Tíminn - 04.08.1976, Page 15

Tíminn - 04.08.1976, Page 15
MiOvikudagur 4. ágúst 1976. TÍMINN 15 ÁSGEIR Sigurvinsson var hetja Standard Liege, þegar félagið vann góðan sigur (2:1) yfir Parísarliðinu París St. Germain í vináttuleik, sem fór fram f París. Ásgeir skoraði þar sigurmark Liege-liðsins með góðu skoti. Standard Liege-liðinu vegnar vel um þessar mundir og vinnur hvern sigurinn á fætur öðrum. Þetta sterka belgíska félag hefur hlotið 11 stig af 14 mögulegum í leikjum sínum að undanförnu og hefur Ásgeir áttstóran þátt í því—skorað3 glæsileg mörk. Liege-liöiö vann sigur (1:0) yfir Herthu Berlin í „TOTO” -keppn- inni um helgina. — Viö náöum aö sýna mjög góöan leik i fyrri hálf- leik og heföum þá átt aö skora fleiri mörk, sagöi Ásgeir I stuttu spjalli viö Tlmann. — Þetta er allt aö koma hjá okkur, þaö má sjá framfarir I hverjum leik og get- um viö ekki annað en horft björt- um augum til vetrarins en við ætlum okkur stóra hluti — Beigiumeistaratitiiinn og sæti i Evrópukeppni, sagöi Ásgeir. ÁSGEIR SIGURVINSSON ... hefur skorað 3 mörk fyrir Standard Liege aö undan- förnu. Standard Liege er nú á förum I keppnisferðalag til Spánar og Marokkó, þar sem liöiö mun taka þátt I þremur æfingamótum og leika gegn nokkrum af sterkustu félagsliðum Evrópu, eins og t.d. Derby og Feyenoord frá Hollandi. Standard Liege mætir R.W.D. Molenbeek I fyrsta leiknum i belglsku 1. deildarkeppninni og fer leikurinn fram I Liege. — Viö erum haröákveönir aö sigra Molenbeek i fyrsta leiknum og fá þannig óskabyrjun, sagöi Ásgeir. —SOS Jones ó skot- skónum Enska knattspyrnuliöið Tottenham Hotspur hefur verið á keppnisferðalagi i Þýzkalandi aö undanförnu. Okkur er kunnugt um úrslit i tveimur leikjum, sem þeir hafa spilaö þar. Fyrst keppti Tottenham viö annarrar deildar liöiö Osnabriick og sigraöi 3-l.Chris Jones skor- aöi tvö mörk, en Armstrong eitt. Slöan kepptu þeir viö fyrstu deildar liö FC Köln, og þar hitti Tottenham fyrir of- jarla slna, þýzka liðið vann meö 3-1. Chris Jones skoraöi fyrir Tottenham rétt fyrir leiks- lok. Nú þegar Martin Chivers er farinn til sviss- neska liösins Servette Genf, þá virðist sem Jones ætli aö einhverju leyti aö taka stööu hans, sem markaskorara. ó.o. Mótherjar Skagamanna missa „trompin" SKAGAMENN eru ákveönir aö vinna sigur yfir Trbzonspor frá Tyrk- landi I Evrópukeppni meistaraiiöa og tryggja sér þar meö sæti i 16-liða úrslitum keppninnar. Möguleikar Skagamanna, sem leika fyrri leikinn gegn Tyrkjunum á Laugardalsvellinum, á aö vera töluveröur, þvi aö Tyrkir hafa ekki þótt sterkir á útivöllum I Evrópukeppni. Skagamenn hafa þvl góöan möguleika á aö vinna sigur yfir Tyrkjunum hér, þvi aö þeir eru óvanir aöleika I kulda, eins og oft vill vera hér I september. Þá veikir þaö ekki von Skagamanna, aö Trbzonspor-liöiö hefur misst nokkra af sterkustu leikmönnum sinum aö undanförnu. Trbzonspor hefur ekki verið meðal toppliðanna I Tyrklandi undanfarin ár — og það er fyrsta félagið í mörg ár, sem náð hefur að brjóta á bak aftur einokun stóru félaganna frá Istanbúl, sem hafa skipzt á að vinna meistara- titilinn I Tyrklandi. Eftir að Trbzonspor hafði tryggt sér meistaratitilinn i fyrsta skipti i sögu félagsins — 1976, voru Istanbúl-liðin ekki lengi að bjóða beztu leikmönnum liðsins að koma til höfuðborgar- innar og leika með sér — þannig að félagið hefur misst nokkur sterkustu „tromp” sin, siðan það varð meistari. Tyrknesk knattspyrna hefur ekki verið hátt skrifuð hingað til. Tyrkir leika varnarknattspyrnu, en það er mjög sjaldan skorað mikið af mörkum i 1. deildar- keppninni hjá þeim — flestir leik- ir i deildinni enda með jafntefli (0:0 eða 1:1) eða naumum eins marka sigrum. Framhald á bls. 19 íþróttir Umsjón: Sigmundur O. Steinarsson Teitur á við meiðsl að stríða TEITUR Þórðarson, hinn mark- sækni leikmaður Skagamanna, á við meiösli aö striöa. Teitur snér- ist á ökla I leik landsliösins gegn Southampton á Akureyri, Er mikill skaöi fyrir Akranes, aö Teitur skyldi slasast einmitt núna, þvi aö Skagamenn eiga þýöingarmikla leiki fyrir höndum — Þeir mæta Valsmönnum I 1. deildarkeppninni á laugardaginn og siöan leika þeir gegn Keflvik- ingum i bikarkeppninni i næstu viku. Þaö er vafasamt aö Teitur geti leikiö meö þessa þýöingar- miklu leiki. Þá á miövöröurinn Jón Gunn- laugsson einnig viö meiösli aö striöa — hann lenti i samstuöi viö Mike Channon, miöherja South- ampton á Akureyri, og hlaut Jón slæman skurö á enni, þannig aö það þurfti aö sauma 11 spor I enniö á honum. —SOS TEITUR ÞÓRÐARSON missir hann af næstu leikjum Skagamanna? > Akranes-liðið á góða möguleika á, að komast í 16-liða úrslit í Evrópukeppni meistaraliða Stefón og Mar- teinn til O Frakk- o lands.... Marteinn Geirsson og Stefán Halldórsson, sem skrifuðu undir atvinnumannasamning viö bclgiska 2. deildarliðið Royale Union frá Bríissel, eru nú farnir meö félaginu i æfinga- og keppnisferöalag til Frakklands. Fjórir útlendingar — Marteinn, Stefán, einn Júgóslavi og Afrlku- negri leika meö Union-liöinu, og má þvi búast viö mikilli baráttu um sæti i liðinu, þar sem aðeins þrlr útlendingar fá aö leika meö liðinu hverju sinni i Belgiu og verður þvi einn aö hvila sig. —sos GISLI í BANN GtSLI TORFASON mun aö öllum iikindum ekki leika meö Keflvlkingum gegn Breiöablik á sunnudaginn i 1. deildarkeppninni i knatt- spyrnu. GIsli hefur fengiö aö sjá gula spjaldiö hjá dómur- um þrisvar sinnum og þarf hann þvi aö taka út eins leiks keppnisbann. Ásgeir skoraði í París — og Standard Liege vinnur hvern sigurinn á fætur öðrum

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.