Tíminn - 20.08.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 20.08.1976, Blaðsíða 17
Föstudagur 20. ágúst 1976 TÍMINN 17 Valshjörtun hættu að sld þegar Rúnar skaut í stöng — og Valsmenn sluppu með „skrekkinn" gegn Fram í gærkvöldi. Vafasamt mark tryggði þeim jafntefli — 1:1 EKKERT nema kraftaverk getur nú komið í veg fyrir, að (slandsmeistaratitillinn l knattspyrnu hafni ekki að Hlíðarenda. Valsmenn eru nú með pálmann I höndunum, eftir aðþeir gerðu jafntefli (1:1) gegn Framliðinu I gær- kvöldi á Laugardalsvellinum í spennandi og fjörugum leik. Valsmenn geta þó hrósað happi — því að það munaði ekki miklu að Rúnari Gíslasyni tækist að trygg ja Fram-liðinu sigur, þegar 20. mínútur voru til leiksloka. Þá pressuðu Framarar þungt að marki Valsmanna og áhangendur Valsmanna stóðu á öndinni og hjörtu þeirra hættu að slá eitt andartak, þegar Rúnar lét skot ríða af — knötturinn þaut í gegnum varnarvegg Valsmanna, skall á stönginni og þeittist þaðan eftir marklínunni, en ekki vildi hann inn fyrir. Áður en Rúnar átti þetta hættu- lega skot, sem hefði getað gert draum Valsmanna um meistara- titilinn, að engu — höfðu Framar- arnir Pétur Ormslev og Asgeir Eiiasson látið þrumuskot rfða af, en þau skullu á varnarmönnum Valsmanna. Þessi sóknarlota tók geysilega á taugar áhangenda Vals og mátti heyra andköf þeirra hljóma um stúku Laugardalsvall- arins — en heppnin var með þeirra mönnum og það voru glað- ir áhangendur Valsmanna, sem Landsliðs hópurinn Markverðir: Árni Stefánsson, Fri.m Þorsteinn óskarsson, Keflavik Varamenn: Vilhjálmur Kjartansson, Val Ólafur Sigurvonsson, Vestm.ey Jón Pétursson, Fram Jón Gunnlaugsson, Akranesi Einar Þórhalisson, Breiðabliki Viðar Haildórsson, FH Miðvallarspilarar: Guðgeir Leifsson, Charieroi Arni Sveinsson, Akranesi Asgeir Eliasson, Fram Ingi Björn Albertsson, Vai Halidór Björnsson, KR Rúnar Gfslason, Fram Framlinumenn: Teitur Þóröarson, Akranesi Guðmundur Þorbjörnsson, Val Hinrik Þórhallsson, Breiðabiiki yfirgáfu Laugardalsvöllinn, eftir að hafa séð spennandi viðureign •Austurbæjarliðanna. Valsmenn byrjuðu leikinn vel — þeir áttu tvær góðar sóknarlotur að marki Fram I byrjun, áður en leikmenn Fram náðu að átta sig á hiutunum. Þegar þeir fóru siðan I gang, náðu þeir smátt og smátt tökum á miðjunni og sóknarlotur þeirra buldu á marki Valsmanna og oft munaði mjóu — en aldrei eins og þegar Simon Kristjánsson misnotaði gullið tækifæri. Simon hitti þá knöttinn illa i opnu færi, þar sem hann stóð fyrir opnu marki. Þegar sókn Framara stóð hæst, náðu Valsmenn skyndisókn. Albert Guð- mundsson náði góðu valdi á knettinum (20 min.) sendi hann fram til Inga Björns, sem lék fram og lét skot riða af, en Arni Stefánsson, mark- Framhald á bls. 19. Víkingur sigraði Vikingar unnu sigur (2:1) yfir FH-ingum á Kaplakrikavellinum i gærkvöldi. Jóhannes Bárðarson og Gunnlaugur Kristfinnsson (vitaspyrna) skoruðu mörk Vlk- ings, en Helgi Ragnarsson skor- aði mark FH. SIGURBERGUR.... stekkur og skaiiar knöttinn I net Valsmanna — og lagnar siðan. (Tímamynd Róbert) „Ég veit ekki hvað Knapp og félagar hafa verið að hugsa" — segir Jóhannes