Tíminn - 20.08.1976, Blaðsíða 9
Föstudagur 20. ágúst 1976
TlMINN
9
Ctgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri:
Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús-
inu við Lindargötu, simar 18300 —'18306. Skrifstofur I
Abalstræti 7, simi 26500 — afgrei&slusimi 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 50.00. Askriftar-
gjaldkr. 1000.00 á mánuði. Blaðaprenth.f.
Stórglæframenn
Um eða yfir tuttugu menn hafa við rannsókn i
Seðlabankanum orðið uppvisir að gifurlegum
ávisanasvikum, sem þeir hafa skipulagt og stundað
um langt skeið, og er talið ekki fjarri lagí, að þeir
hafi með þessu svikið út samtals tvo milljarða
króna á tveim árum og haft vaxtalaust i veltu i
langan eða skamman tima. Þetta mál er nú komið i
hendur sakadóms til frekari rannsóknar og fram-
haldsmeðferðar.
Engin dæmi eru á landi hér um svo stórfelld sam-
tök um jafnumsvifamikla svikastarfsemi sem þetta.
Það hlýtur að vera skilyrðislaus krafa allra, að
rannsókn þessa máls dragist ekki á langinn, söku-
dólgunum verði i engu vægt, sakadómari höfði hið
bráðasta mál á hendur þeim og bankar landsins
hreinsi til innan dyra hjá sér, ef einhverjir starfs-
manna þeirra hafa lagt þessum hring svikara og
fjárglæframanna lið við iðju sina. Það er óþolandi,
að stórbrotamenn af þessu tagi gangi um boru-
brattir langtimum saman, uppvisir að öðrum eins
auðgunarglæp og þarna hefur verið drýgður, og
þjóðin verður að fá að vita, hverjir þeir eru, jafn-
skjótt og reglur leyfa, ekki siður en rannsóknarlög-
reglumaðurinn, sem brotlegur reyndist i sumar.
Þegar er farið að bendla fjölda manna við þetta
mál, og má vera, að einhverjir þeirra séu alsak-
lausir.
Ótímabærar frósagnir
Sumir islenzku togaranna hafa fengið góðan afla i
grennd við isaslóðir á Halamiðum. Þetta er að sjálf-
sögðu ánægjulegt. Allir gleðjast yfir þvi, þegar
fiskiskipin fá mikið af góðum fiski.
En þó að við gleðjumst, stendur hér svo á, að við
verðum að vera varkár i frásögnum af slikum at-
vikum, á meðan fjöldi erlendra togara hefur
heimild til veiða á þessum slóðum. Margir fjöl-
miðlar hafa óneitanlega verið heldur fljótir á sér að
gera þessi aflabrögð heyrinkunn, og i slikum frétta-
flutningi felst vitneskja, sem útlendingarnir geta
auðveldlega hagnýtt sér, okkur sjálfum til óþurftar.
Enginn skyldi efast um, að hinir útlendu skip-
stjórar, og jafnvel togaraeigendurnir lika, þótt þeir
sitji i heimaborgum sinum, leitast mjög við að
fylgjast með öllum aflafregnum, sér til leiðbein-
ingar. Á sumum skipanna eru jafnvei menn, sem
skilja og tala islenzku, og hægt er um vik um
skeytasendingar og samtöl úr landi, þegar
vitneskja um það, hvar fisks er von, liggur á lausu.
Það virðist augljóst hagsmunamál íslendinga, að
fjölmiðlar setji sér einhverjar hömlur um afla-
fregnir vegna nærveru útlendinganna, og segi ekki
frá miklum afla, er togaramir okkar kunna að fá,
fyrr en sá timi er liðinn, að það geti ekki skaðað. Þó
að við kætumst yfir höppunum, er ótimabært að
hafa samstundis orð á þvi i þessum og þvilikum
tilfellum. Á sama hátt ættu islenzkir útgerðarmenn
og áhafnir togaranna að gæta vel tungu sinnar,
þegar það ber á góma, hvaðan góður afli, sem að
landi er fluttur er upp mnninn.
Þetta eru varúðarreglur, sém við ættum að taka
upp og fylgja samvizkusamlega, því að það er
okkar skaði, að kalla útlendinga á gjöfular fiski-
slóðir, þar sem islenzku togararnir geta ef til vill
verið i friði með veiðar sinar um hrið að öðrum
kosti. útlendingarnir eru á miðum okkar og verða
það enn um hrið, og við megum með engu móti auð-
velda þeim samkeppnina um aflann.
Kommúnistar á Ítalíu
valdamiklir
— veikleikar kristilegra demókrata
og sósíalista sóu um það
klofnaöi flokkurinn Ut af þess-
ari ákvöröun Nennis og missti
fylgi-
Eftir hrakfarirnar færöist
Sósialistaflokkurinn smám
saman frá kommúnistum, og
1963 myndaöi hann sam-
steypustjórn meö kristilegum
demókrötum. En þeir stóöu
sig slælega i rikisstjórn, og á
mörgum sviöum var spillingin
engu minni en hjá hinum
stjórnarflokkunum. Þannig
ruddu þeir brautina fyrir
kommúnista.
HVAÐA breytingar veröa á
stefnu itölsku stjórnarinnar
nú, er mikilvægasta spurning-
in um þessar mundir. Stuön-
ingur kommúnista viö minni-
hlutastjórn Andreottis er ó-
beinn, þannig aö þeir koma til
meö aö sitja hjá i mikilvægum
atkvæöagreiöslum.
