Tíminn - 20.08.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.08.1976, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 20. ágúst 1976 Tilkynning frd Stofnldnadeild landbúnaðarins Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1977 skulu hafa borist Stofnlánadeild landbúnaðarins fyrir 15. september næst- komandi. Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á framkvæmdinni, þar sem meðal annars er tilgreind stærð og byggingar- efni. Ennfremur skal fylgja umsögn héraðs- ráðunautar, skýrsla um búrekstur og framkvæmdaþörf, svo og veðbókar- vottorð. Eldri umsóknir falla úr gildi 15. sept- ember næstkomandi, hafi deildinni eigi borist skrifleg beiðni um endurnýjun. Reykjavik, 19. ágúst 1976 WBIJNAÐARBANKI ÍSLANDS Stofnlánadeild landbúnaðarins. Atvinna • Húsavík Okkur vantar menn til afgreiðslustarfa i fóður- og byggingavörudeild. Upplýsingar gefur kaupfélagsstjórinn. Kaupfélag Þingeyinga Húsavik — Simi 96-41444 Fyrrum varafor- sætisráðherra vísað úr landi Reuter, Bangkok. Rikisstjórn Thailands fyrirskipaði i gær fyrrum varaforsætisráðherra landsins, Praphas Charus- athien, aö hverfa úr landi innan sjö daga. Með brottvis- un hans vilja stjórnvöld reyna að koma i veg fyrir stjórn- málakreppu þá sem heim- koma hans úr útlegö hefur komið af stað. Akvörðun um brottvisun var tekin eftir rikisstjórnarfund og langar umræður milli ráð- herra og æðstu yfirmanna hersins. Stjórnmálafræðingar á landinu telja óliklegt að þeir tuttugu þúsund námsmenn i Thailandi, sem i gær efndu til útifundar til að krefjast þess að Charusathien yrði handtek- inn, myndu láta sér brottvisun hans úr landi nægja. Praphat kom til Thailands siðastiiðinn sunnudag, eftir nær þriggja ára útlegð á For- mósu, þar sem hann leitaði sér lækninga. Heimkoma hans varð til þess, að nokkrir ráðherrar kröföust tafarlausrar brott- visunar, en ákvörðunum um sjö daga frest honum til handa, virðist vera málamiðl- un. Námsmenn vilja láta draga Praphas fyrir rétt, fyrir að bera persónulega ábyrgð á dauða sjötiu og tveggja manna, sem létu lifið i mót- mælaaðgeröum þeim i október 1973, sem felldu þáverandi rikisstjórn landsins. Praphas var þá varafor- sætisráðherra landsins. Frú gagnfræðaskól um Kópavogs Staðfesting umsókna og innritun nemenda fyrir næsta vet- ur i 7., 8., 9., og 10. bekk (þ.e. 1., 2., 3., og 4. bekk) gagn- fræðaskólanna i Kópavogi, Vighólaskóla og Þinghóls- skóla, fer fram i skólunum mánudaginn 23. ágúst kl. 8-12 og 13-16. Simi Vighólaskóla 4-06-30. Simi Þinghólsskóla 4-30-10. Skólafulltrúinn. Orkustofnun óskar að ráða rannsóknarmann karl eða konu, á rannsóknarstofnun sina i Keldnaholti. Stúdentspróf eða sambærileg menntun æskileg. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar Orkustofnun, Lauga- vegi 116, fyrir 25. ágúst nk. Orkustofnun. Creda TD 275 — TD 400 — TD 400 R tauþurrkarar 2,75 og 4 kg jafnan fyrirliggj- andi. Eru ódýrastir I sinum gæðaflokki. Erinfremur útblástursbark- ar og veggfestingar fyrir TD 275. SIAAI 84450 @ Þurrkar Landbúnaðarsérfræðingar þar hafa einnig áhyggjur af fóöurbirgðunum fyrir komandi vetur. t suður- og austur-hluta Sviss koma bændur til með að búa við skort á íóöri. Hitarnir hafa einnig hækkað hitastig vatna þar, þannig að fiskar kafna, og telja sérfræð- ingar, að það muni taka allt að þrjú ár að koma fiskstofnum i eðlilegt horf að nýju. Aðeins Vestur-Þjóðverjar viröast hafa sloppið við alvar- legan vatnsskort. Fritz Logemann, embættis- maður i matvælaráðuneytinu þar, segir að þrátt fyrir langa þurrkakafla i júni og júli, séu vatnsbirgðir enn nægar. Hann sagði að