Tíminn - 04.08.1976, Blaðsíða 20

Tíminn - 04.08.1976, Blaðsíða 20
Miðvikudagur 4. ágúst 1976. FÓÐURVÖRUR þekktar UM LAND ALLT' fyrir gæði Guöbjörn Guðjónsson Heildverzlun Siöumúla 22 ■Sirnar 85694 & 85295 RAFDRIFIN BRÝNI Brýning tekur aðeins 1—2 minútur. Stærö aöeins 25x20x15 sm. EINNIG: 30 tegundir Victorinox hnifa — ryöfrítt stál meö Nylon sköftum. ÁRNI ÓLAFSSON & CO. ... i 40088 zs* 40098 ALLAR TEGUNDIR" FÆRIBANDAREIMA FYRIR Lárétta færslu 'írS| Einnig: Færibandareimar úr 0 ryöfríu og galvaniseruöu stáli ÁRNI ÓLAFSSON & CO. —" 40088 ZT 40098 — Brottflutningur særðra úr Tel Al-Zaatar búðunum hafnir: Halda áfram þar til allir særðir eru komnir þaðan Heuter, Beirút. — Alþjóða Rauði Krossinn flutti i gær níu- tiu og einn særðan frá Tel al-Zaatar flóttamannabúðum Palestinu i austurhluta Beirút i Libanon, og æðsti fulltrúi Rauða Krossins á svæðinu sagði eftir flutningana að fólkið sem enn er i flóttamannabúðunum, væri að deyja úr hungri og þorsta. Tel al-Zaatar flóttamanna- búðirnar eru enn i umsátri hægri manna og hefur vatns og matarskortur rikt þar um margra vikna skeið. Rauði Krossinn flutti hina særðu frá búðunum i gær, með- an á skammvinnu vopnahléi stóð, en það var jafnvel brotið á meöan, með skothrið frá leyni- skyttum og af vélbyssum. Þeir sem igær voru fluttirfrá búðun- um eru hinir fyrstu sem yfirgefa þær á lifi siðan hægri menn hófu skothrið sina á þær fyrir um sex vikum. Jean Höflinger, fulltrúi Rauða Krossins,sem fór inn i búðirnar i gær, sagði á fréttamannafundi eftir flutningana að þeir myndu halda áfram i dag og siðan hvern daginn af öðrum, þar til allir særðir hefðu verið fluttir á brott úr búðunum. Höflinger sagði að sér hefði veriðtjáðað i Tel al-Zaatar búð- unum væru um eitt þúsund illa særðir, en alls eru i þeim um þrjátiu þúsund manns. Hann sagði ennfremur að versta vandamál þeirra sem enn eru á lifi i búðunum væri vatnsskortur, en hann er orðinn alvarlegur. Höflinger sagði að i dag myndu verða notaðir sextán flutningabflar við brottflutning- ana, en i gær voru aðeins notað- ir niu. Þá hefur einnig tekizt að fá tvo sjúkrabila til flutning- anna. , Hann sagði áð meðal þeirra sem fluttir voru á brott i gær hafi verið sænska hjúkrunar- konanEva Stahl, en eiginmaður hennar sem var yfirmaður i skæruliðasveitum Palestinu, lét lifið fyrir nær tveim mánuðum. Eva Stahl er alvarlega sjúk, eftir að annar handleggur henn- ar var tekinn af henni og hún missti fóstur, meðan á umsátri Framhald á bls. 19. Tjón í Tientsin llong Kong, Reuter. Kin- verska iðnaðarborgin Tientsin, varð fyrir skemmdum og manntjón varð þar i jarðskjálftunum sem gengu yfir Kina i siðustu viku, að þvi er fréttastofan Nýja Kina skýrði frá i gær. 1 fréttinni var ekki tekið fram hve margir hefðu misst lifið i borginni, sem er um hundraðogþrjátiu kilómetra suðaustur af Peking og ekki mjög fjarri borginni Tang- shan, sem skjálftarnir lögðu algerlega i rúst. i Tientsin ollu skjálftarnir miklu tjóni á verksmiðjum, sprengdu veggi bygginga og sködduðu orkulindir. Sagði fréttastofan að verkamenn i borginni hefðu þegar i stað hafið viðgerð- arstarf við verksmiðjurnar og reyndu nú að koma fram- leiöslunni i samt horf á ný á eins skömmum tima og mögulegt reynist. Menguðu svæðin á Ítalíu: Börnum haldið frá á daginn — eyðing eitursins seinvirk Reuter, Milan.