Tíminn - 11.09.1976, Side 9

Tíminn - 11.09.1976, Side 9
Laugardagur 11. september 1976. TÍMINN 9 Jón Valur Jensson. ago fyrir um frestun á þessari á- kvörðun stjórnarinnar og innti hana eftir skýringum á lögmæti brottrekstrarins. Innanrikisráð- herrann gaf þau ein svör, að mennirnir væru þegar komnir I útlegð. Það er hins vegar at- hyglisvert, að þetta er i annað sinn á fjórum mánuðum, að einn af dómstólum Chile, sem venju- lega hafa reynzt stjórninni þægir, tekur afstöðu gegn henni. Hinir brottræku voru I hópi þeirra 5 lög- manna, sem áður höfðu skrifað undir bréf til að fordæma vald- niðslu og mannréttindabrot i Chile (Int. Her. Tribune 10/8, 1976). Þetta er sem betur fer ekki eini votturinn um mótstöðu við ger- ræðisstjórn herforingjanna. I sumar bárustfréttir af opnu mót- mælabréfi 200 eða 300 kunnra manna i Chile vegna hinnar andlýðræðislegu stjórnarstefnu og mannréttindabrota. Meðal þessara manna var Edvardo Frei, fyrrverandi forseti og for- ingi Kristilegra demókrata. Alþjóðlegt hjálparstarf Kaþóslku biskuparnir i Chile hafa mótmælt harðstjórninni djarfmannlega, og kirkjan hefur einnig sýnt stuðning sinn við of- sótta menn i verki, þvi að virk- asta hjálparstofnunin i Chile sjálfu er áðurnefnd Vicarie de la Solidaridad. Þar til I nóvember 1975 hafði Comité Pro Paz verið aðalvalddreifingarmiðstöð fyrir hjálparfé alþjóðastofnana eins og Amnesty International. Yfirvöld knúðu þá fram lokun hennar og handtoku presta og annað starfs- fólk. Vicaria hefur siðan tekið að sér þetta hjálpar- og úthlutunar- starf fyrir fanga og fjölskyldur þeirra. En á þessú ári hafa yfir- völdin hvað eftir annað veitzt að þessari þörfu stofnun. Lútherska kirkjan i Chile sér einnig um að koma á framfæri fjárstyrk við bágstaddar fjölskyldur, þar sem fyrirvinnan hefur verið drepin eða sett i fang- elsi. Það væri verðugt verkefni fyrir þjóðkirkjuna á tslandi að standa fyrir samskotum vegna pólitiskra fanga og kúgaðra manna i Chiie. íslandsdeiid Amnesty International getur einnig tekið við fjárframlögum og veitt nánari upplýsingar. Skrif- stofan er i Hafnarstræti 11, simi: 11220. Jafnvel i útlegð eru flótta- menn frá harðstjórninni undir- orpnir eymd og örvæntingu: i Argentinueinnieruþeir langtyfir 10.000 og hafa sætt þar ofsóknum og jafnvel skipulögðum morð- árásum hægri-öfgamanna og út- sendara herforingjastjórnarinnar i Chile. Neyð þessa fólks ákallar samvizku heimsins, og undir slik- um aðstæðum mega íslendingar ekki bregðast kallinu, þótt fá- mennir séu. öll aðstoð kemur að góðum notum i örbirgð þessa fólks, og með aðild vorri að alþjóðastofnunum ber oss að stuðla eftir megni að þvi að þvinga Pinochet-klikuna og aðrar einræðisstjórnir til mannúðlegri stjórnarhátta. Þótt þær sýni þjóð- um sinum aðeins grimmd og vægðarleysi, er ekki örvænt um, að þær blygðist sln og breyti ein- hverju til hins betra, ef athæfi þeirra mætir fordæmingu á al- þjóðavettvangi. Magnús Ólafsson, Sveinsstöðum: ER NORÐURLANDS- VIRKJUN LAUSNIN? Að undanförnu hafa þær frétt- ir birzt i fjölmiðlum, að þing Fjórðungssambands Norðlend- inga , sem haldið var á Siglufirði 30. ágúst til 1. sept., hafi samþykkt áskorun á rikis- stjórnina að leggja frumvarp um Norðurlandsvirkjun fyrir alþing og fá frumvarpið af- greitt fyrir næstu áramót. Af þessum fréttum má ætla, að Norðlendingar séu mjög áhuga- samir um Norðurlandsvirkjun og leggi áherzlu á, að henni verði komið upp hið fyrsta. Slikt er þó nokkur misskilningur og þvi full ástæða að skýra nokkru nánar frá gangi mála á umræddu Fjórðungsþingi. Nokkurra óra hugmynd Nokkur ár eru siðan fyrst kom fram hugmynd um að stofna Norðurlandsvirkjun, sem hefði þann tilgang að reisa og reka orkyver