Tíminn - 04.08.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 04.08.1976, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Jónas Gufimundsson á sýningunni I Niirnberg. Jónas Guðmundsson, sýndi í Þýzkalandi Konan hafði ekki séð hafið síðan fyrir stríð DAGANA 5.-18. mai siöastliöinn stóö yfir i Niirnberg i Vestur- Þýzkalandi sýning á verkum Jónasar Guömundssonar, rit- höfundar og listmálara. Jónas Guömundsson hefur haldiö margar málverkasýn- ingar erlendis á undanförnum árum og i tilefni af þessari sýn- ingu áttum viö viö hann eftirfar- andi samtal. Sýningin i Nurnberg Hvaö bar til aö þú sýndir i Niirnberg I vor? — Þaö bar þannig til aö ýmsir aöilar, sem sinna feröamálum gengust fyrir sérstakri Islands- viku i Núrnberg, þar á meöal is- lenzku flugfélögin Loftleiöir og Flugfélag lslands. Auk þess ein- hver félög manna, sem hafa áhuga á Noröurlöndunum og þá Islandi sérstaklega. Meö þessum aöilum stóö HERTIE stórverzlunin, sem rekur umfangsmikla feröaskrif- stofu meö utanlandsferöir. Sýning min var liöur i þessum hátiöahöldum. Þaö var Sveinn Sæmundsson, rithöfundur og blaöafulltrúi Flugleiöa, sem kom aö máli viö mig, hvort ég gæti þá meö mjög stuttum fyrirvara sent myndir á þessa sýningu, en hann sagöi aö skipuleggjendur þessarar viku væru vanir, þegar þeir kynntu lönd aö gleyma ekki listamönn- um viökomandi þjóöa. Varö þaö úr aö ég þekktist þetta boö og fór utan og setti upp sýninguna, sem haldin var I mjög góöum sýningarsal, rétt viö innganginn I griöarstóru veitingahúsi i Hertie bygging- unni. Hertie stórverzlunin er með verzlanir i öllum helztu bæjum Þýzkalands og til marks um stæröina, þá vinna 1000 manns I þessari einu verzlunarbygg- ingu, sem er I hjarta Núrnberg borgarinnar. — Er ekki dálitiö óvenjulegt aö sýna I stórverzlun? — Nei, ööru nær. Þeir telja sig oröiö veröa aö hafa allt milli himins og jaröar i svona búöum. Og ef máliö er skoöaö, hvaö er þá. eins milli himins og jaröar og myndlistin? Ég spuröi þýzka umboðs- manninn, sem hér var á ferö reyndar sömu spurningar og hann lét mig hafa lista yfir fjölda þekktra listamanna, sem höföu sýnt þarna á seinustu fimm árum. Aöstaöan var lika til mikillar fyrirmyndar I alla staöi. — Sem dæmi um þetta var aö ég kom til Nurnberg á laugar- degi, en sýningin opnaöi á mánudegi. Þá var allt eftir aö gera, en þeir tóku saman efni I sýningarskrá og gengu frá henni prentaðri og svo vegg- spjöldum og fl. og ég hefi aldrei séö sýningu á myndum minum, sem hefur veriöeins vel út garöi gerð og þessi. Svo var haldin kampavins- veizla og blööin skrifuöu fréttir og gagnrýni. Tilboð um sýningar erlendis — Hvaöa gagn er aö svona sýningum fyrir listamenn? — Þaö er mikið gagn aö öllum sýningum. Þú sérö lifsverkiö, eöa hluta þess saman kominn eins og refsidóm á veggjunum og sérö ágalla og möguleika i eigin verkum. Auk þess kynnist þú lista- mönnum og alls konar mynda- páfum og menningarvitum, sem geta þokaö þér áfram, ef þeir telja þig einhvers viröi. — Fékkst þú nokkur tilboö