Tíminn - 04.08.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.08.1976, Blaðsíða 7
Miövikudagur 4. ágúst 1976. TÍMINN 7 Dr. Kristján Eldjárn undirritar eiöstaf forseta islands vorum dögum ber ekki á ööru en hérlendir menn hafi eins gaman af kóngafólki og hverjir aörir. Meö stofnun lýöveldisins átti nú þjóö sem var þvi langvön að vita fjarlægan konung yfir sér aö hafa nálægan innlendan þjóöhöföingja meö forsetanafni hjá sér og finna honum sess i samfélagi sinu og vitund sinni. Var nokkur furöa, eftir allar þessar aldir, þótt afstaöan og tilhugsunin til konungsins og umgengnin viö hann færöist að verulegu leyti yfir á forsetann? Eitthvað áþekkt hefur gerzt vföar en hér þegar lýöveldi hef- ur tekiö viö af konungsrfki, sumum forsetum til litillar þægðar, ekki af þvi aö annað sé fortakslaust betra eöa verra en hitt, heldur af þvi aö þetta eru tvö form og sitt hæfir hvoru. Hér á landi tók forsetaembættiö sitt- hvað i arf eftir konungdæmiö sem var eðlilegt og heilbrigt, en ekki er örgrannt um aö einnig hafi eitthvaö fánýtt slæözt meö, svo sem nokkur næsta óþörf viröingartákn og vottur af þeim hömlum sem umhverfi og gamalgróið almenningsálit leggja á þá sem konungsnafn bera. Slikt átti þó ekki til lang- frama jaröveg I islenzku þjóö- félagi og mátti hverfa. Vera má aö einhver skilji mig svo aö ég sé óbeinlinis aö mæla meö formleysu kringum em- bætti forseta tslands. Svo er þó ekki. Form i réttu hófi eru nauð- synleg i mannlegum samskipt- um og þá aö sjálfsögðu að þvi er tekur til forsetans og hans verkahrings. Það er svo aug- ljóst aö varla þarf um aö ræöa, aö fyrsta krafa þjóðarinnar á hendur forsetanum er aö honum endist vit og smekkvisi til aö koma sómasamlega fram viö þau mörgu tækifæri þar sem hann ýmist veröur aö vera full- trúi þjóöarinnar andspænis erlendum mönnum ellegar taka þátt I athöfnum og mannamót- um hennar sjálfrar. Siöareglur um þetta efni eru góöar, en þó aöeins til viðmiöunar en ekki til skilyröislausrar eftirbreytni. Reglur eiga ekki að koma i stað Magnús Torfason, forseti Hæstaréttar, les úrskurö Hæstaréttar um forsetakjör eðlilegrar mannlegrar um- gengni. Mér er einnig mjög fjarri skapi aö mæla meö eöa óska eftir aö forsetaembættiö lækki i virðingu meðal þjóðarinnar. Þó það nú væri, og til þess heföi ég heldur ekkert leyfi, ekki á ég þetta embætti, heldur þjóö- in, og aörir menn koma eftir mig og mér er umhugað um aö skemma þaö ekki fyrir þeim. Tilhlýðileg viröing er ekki nema sjálfsagður hlutur manna i milli. Vel fer á i voru samfélagi aö breytt sé viö forsetann sem fremstan meöal jafningja, þar sem hann á samfundi með öör- um. Hins vegar er bæöi óþarft og óislenzkt að þvinga hann með tilbúnum siöareglingi i misskildu viröingarskyni. Sönn virðing er ekki fólgin i neinu sliku. Sönn viröing við forsetann er aö minu áliti fólgin i þvi aö leyfa honum að njóta sin sem manneskju, bæði f embættis- störfum sinum og utan þeirra, ákveöa ekki fyrir hann hvaö skuli teljast forsetalegt og hvaö ekki, leyfa honum átölulaust að stunda sin áhugamál og auö- velda honum það eftir megni, og umfram allt leyfa honum aö eiga sitt einkalif og fjölskyldulif i friöi fyrir hégómlegri hnýsni. Ef einhvern tima hefur eitthvað skort á virðingu af þessu tagi, vegna ahrifa