I fjórðungnum ásamt þvi að dreifa orkunni til notenda. Iðnaðarráðherra skipaði siðan nefnd i mars 1975 til að kanna viðhorf sveitar- sjórnarmanna og núverandi eigenda orkuvera á Norðurlandi til stofnunar sameignarfélags rikis og sveitarfélaga um orku- öflun fyrir Norðurland. Nefndin valdi þann kost að setja fram i formi frumvarps hugmyndir sinar um Norður- landsvirkjun og lá þetta frum- varp fyrir Fjórðungsþingínu á Siglufirði þingfulltrúum til um- fjöllunar. Jafnframt lá fyrir þinginu til- laga um að skora á rikisstjórn- ina að leggja frumvarpið fyrir alþing i haust og beita sér fyrir þvi, að það verði afgreitt fyrir næstu áramót. Þá var i tillög- unni talið áriðandi, að gengið verði frá stofnun Norðurlands- virkjunar áður en Kröfluvirkjun tekur til starfa, svo að hún geti frá upphafi haft með rekstur hennar að gera. 1 öðrum lið tillögunnar var lagt til, að við mat á eldri orku- mannvirkjum verði fylgt þeim hugmyndum, sem fram koma i heimildartillögum um Orkubú Vestfjarða og framkomnu laga- frumvarpi um Blönduvirkjun. Þriðji liður tillögunnar fjall- aði um það, að bæjarstjórum og sýslumönnum á Norðurlandi yrði falið að afla samþykkis umbjóðenda sinna fyriraðild að Norðurlandsvirkjun. Er þetta rétt leið? Strax I upphafi þingsins kom i ljós, að efasemdir voru hjá þingfulltrúum, hvort i frum- varpi um Norðurlandsvirkjun væri rétt leið mörkuð. Efuðust margir um, að frumvarpið yrði skref i þá átt að jafna orkuverð um landið og tryggja öllum ibú- um næga og örugga orku. Mikill fjöldi mála lá fyrir þinginu og þvi litill timi til að fjalla um hvert þeirra. Tókst þvi ekki að ná fram neinum breytingum á framkomnum til- lögum um Norðurlandsvirkjun i nefnd þeirri, sem fjallaði um málið. Þegar tillagan kom til afgreiðslu á þinginu, urðu um hana nokkrar umræður. M.a. tóku þátt I þeim alþingismenn- irnir Stefán Valgeirsson og Pálmi Jónsson, Jón Karls- son forseti bæjarstjórnar Sauð- árkróks og sá, sem þetta ritar. Þessir ræðumenn lýstu þvi allir yfir, að þeim hefði alls ekki gefizt timi til að ihuga þetta mál svo vel, að þeir gætu sagt um, hvort þetta væri sú leið sem fara ætti, en i máli þeirra komu fram efasemdir, að svo væri. Lögðu þeir áherzlu á, að þótt þetta þing samþykkti tillöguna, eins og hún lá fyrir, væri þar alls ekki um að ræða endanlega skuldbindingu af hálfu Norð- lendinga að taka þátt i þessu fyrirtæki. Fjórðungsþing hefði ekkert vald til að taka ákvörðun i slikum málum, heldur yrði hver sveitarstjórn fyrir sig að gera slikt. Sama orkuverð grundvallar- skilyrði í ræðu sinni lagði Stefán Val- geirsson áherzlu á að Fjórðungsþing mætti ekki senda slika tillögu frá sér nema i henni væri ákvæði um, að tryggt yrði, að orkuverð frá Norðurlandsvirkjun yrði það sama og annars staðar á land- inu. Skoraði hann á flutnings- menn tillögunnar að taka það til athugunar. Bættu flutningsmennirnir þá við tillöguna ákvæði um það, að Fjórðungsþing áskildi sér þann fyrirvara um aðild að Norður- landsvirkjun, að tryggt verði af hálfu stjórnvalda, að unnt verði að selja raforku i heildsölu frá Norðurlandsvirkjun á sama verði og frá Landsvirkjun. Jón Karlsson áskildi sér allan rétt og hafði allan fyrirvara á hvern hátt hann kynni að greiða atkvæði, þegar málið kæmi til kasta bæjarstjórnar Sauð- árkróks, jafnvel þótt þessi til- laga yrði samþykkt. Lagði hann áherzlu á, að ekki mætti flýta sér við afgreiðslu á þessu máli og taldi ekkert gera til þótt af- greiðsla þessi drægist. Pálmi Jónsson kvaðst alls ekki vera tilbúinn að gera upp hug sinn i málinu á þessu stigi, enda væru ýmsir þættir svo óljósir enn, að ekki væri hægt að taka ákveðna afstöðu. Sérstak- lega væru áleitnar spurningar um á hvern hátt