Tíminn - 04.08.1976, Blaðsíða 5
Mi&vikudagur 4. áglist 1976.
TÍMINN
5
á víðavangi
Störf
löggæzlumanna
eru vandasöm
Viðar eru mál lögreglu-
manna á dagskrá en hér á
landi. T.d. eru þau það i
Noregi. Nýlega birtist grein i
Aftenposten cftir bandariskan
mann, sem hefur lengi verið
búsettur i Noregi. Hann ræðir
þar um ýmiss norsk vandamál
og m.a. um löggæzlumálin.
Hann telur Norðmenn van -
búna tii aö m æta hryðjuverka-
samtökum eins og þeim, sem
hal'a starfað i Vestur-Þýzka-
landi, en fyrr en varir geti
breiðzt út og jafnvel orðið fjöl-
þjóðleg i likingu við auöhring-
ana. Starf lögreglumanns sé
eitt vanþakklátasta starfið i
Noregi eins og viðar, og auk
þess vanborgað. Það sé eins
konar hefð aö hafa horn i siðu
löggæzlumanns og tortryggja
hann. Þetta sé að ýmsu leyti
sök beggja, lögreglunnar og
almennings. Það skiptir miklu
að þetta breytist, enda sé það
nauðsynlegt öryggi þjóðarinn-
ar. Löggæzlustarfið sé orðið
svo margþætt og vandasamt
að ekki ættu aö veijast til þess
aðrir en sérmenntaðir menn,
gæddir skarpri greind og góð-
um umgengnishæfileikum.
Laun þeirra ættu aðvera hlið-
stæö launum lækna og Iög-
fræðinga, þvi að störf þeirra
væru sizt þýðingarm inni.
Annars fengjust ekki hæfir
menn til þessara starfa. Þá
ætti að gefa þeim kost á full-
orðinsfræðslu með hæfiiegu
miilibili og hjálpa ætti þeim,
sem vildu hætta eða ættu að
hætta af öðrum ástæðum, til
að fá önnur störf. Aðeins með
þessum hætti væri hægt að
koma upp löggæziu, sem sam-
rýmdist vandamálum nútim-
ans.
Góð tíðindi
Þaögeta vissulega talizt góð
tiðindi, að fleiri sækja nú um
nám i búnaðarskólum en áður
og m.a. ailmargar konur.
Þetta sýnir tvimælalaust, ekki
aðeins áhuga á landbúnaðar-
störfum, heldur verklegum
störfum yfirleitt. Það cr
hinn stóri ágalli skólakerfis-
ins, að þaö hefur vcrið eins og
helzta markmið þess að aia
upp embættismenn. Kaun-
veruleg alþýðufræðsla og
verkleg fræðsla hafa verið
olnboga börnin. Þessu þarf að
breyta. Kjölbrautarskóiar
geta verið spor i þá átt, en
vafasamt er að haida of langt
út á þá braut fyrr en hæfileg
reynsla er fengin. Það má
a.m.k. ekki ver&a á kostnað
þess, að sérskólar eins og i&n-
skólar, sjómannaskólar og
bændaskólar verði efldir.
íslendingasögurnar
Mbl. birti nýlega viðtal við
Gu&jón Sveinsson rithöfund á
Breiðdalsvik. Þar sagði meðal
annars:
— „islendingasögurnar eru
á vissan hátt kveikjan að þvi
að ég fór að skrifa”, — sagði
Guðjón. — „A.m.k. öðlast
maöur orðaforða og til-
finningu fyrir setningaskipan
og tilsvörum við lestur þeirra
sein ég tel mig hafa notið góðs
af i þvi sem ég hef verið að
reyna aðskrifa. Og þrátt fyrir
blóðug átök á stundum tel ég
þær mjög siðbætandi séu þær
túlkaöar rétt. Manndrápin eru
yfirleitt gerð af nauðsyn og
oftast er mönuum gefinn kost-
ur á að verja sig. Skýrar linur
eru dregnar á milli dreng-
skapar og óþokkaskapar og
höfuðkosturinn við is-
lendingasögurnar er þessi
áherzla sem lögð er á dreng-
skap og sannsögU. Reyndar cr
ég þeirrar skoðunar að auka
beri þátt islendin gasagna við
kennslu i skólum Ég er viss
um að þeim tima yrðivel varið
ef kennarar klipu eitthvað af
málfræðistaglinu og setninga-
l'ræðinni og tækju upp þætti úr
þessuin sögum i staðinn.”
