Tíminn - 20.08.1976, Blaðsíða 14
14
TÍMINN
Föstudagur 20. ágúst 1976
TÍMA- spurningin
— Ferðu á málverkasýningar?
óskar Sigvaldason, leigubilstjóri: — Já, þegar kunnir málarar
sýna verk sin. Annars er minn uppáhaldsmálari Erro og verk
hans skoða ég alltaf þegar tækifæri gefst til.
Bogi Sigurðsson: — Þegar ég hef tækifæri til, ég sá sýningu á
málverkum, sem voru f eigu Gunnars Sigurðssonar en ég komst
ekki á grafik sýninguna, sem var hér á dögunum.
Geir H. Gunnarsson, skrifstofustjóri: — Ég fer ekki á málverka-
sýningar einungis til að fara á þær. Hins vegar sé ég alltaf sýn-
ingar gömlu meistaranna.
Stefán Stórval, listamaður: — Ég fer stundum, og þá ef ég tei
mig geta haft gagn af þvi. Minn uppáhaldsmálari er Jóhannes
Geir og mikið vildi ég að hann væri ekki svona latur að mála.
Heiga Fálsdóttir, húsmóöir:— Ég fer allt of sjaldan, meðaltalið
er einu sinni til tvisvar á ári.
lesendur segja
Ellert B. Schram:
„Færeyingar geta
ekki endurgoldið
Norðurlandamótsboð
— og meðal annars þess vegna var þeim ekki
boðin þátttaka er mótið var ákveðið hér á landi"
Nokkur blaðaskrif hafa
spunnizt vegna drengjamóts i
knattspyrnu, sem haldið var hér
i sumar, og þeirrar fréttar, að
færeyingar hafi ekki verið sam-
þykktir sem þátttakendur. Þar
sem verulegs misskilnings
gætir í sambandi við hlut KSl
(Knattspyrnusambands
lslands) i þessu máli, vill
stjórn sambandsins koma eftir-
farandi á framfæri.
1. A árinu 1974 ákváðu knatt-
spyrnusambönd Danmerkur,
Finnlands, Noregs, Sviþjóðar og
Islands aö efna til árlegs móts
fyrir drengi 14-16 ára með þátt-
töku ofantaldra þjóða og þeirrar
sjöttu til viðbótar utan Noröur-
landa.
Þegar ákveöið var að mótið
skyldi haldiö á tslandi I ár, hafði
stjórn KSI hug á að bjóða Fær-
eyingum til mótsins i stað þjóö-
ar utan Norðurlanda. Það var
hins vegar ekki tslendinga
einna að ákveða þátttakendur
og þvi var hugsanleg þátttaka
Færeyinga borin undir aðra
framkvæmdaaöila mótsins.
Kom þá i ljós að þessu frum-
kvæði KSl var ekki vel tekið og
þátttöku Færeyinga hafnað,
einkum af eftirtöldum ástæð-
um:
1 fyrsta lagi þar sem
skandinavisku þjóðirnar töldu
það einn stærsta kost slikrar
keppni, að etja kapp viö sterkar
knattspyrnuþjóðir á megin-
landinu. 1 öðru lagi vegna þess
að keppni þessi skyldi haldin
gagnkvæmt, og talið var úti-
lokað að Færeyjar gætu staðið
fvrir svo umfangsmiklu móti. í
þriðja lagi þar sem Færeyingar
væru ekki aöilar að UEFA eða
FIFA^alþjóðasamtökum knatt-
spyrnusambanda) og lands-
leikir við þá fengjust ekki viöur-
kenndir, en mjög er upp úr þvi
lagt f slikum alþjóðakeppnum.
2. Aö fengnum þessum viö-
brögðum, kom annað tveggja til
greina fyrir KSÍ — að draga
okkur út úr keppninni eða sætta
okkur við þessa afstöðu og lúta
þeim reglum, sem við höfum
sjálfir samþykkt um fyrirkomu-
lag og þátttakendur.
Knattspyrnusamband Islands
getur ekki þvingað aörar þjóöir
að leika landsleiki sin I milli,
enda þóttviö sjálfir viljum leika
\ið Færeyinga. Það gerðum við
lika, og drengja landsleikur
okkar við Færeyinga, var háður
i Færeyjum 16. júli sl.
Ef KSI heföi hinsvegar hætt
við framkvæmd mótsins og
dregið sig út úr keppninni, heföi
það einfaldlega þýtt það, að
keppnin heföi verið háð annars-
staðar i ár og framvegis án
okkar þátttöku og Færeyinga.
Það var mat, bæði KSl og
tþróttasambands Færeyja, að
slik ákvörðun þjóni hvorki
iþróttalegum hagsmunum
tslendinga néFæreyinga.
3. Akvörðunin um nefnt
drengjamót var tekin á
sameiginlegum fundi fimm nor-
rænna knattspyrnusambanda,
sem haldin er árlega. Færey-
ingar hafa ekki átt aðild að þvi
samstarfi og aldrei eftir þvi
sótt.
Engu að slöur bauö KSt full-
trúa Færeyja til aö sitja slikan
fund, þegar hann var haldinn
hér á landi I fyrra.
4. Færeyingar hafa sótt um
aðild að Evrópusambandinu
(UEFA) og Alþjóðasambandinu
(FIFA) en hafa enn ekki verið
samþykktir. Óþarft ætti aö vera
a taka fram, aölslendingar hafa
ávallt stutt umsókn Færeyja og
munu gera það áfram. KSl mun
hinsvegar ekki segja sig úr
þessum samtökum eða hætta
við þátttöku I alþjóðakeppni, i
mótmælaskyni f.h.. Færeyinga.
5. Knattspyrnusamband
Islands er ekki aðeins eina
iþróttasambandið hér á landi,
heldur á öllum Norðurlöndum,
sem heldur uppi reglulegum
samskiptum viðFæreyinga. Nú,
nokkur undanfarin ár, hafa
verið leiknir árlega bæði
A-landsleikir og unglingalands-
leikir til skiptis i Færeyjum og á
Islandi. Nú hafa drengjalands-
leikir bætzt við.
Það eru örgustu öfugmæli,
þegar þvier haldiðfram, að KSI
hafi sýntFæreyingum tillitsleysi
eða litilsvirðingu. Samskiptin á
knattspyrnusviðinu hafa verið
mikil og góð, og það er ekki við
KSl að sakast ef aörar þjóöir
vilja ekki taka upp þau sam-
skipti.
F.h. stjórnar KSl
Ellert B. Schram