þarna? — Já mér var boöiö aö sýna i Þýzkalandi i haust ásamt þýzka grafikeranum Rudolf Weissauer, sem kunnur er hér á landi, en honum hafði veriö boöiö til Nurnberg frá Múnchen. Þá var mér einnig boðið aö sýna verk min með þýzkum málurum og myndhöggvurum, en sú sýn- ing verður haldin 10. september i Dallas i Texas. Um þessar mundir standa yfir samningar varöandi þá sýningu. Þýzkur listaverkafrömuöur er aö opna þar evrópskt „gallerl” og opnar meö pomp og prakt i september. Eg hefi mikinn hug á aö taka þátt i þessari sýningu. — Auk þess eru ráögeröar sýningar i Sviss og á Italiu á næsta ári og fer ég utan vegna þess i haust. — En sala á myndum. Hvernig gekk aö selja myndirn- ar? — Sala er dræm á okkar mælikvaröa. Margir selja ekk- ert, en verö er lika hærra. Ég hefi selt vel i Þýzkalandi og ég seldi myndir á þessari sýningu lika. Meðal kaupenda var þýzk frú, sem haföi veriö vinnukona hjá Schopka-fjölskyldunni 1952 aö mig minnir. Hún.skrifaöi mér indælis bréf og biður aö heilsa þeim Schopka, ef þeir eru enn viö lýöi. Ég reyndi um daginn aö hringja I þetta fólk, en tókst ekki aö ná I þaö. Hafréttarmál og list — Eru islenzkir listamenn aufúsugestir i Þýzkalandi? — Það held ég og áhugi á myndlist er mikill þarna, þótt hann sé dálitið ööruvisi en t.d. á íslandi, þar sem listaverka- áhugi er mjög almennur. Verkamenn kaupa t.d. ekki mikiö af myndum i Þýzkalandi, heldur eru þaö hinir efnameiri, sem gera það. Almenningur all- ur hefur fremur litill áhuga. — Var nokkuö rætt um land- helgismáliö? — Það var varla teljandi. Annars kom þarna indæl frú, sem var yfir sig hrifin af einni myndinni, sem hét „Vetur I Noröur-Atlantshafi”. H-ún sagöist ekki hafa séö þennan lit siöan fyrir striö, þegar hún ferð- aöist með skipi til Bandarikj- anna og heim aftur. Þetta var rétt fyrir striöiö og viö sigldum mjög noröarlega, sagöi hún og þá sá ég þessa liti. Annars fer ég alltof litið, sagöi hún og ég hefi ekki séö hafiö siöan fyrir striö, og einmitt þarna brýtur hún upp á mjög merkilegum hlut: Fólk suöur i Bæjaralandi, sem hefur ekki séö hafiö siöan fyrir striö og hefur kannski aldrei séö hafiö, þaö telur sig þó eiga rétt til fiskveiða innan viö strendur Islands. Réttur til fiskveiöa — ef hann er til, — getur varla unnizt við aö rölta eftir nautgripum eöa viö aö tina vinþrúgur suður undir ölpum. Hann er bundinn sjónum og baráttunni viö hann. — En þýzkir sjómenn hafa þó veitt viö tsland. — Já, veit ég vel. En mér er þaö þó til efs aö það séu tómir þýzkir sjómenn á þýzku togur- unum. Hásetar og undirmenn koma frá suölægari löndum, og þaö nær i rauninni ekki neinni átt, aö krefjast ekki þýzkra áhafna á skip, sem njóta eiga forréttinda, sem tilheyra þýzk- um sjómönnum. — Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er — eöa voru a.m.k. geröar kröfur til þess hér á landi I lögum, aö ákveöinn hundraðs- hluti áhafnar yrði aö vera ts- lendingar til þess að skip mætti t.d. stunda linuveiöar innan landhelgi. — En svo vikið sé aö listsýn- ingum, þá er það fremur sjald- gæft aö menn tali við mann um þorsk. — Nokkrar sýningar hér heima fyrirhugaöar? — Ég veit það ekki. Nurnberg sýningin er komin heim og mér hefur boöizt að sýna i Listasafni Arnessýsluog hver veit nema af þvi veröi. Listamenn eru aö veröa djarfari á sumrin og hika ekki lengur við sumarsýningar. Castro er lika farinn að halda jólin á Jónsmessunnni, þvi þá að róa einvöröungu á vetrarver- tiöinni i myndlistunum? o.