— Héraðsyfirvöld hafa ráölagt nær eitt þúsund börnum og vanfærum konum að yfirgefa svæði þau á norðurhluta Italíu sem menguð eru af eitur- efnum þeim sem lekið hafa úr verksmiðju þar. Brezkir sérfræöingar hafa, aftur á móti, lýst yfir bjartsýni sinni um, að þeim muni takast að eyða eiturverkunum efna þeirra sem láku úr verksmiðjunni i Seveso fyrir þrem vikum. Vittorio Rivota, yfirmaður heil- brigðismála i héruðum þessum, sagði i gær við fréttamann Reut- er, að brottflutningar þessir yrðu ekki skyldaðir. — Börn geta snúið til heimila sinna á kvöldin, ef þau vilja, en okkur er mikið i mun að þau haldi sig utan hættusvæðanna á daginn. Það er ómögulegt að fylgjast með þeim öllum að staðaldri og þau gætu tekið á menguðu grænmeti og öðru, sagði hann. Frank Jackman, sem er einn af brezku sérfræðingunum sem eru Itölum til aðstoðar, sagði i gær að hann væri b jartsýnn á að sérfræð- ingaliði sinu tækist að finna leið til að eyða eiturefnunum. — Það er mögulegt að einhver hluti þess fólks sem orðið hefur að flýja heimili sin, geti snúið til baka aftur innan fárra vikna, sagði hann eftir fund með emb- ættismönnum héraösyfirvalda i gær. Rivolta sagðiigær aðalls hefðu sjöhundruð þrjátiu ogniu manns verið fluttfrá heimilum sinum frá því sprengingin varð i Icmesa-verksmiðjunni þann 10. júli siðastliðinn. Um tuttugu af konum þeim sem búsettar voru á hættusvæðinu voru þungaðar og hafa þær siðan gengizt undir rannsókn til þess að kanna hvort ófædd börn þeirra hafa skaðazt af menguninni. Rivolta staðfesti i gær að rikis- stjórn kristilegra demókrata, sem samkvæmt hefð er mótfallin þvi að höftum sé aflétt af fóstur- eyðingum, hafi samþykkt að kon- um af hættusvæðunum verði heimilað að gangast undir fóstur- eyðingu, ef læknar segja að hætta sé á vansköpun barna þeirra. Brezku sérfræðingarnir, sem eigendur Icmesa-verksmiðjunnar hafa ráðið, segja að það gæti tekið allt aö þrem mánuðum að setja upp raunhæfa áætlun um eyðingu mengunar af völdum eiturefn- anna. Þeir eru þó bjartsýnir á að fólk geti flutt til heimila sinna á svæð- inu innan tiltölulega skamms tima. — Við höfum þegar átta eða niu hugmyndir sem hægt er að nýta tilað leysa vandamál þetta, sagði Jackman i gær. Flóttafólkið, sem dvelur i mik- illi hótelsamstæðu í Milan, var þó svartsýnt um framtið staa i gær. ' ' Amin neitar allri vit- neskju um Bretana tvo Reuter, Nairobi. — Jack Tully, annar af tveim Bretum sem talið er, að hafi verið handteknir og fangels- aðir i Uganda, hefur verið sleppt að þvi er diplómatar i Nairobi skýrðu frá i gær. Var sagt að Tully, sem er sextiu og fimm ára gamall, hafi sézt á gangi á götu i Kampala. Enn hafa engar fregnir borizt af Graham Clegg, þrjátiu og átta ára gömlum Breta, sem talið er að hafi einnig verið fangelsaður. Tully hefur ekki enn látið vita af sér i franska sendi- ráðinui Kampala, en það sér um málefni Breta i Uganda, eftir að brezka rikisstjórnin sleit stjórnmálasambandi við landið. Franska sendiráðið neitar að svara spurningum um Bretana tvo. