Tíminn - 20.08.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.08.1976, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 20. ágúst 1976 39 erlendi ir togarar að veiðum á Islandsmiðum Bensín hækkað FJ-Reykjavlk. Bensln hefur hækkað um sex krónur lítrinn. Af þessari hækkun rennur ein króna til vegasjóðs. Samkvæmt upplýsingum verölagsnefndarmanns fær rikissjóður nú 42,50 krónur af hverjum bensinlitra, en 33,50 krónur renna til oliufélaganna til innkaupa, flutninga og dreif- ingar. Gsal-Reykjavik — Tuttugu og tveir brezkir togarar voru að veiöum innan 200 milna fiskveiöi- lögsögunnar i gærdag, þegar flugvél Landhelgisgæzlunnar, TF-Sýr fór I eftirlitsflug. Tveir brezkir togarar létu þá reka á miöunum og fjórir voru á heimieiö, en innan 200 mllna markanna i gærdag. Bretar hafa sem kunnugt er heimild til þess að hafa hér að meöaltali 24 togara að veiðum á degi hverjum, og að sögn Land- helgisgæzlunnar er meöalfjöldi brezkra togara fram að þessu rétt rúmlega 24 — en flestir mega tog- ararnir vera 29 á degi hverjum samkvæmt samkomulaginu, sem gert var i Osló. I gær voru hér ellefu þýzkir tog- arar á veiðum, fjórir belgiskir og tveir færeyzkir. Kísiliðjan við AAývatn: ENGIN FRAMLEIDSLUAUKN- ING VEGNA SÖLUTREGDU ASK-Reykjavik. — Kisilverk- smiöjan hefur framleitt þaö sem af er árinu rétt um 13 þúsund tonn af kisilgúr, en þaö er samsvar- andi magn og á liönu ári á sama tima, sagði Björn Friöfinnsson framkvæmdastjóri I samtali viö Timann i gær. — Hins vegar er þetta nokkru minna magn en á- ætlanir sögöu tilum ogstafar þaö af sölutregöu. Framleiðslu sina selur verk- smiðjan til um tuttugu landa, og sagöi Björn að nýlega hefðu tvö lönd bætzt i hópinn. Voru þaö belgiska-Kongó og Pólland. Meö tilkomu Póllands I hóp kaupenda, þá hefur Kisilverksmiðjan seit til allra landa austurblokkarinnar. Stærsti kaupandinn er aftur á móti V-Þýzkaland. Nota Þjóð- verjarnir, eins og aðrir viðskipta- vinir verksmiðjunnar, kisilgúrinn til ölgerðar, sykurframleiöslu og lyfjagerðar. Nú er búið að setja upp for- hreinsitæki á þurrkara verk- smiðjunnar, en siðan er unnið aö þvi aö hreinsa ryk frá loftræsti- kerfi hennar. Verður þvi verki væntanlega lokið i þessum mán- uði. Björn sagði að um það bil 90% af rykinu frá þurrkurunum næðist, en ætlunin væri að reyna aö gera betur. Aðspurður hvort verksmiðjan notaði hreinsitæki Jóns Þórðar- sonar frá Reykjalundi, þá sagði Björn svo ekki vera. Þaö tæki sagði hann hafa reynzt hreinsa mjög vel, en væri óáreiöanlegt i rekstri. Hins vegar þá hefur Jón veriö að reyna nýtt tæki o g I s am- ráði við álverksmiðjuna, og sagði Björn að beðiö væri eftir niður- stöðum af þeim tilraunum. — Við höfum ákveðinn frest hjá heilbrigðisyfirvöldum til að koma þessum málum i gott horf, sagði Björn Friðfinnsson. — En siöasta hreinsitækið á að vera komið upp árið 1978. Kisiliöjan við Mývatn: Frestur til að fullkomna hreinsibúnað. Framleiðslan seld til 20 landa. Þýzkur rannsókna- stofumaó- ur kemur FJ-Reykjavik. Innan skamms mun koma hingað til lands þýzkur rannsóknar- maður til að staðfesta fyrir dómi rannsóknir og niður- stöður, sem hann hefur gert ytra á ýmsu efni, sem þýzki rannsóknarlögreglumaður- inn Karl Schutz tók með sér I fyrri ferö sinni hingaö til lands. Þessar rannsóknir munu einkum hafa snert Guð- mundarmálið svonefnda, en rannsókn þess fer nú aö ljúka hjá sakadómi og ætti máliö þá að fara til saksóknara til ákvörðunar. miftífiifin BRdUT íkeifunnill veiðihornið Góð veiði i Haukadalsá — Það eru komnir á milli 700 og 750 laxar á land úr Haukadalsá, sagöi Snæbjörn veiðivöröur i samtali við Veiöihorniö. — Sá stærs ti var 23 pund og f ékks t h ann á Blue Charm no. 8. Þetta var tveggja tima barátta, sem Helgi Sigurðsson frá Akranesi háöi. Snæbjöm sagði, aö hlaup heföi komið i ána fyrir skömmu og hækkaði hún þá um 70 til 80 cm. Hún er öll orðin eðlileg aftur, nema neðsta svæöið sem hefur ekki jafnað sig enn. Yfirleitt eru tveir dagar leigðir út I senn, og sagði Snæbjörn, að