ó. Miövikudagur 4. ágúst 1976. Miövikudagur 4. ágúst 1976. TÍMINN 11 Franskur kvikmyndaieiöangur á Geysissvæöinu 20. júli 1976. Þaö var litrikt aö sjá friöaða svæöið viö Geysi I Haukadal — i sólskini og sumaryl — dagana 19. og 20. júli. Margt feröafólk reikaðium svæðiö og hnappaöi sig ööru hvoru i hópa við Geysi, Strokk og Blesa. Hrifningaróp kváöu viö þegar Strokkur sendi upp allháar, beinar súlur, en annars lætur hann oft skvettur nokkrar nægja. Ótal myndavél- ar voru á lofti, tilbúnar aö taka gos á filmurnar, og þarna var lika staddur franskur kvik- myndaleiöangur meö mörg og mikil tæki. Útlendingar ýmissa þjóða, voru i meirihluta á svæö- inu. Búningar fjölbrey ttir, blússur, peysur, treyjur, marg- litar buxur, en þó flestar bláar. Margir á skyrtunni I góöa veör- inu. Heima viö hóteliö og bilana báru sumar konur stóra fifu- vendi, sem þær höföu tint i ein- hverri mýrinni, og ætluðu aö hafa heim meö sér til minja. A friöaöa svæöinu var allt vel um gengiö og þrifalegt. Heima- menn sögöu, aðraunar þyrfti oft aö hiröa bréfarusl o.fl. þess háttar, einkum nærri hliðinu, en umgengni færi þó greinilega batnandi. Sigurður bóndi, fyrr- verandi glimukóngur og f- þróttamrömuöur.var hress og kátur aö vanda þó aldur færist yfir (SiguröurGreipsson). Hann kvaö nýjan hver hafa myndazt i vetur sem leið. Égheld að þetta sésíðastihversem hér myndast og kalla hann þvi Amen', sagði Sigurður. Skammt frá Strokk hafa verið settir nokkrir traustir, lágir bekkir i skjóli birkilundar. Sátu þar margir í góöa veörinu og létu sig dreyma milli þess sem Strokkur minnti á sig meö hvæsi og gusum. Volgir smálækir renna frá Strokk og Geysi þegar þeir bæra á sér — ,,og geröu þeir árvöxtinn” mundi kannske nýr Þór segja. Frá hliöinu blasir viö litrikt blómgresi, raúöamalarstigur, gráar hveraleirskellur, gufu- strókar — og fjær ryðbrúnar leirmelsbrekkur, sem mikið ber á, en fjallið að baki. Vinstra megin á svæðinu, frá hliöinu séð, blasa við litil en gróskuleg skjólbelti úr birki, sem hefur veriö gróöursett þarna og dafn- ar vel. Er birkiö viöast um mannhæö nú og setur hlýlegan Ingólfur Davíðsson: Á VARMASLÓÐUM blæ á umhverfiö. „Ekki vil ég nú samtmissa útsýnina til leir- brekkanna, gufunnar og fjalls- ins”, sagði Sigurður, en þaö er heldur engin hætta á þvi. Gróska hefur aukizt mjög siö- an svæðið var girt og friöað og erærinn munur á þvi og landinu utan giröingar. Hveraleirskellurnar gróa seint upp og eins mýrarauöa- riku, ryðlitu brekkurnar ofar. Þó eru þær sums staðar gul- flikróttar af sóley og silfurmur- an teygir renglurnar