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum að Clegg hafi verið handtekinn i Soroti, i austurhluta Uganda, siðast- liðinn miðvikudag og hafi verið sakaður um njósnir. Nokkrum klukkustundum siðar fór Tully til lögreglu- stöðvarinnar i Soroti til að spyrjast fyrir um Clegg,en var þá handtekinn sjálfur. Ekki var vitað á hvaða for- sendum hans handtaka fór fram, eða hvort einhverjar sakir voru á hann bornar. RikisstjórnUganda neitaði i gær að vita nokkuð um Bretana tvo, sem saknað hefur verið i sex daga, og sagði að sögusagnir um að þeir hafi verið handteknir væru áróður og ekkert ann- að. fell»SHORNA Á IVIILLI Spánskir fangarí hungurverkfalli Reuter, Madrid. — Meir en fjörutiu pólitiskir fangar héldu áfram hungurverkfalli sinu i Carabanchel-fangelsinu i Madrid á Spáni i gær, en það hófst hjá þeim á mánudag. Með hungurverkfalli þessu eru fangarnir að mótmæla þvi hve náðun sú á pólitiskum föngum sem Juan Carlos, Spánarkonungur, samþykkti á föstudag i siðustu viku, nær til takmarkaðs hóps. 1 gær var ekki að fullu ljóst hve margir af pólitiskum föngum á Spáni, sem taldir eru um sex hundruð og þrjá- tiu, myndi verða náðaðir, en Landelino Lavilla, dómsmála- ráðherra landsins, sagði á föstudag aðhann teldi að þeir yrðu um tvö hundruð. Sérstaklega hefur það vakið mótmæli i fangelsum á Spáni að náðunin á ekki að ná til neinna þeirra sem dæmdir eru fyrir brot á almennum hegn- ingarlögum, né heldur þeirra sem dæmdir eru fyrir likams- meiðingar. Myrti sjúkl- inga sína............ Reuter, Wuppertal. — Fyrrum yfirmaður dvalarheimilis aldraðrasem rekið er af kirkj- unni i Wuppertal i Vestur-Þýzkalandi, fannst i gær meðvitundarlaus i fanga- klefa sinum, eftir að hann hafði gert tilraun til að hengja sig, en hann var á mánudag fundinn sekur um að hafa myrt tvö gamalmenni, sem dvöldu á heimilinu. Fangelsisyfirvöld segja að maðurinn, Rudolf Zimmer- mann, sem er fjörutiu og sjö ára gamall, hafi bundið lampasnúru um háls sér og fest hinn enda hennar við rúmstæðið i klefa sinum. Hafi hann reynt að kyrkja sig á þennan hátt. Zimmermann, sem er hjúkrunarmaður að mennt, var sakfelldur fyrir að hafa myrt tvær konur með þvi að gefa þeim of stóraskammta af deyfilyfjum. Þá var hann einnig dæmdur sekur um að hafa reynt að myrða fjóra til viðbótar af sjúklingum sinum. Zimmermann hefur visað ákærunum á bug og sagðist hann aðeins hafa hjálpað sjúklingunum að deyja. Hann hefur lýst þvi yfir að veröld hans hafi hrunið þegar Þriðja riki Adolfs Hitler féll. Dæmdur fyrir njósnir.... Reuter, Dusseldorf. Dómstóll i Dusseldorf i Vestur-Þýzka- landi dæmdi i gær fjörutiu og sjö ára gamlan sálfræðing til tveggja ára og niu mánaöa langelsisvistar, fyrir njósnir i þágu Austur-Þýzkalands. Sálfræðingurinn, Urlich Reeps, sem starfaði i Afriku- deild Konrad Adenauer stofn- unar kristilegra demókrata, afhenti A-Þjóðverjum skýrsl- ur um ferðir sinar til Afriku og aðrar upplýsingar sem varða öryggi rikisins einnig. Leitað orsaka sjúkdóms........... Reuter, llarrisburg. — Embættismenn heilbrigðis- yfirvalda hófu i gær ákafa rannsóknarstofuleit að or- sakavaldi óþekkts sjúkdóms, sem virðist svipa mikið til influensu, en sjúkdómur þessi hefur þegar orðið nitján manns að bana i Bandarikjun- um. Aö þvi er heilbrigðisyfirvöld segja hafa þegar komið upp fimmtiu ogniu önnur tilfelli og eykst fjöidi þeirra sem sjúk- dómurinn leggst á sifellt. Framhald á bls. 19.' Framhald á bls. 19. ✓ Rukkunarheftin Blaðburðarfólk Tímans er vinsamlega beðið að sækja rukkunarheftin á afgreiðslu Brazilíukaffi Lrvalskaffi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.