Tíminn - 04.08.1976, Blaðsíða 14

Tíminn - 04.08.1976, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Miðvikudagur 4. ágúst 1976 =Umsjón: Sigmundur ó. Steinarssoni íslend- ingar mæta Finnum N'orðurlandamót drengja i knattspyrnu hefst i kvöld með tveimur leikjum. Þá mætast islendingar og Finnar á Laugardals vellinum kl. 7 og á sama tima leika Danir og V-Þjóðvcrjar Kel'lavlk, en V-Þjóð- verjar taka þátt i mót- inu sem gestir. Skipt hefur verið i riðla og leika þessar þjóðir saman: A-riðill: Danir, Svi- ar og V-Þjóðverjar. B-riðill: íslending- ar, Finnar og Norð- menn. Liðin i keppninni eru skipuð drengjum á aldrinum 14-16 ára. ••• JURGEN CROY.. HM-stjarna A-Þjóð- verja, átti mjög góðan leik i markinu. A-Þjóð- verjar lögðu Pólverja að velli A-Þjóðverjar tryggöu sér gullverðlaunin, þegar þeir unnu sigur (3:1) yfir Pólverjum i úrslitaleiknum i Mon- treal. A-Þjóðverjar fengu óskabyrjun, þegar Marmut Schade sendi knöttinn i netið (7 minútur) hjá Pól- verjum og skömmu siðar bætti hinn efni- legi Martin Hoffman ööru marki við. Markaskorarinn mikli úr HM-keppninni I V- Þýzkalandi 1974, Grzegorz Lato, minnkaði muninn (2:1) fyrir Pólverja og stuttu siðar fékk hann gullið tækifæri til að jafna, en Jurgen Croy, markvörður a-þýzka liðsins tókst að bjarga meistaralega. Reun- hard Hafner skoraði siöan sigurmark (3:1) a-þýzku ..áhugamann- Éq ætla að skjóta Stones rr EFTIR hástökkskeppni Olympíuleikanna fékk banda- ríski hástökkvarinn Dwight Stones upphringingu frá dul- arf ullum aðila, sem sagði að hann myndi verða skotinn, þegar hann tæki við bronsverðlaunum sínum fyrir há- stökkið. Fjórir kanadískir lögreglumenn fylgdu Stones inn á völlinn og létu hann síðan velja um það hvort hann vildi taka við verðlaununum þarna hjá þeim, eða fara inn á völlinn, þar sem hann væri gott skotmark. En Stones vildi ekki missa af verðlaunaveitingunni og valdi þann kostinn að fara á verðlaunapallinn. Stones sagði eftirá: — Þetta var erfið ákvöröun,.en ég vildi endi- lega vera viðstaddur verðlauna- afhendinguna, en ég var dauð- hræddur. Hinn ameriski heimsmethafi hefur verið mjög óvinsæll hjá frönskum Kanadamönnum siðan haft var eftir honum að hann hat- aði franska Kanadamenn. Hann hefur aftur á móti neitað að hafa nokkurn tima sagt þetta. Meðan á hátökkskeppninni Stóð var baulað á Stones i hvert skipti sem hann bjó sig undir stökk, en Bandarikjamenn meðal áhorf- enda svöruðu i sömu mynt og bauluðu á Kanadamenn, sem þátt tóku i hástökkinu. 1 úrslitakeppn- inni mætti Stones til leiks i peysu, þar sem á var letrað — Ég elska franska Kanadamenn, — en hon- um var strax skipað að fara úr henni. Stones var talinn öruggur sigurvegari i hástökkinu, og stökk hans voru glæsileg, allt þar til byrjaði að rigna. Þá felldi hann eina hæðina þrisvar i röð, og var heppinn að ná i bronsverölaunin. Stones sagði eftir keppnina: — Ég hefði slegið heimsmet mitt ef ekki heföi farið að rigna. Ég get ekki stokkið i rigningu, ég hef þannig atrennu, að ég renn ávallt ef bleyta er. Þegar Stones tók við brons- verðlaunum sinum var mikið baulað á hann, og sagði hann eftir á, að þessu myndi hann aldrei gleyma meðan hann lifði. Ö.o. DWIGHT STONES.... sést hér reyna að friðmælast við franska Kanadamenn, með þvi að veifa peysunni, sem letrað er á: — ,,Ég eiska franska Kanadamenn”. Þrjú Olympíugull upp á vasann Sovétmaöurinn Viktúr Saneyev vann það frábæra afrek í Montreal, að tryggja sér sin þriðju gullverðlaun í þri- stökki — þessi 31 árs baráttumaður sigraði einnig i Mexikó 1968 og í Munchen 