Tíminn - 15.09.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.09.1976, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 15. september 1976. TlMINN 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús- inu viö Lindargötu, sfmar 18300 —'18306. Skrifstofur I- Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Verö i lausasölu kr. 50.00. Askriftat’- gjald kr. 1000.00 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Við upphaf skóladrs Sumarið er senri liðið — raunar þegar komið haust með svalan blæ og hélu á jörðu að morgni dags, ef næturhiminninn hefur verið heiður. Hinar hljóðu skólastofur fyllast á ný þvi lifi, sem heyrir vetrinum til — lifi, sem bæði getur borið yfirbragð frjórrar annar og seigdrepandi leiða, eftir þvi hvernig i pottinn er búið og að verkum staðið. Við skulum vona, að þeir verði mun fleiri, sem þangað sækja ekki aðeins þekkingarauka, heldur einnig glæðingu heilbrigðrar lifsstefnu, siðferðilegan þroska og ást á landi og þjóð og menningarerfðum hennar. Það er kjölfestan, og án þeirrar kjölfestu, getur brugðizt til beggja vona, til hvaða farsældar þekkingaraukinn verður. Skólastarf, þar sem bókstafurinn einn situr i há- sæti, kaldur og nakinn, er ekki fullkomið. Andinn, sem vekur, lifgar og fjörgar, hefur verið aðall allra hinna beztu skólamanna i landinu frá upphafi vega, ásamt hlýrri sivakandi umhyggju fyrir þroska hvers einstaklings, og á þvi byggðist, að jafnvel sú skólaganga, sem aðeins var örstutt i samanburði við það, sem nú gerist, nægði svo mörgum með áframhaldandi sjálfsnámi og reynslu i skóla lifsins til þess að glima með sóma við vandamál samfé- lagsins, sem að visu var ekki jafnflókið þá og nú er. Vafalaust er enn margt manna i skólakerfinu sér þess fullkomlega meðvitandi, að þessi leiðsögn, þessi umhyggja, þessi hvöt til dáða er ekki minna virði en minnisatriði i tungumálum, stærðfræði eða efnafræði, án þess litið sé úr sliku gert. Vafalaust er i ótal skólum sáð mörgu frækorni, sem hjálpar fjölda mannsefna til þess að verða annað og meira en fólk með sæmilega staðgóða þekkingu, svo góð sem hún er. Og það eru þessir skólamenn, sem unga kynslóðin og þjóðin öll mun eiga mest að þakka á komandi timum. Hinu er ekki heldur að leyna, að þeir eru allt of margir, sem sækja leiða og vonbrigði i skóla sina og hafa beðið tjón á sálu sinni, er þeir sleppa loks úr myllunni. Þeir megna ekki að fylgjast með öllu þvi, sem þar fer fram, dragast aftur úr og gefast upp á miðri leið, af þvi að námið og námsaðferðirnar eru ekki við hæfi þeirra. Þeir geta haft hina beztu hæfi- leika á öðrum sviðum en þeim, sem skólinn setur i hásætið, og glatað þvi, sem sizt skyldi: Virðingunni fyrir sjálfum sér og trúnni á getu sina. Enginn er kominn til þess að segja, hversu mikið af svonefnd- um unglingavandamálum verður til eða magnast i skugga þessa leiða og lægingar. Skólagangan i landi okkar er orðin löng. Deila má um, hvort hún er orðin svo löng sem raun ber vitni vegna barnanna sjálfra eða i þágu heimilanna, for- eldranna, sem vilja vista þau einhvers staðar að deginum sem yngst að árum. Kennarastéttin er orðin margfalt fjölmennari en hún var, og það gæti verið eðlilegt, að mannval væri ekki upp til hópa hið sama og áður, nú þegar ótal visindagreinar draga til sin úrvalsfólk, sem áður kynni að hafa valizt til kennarastarfa. Það er eðli máls, að misjafn sauður geti verið i mörgu fé. Loks eru skólar nú orðnir svo fjölmennir, að miklum vandkvæðum er bundið, að hinir vökulustu og starfsfúsustu menn geti veitt hverjum einstaklingi þá handleiðslu og uppörvun, er vera þyrfti. Þetta er vandamál okkar tiðar — vandamál, sem fylgir breyttu þjóðfélagi og þeim mikla grúa, sem fyllir skólana vetur hvern. — JH Vinsældir Trudeaus minnka Hverfur forsætisráðherra Kanada af sjónarsviðinu? Trudeau viö heimkomuna frá Evrópu og Miö-Austurlöndum. ÞAÐ VORU áhyggjufullir flokksbræður, sem tóku á móti Pierre Trudeau, forsætisráö- herra Kanada þegar hann kom aftur til Vesturálfunnar eftir tveggja vikna óopinbera heimsókn til Evrópu