frá ævagamalli erlendri afstööu til þjóöhöfö- ingja, sem getur veriö góö þar, þótt hún eigi ekki viö hér, er mér þaö fagnaöarefni aö jöfn þróun hefur hér á oröiö til hins betra, enda er ég sannfæröur um, og dreg þaö af mörgum dæmum, aö fyrirrennarar mínir I þessu embætti hafa veriö mjög sama sinnis og ég um þetta efni. Ég held aö islenzkur forseti og kona hans geti, ef þau sjálf sýna aö þau vilji þaö, varöveitt persónulegt frelsi sitt svo aö vel viöunandi sé og haldiö jafn- framt virðingu sinni fuliri. Ég held einnig — og það skiptir mestu máli — aö þetta spái góöu um framtiö forsetaembættisins og bendi til þess að von sé góös samneytis meö forseta og þjóö- inni þegar horft er til komandi tima. Það gleður mig að geta mælt þessi orö af fullri einlægni, og meöal annars vegna þessa hef ég treyst mér til að bjóöast til að gegna þessu embætti áfram ef viðunanlega sterkar likur væru til að meiri hluti þjóðarinnar óskaöi enn eftir þvi. Sveinn Björnsson sagði i ræöu sinni á Þingvöllum hinn 17. júni 1944, þegar hann tók við em- bætti sem forseti i fyrsta sinn, að hann liti á starf sitt framar öllu sem þjónustu viö heill og hag islenzku þjóöarinnar. Ég tek undir þessi orö af heilum huga og á ekki aöra ósk heitari en aö vinna þaö gagn sem ég get beztá hverri stund. Nú þegar ég lit yfir farinn veg, fyllist hugur minn þakklæti til þeirra mörgu sem hafa styrkt mig til þess sem mér kann að hafa vel tekizt. Þar nefni ég fyrst konu mina, sem ber mina byrði til jafns viö mig, fjölskyldu okkar, starfsfólk okkar, bæöi á Bessastööum og i Reykjavik. Ég nefni ráöherra og aöra stjórnmálamenn og fjölmarga aöra mætti og ætti aö tilgreina, sem hafa sýnt mér til- trú hlýju og vinarþel. Nú þegar kona min og ég leggjum á hinn þriðja stór- áfanga hittist svo á aö allmikill hluti landsmanna er i árlegu stuttu miösumarfrii. Eigi aö siöur er þetta sá timi árs sem löngum var kallaöur hjábjarg- ræöistimi og von bráðar eru aliir, til sjós og lands, komnir til starfa sinna, hver á sinum vett- vangi, þvi að vér eigum þvi láni aö fagna aö þörf störf eru til taks handa hverri vinnufærri hendi. Hvar sem menn eru og hvað sem þeir eru að iðja, sendi ég þeim öllum kveðju og þakka um leiö allar góöar óskir sem okkur hafa borizt á þessum degi, frá rikisstjórn landsins, frá Torseta hæstaréttar, frá biskupi og öllum öörum sem sýnt hafa góöan hug sinn til okkar. Af okkar hálfu kemur þar á móti að við munum leitast við, enn sem fyrr, að stahda viö þá ábyrgð sem þessu embætti fylgir. Það er gleðiefni að geta lokið þessu máli meö þvi að minnast þess aö bjartara viröist nú vera yfir þjóðlifinu en verið hefur um sinn. Sú er sameiginleg ósk og von vor aö áfram stefni til batn- andi hags fyrir alla, að oss auönist að búa við fríð, frelsi og farsæld i þessu landi um ókomin ár. Frá embættistöku forseta tslands á sunnudag. Gestir vift athöfnina voru ráðherrar, stjórnmálamenn, kirkjunnar menn, forráöamenn samtaka iönfyrirtækja og stofnana og erlendir fulltrúar. AA baki forsetans situr forsetafrúin Halldóra Eldjárn og nær handhafar forsetavalds, Geir Haligrfmsson, forsætisráöherra, Magnús Torfason. forseti Hæsta. réttar og Asgeir Bjarnason, forseti SameinaAs Alþingis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.