Tíminn - 04.08.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.08.1976, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 4, águst 1976. TÍMINN 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhús- inu við Lindargötu, simar 18300 —'18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, slmi 26S00 — afgreiðsluslmi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Verð I iausasölu kr. 50.00. Áskriftar- gjald kr. 1000.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Útflutningur land- búnaðarafurða Ásgeir Bjarnason forseti Alþingis og formaður Búnaðarfélags íslands, ræddi um landbúnaðarmál i siðasta helgarspjalli Timans og minntist m.a. á útflutning landbúnaðarafurða. í ár verða greiddar verulegar uppbætur á útfluttar landbúnaðarafurð- ir og er þar um verulegt vandamál að ræða, ef ekki tekst að ná betra verði fyrir þær i framtiðinni eða skipuleggja framleiðsluna betur. Um þetta efni fórust Ásgeiri Bjarnasyni m.a. orð á þessa leið: „Margs þarf búið með” og fleira er sem huga þarf að en það, sem þegar hefur verið nefnt. Sala búafurðanna er veigamikill þáttur, sem lika verður að taka með i dæmið. Þótt landbúnaðurinn byggist að mestu leyti á innanlandsnotkun og neyzlu, þá hefur það lengi verið svo, að alltaf hefur þurft að flytja út hluta af búvöruframleiðslunni. Útflutningsverðið hefur verið misjafnt og fer það eftir þvi, hvaða vara út er flutt og hverjir kaupa. Viða sveltur fólk i heiminum og gott væri það, ef búvara okkar gæti dregið úr þeim hörmungum. Það þarf að hefja nýja sókn i afurðasölumálum bænda. Þótt alltaf sé að þeim unnið, þá þarf samt að leita að nýjum mörkuðum. Rikisvaldið hefur ekki varið miklum fjármunum i markaðsleit, en hjá þvi verður vart komizt, ef verulegur árangur á að nást, og það getur lika borgað sig fyrir það opinbera, þvi alltaf er gjaldeyrir af skornum skammti. Hlutur landbúnaðar i útflutningi hefur farið vax- andi siðustu árin, einkum i fullunnum vörum úr ull, gærum og skinnum, sem mjög eru eftirsóttar erlendis og seljast fyrir hagstætt verð, og það þótt meira væri. Dilkakjötið þykir viða gott og selst sums staðar fyrir gott verð, einnig vissar tegundir osta, en mikið vantar á að allar þessar vörur og ýmsar aðrar, sem út eru fluttar seljist fyrir gott verð. Lax og silungur hefur stórhækkað i verði erlendis hin siðari ár, einkum i Frakklandi og is lenzki reiðhesturinn — gæðingurinn selst vel i Þýzkalandi og viðar. Allt skapar þetta vonir um að það séu mögu- leikar á að selja úr landi fleiri landbúnaðarafurðir og fá fyrir þær hærra verð en nú er. Sölumöguleik- ar geta verið viða, þótt hér verði ekki taldir. Gjaldeyrisstaða okkar Islendinga hefur oft verið erfið og er það mjög um þessar mundir. Þvi verður að gera allt sem unnt er til þess að efla út- flutningsframleiðsluna, bæta gjaldeyrisstöðuna. Það er trú min og von, að landbúnaðurinn og fram- leiðsluvörur hans geti i framtiðinni orðið sterkur þáttur i verðmæti útflutnings, þegar búið er að kanna þau mál vel og finna nýja markaði.” Vísir og Gunnar Broslegt er það, þegar ritstjórar og rithöfundar Visis telja sig þess umkomna að deila á Timann fyrir það, sem þeir kalla ósæmileg skrif um dóms- mál. Menn minnast þess áreiðanlega enn, að Gunnar Thoroddsen, félagsmálaráðherra hætti að starfa i blaðstjórn Visis á siðastliðnum vetri i mót- mælaskyni við skrif blaðsins um dómsmálaráð- herra. Skrif Timans um dómsmál hafa annars snúizt mest um það, að hraðað yrði að koma fram þeirri eflingu rannsóknarlögreglu, sem frumvarp dóms- málaráðherra fjallar um. Þvi miður hafa þar átt sér stað tafir og ætti Visi að vera kunnugt um hvaða öfl hafa verið þar mest að verki. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Veita kommúnistar Andreotti hlutleysi? Það gæti markað þáttaskil í ítölskum stjórnmálum 1 SIÐASTLIÐINNI viku kom til valda á Italiu 39. stjórnin, sem hefur veriö mynduö þar siöan siöari heimsstyrjöldinni lauk. Af þvi má ráöa, aö stjórnarskipti hafa veriö þar býsna tiö, en alltaf hefúr þó Kristilegi flokkurinn haft stjórnarforystuna allan þennan tima. Stjórnir hahs hafa ýmist verið minnihluta- stjórnir hans eöa sambræðslu- stjórnir hans og miðflokk- anna, en þá er Sósialistaflokk- urinn einnig talinn i hópi þeirra. Stuðningur þeirra hefur oft verið ótraustur og hafa hin tiöu stjórnarskipti stafað af þvi. Eftir kosningarnar i sumar, geta miðflokkarnir ekki lengur stutt Kristilega