Tíminn - 15.09.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.09.1976, Blaðsíða 5
Miövikudagur 15. september 1976. TÍMINN 5 á víðavangi Erfitt um skýringar Innan fárra daga fiytur rit- stjórn Þjóöviljans f nýtt hús viö Sföumúia, sem af almenn- ingi hefur veriö nefnt Þjúö- viljahöliin, enda er hátt tii lofts og vitt til veggja i þessari nýbyggingu. Hingað til hafa ritstjdrar Þjööviljans átt ákaflega erfitt meö aö útskýra þaö. hvernig blaö, sem rekiö er meö halla, hefur efni á þvi aö ráöast I húsbyggingu, sem taliö er aö kosti 30 miUjónir króna (samkvæmt upplýsing- um Þjóöviljans sjálfs). Einu skýringarnar, sem fengizt hafa, eru þær, aö Alþýöu- handalagsfólk viös vegar um landiö hafi lagt af inörkum þaö fjármagn, seni þegar cr komiö i húsiö, en það eru 25 milljónir króna. Svavar og Kjartan — vixla- kóngarnir. Þeirhafa veriöharö- ir i horn aö taka, ef frétt Þjóö- vUjans i gær er rétt. Ekki svo iítið framlag frd hverjum og einum A þaö hefur veriö bent I þessum dáikum, aö þaö sé aö vissu leyti viöurkenning fyrir núverandi rikisstjórn, þegar óbreyttu Aiþýöubandalags- fólki tekst á tveimur árum aö safna hvorki ineira né minna en 25 mUIjónum króna til þessarar byggingar. Þaö bendi sannarlega ekki til þess, aö fóik búi viö bág kjör i land- inu, eins og Þjóöviijinn hefur haldiö fram. Og enn þá athygiisverðari er þessi söfnun fyrir þá sök, að nú hefur veriö upplýst I Þjóð- viljanum —á forsiöu blaðsins i gær — að þessar 25 mUljónir, sem safnazt hafa, séu komnar frá 400 gefendum. En þaö þýö- ir, aö hver gefandi hafi iátiö af hendi rakna 62,500 krónur — sextiu og tvö þúsund og fimm hundruö krónur! Þeir hafa sannarlega látiö hendur standa fram úr ermum víxla- kóngarnir Svavar Gestsson og Kjartan ólafsson, ritstjórar Þjóöviljans, á reiö sinni um landiö meö Þjóöviljavfxiana, ef þessi frétt Þjóðviljans er rétt. „Rússarnir voru hér í gær" En þrátt fyrir þaö, aö fólk búi almennt viö góö kjör i landinu, er því ekki aö neita, aö 60-70 þús. króna framiag frá hverjum einstökum i hin- um 400 manna hópi, sent Þjóö- viljinn nefndi i gær, er býsna hátt. Og sá grunur hefur læözt að mönnum, að milljónirnar i ÞjóövUjahöiima séu hugsan- lega fengnar meö öörum hætti. 1 þvf sambandi rifjast upp sagan, sem sögö var I Visi ekki ails fj'rir löngu um is- lenzku peningaseölana, sem falirværuá lágu verði f sviss- neskunt bönkum. Þegar spurt var cftir þeim i viðkomandi hanka var svaraö: „Þvf miður engir islenzkir peningar i dag. Kússarnir voru hér f gær.”aþ Einhver stærstu íþrótta- mannvirki vígð í Vestmannaeyjum Minjasafnið, sem verður í tengibygging- unni eignast fyrstu gripina, byssu og korða frd tímum „Herfylkingarinnar" SJ-Reykjavik. í tengibyggingu iþróttahússins nýja f Vestmanna- eyjum á aö veröa minjasafn, og viö vigsiu hússins á sunnudaginn afhenti Jóhannes Nielsen fram- kvæmdastjóri verktakafyrir- tækisins, sem reistihúsiö, riffil og koröa frá siðari hluta nftjándu aldar, tU varöveizlu i safninu. tþróttir eiga sér nefnilega lengri sögu i Eyjum en annars staöar á landinu, en áriö 1857 stofnaði kafteinn Kohl, sýslumaður þar, „Herfylkinguna”, en hún iökaöi Ukamsæfingar, göngur og skot- fimi, og haföi m.a. bindindi á stefnuskrá sinni. Konungur Dana sendi herfylkingunni 