1972. Saneyev stökk 17.29 m og var hann aðeins 10 sentimetra frá Olympíumeti sínu — 17.39 m, sem hann setti í Mexikó. Bandarikjamaðurinn James Butts varð annar — stökk 17.18 m og heimsmethafinn frá Brasiliu, Joao de Olivera varð að láta sér nægja þriðja sætiö — 16.90 m. WALDEMAR Cierpinski — 26 ára gamall A-Þjóðverji, kom heldur betur á óvart, þegar hann vann sigur i maraþonhlaupinu i Montreal. Þessi óþekkti hlaupari, sem byrjaöi að æfa maraþon- hlaup fyrir tveimur árum, kom, sá og sigraöi — og „stal” gullinu frá Bandarikjamanninum Frank Shorter, (29 ára) sem var taiinn sigurstranglegastur. Cierpinski gerði draum Shorter, um að verða annar maðurinn i sögunni, til að vinna maraþonhlaup tvivegis á Olympiuleikum að engu. Shorter, sem gerði heiðar- lega tilraun til að sigra, réði ekki við endasprett Cierpinski. Short- er tók þó á móti hinum unga Þjóð- verja á marklinunni — Þjóðverj- anum til mikillar undrunar. Ástæðan fyrir þvi var, að vegna mistaka, var hann látinn hlaupa aukahring á Olympiuleikvangin- um. Cierpinski setti nýtt Olympiu- met i maraþonhlaupinu (42.195 km) — hljóp vegalengdina á 2:09:55,0 klukkustundum. Shorter kom annar i mark — 2:10:45,8. JOHN WALKER vann sigur (3:39,7 min.) i 1500 m hlaupinu, sem var sviplaust án Tanzaniu- mannsins Filbert Bayi. Walker þurfti að hafa sig allan við, þvi að Belgiumaðurinn Ivo van Damme veitti honum harða keppni og kom annar i mark — 3:39.27. JACEK WSZOL — 19 ára gamall Póiverji vann sigur i hástökki. Þessi ungi og efnilegi hástökkvari, stökk 2.25 m — nýtt Olympiumet. Kanadamaðurinn Greg Joy varö annar — 2.23 og heimsmethafinn Stones, þriðji — 2.21 m. VIKTOR SANEYEV ... þrisvar Olympiumeistari I þristökki. Bruce Jenner... Hættur — Ég er hamingjusamasti maður i heimi. Ég náði þvi takmarki, sem ég ætlaði mér, sagði Bandarikjamaður- inn Bruce Jenner, sem tryggði sér sig- ur i tugþraut á Olympíuleikunum — hlaut 8507 stig, sem er nýtt heimsmet. Tugþrautakeppnin var hápunktur OL, enda rcynir á hæfni iþróttamanna I lfl greinum og það er ekkert smávegis áiag á tugþrautamönnum. — Þetta var siðasta tugþrautin, sem ég tek þátt i, sagði Jenner, sem sagðist vera hættur. Arangur Jenner i einstökum grein- um voru: 100 m hiaup: — 10.94 sek. Lang- stökk:—7.22m. Kúluvarp:—15.35m. Hástökk: — 2.03 m. 400 m hlaup: — 47.51 sek. 110 m grindahlaup: — 14.84 sek. Kringlukast:— 50.04m. Stangar- stökk: — 4.80 m. Spjótkast: — 68.52 m og 1500 m hlaup: 4:12.61 minútur. Góður sigur Borussia — og AAanchester United lagði Hambiirger SV að velli BORUSSIA Mönchengladbach hefur veriö á Haiti-Borussia...............................1:2 keppnisferðalagi um Mið-Ameríku að undan- Rot-weissEssen-QPR........................0;2 förnu og leikið þar nokkra æfingaleiki. Bo- St-Et>enne (Frakku-Frankf...............0:o SSSa™a«niS.?S.nnte (,2: h’ ÆrJfn*liði Haiti og síðan (2.0) yfir landsliði El Salva- eiSaivador-Borussia.................. 0.2 dor. Hamburger SV-Man. United................. Mikið hefur verið um það að undanförnu að lið Evrópu Manchester United vann góðan sigur yfir mótherjum búi sig undir komandi keppnistimabil. Margir æfinga- Keflvikinga i Evrópukeppni bikarhafa, i Hamborg. leikir eru leiknir daglega og hér eru úrslit úr nokkrum Sammy Mcliroy skoraði fyrsta mark United-liðsins, en þeirra: Hamborgararnir náðu aö jafna, en stuttu siðar svaraði United-liöið — 2:1, og Gerry Daly innsiglaði slðan sigur Offenhach-Twente (Hollandi).............3:4 (3:1) Manchester United, úr vitaspyrnu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.