hið mesta sem hefði veiözt á tveim dögum væri 77 laxar. Þar voru Skagamenn að verki. Yfirleitt er laxinn I Haukadalsá fremur smár, en Snæbjörn gizk- aði á að meöaltalið væri um átta pund. Meöalþyngd laxa úr Haukadalsá á liðnu ári var 7 pund, en þá veiddust 914 laxar. Treg veiði i Langá — Þaöerulitlar fréttir hægt aö fá um Langá, sagði Hallur Páls- son, Borgarnesi, nú eru komnir rúmlega 1200 laxar á land... Hins vegar gefur hann sig ekki, af hvaöa orsökum sem það er, en það er lax fyrir hendi, á þvl leikur enginn vafi, en hann tekur ekki núna. Hallur sagði, aö fjórir 20 punda laxar heföu fengizt úr ánni og nokkrir 16 til 17 punda, en ekki sagði Hallur að unnt væri að gefa upp neina meðalþyngd aö svo komnu máli. Leyfðar eru 12 stangir I Langá. Verð á einni stöng yfir daginn er 12þúsund kr. fyrir utan aðsetur i veiðihúsi. Onnur svæöi eru ódýr- ari, en þar er einnig hægt aö fá húsaskjól, en munurinn er sá að menn veröa aðmalla matinnsinn sjálfir. Djúpá i Suður-Þing- eyjarsýslu Veiöihorninu varð heldur betur á i messunni s.l. miðvikudag er Djúpá iSuður-Þingeyjarsýslu var flutt i norðursýsluna. Voru heimamenn að vonum litt hrifnir af þessu tiltæki. En nú hefur Veiðihorninu borizt bréf frá Jóni Aöalsteini Hermannssyni form. B-deildar Veiöifélags Skjálfanda- fljót, þar sem hann greinir nánar frá Djúpá og veiöisvæði Skjálfandafljóts. Hliðskógum 17.8.1976. Djúpá kemur úr Ljósavatni, og fellur I Skjálfandafljót I fossi, Djúpárfossi. Þar var gerður fisk- vegur 1973. Lax gekk þar upp fyrst 1974 og aftur 1975. Nú undanfarið hefur verið töluverð veiði, á land eru komnir milli 20 og 30 laxar. Þessa dagana er verið að opna fiskveg I Djúpá, og opnast þá leiö- in I Ljósavatn og þaðan 1 Kambá. Fiskirækt er stunduö á öllu vatnasvæði Skjálfandafljóts og var stofnað félag um það 1972, en þaö starfar i tveim deildum. Helsta þverá Skjálfandafljóts er Svartá.en þangað er ekki búið að gera fiskgegnt. Hins vegar hefur verið i hana sleppt miklu magni af laxaseiöum, og er áin notuð til uppeldis. Lagfæring var gerð á austur- kvisl Skjálfandafljóts austan Þingeyjar (?) framhjá Ullarfossi og kemst lax þar meö upp hjá Fosshóli, aö Goðafossi og i Hrúteyjarárkvisl, en þar er hindrun. I Hrúteyjarkvisl veidd- ist lax á siðasta sumri. Vatnasvæði B-deildar (efra svæðið) er stórt, alls er veiöi- bakkinn um 180 kilómetrar. Svæöinu er skipt I 31 stöng, frá einni stöng á mánuði og upp I 16. Abúendur hafa sjálfir veiðirétt á miðvikudögum, enda eru fiskveg- irnir kostaðir af þeim sjálfum. Veiðileyfin fást I útibúi K.S.Þ. Fosshóli og hjá formanni deildarinnar. Nokkrir dagar eru enn óseldir i september i Djúpá f.h. B-deildar Veiðifélags Skjálfandafljóts, Jón Aðalsteinn Hermannsson. Veiðihomiö þakkar Jóni kær- lega fyrir bréfið og hvetur hér með veiðimenn til að skrifa, — öll bréf eru vel þegin, enda koma oft á tiðum fram i þeim upplýsingar sem öðrum veiðimönnum eru kærkomnar. Ártúnsá á Kjalarnesi — Byrjaövaraðveiöai Artúnsá s.l. laugardag, samtals munu komnir úr henni á milli 30 og 40 laxar, sagði Jón Aðalsteinn Jónasson i Sportval I samtali við Veiöihomið i gær. — Þar af vom um 10 á stöng en afgangurinn kom i kistu. Byrjaö var að sleppa fullvöxn- um gönguseiðum i Artúnsá I fyrra en þá vom sett i hana 6000 stykki. Jón sagði, að Artúnsá væri köld dragá, og er veiöisvæðiö 3 km á lengd. Leyfðar eru 2 stangir i ánni, og kostar hálfur dagur 3000 krónur. Þyngd laxanna hefur verið frá 4 og upp I 8 pund, sem telja verður mjög góðan árangur. Veiöimenn verða að fara með afla sinn i laxeldisstöðina við Elliðaár, en þar eru laxarnir mældir og vegn- ir, þá eru tekin úr þeim merki, en öll seiöin vom merkt i fyrra. Jón taldi að af þessum 600 seiöum þá væri ekki óliklegt, aö á milli 300 og 600 skiluðu sér til baka, þannig aö það ætti aö vera bægur lax fyrir þá sem fara á næstunni. Veiöileyfi fást 1 Sportval, og kosta 3000 krónur fýrir hálfan dag, eins og áður sagöi. ASK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.