslands og forseti Samein- aðs þings. Avarp flutti Jóhannes Sigurgeirsson á Ongulsstöðum III, en Lúðrasveit Akureyrar lék á milli atriða. Þá söng Arni John- sen þjóðlög og gamanvlsur, Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli las upp og Þórir Valgeirsson i Auðbrekku flutti gamanmál. Veitt voru og afhent verðlaun Búnaðarsambands Eyjafjarðar fyrir snyrtilega umgengni og hlutu hjónin i Ártúni i Höfðahverfi, Sveinn Sigurbjörns- son og Matthildur Þórhalls- dóttir, þau. Auk þess hlutu opin- berar stofnanir viðurkenningu, en þær eru: Hrafnagilsskóli og Urðakirkja og kirkjugarðurinn þar. Verðlaun Skógræktarfélags Eyjafjarðar hlutu ábúendur i Holtsseli, þau Egill Halldórsson og Svanhildur Eggertsdóttir og Sigurður Pálmason og Guðrún Egilsdóttir. Til skemmtunar var keppni á milli Ongulsstaðarhrepps og Hrafnagilshrepps i gömlum hey- skaparaðferðum og vann önguls- staðahreppur. Keppt var I slætti og heybindingi. Þá var keppni I plöntugreiningu og sigraði þar Sigurður Jósefsson bóndi i Torfu- felli. Þá má geta þess, aö drengir kepptu I knattspyrnu og að lokum var stiginn dans. Aðalfundur málarameist- arafélags Reykjavíkur Aðalfundur Málarameistara- félags Reykjavikur var haldinn fyrir nokkru. I frétt segir að i skýrslu formanns hafi komið fram að atvinnuástand I stéttinni var lakara en undanfarin ár, sem orsakast af hinum mikla sam- drætti i byggingaiðnaðinum. Að öðru leyti gekk starfsemi félags- ins á sama hátt og undanfarin ár. Félagið er aðili að samtökum Norrænna málarameistara-I sept. n.k. mun þingið verða i'Kaup- mannahöfn, en þing þessi eru haldin annað hvert ár i löndunum á vixl. Stjórn félagsins var endurkos- in, en hana skipa eftirtaldir menn: Form. ólafur Jónsson, málaram. varaform., Páll Guðmundsson, málaram., ritari Sigurður A. Björnss, málaram., gjaldk., Siguröur Ingólfsson, málaram., meðstj., Jens Jónsson, málaram. Skrifstofa félagsins sá um inn- heimtu hinna ýmsu gjalda, svo sem lifeyrissjóðsgj., sjúkra- sjóðsgj., orlofsheimilasjóðsgj., og mælingagj., og greiddi til við- komandi aðila eins og undanfarin ár. Starfsmenn skrifstofunnar eru þeir Halldór Magnússon.og Jón Pálsson. Meðlimir félagsins voru i árslok 100. Er dýr chrome-kasetta helmingi meira virði en nýja kasettan? XI000 Einnig til: nm[F> Hy-Dynamic 60 - 90 - 120 mín. Gerið verð og gæða samanburð Við vitum að svo er ekki og þekktir atvinnutónlistarmenn eru því sammóla. En þú! X 1000 60 - 90 mín. Suðurlandsbraut 8 — sirni 84670

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.