neyslan næmi nú um tiu þúsund milljónum rúmmetra af vatni á dag, en jafnvel þótt áætlað sé að hún aukizt um tvo til þrjá af hundr- aði árlega, verði vatnsbirgöir i Þýzkalandi nægar á komandi árum. ©Öryggisráðið um yfirgang á umráðastæði Grikklands á Eyjahafi, með athöfnum rannsóknarskipsins Sismik 1. Ef Grikkir og Tyrkir taka vel I drögin að ályktuninni, er nokkuð vist aö öryggisráðið muni samþykka hana sam- hljóða. Umkvörtun Grikkja fyrir öryggisráðinu er hin fyrsta sem eitt Nato-riki ber fram gegn öðru Nató-riki á þeim vettvangi, siðan öryggisráðið fjallaöi lauslega, á sinum tima, um þorskastriðiö milli Islands og Bretlands. 1 siöastliðinni viku olli sivaxandi spenna milli Grikkja og Tyrkja ótta um að styrjöld kynni að brjótast út milli þjóðanna tveggja, en i þessari viku bendir ýmislegt til aö nú hægist aö nýju um i samskiptum þeirra. © N-írland ir hersins á Creggan-svæð- inu. í yfirlýsingunni segir að börn geti auðveldlega orðið i vegi fyrir gúmmikúlum, eða gætu meiözt þegar bifreiða- stjórar missa stjórn á farar- tækjum sinum. Bað herinn foreldra um aö stööva grjót- kast barnanna. I Belfast var maöur skot- inn til bana i gær þegar hann reyndi að glima viö fjóra vopnaða menn á bifreiða- verkstæði. Drápsmenn hans sprengdu sprengjur þar áöur en þeir flúðu af hólmi. Thomas Passmore, ieið- togi Orange Order samtaka mótmælenda skýröi frá þvi i gær, að i fyrrakvöld hefðu grimuklæddir og vopnaðir menn brotizt inn á heimili hans og sært föður hans og konu, sem var I heimsókn þar, með skammbyssuskot- um. Passmore sagði, að árásarmennirnir væru félag- ar i Lýðveldishernum irska (IRA) og þeir heföu ætlað að drepa hann sjálfan. Orðsending til Þingeyinga um land allt: ÆTTIR ÞINGEYINGA Annað bindi komið út. Hið gagnmerka rit með 750 myndum af Þingeyingum fædd- um fyrir 1910 eftir Indriða Indriðason. Fallegt niðsterkt band, hið sama og á fyrra bindi. Aðalumboð: Helgafell, Box 263, sent gegn kröfu um allt land, einnig fyrra bindið meðan upplag endist. (Klippið út þennan miða og sendiö okkur hann er þér hafiö skrifaö á hann nafn og heimilisfang . Nafn.............................. Heimili........................... Póststöö.......................... |P Til sölu Notuö áhöld, tæki, innréttingar og ýmislegt fleira úr rekstri ýmissa borgarstofnana. Selt verður m.a. rafmagnsþilofnar (ýmsar stærðir)), stálvaskar og handlaugar, barnarúm, skrifborð, dicta- fónar, þakgluggar, rafmagnshitatúpur, hansahillur, þak- þéttiefni, rit- og reiknivélar, timburafgangar (alls konar), litil og stór borð. Jafnframt óskast.tilboði eftirfarandi: Meiko albertina uppþvottavél fyrir mötuneyti eða stærri stofnanir, Mile uppþvottavélar (6), spjaldskrárborð, matarhitaborð, matarhitavagnar (f. sjúkrahús) eða hliðstætt, kvik- myndasýningavélar f. kvikmyndahús eða samkomuhús), bókhaldsvélar (olivetti), önnur nánast ónotuð m/strimli, frystidæla og tilh. einnig Lister diesel bátavél 44ha (3 ára, litið notuð). Selt á tækifærisveröi, gegn staðgreiðslu. Til sýnis i Borgartúni 1, kjallara (kringlan) inngangur undir inngangi i Vinnumiðlun Reykjavikurborgar, mánu- daginn 23. ágúst 1976 kl. 8-11 f.h. Selt á sama stað, á sama degi frá kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 0 Landsleikur í knattspyrnu ÍSLAND GEGN LUXEAABURG á Laugardalsvellinum á morgun — laug- ardaginn 21. ágúst kl. 15 (kl. 3). . Forsala aðgöngumiða verður við Útvegs- bankann i Austurstræti. Verð: Stúka kr. 1.000 Komið og hvetjið Stæði kr. 600 , . , Börn kr. 200 islenzka landsliðið! Knattspyrnusamband íslands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.