Atiason, þjólfari Framliðsins — Ég er orðlaus — og rasandi yfir þvi, að Tony Knapp og fé- lagar hans i landsliðsnefnd- inni hafi getað horft fram hjá Trausta Haraldssyni i lands- iiðið, sagði Jóhannes Atlason, þjálfari Fram, þegar Timinn tilkynnti honum, hvernig landsliðið, sem leikur gegn Luxemborg væri skipað. — Ég veit ekki hvað þessir menn hafa verið að hugsa, er þeir gengu fram h já honum, þvf að hann er langbezti bakvörður okkar f dag — yfirburðarspil- ari, sem erfitt er að eiga við, þaö hefur hann sýnt að undan- förnu. Hann er okkar fljótasti bakvörður — það sýndi hann i gærkvöldi, þegar hann tók Al- bert Guðmundsson, leikmann, sem ég hef mikið álit á, algjör- lega I bakarliö. Það gerði hann einnig við Karl Þórðarson á dögunum. — Með aliri virð- ingu fyrir þeim Viðari Halldórssyni og Vilhjálmi Kjartanssyni, þá komast þeir ekki með tærnar þar sem Trausti hefur hælana, sagði Jóhannes. — Það er stórfuröu- legt að Trausti - sé ekki i landsliðshópnum — já, ekki einu sinni varamaður, sagði Jóhannes. — SOS TRAUSTI HARALDSSON. Ingi Björn valinn í landsliðið t gærkvöldi var dregið i 2. umferð ensku deildarbikarkeppninnar. Helstu leikir f keppninni eru: Man. City — Aston Villa Gillingham — Newcastle Stoke — Leeds Liverpool — W.B.A Bristol City — Coventry Middlesb. — Tottenham Þess má geta, að City-liðið er handhafi bikarsins og Aston ViUa vann bikarinn 1975. Tony Knapp við sama heygarðshornið TONY KNAPP og félagar hans halda sig við sama heygarðshornið/ þegar þeir velja landslið— það sýndu þeir í gærkvöldi/ þegar Tony Knapp tilkynnti landsliðið/ sem mætir Luxemborgarmönnum. Þessir háu herrar halda áfram að ganga fram hjá okkar beztu leikmönnum og velja i staðinn leik- menn, sem eru langt frá því að vera beztu knatt- spyrnumenn okkar. Tony Knapp geröi sér litiö fyrir i gærkvöldi, að loka augunum fyrir Trausta Haraldssyni, hinum stórgóða bakverði Fram, sem átti mjög góðan leik gegn Valsmönn- um á Laugardalsvellinum. Þessi snjalii leikmaður var ekki einu sinni valinn sem varamaður i stöðu sfna — vinstri bakvörður. t staðinn eru FH-ingurinn Viöar Halldórsson og Valsmaðurinn Vilhjálmur Kjartansson valdir i landsiiðið, þrátt fyrir að þeir hafi ekkert sýnt er tryggi þeim sæti I liðinu. Knapp velur nú Inga Björn Al- bertsson I liðið — og er greinilegt að hann hefur gefið honum auga, eftir að ýmsir hafa bent honum á, að Ingi Björn hefur verið bezti maður Vaisliösins að undanförnu, Knapp heldur sama strikinu i sambandi við framlinuna — okk- ar beittustu sóknarmenn, eins og Tómas Pálsson og örn Óskars- son, eru enn úti i „kuldanum”, þrátt fyrir mjög góöa leiki að undanförnu. Það vekur mikla athygli að Knapp skuli velja bræðurna úr Kópavogi, Einar og Hinrik Þór- hailssyni, i iandsliðið. Þá kann það ekki góðri lukku að stýra, að Knapp haldi Gísla Torfasyni fyrir utan landsliðið. En annars kemur Knapp alltaf á óvart — menn eru algjörlega hættir að botna I hon- um og er ekki nema von, að margir af okkar beztu lands- liðsmönnum séu búnir að missa trúna á Knapp. Sigurður Dagsson, hinn snjalli Framhald á bls. 19.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.