langt út á þær. Þarna hefur fyrrum veriö þykkur jarövegur, vaxinn lyngi, grasi og kjarri, það sýna há böröin umhverfis, en þau eru nú vaxin grasi og lyngi. Sums stað- ar sjást langt aö gráir bleftir i graslendinu og holtunum. Þaö er hinn grái, kafloöni loöviöir sem einkennir landiö þannig. Þegar svæðiö var girt skreið viöirinn viö jöröu, en hefur siö- an oröiö umfangsmeiri og hærri. Hann er aö mynda smá runna, hnéháa enn eöa varla það: einstaka hrislur ná manni þó i mitti. Gulviöirunnar sem fyrir voru á svæðinu, stækka lika, sföan beit létti af landinu. Nokkrar jurtategundir hafa slæözt meö mönnum og varn- ingi. Síöan svæðið var friöað. Má þar til nefna frænku bald- ursbrárinnar, gulbrána, sem upprunalega er komin austan frá hálendum Asiu — og hefur gróður og garðar boriztland úr landi siðan sam- göngur jukust. Ennfremur hafa komið á svæöið njóli, krossfifill og þistill. Þistillinn hefur tekið sér bólfestu I röku leirflagi nálægt norövestur horni girö- ingarinnar og breiðist þar ögn út. Nokkrir þistlar voru að fara i blóm 40-50 sm á hæð, en flestir voru enn smávaxnari. Byggðin er ung hjá Geysi. Sigurður Greipsson frá Hauka- dal byggöi þarna fyrsta húsiö 1927, held ég, og stofnaði siðan i- þróttaskóla og lét gera sund- laug. 1929 gróðursetti hann fast við ibúðarhúsið 4 tré, þrjá silf- urreyni og einn útlenzkan reyni- við. Trén eru nú 7-8 m há og bol- ir gildir. Siðar kom hótelið og hús sona Sigurðar og þrjú all- stór gróöurhús. Vaxa nú tómat- ar itveimur, en eitt stendur autt og niðurnitt. Tún er orðið stórt. Skjólbelti og blóm ræktuð við nýlegu húsin. Blómleg sveit blasir viö. 1 matjurtagörðum þar sem yl- ur er i jörð, dafnar hjálmgras prýöiiega, of vel segja garöeig- endur, þvi aö á jaröhitasvæöum getur hjálmgras oröið magnað illgresi, hávaxið hart og stinnt með ljósrauðum blómum. Göngum inn um rammlegt hliðið á friöaða svæðinu og litum á fagra liti blómanna. A ylvolgri jörðinni sjáum við fagurbláar breiöur af blóðbergi og blákollu, og snjóhvita bletti af smára og krossmööru. Búiö aö slá litla lingresisskák við giröinguna. Silfurmuran ber gul blóm og teygir tenglur sinar alveg aö heitum, vellandi pyttunum. Blöð hennar fallega silfurgrá. Fyrrum segir i ævintýrum: „Þau áttu born og buru, grófu rætur og muru”. Og satt er orð- ið, jarðstöngulhnýði murunnar voru grafin upp og etin fyrr á tið um öll Norðurlönd. Nú þætti okkur þetta ærið seinn matar- afli. Bæði graslendi og lyng- breiður eru hér skreytt litrikum blómum, sem risa upp yfir grænkuna. Þarna er viða allt hvitt af ilmandi krossmöðru, eða gulflikrótt af gulmöðru, og háir, loðnir Islandsfiflar bera gula ,diattana” yfir, þ.e. 3-8 gul- ar körfur á hverjum stöngli. Höfuðbúnaður vallhærunnar er aftur á móti nær svartur, en fjalldalafiflsins rauöbrúnn. Hann gengur nú undir nafninu „sjónvarpsbiómið”. Þið getiö séö hann i sjónvarpinu, þegar þjóösöngurinn er leikinn. Hann viröist drúpa höfði i hrifningu. Hafiö þið horft á djúpblá aug- un á Blesa? Hann er þriöja undrið á