og land- anna i Miö-Austurlöndum. Þeir höföu lika rika ástæöu til aö vera áhyggjufullir, þvi að skoöanakannanir sýna, aö Frjálslyndi flokkurinn — flokkur Trudeaus — hefur ekki haft eins lítiö fylgi og nú I 35 ár. Og það sem er verra, Framfarasinnaöir Ihalds- menn, sem eru höfuöandstæð- ingar frjálslyndra, hafa 18% fram yfir Trudeau og flokks- bræöur hans. óhætt er aö fullyröa, að ævintýramaöurinn Trudeau hefur sjaldan horfzt i augu viö annan eins vanda og nú, þvi það er ekki einungis fylgi flokksins, sem hefur falliö, heldur einnig hans eigin vin- sældir. Enginn skyldi þó vanmeta möguleika Trudeaus. Hann er einn af lifsreyndustu stjórn- málamönnum heims og hæfi- leikar hans eru ótviræðir. Þá hjálpar einnig til, að meir en tvö ár eru til næstu allsherja- kosningar, en hins vegar eru mikilvægar aukakosningar 18. október n.k. AÐ MATI Trudeaus er 18. október þó hinn mesti heilla- dagur, þvi að þann dag fyrir nær 58 árum fæddist i Montreal sveinninn Joseph Philippe Pierre Yves Elliot Trudeau. Eins og sjá má af nokkrum nöfnum þessarar runu, þá er Trudeau að hluta af frönskum ættum. Þar sem faðir hans var af frönskum ættum, en móðir hans af enskum, þá lærði Trudeau að tala frönsku jafnt sem ensku og það haföi mikla þýðingu fyrir hann siðar meir i heimi stjórnmálanna. í bernsku sótti hann Jesúita- skóla og eftir það las hann lög viö háskólann i Montreal, en þaðan útskrifaöist Trudeau árið 1943. Þremur árum siöar öðlaðist hann svo masters gráðu i stjórnmálafræði við Harvard háskóla. Þá las hann einnig i eitt ár við háskóla i Paris. Pierre hefur alltaf verið þekktur fyrir ævintýraþrá sina. Þegar hann hafði lokiö námi, þá tók við eftirlætisiðja hans — ferðalög. Hann ferðaðist i meir en ár á hjóli eða á puttanum um allan heim. Þýzkaland, Austurriki, Ungverjaland, Pólland og mestan hluta Austantjalds- landanna sá hann. Þaðan fór hann til Tyrklands og I stað þess að taka ferjuna yfir Bosporus, — þá synti hann. I Jerúsalem var hann hand- tekinn af Aröbum fyrir að vera israelskur njósnari. En hann komst þó áfram til Pakistan, Afghanistan, Ind- lands, Burma, Thailands, Indókina og Kina. ÞEGAR TRUDEAU kom til baka, þá fór hann að vinna að lögfræðistörfum, og einnig tók hann þátt i baráttu gegn spill- ingu i Quebec. Hann var einn af stofnendum róttæks rits, sem barðist fyrir lýðræði i stað spillingar. 1965 varð hann þingmaður, 1967 dómsmálaráðherra og 1968 forsætisráðherra. Hann varð mjög frægur og um- deildur sem dómsmálaráð- herra, en þá kom hann með margar umbætur, eins og t.d. eftirlit með skotvopnum, af- létti hömlum á fóstureyð- ingum, kynvillu, fjárhættu- spili og skilnuðum. Hann grundvallaði skoðanir sinar þá og siðar á þvi, að maðurinn á að vera fullkomlega frjáls, svo framarlega sem þetta frelsi skaði ekki nágrannann. SEM FORSÆTISR AÐ - HERRA hefur Trudeau verið mjög afkastamikill. Hann heimsótti Sovétrikin og Kina á undan Nixon og gerði mikla viðskiptasamninga við þessar þjóðir. En i stjórnartið hans hafa einnig margir erfiðleikar komið upp, svo sem verðbólga og atvinnuleysi. En það er mál manna, að ástandið i Kanada væri verra, ef Trudeaus hefði ekki notið við. FRJALSLYNDI flokkurinn hefur setið við stjórnvölinn i Kanada allt frá 1935 aö undan- skildum 6 árum. En nú er far- in að sjá þess teikn, að flokkurinn sé á undanhaldi. Orsakir þess eru tvennskonar — illa skipulagðar efnahagsá- ætlanir svo og spilling innan flokksins sem hafa leitt til af- sagna. Framfarasinnaðir ihalds- menn, sem eru nú undir stjórn Joe Clarks hafa hins vegar unnið mikið á og hafa um 47% þjóðarinnar á bak við sig, ef marka má skoðana- kannanirnar. En þrátt fyrir þessa erfið- leika Frjálslynda flokksins, þá getur maður ekki annað en haft trú á, að Trudeau takist að komast út úr þeim. Vitað er, að hann hefur i undir- búningi mikla áætlun, sem á að leggja fyrir þingið sex dögum áður en auka- kosningarnar verða haldnar. Haldi þessi þróun þó áfram, þá verður maður að fara aö búast við afsögn Trudeaus. MÓL.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.