Þaö sitja 650 þingmenn i
italska þinginu ogaf þeim 605,
sem mættu til atkvæöagreiösl-
unnar þann 11. ágúst, þá
greiddu 258 atkvæöi meö
stjórninni, 44 á móti, en 303
sátu hjá. Þaö voru einungis
þingmenn kristilegra demó-
krata, sem voru meö, en þeir
hafa 262 þingmenn.
Kommúnistar, sem hafa 229
sæti, sátu hjá og auk þess
þingmenn Sósialistaflokksins,
sósial-demókrata, lýöveldis-
sinna og frjálslyndra.
Mikiö mun hvila á
Andreotti, hinum 57ára gamla
forsætisráöherra Italiu. Hann
hefur veriö i flestum rikis-
stjórnum landsins frá striös-
lokum og tvisvar i forsæti. 1
núverandi rikisstjórn sitja
átta flokksbrot, sem Andreotti
hefur tekizt aö sameina, en
auk þess eru þar einnig 7
nýliöar og þrir sérfræöingar,
sem engin afskipti hafa af
stjórnmálum. Þá tók hann
ekki inn i stjórnina marga af
eldri forystumönnum flokks
sins, þar á meðal eru þrir
fyrrverandi forsætisráöherr-
ar.
I vikunni fyrir traustyfirlýs-
inguna kom Andreotti meö
áætlun sina i efriahagsmálum
og hefur hann sett rikisstjórn
sinni ákveðin timatakmörk til
aö framkvæma aögeröirnar.
Það er greinilegt, aö
kommúnistar hafa fallizt á
skipulag áætlunarinnar, enda
voru atriöi i henni eins og t.d.
aukin opinber afskipti og
umbætur á dómskerfinu. Þess
vegna veittu kommúnistar
kristilegum demókrötum
óbeinan stuöning, og nú veltur
einungis á kristilegum demó-
krötum að framkvæma loforö-
in, en þaö er greinilegt aö
kommúnistarnir eru orönir aö
valdaafli á Itallu.
(MOL tók saman!
Berlinguer, leiðtogi kommúnista á ttaliu.
GIULIO Andreotti, forsætis-
isráöherra ttaliu, fékk traust-
yfirlýsingu Italska þingsins á
miövikudag i siöustu viku, en
þaö var meö dálltiö óvenjuleg-
um hætti I þetta sinn. t fyrsta
skipti I sögu italska lýðveldis-
ins hafa kristilegir demókrat-
ar orðið að styðjast við at-
kvæöi þingmanna kommún-
ista. Og vitanlega þýðir það,
að rikisstjórnin er háö vilja
kommúnista I öllum þeim
frumvörpum, sem hún
leggur fyrir þingið. Þetta var
þvi nokkuð sögulegur dagur.
Aödragandi þessarar þró-
unar er aö mestu leyti saga
mistaka tveggja flokka.
Kristilegir demókratar hafa
veriö leiðandi I itölskum
stjörnmálum frá lokum seinni
heimsstyrjaldarinnar og leiö-
togi þeirra hefur setið I forsæti
hverrar einustu rikisstjórnar
frá stofnun lýöveldisins 1946.
Flokkur kristilegra demó-
krata er margklofinn, en það
sem heldur honum saman er
trúin, kommúnistagrýlan og
völdin, sem öll flokksbrotin
hagnast af.
Flokkurinn er án efa sá
langspilltasti i Evrópu. Hér
áöur fyrr var De Gasperi,
fyrsti leiötogi flokksins, gagn-
rýndur af ungum flokksbræör-
um sinum, en þaö stóð aldrei
lengi yfir, þvi aö þeir voru
fljótir að læra aö meta þæg-
indin, sem fylgdu valdastóln-
um.
I júni-kosningunum fengu
þeir 38,7% atkvæöanna, og eru
þeir þvi enn stærsti flokkur
landsins. Þessi sigur var þó
ekki þakkaöur málefnalegum
flutningi, heldur fyrst og
fremst kommúnistagrýlunni.
Þar, sem viöar, hefur hún
komið að góöum notum. í
kosningunum héldu kristilegir
demókratar fast viö fyrri
stefnu I efnahagsmálum, þrátt
fyrir augljósa vankanta henn-
ar.
EN það er einnig annar
flokkur, sem hefur haft áhrif á
Andreotti. Nú veltur á honum.
þá atburðarás, sem aö lokum
fleytti kommúnistum á topp-
inn — Sósialistaflokkurinn.
Þegar rætt er um Itölsk stjórn-
mál, þá gleymist þaö oft, aö
Pietro Nenni, fyrsti leiötogi
þeirra, var eitt sinn hættuleg-
ur keppinautur Alcide De
Gasperi. t kosningunum 1946,
þá hlutu sósialistar 20% at-
kvæðanna, en i dag eru þeir
komnir undir 10%.
1946 virtist sem Sóslalista-
flokkurinn væri framtiöin á
Italiu. Þeir höföu barizt gegn
fasistum, og i því efni gátu
þeir sagt meira en margir
flokksmenn Kristilega-demó-
krataflokksins. Og flokkurinn
átti góöan leiötoga — þangað
til hann fór aö gera mistök.
1948, þegar almenn hræösla
við Sovétrikin rikti um alla
Evrópu, þá gerði Nenni kosn-
ingabandalag við Kommún-
istaflokkinn. I fyrsta lagi, þá
útilokaöi hann meö því, að
hægt yröi aö stofna sam-
steypustjórn miöjumanna á
Itallu, en þaö heföi vel getaö
orðiö framtiöin. t ööru lagi, þá
J.H.