jarðhitasvæðinu. Sum- ir kalla hann„gleraugun”, þvi að þessi bláu vatnsaugu er tvö saman, en beztfer á þvi aö hann haldi sinu forna nafni, Blesi karlinn. A korti Guömundar Hannes- sonar er Strokkur sannarlega i essinu sinu. Ljósmyndarar þyrpast meir að honum en Geýsi, sem nú lifir aöallega á fornri frægð. „Geysir i Hauka- dal, efst i Biskupstungum, er nafnfrægasti hver á jörðu” — minnir mig að standi ritað i gagnorðri landafræöi Karls Finnbogasonar. 20. júli var franskur kvik- Strokkur myndaleiðangur aö srtja I skot- stööu mikil og margbrotin tæki sin — og hlaupunum var beint að Strokk. Fjær gefur aö lita birkilundi og langt skjólbelti úr birki, en i forgrunni rauöamalargangveg, leirskellur, grastoppa og gras- bletti, skrýdda blómum, allt á heitum grunni. Fjallið er æöi bert. önnur mynd, tekin neöan viö útsýnisskifu, sýnir eyöilega hveraleirbrekku. Sóleyjar, holurt og vingultoppar sjást á stangli — og gróöurinn sækir heldur á, siöan friöaö var. Bregöum okkur aö Laugar- vatnisem snöggvast, en þar var undirritaöur 14. og 15. júli aö kenna nemendum Húsmæöra- kennaraskólans á gras, þ.e. leiöbeina viö söfnun og ákvörö- un jurta. Hver nemandi skal skilaa.m.k. lOOtegundum jurta, upplimdra og nafngreindra áöur en námi þeirra lýkur. Hefur svo verið frá upphafi skólans, og flestar hafa stúlk- urnar skilaö þeirri tölu og vel þaö — mjög snyrtilega frá- gengnum söfnum. Geri aörir skólar betur! Myndin sýnir stúlkurnar I grasaferö viö Eyvindará I Laugardal, rétt hjá Eyvindar- tungu (er sést i baksýn). Hver nemandi á aö annast grasreit meö 12-19 tegundum mat- og kryddjurta, ásamt beöi meö sumarblómum, svo þær læra fleira en matreiöslu „Laugar- vatnssumar sitt”. A Laugarvatni vex hér og hvar risavaxin sveipjurt, er bjarnarkló heitir. Skyld hvönn, og veröur oft meira en mann- hæöarhá og ber snjóhvita blóm- sveipi, eins og myndin sýnir. En varast skal aö snerta mikiö bjarnarklóna, þvi aö sumir geta fengiö útbrot á húöina af henni. Noröarlega i Noregi er náskyld tegund ræktuö, þrifst prýöi- lega og breiðast jafnvel út. Kalla Norömenn þá mikil- fenglegu jurt „Tromsö- pálmann”. Reykvikingar geta séð bjarnarkló i Hljómskála- garöinum, Ak'ureyringar i Listi- garðinum o.s.frv. Liflegt var á Laugarvatni og margt gesta. Hjólhýsi töldum viö 30-40 og sjö róörarbátar meö unglinga liöu um vatniö i logn- inu. Mýflugurnarlágu þá heldur ekki á liöi sinu. Við styttu Jónasar ræddu tveir forstjórar um rauösokkur og auglýsingar. Ég auglýsti ný- lega eftir skrifstofustúlku, sagöi annar, en þaö er vist bannað, þótt undarlegt sé. Ég auglýsi þá bara eftir skrifstofumanneskj- um næst. Þaö munu allir skilja hvaö viö er átt! Rauðsokkur ættu að hefja stúlku-og konunafniö til vegs og viröingar i staöinn fyrir að kenna sig til manns! Viö Bjarnarkló á Laugarvatni (1976) „Lindin” t.v. Húsmæörakennaraskólanemendur I grasaferö viö Eyvindartungu I Laugardal (1976) Hveraleirmelur á Geysissvæöinu, útsýnisskifa (1976).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.