Þ.Þ.
Eins og kunnugt er, hefur verið einmuna góð heyskapartiö á Norðurlandi i sumar. Þessi mynd er frá
Dagverðareyri viö Eyjafjörð, þegar hir&ing heyja þar var langt komin og mikið magn vélbundinnar
töðu beið þess að veröa flutt í hlöðu. Tfmamynd: Karl.
Bændur. Safnið auglýsingunum.
Eignist þannig heimildaskrá. Auglýsing nr. 13-76.
MF
Massey Ferguson
MF15
Heybindivél
• Mesta lengd/breidd: 450/237 sm.
% Sporvídd: 250 sm.
% Þyngd:1340 kg.
0 Afköst allt að 13 tonn/klst.
0 Aflþörf dráttarvélar: 30 hö.
% Sópvindan fylgir vel ójöfnum landsins.
£ Vinnslubreidd sópvindu: 120 sm.
0 Breidd sópvindu og vængja: 142 sm.
£ Tindabil sópvindu: 10.1 sm.
0 Gildleiki tinda sópvindu: 0.54 sm.
O Slaglengd stimpils: 71.1 sm.
0 Stimpilhraði (aflúrtak 540 sn/mín) 81 slag/mín.
£ Stærð bagga, breidd/þykkt: 45/35 sm. Lengd:
60-—130 sm.
Q Auðveld stilling á baggalengd.
9 Þéttleiki bagga auöveldlega stillanlegur.
0 Öryggisbúnaður í 8 mikilvægum atriðum.
^ Bútæknideildin á Hvanneyri hefur reynt MF 15.
Sjá Búvélaprófun nr. 472.
MF 15 er traustbyggð, einföld og afkastamikil i.oy-
bindivél.
MF gæðasmíð.
Leitió upplýsinga um verö og greiðsluskilmála í
næsta kaupfélagi eða hjá okkur.
SUOURLANDSBRAUT 32* REYKJAVlK-SÍMI 86500- SlMNEFNI ICETRACTORS
Blikkiðjan s.f.
Ásgarði 7 — Garðabæ — Simi 5-34-68.
önnumst þakrennusmiði og uppsetningu.
Ennfremur hverskonar blikksmiði.
Gerum föst verðtilboð.
—hs—Rvlk. Eftir að loðnan fór að veiðast fyrir norðvesturlandi hafa nokkrir bátar komið til Krossaness
með Ioðnu til löndunar. Nú munu um 1300 lestir hafa borizt þangað að sögn Karls Steingrímssonar,.
fréttaritara blaðsins á Akureyri, og verður móttöku væntanlega haldið fram, ef veiði verður. Tólf menn
vinna i Krossanesverksmiðjunni og er unnið frá klukkan 7,30 til klukkan 10-12 á kvöldin. Meðfylgjandi
mynd sýnir, er Magnús NK landa&i um 250 tonnum I Krossanessverksmiðjuna. Timamynd: Karl.
Óþarfi er að kaupa
hey-yfirbr e iðslur árlega. Gervistriginn
fúnar ekki. Fáanlegur i flestum kaup-
félögum.
Pokagerðin Baldur
Stokkseyri — Simi 99-3310.
Framkvæmdastjóri
Staða framkvæmdastjóra við Prjónastof-
una Kötlu h.f. Vik i Mýrdal, er hér með
auglýst laus til umsóknar.
Nánari upplýsingar veitir framkvæmda-
stjóri Finnur Ingólfsson i sima 7225 eða
7159 i Vik. Umsóknir ásamt upplýsingum
um aldur, menntun og fyrri störf, ber að
senda skrifstofu Prjónastofunnar Kötlu
h.f., Vikurbraut 21, Vik i Mýrdal.
Umsóknarfrestur er til 15. ágúst n.k.
Prjónastofan Katla h.f.