flokkinn til stjórnarmyndunar, nema þeir geri það allir. Sósialista- flokkurinn hefur nú breytt af- stöðu sinni þannig, að hann neitar aö standa að stjórn með Kristilega flokknum nema kommúnistar geri það einnig beint eða óbeint. Miðflokk- arnir, og eru þá sósialistar meðtaldir, hafa lofað hinni nýju stjórn hlutleysi en það þýðir, að þeir munu sitja hjá við atkvæðagreiðslur um traustsyfirlýsingar til hennar á þinginu. Stjórnin fær þvi ekki atkvæði nema Kristilega flokksins eins. Ef kommúnistar og nýfasistar greiða atkvæði gegn henni, er hún fallin, en samanlagt hafa þeir fleiri atkvæði en Kristi- legi flokkurinn. Lif stjórnar- innar veltur þannig á þvi, hvort kommúnistar sitja hjá eða greiða atkvæði gegn henni, en reiknað er með þvi að nýfasistar verði strax á móti henni. Kommúnistar segjast ekki taka endanlega afstöðu til stjórnarinnar fyrr en hún hefur birt þinginu stefnuskrá sina, en það gerist nú i vikunni. Atkvæða- greiðslunnar um traústsyfir- lýsinguna er beðið með mikilli forvitni enda getur hún átt eftir að reynast örlagarik. EF ÞAÐ veröur niðurstaða kommúnista, að sitja hjá og veita rikisstjórninni þannig hlutleysi, likt og miðflokk- arnir, hafa þeir vafalitið stigið spor i þá átt, að verða siðar hlutgengir i rikisstjórn með Kristilega flokknum. Þeir hafa þá mildaðandrúmsloftið, ef svo mætti segja. Stefna þeirra hefur að undanförnu verið sú, að Kommúnista- flokkurinn og Kristilegi flokkurinn ættu aö mynda stjórn saman og helzt með öllum öðrum flokkum, nema Giulio Andreotti. nýfasistum. Til þess að auð- velda þetta hafa þeú- lýst sig reiðubúna til að sætta sig ekki aðeins við þátttöku Italiu i Atlantshafsbandalaginu, heidur einnig við herstöðvar bandalagsins á ítaliu. Krisú- legi flokkurinn hefur hins vegar lýst þvi yfir, að hann muni aldrei mynda stjórn með kommúnistum, en hins vegar útiloki hann ekki vissa sam- vinnu við þá. Kristilegi flokkurinn hefur þegar stigið viss skref i þessa átt með þvi að fallast á, að forseti neðri deildar og formenn ýmissa þingnefnda yrðu úr hópi kommúnista. Á þennan hátt hefur skapazt viss samábyrgð milli flokkanna um a.m.k. þingstörfin, sem ætlazt er til að þeir misnoti sér ekki. Þaö væri ekki óeðlilegt að kommúnistar stigi nú það skref á móti að veita rikis- stjórninni hlutleysi. Þeir eiga það hins vegar á hættu að sæta gagnrýni smáflokka, sem eru enn lengra til vinstri, fyrir að veita stjórninni hlutleysi, án þess að fá nokkuð i staðinn. FORSÆTISRAÐHERRA hinnar nýju stjórnar er Giulio Andreotti. Þaö heföi ekki þótt liklegt fyrú- rúmum tuttugu árum, að hann yrði forsætis- ráðherra stjórnar, sem vildi sam vinnu við kommúnista. Þá stóðu um það deilur i Krisú- lega flokknum, hvort flokkur- inn gæti haft stjórnarsam- vinnu við sósialdemókrata og sósialista. Andreotti var þá leiðtogi hægri armsins og beitti sér eindregið gegn þessu. Foringi vinstri armsins var þá Fanfani, sem nú er ein- dregið á móti öllu samstarfi við kommúnista. Fanfani sigraði þá og varð eftir það aðalleiötogi flokksins um langt skeið. Siðan hafa skoð- anir þeirra Andreottis og Fanfanis færzt i öfuga átt við það, sem áður var, eða Andreottis heldur til vinstri en Fanfanis til hægri. Andreotti hefur þó alltaf haft tiltrú hægri armsinsog þvi var honum falin hin vandasama stjórnarsamvinna nú. Hann hefur lika unnið sér það orð að vera einn snjallasú samninga- maður ílokksins. Hann er ekki mikill mælskugarpur og er frekar hlédrægur i framgöngu, en hefur haft lag á að vinna sér traust. Hann hefur átt sæti i nær öllum rikisstjórnum siðan 1956 og gegnt flestum meiriháttar ráðherraembættum. Hann hefur tvivegis verið forsætis- ráöherra, i fyrra skipúð (1970) i fáa daga, en i siöara skiptiö (1972) i tæpt ár. Andreotti er 57 ára, lögfræðingur að menntun. Hann hóf stjórn- málaþátttöku sina 1942 er hann gerðist náinn samverka- maður Gasperis, sem var stofnandi Kristilega flokksins og leiðtogi hans fýrstu árin. Hin nýja stjórn Andreottis er að meirihluta skipuð mönnum, sem ekki hafa gegnt ráðherraembættum áður. Mesta athygli vekur, að hann hefur skipað konu i embætú verkalýðsmálaráöherrans. Hún heitir Tina Anzelmi, og er fyrsta italska konan, sem gegnir ráðherraembætti. Hún er 49 ára gömul og var um all- langt skeið barnaskóla- kennari. Þ.Þ. 1 fremstu röö eru Andreotti, Leone forseti og Tina Anzelmi, fyrsti kvenráðherra ttallu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.