70 byssur meö byssustyngjum og 7 korða. Kohl sýslumaöur haföi oröiö var mikiis ótta hjá Eyjabúum viö herhlaup, sem voru löngum tiö i Vestmannaeyjum, og var þaö or- sök þessa framtaks. Herfylkingin varö hinn mesti menningarauki i Eyjum. Iþróttasalurinn nýi i Vest- mannaeyjum var þéttsetinn viö vigsluna, sem hófst kl. 2 á sunnu- dag, og voru þar rúmlega 1000 manns. tþróttafóik Vestmanna- eyja gekk i salinn undir islenzk- um fána. Páll Zophaniasson bæjarstjóri ávarpaði samkomuna og bauð sérstaklega velkomna 60 erlenda gesti. I þeim hópi voru m.a. Johannes Nielsen, prófessor Kjærgaard, arkitektinn, sem teiknaði nýju iþróttamannvirkin, og hópur iþróttafólks frá Ollerup i Danmörku, ásamt skóla- stjóranum Gunnar B. Hansen og konu hans Tove. Vilhjálmur Hjálmarsson mennta- málaráðherra fluttiávarp. Stefán Runólfsson formaður byggingar- nefndar lýsti mannvirkjunum, en þau eru iþróttasalur, yfirbyggð sundhöil, búningsklefar og böð, ásamt tengibyggingu, samtals 3300 fermetrar að flatarmáli. Af- henti hann Einari H. Einarssyni forseta bæjarstjórnar bygg- inguna, en framkvæmdastjóri þessa nýja húsnæðis verður Vign- ir Guðnason. Þorsteinn Einarsson iþrótta- fulltrúi rakti sögu iþrótta i Vest- mannaeyjum og sagði frá stofnun herfylkingarinnar. Fulltiða karl- menn og drengir voru i þessari herfylkingu og æfðu likamsæfing- ar, göngur og skotfimi. Dana- konungur sendi herfylkingunni byssur, korða, hermannakápur og skottöskur,. og kaupmaðurinn i Vestmannaeyjum lét búa til her- fána. Þessi starfsemi, sem hélzt til 1870, hafði mikil áhrif i þá átt að vekja áhuga Eyjabúa fyrir iþróttum og ól á bindindi og félagslyndi. Kapteinn Kohl hafði getið sér frægðarorð i Slésvikurstriðinu. Hann brýndi mjög aga, vinnu- semi og stundvlsi fyrir mönnum, en drykkjuskapur, ómenning og sóðaskapur var landlægur I Vest- mannaeyjum. Þá áttu her- fylkingarmenn einnig að vera snyrtilegir og glaðværir. Herfylkingin gerði veg inn í dal og upp fyrir hraun. Herfylkingin er eldrien dönsku skotfélögin, en upphaf þeirra var 1862. Skotfélag Reykjavikur starfaði 1862-64, og Glimufélag Reykjavikur var stofriað 1873, en Glímufélagið Armann er elzta fé- lagið, sem enn starfar, stofnað 1888. Sundkennsla byrjaði i Vest- mannaeyjum 1891, og var fyrst kennt i sjónum, þar sem heitir Litla Langa i skjóli undir Heima- kletti. Fyrsti sundkennarinn var Friðrik Gislason ljósmyndari og eru til myndir eftir hann frá fyrstu sundkennslunni. Ásgeir Ásgeirsson forseti, Jóhann Gunn- ar ólafssonfyrrum bæjarstjóri og Björgúlfur Ólafsson læknir voru einnig meöal sundkennaranna. 1935 var gerð upphituð sjósund- laug i Eyjum, en leikfimihús var komið áöur, 1927. Vestmannaey- ingar voru upphafsmenn þess, að sund var gert aö skyldunáms- grein hér á landi. Vestm annaeyingar áttu snemma snjalla glimumenn og sendu lið á fyrstu keppni Ar- manns i Reykjavik 1889. Sigldu glímumennirnir frá Vestmanna- eyjum til Stokkseyrar og fóru sið- an gangandi og á hvers kyns far- artækjum til Reykjavikur. Knatt- spyrnuliö frá Vestmannaeyjum fór einnig á fyrsta knattspyrnu- mótið 1912. En svo að vikið sé aftur að nútimanum, afhenti Jóhannes Nielsen einnig danska fánann að gjöf viö vigslu iþróttamannvirkj- anna. Einnig ávarpaöi Kjær- gaard arkitekt samkomuna. Loks gekk 32 manna iþróttaflokkur frá Ollerup i salinn og heilsaði með danska fánanum. Sýningu þeirra, sem skipt var i nokkra þætti, var fagnaö mjög af áhorfendum. Um kvöldið var sýningin endurtekin fyrir þá Vestmannaeyinga, sem ekki komust að við vigstuna. 