fjármagn til Norðurlandsvirkjunar yrði tryggt. Taldi Pálmi, að menn þyrftu alls ekki að undrast þótt erfitt yrði að ná sama orkuverði frá Norðurlandsvirkjun og Lands- virkjun, þar sem Landsvirkjun hefði þegar getað afskrifað mik- ið af sinum virkjunum. Einnig hefði L: ndsvirkjun notið mjög hagstæðra lánakjara og orku- sala og dreifing orkunnar væri þar auðveldust vegna hins mikla þéttbýlis. Lagði Pálmi áherzlu á, að það færi eftir þvi á hvern hátt þessi mikli aðstöðumunur yrði bætt- ur, hvort hann gæti fylgt frum- varpinu um Norðurlandsvirkj- un, enda væri ófært annað en orkuverð væri hið sama um land allt. Undir einni stjórn Undirritaður lagði einkum á- herzlu á að koma yrði á sam- ræmdu orkuverði um land allt og betra skipulag yrði að vera á orkumálum en verið hefði hing- að til. Slikt gerist varla nema með þvi að öll orkuöflun verði á einni hendi og undir einni stjórn, en hins vegar er nauðsyn , að aðild að þeirri stjórn eigi full- trúar sem viðast að af landinu. Stórlega má draga i efa, að verið sé að stiga skref i átt að þessu marki með þvi að stofna orkubú landshlutanna. Hins vegar er nauðsynlegt að athuga alla möguleika en hafna engum fyrr en bezta lausnin er fundin. Lítil þótttaka í atkvæðagreiðslu Við afgreiðslu málsins mæltu einungis Jón lsberg sýslum. og Haukur Harðarson bæjarstjóri á Húsavik með samykkt þessar- ar tillögu, en þeir voru báðir i nefnd þeirri, sem iðnaðarráð- herra skipaði. En þegar tillagan var borin undir atkvæði, var þátttaka i atkvæðagreiðslu mjög litil. Á þessu sést greinilega, hve fáir þingfulltrúar höfðu gert upp hug sinn i þessu máli. Slikt er mjög eðlilegt, þar sem litill timi gafst til að ihuga málið og ýms- ar upplýsingar liggja alls ekki fyrir. Er þvi mjög hæpið, svo að ekki sé meira sagt, að túlka þessa samþykkt sem eindreginn vilja Norðlendinga. Hitt eru flestir sammála um, að skipulag orkumála þurfi að taka til gagngerrar endurskoð- unar. Það er þvi mikil nauðsyn að næstu mánuðir verði notaðir til þess. Liklegt má telja, að frumvarp til laga um Norður- landsvirkjun verði lagt fyrir næsta alþing. Ýmsar aðrar hugmyndir eru einnig uppi um heppilega skipan þessara mála. Þær þurfa einnig að koma til kasta alþingis, svo að þær sé all- ar hægt að skoða i samhengi. Hver niðurstaða þessara athugana verður, skal engu spáð um. Aðalatriðið er, að allar leiðir séu kannaðar til hlit- ar og ekki hrapað að neinu. Verði það gert, er hæpið annað en hægt verði að ná samkomu- lagi um lausn, sem bæti núver- andi ástand verulega. Sundlaug Breiðholts- skóla -hs-Rvik. 1 lok ntaf-mánaðar s.l. var tckin i notkun æfingasund- laug við Breiðholtsskóla. Er laug- in úr plasti 16x8 nt og 90 cm - 140 cm djúp. Vinna við sundlaugina hófstá siðastliðnu hausti, en varð ckki lokið áður en vetur skall á fyrir alvöru. Lágu framkvæmdir þvi niðri þangað til i aprfl i vor. Búningsaðstöðu hefur verið komið fyrir til bráðabirgða i vinnuskúrum, þar sem um 36 nemendur geta athafnaö sig i senn. Framtiðarbúningsaöstaða og annað, sem tilheyrir, verður i viðbyggingu, sem enn er ekki ákveðið hvenær lokið verður við, — væntanlega þó á næstu árum. Sundlaugin er þannig staðsett, að hana þarf ekki að hreyfa, þegar nýja byggingin kemur. Kostnaður við þessar fram- kvæmdir er áætlaður 10 milljónir króna. Hönnuðir þessa mann- virkis voru Arkitektastofan Orm- ar Þór Guðmundsson og örnólfur Hall og Fjarhitun h.f. Umsjón með framkvæmdum hafði Sigurður R. Halldórsson, sem einnig sá að töluverðu leyti um hönnun núverandi búningsað- stöðu. I Hluti plastlaugarinnar sést hér á myndinni, en hún er aðeins spölkorn frá Breiðholtsskólanum, sem sjá má i baksýn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.