Tíminn - 04.08.1976, Blaðsíða 16
16
TÍMINN
MiBvikudagur 4. ágúst 1976,
TlZK U-
Haustsýningar tizkuhúsanna
frönsku hafa staðið yfir i Paris
undanfarna viku, og fer ekki milli
mála, að Saint Laurent hlýtur
lárviðarsveiginn þetta árið. Við-
brögð hinna 1000 áhorfenda á sýn-
ingu Saint Laurents hinn 28. júli
sl. voru stórkostleg, en þeir voru
flestir fastir viðskiptamenn,
tízkufréttaritarar og eigendur
tizkuverzlana. Siðari hluta sýn-
ingarinnar voru stöðug fagnaðar-
læti, og margir hinna hrifnæmu
áhorfenda felldu tár. Lauk henni
með þvi að tizkujöfurinn var
ákaft hylltur.
Sýning þessi var með talsvert
öðru yfirbragði en tiðkazt hefur i
seinni tið — jafnvel tónlistin á
sýningunni var boðberi nýrra
tima, þvi i stað „gaddavirs”
undanfarinna ára voru leiknir
þættir úr dramatiskum itölskum
óperum.
Hrifningaröldu þeirri, sem far-
ið hefur um tizkuheiminn eftir
sýninguna er likt við móttökurnar
sem hin „Nýja lina” (New Look)
Diors hlaut árið 1947, en sú tizku-
stefna fór sigurför um gjörvallan
heiminn. Saint Laurent hefur al-
mennt verið talinn konungur tizk-
unnar að undanförnu, enda er
hann óspart stældur i tízkumið-
stöðvum svo sem New York,
London og Hong Kong. Þvi má
ugglaust telja að áhrif hans nú
verði gifurleg.
Viss einkenni eru sameiginleg
með „Nýju linunni” og hinni nýju
stefnu Saint Laurents, svo sem
siðar og belgmiklar ermar,
bosmamikil pils og undirpiis.
Segja má að Dior hafi i stfl sinum
ieitað aftur til Játvarðartimabils-
ins, en Saint Laurent til sigauna-
ogbændabúninga Austur-Evrópu.
Þó er munurinn hvað mestur á
sviði nærfata: sýningarstúlkur
Saint Laurents bera að visu breið
og reimuð belti um sig miðjar, en
þær erulausar við brjóstahaldara
og magabelti fimmta áratugsins.
Sýning Saint Laurents.
Á sýningunni voru fyrst kynnt
„hversdagsföt” — Þau eru i kós-
akkastil, sem ekki er ný bára, en
var ákaflega skemmtilega út-
færður. Pilsin eru hálfsið, með
föstu burðarstykki, 15-20 cm fyrir
neðan mitti, en þar er efnið rykkt.
Dragtir og pils eru úr mjúkum
efnum og i mildum litum: olifu-
grænum, gráum, brúnum og
blásvörtum, og oft finröndótt.
Mótvægi i sterkum litum birtist
hins vegar i sjölum og mússulins-
blússum með skinandi austur-
lenzkum munstrum, eða þá i
mósaikmyndum. Þessum klæðn-
aði fylgja miklar pelshúfur, oft
eins og krans yfir hekluðum
húfúm, að ógleymdum stigvélun-
um.
Næst voru sýndar rússkinns-
kápur, þröngar niður að initti,
þar sem þær voru rykktar, aðal-
lega að aftan. Kápunum fylgdu
minnst tvö sjöl, hálsklútur og loð-
húfa.
Þá komu fram litrikir og
iburðarmiklir kjólar og sjöl i
sigauna- og spákonustil.
En hámarki náði sýningin þeg-
ar kom að kvöldklæðnaðinum, og
þá náði hrifning áhorfenda
hámarki. Istórum dráttum er lin-
an þessi: Pilsin eru úr stifu tafti
eða satini, geysiviðamikil. Mittið
er úr svörtu flaueli og mjög
þröngtenum 15 cm breitt. Þá eru
algeng undirpils i öðrum lit. Um
mittið eru sérkennileg reimuð
belti. Blússurnar eru litrikar og
með efnismiklum púffermum.
Túrbanar teljast nauðsynlegur
hluti af samkvæmisklæðnaðinum,
oft gýlltir.
„New Look”
1947
SAINT
LA URENTS
Að sýningunni lokinni var það
mál þeirra, sem fremst standa i
tizkuheiminum, að hér hefðu orð-
ið stórkostlegir atburðir, sem
valda mundu tízkubyltingu á
Vesturlöndum.
Arftaki Diors
Yves Saint Laurent, sem varð
fertugur fyrri sunnudag, tók við
„húsi” Diors árið 1957 og er þvi
arftaki hans i tizkuheiminum, en
árið 1962 stofnaði hann sitt eigið
„hús”. Hann er þekktur fyrir
hógværð sina og óbeit á allri yfir-
borðsmennsku, lfkt og forveri
hans Dior. Hann tekur hlutunum
með ró, en um þessa sýningu seg-
ir hann: „Fötin fela i sér alia
mina drauma, allar söguhetjur
minar, óperurnar, málverkin —
hjarta mitt”. Hann hefur einnig
látið hafa það eftir sér að hann
óski þess að ný kynslóð tizku-
teiknara muni breyta viðhorfum i
tizkuheiminum og leysa hann úr
viðjum kaupmennsku og trúð-
leiks stórsýninga, enda má segja
að sumt i stíl hans minni á það
sem sézt hefur meðal unga fólks-
ins á götum úti. En það hafa
menn til marks um frumleik
hans og yfirburði, að á sýning-
unum i vor hafði hann gefið
ábendingu um það sem koma
skyldi, og höfðu margir keppi-
nautar hans stælt stilinn fyrir
haustsýningarnar. En þrátt fyrir
það að þeir hefðu þannig fengið
„linuna” tókst engum þeirra likt
upp og Saint Laurent.
Slær hún i gegn?
Hrifningin er mikil yfir sýningu
Saint Laurents, og fötin draum-
falleg og kvenleg, en stóra spurn-
ingin er sú, hvort kvenfólk sé yfir-
leitt tilbúið til að kasta frá sér
gallabuxum og buxnadrögtum og
skrýðast hinni nýju tizku, sem
óneitanlega er meira þvingandi á
allan hátt. Margir létu i ljós þá
skoðun að þessi klæðnaður væri
úrtaktvið timann.Aðrir benda á,
að konur hljóti að vera orðnar
leiðar á áratuga buxnatizku og
muni fagna breytingum heils
hugar. Þá má benda á þá stað-
reynd, að farið var i mótmæla-
göngur gegn hinni yfirkvenlegu
„Nýju linu” á sinum tíma, með
litlum árangri sem frægt er. Hins
vegar má það furðulegt kallast,
að i hvert sinn sem ný kjólatizka
kemur fram gera menn þvi skóna
að slái hún i gegn, verði gerð alls-
herjar bálför á siðbuxum kven-
þjóðarinnar, — henni er ekki ætl-
að það vit að geta sameinað i
klæðaskáp sinum skemmtileg
tizkuföt og þægilegar og hlýjar
siðbuxur. En allt um það, sér-
fræðingarnir hafa opinberað:
Stilfærðir þjóðbúningar er það
sem koma skal.
(H.Þ.tóksáman)
Hversdagsföt