1 p á ( rn söiu d sérstökum ástæðum er GMC Astro 95, rgerð 1973, til sölu. Upplýsingar i sima 96) 5-21-13 eftir kl. 7 á kvöldin. Þak- og sprungu- þéttingar Notum eingöngu hina heimsþekktu álkvoðu. Tek að mér verkefni út um land. 10 ára ábyrgð á efni og vinnu. Upplýsingar i sima 20390 og 24954. AUGLÝSIÐ í TÍMANUM Contex 330 Hljóölaus rafmagnsreiknivél meö strimli # CONTEX 330 cr fullkomnasta rafmagnsreiknivél scm hægt er aö fá á Islandi í dag fyrir aöeins kr. 39.500.—. # Prentun er algjörlega hljóðlaus. # Mjög góÖ lcturútskrift. # Lykilborð er það lágt, að hægt er að hvíla hendina þægilega á borðplötunni meðan á vinnu stendur. # Hreyfanlegir hlutir eru aðeins á pappírsfærslu sem þýðir sama og ekkert slit. # Enginn kostnaður við litabönd né hreinsun og þessa vél þarf ekki að smyrja. # Á CONTEX 330 er hægt að velja um 0 til 6 aukastafi. # Á CONTEX 330 er konstant, sem hægt er að nota við margföldun og deilingu. Auðveldar þetta mjög t.d. gerð gjaldeyris og launaútreikninga. # CONTEX 330 hefur þá nýjung að hafa innbyggðan lager, sem er mjög þægilegt við hraðvirka samlagningu. # CONTEX hefur prósentur er gerir t.d. söluskattsútreikninga mjög auðvclda. # CONTEX hefur minni, og er hægt að bæta við, draga frá þeirri tölu sem I því stendur. # CONTEX gctur kcöjureiknaö undir brotastriki og skilaö Utkomu á mjög ’ auöveldan hátt án þess aö nota minni. # CONTEX getur margt fleira sem of langt yrði að telja hér upp, sjón er sögu rikari. Sendum ( póstkröfu. SKRISTJÁNÓ. SKAGFJÖRÐ HF Sími 2-41-20 Hóimsgötu 4 — Kcykjuvik Kjörskró fyrir prestkosningu, sem fram á að fara i Háteigsprestakalli sunnudaginn 10. októ- ber n.k., liggur frammi i anddyri Háteigskirkju kl. 16.00-19.00 alla virka daga nema laugardaga á timabilinu 15. til 24. septem- ber að báðum dögum meðtöldum. Kærufrestur er til kl. 24.00 þ. 1. október. Kærur skulu sendar formanni sóknar- nefndar Þorbirni Jóhannessyni, Flóka- götu 59, Reykjavik. Kosningarrétt við prestkosningar þessar hafa þeir, sem búsettir eru i Háteigs- prestakalli i Reykjavik, hafa náð 20 ára aldri á kjördegi og voru i þjóðkirkjunni 1. desember 1975, enda greiði þeir sóknar- gjöld til hennar á árinu 1976. Þeir sem siðan 1. desember 1975 hafa flutzt i Háteigsprestakall, eru ekki á kjör- skrá þess eins og hún er lögð fram til sýn- is, þurfa þvi að kæra sig inn á kjörskrá. Eyðublöð undir kærur fást á Manntals- skrifstofunni, Skúlatúni 2. Manntalsskrif- stofan staðfestir, með áritun á kæruna, að flutningur lögheimilis i prestakallið hafi verið tilkynntur og þarf ekki sérstaka greinagerð um málavexti til þess að kæra vegna flutnings lögheimilis inn i presta- kallið verði tekin til greina af sóknar- nefnd. Þeir, sem flytja lögheimili sitt i Háteigs- prestakall eftir að kærufrestur rennur út 1. október 1976 verða ekki teknir á kjör- skrá. Sóknarnefnd Háteigskirkju. Innbú til sölu Ingólfsstræti 10, sími 1*81-64

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.