Tíminn - 15.09.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.09.1976, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Þriðjudagur 14. september 1976. Frá tónleikunum i Kanada Sandy Bar eftir Hallgrím Helgason Fyrir tæpu ári, eða 12. október 1975, var frumflutt i Winnipeg synfónisk kantata fyrir tenór, kór og hljómsveit eftir dr. Hall- grim Helgason, við kvæði Gutt- orms J. Guttormssonar, Sandy Bar. Upptaka frá þessum hljómleikum var flutt i Rikisút- varpið á nýjársdag, 1. janúar 1976, og fór vafalaust fram hjá mörgum, eins og sitthvað annað sem þar er á boðstólum. Nú hefi ég heyrt þessa upptöku aftur, og aflað mér frekari upplýsinga um verkiö og flutninginn. Þvi langar mig til að geta þess fá- einum orðum, enda telst þaö markverður viöburöur þegar tónverk sem þetta er flutt i fyrsta sinn. Kantatan var samin fyrir til- mæli hátiðarnefndar 100 ára af- mælis tslendinga i Vestur- heimi. Vað það aö samkomulagi milli dr. Hallgrims, sem þá var prófessor við tónlistardeild há- skólans i Saskatchewan, og Thorbjörns Thorlákssonar, for- manns hátiöarnefndarinnar, að kantötuna skyldi semja um þetta kvæði Guttorms skálds, enda mun það vera mjög i há- vegum haft meðal Vestur-ts- lendinga. Er það til marks, að til eru margar þýðingar á þvi á ensku fyrir þá landa vora sem ryðgaöir eru orönir i tungu feðr- anna. Sú þýöing, sem fyrir val- inu varð, er eftir Paul Bjarna- son: hann heldur bragarhætt- inum, með stuðlum og höfuð- stöfum, eins og sr. Sigurður i Hindisvik á sinum ensku hring- hendum og sléttuböndum. Fyrsta erindiö er svona: Það var seint á sumarkveldi, sundrað loft af gný og eldi, regn i steypistraumum fclldi, stööuvatn varð hvert mitt far Gekk ég hægt i hlé við jaöar hvitrar espitrjáaraðar, kom ég loks að lágum tjaldstað landnemanna á Sandy Bar, tjaldstað hinna löngu liðnu landnámsmanna á Sandy Bar. - Erindið er svona i þýöingu Pauls Bjarnasonar: Kantatan. Kvæðið er 10 erindi, en Hall- grimur skiptir kantötu sinni i 9 kafla: hljómsveitarinngang, 5 kafla fyrir kórinn, og 3 fyrir ein- söngsröddina. 1 innganginum kynna lúðranir aðaltema verks- ins, sem siðan er tekið upp af strengjunum og loks af kórnum i „Það var seint á sumar- kveldi...” Þetta tema táknar vonir landnemanna og trú á framtiöina i fyrirheitna landinu. En vonbrigöin og örvæntinguna, sem landnemarnir reyndu i fá- tækt sinni, kunnátuleysi og baráttu viö vetrarhörkur, grjót og rótarhnyðjur táknar tón- skáldið með öðru tema, fúgu, sem nú kemur inn, og er annað aðaltema kantötunnar. Gegnum verkið togast þessar andstæður á i ýmsum myndum, eftir hug- leiðingum skáldsins og anda kvæðisins. Að lokum verður söngur sigursins algerlega ofan á i siðasta erindinu: tónlist Stytti upp, og himinn heiður hvelfdist stirndur, meginbreiður eins og vegur valinn, greiður, var á lofti sunnanfar. Rofin eldibrandi bakki beint í norður var á flakki. Stjörnubjartur, heiður himinn hvelfdist yfir Sandy Bar, himinn, landnám iandnemanna, Ijómaði yfir Sandy Bar. Að frumflutningi Sandy Bar stóðu Sinfóniuhljómsveit Winni- peg og Piero Gamba, aöal- stjórnandi hennar, Filharmóni- kór Winnipeg með 150 söngv- urum, og Reginald Freder- ickson tenórsöngvari frá Edmonton, en hann er af is- lenzkum ættum. Aheyrendur, sem voru á þriðja þúsund, fögn- uðu innilega, en sumir viknuðu. Ritstjóri Lögbergs-Heims- kringlu segir svo 23. október 1975, i leiðara sem nefnist Að- fangadagur nýrrar aldar: ,,Þá var samt enn eftir að birta aí- menningi kantötu dr. Hallgrims Helgasonar, sem er byggð á ljóði Guttorms J. Guttorms- sonar, Sandy Bar, og á hún kannski eftir að geyma betur minningu landnemanna en flest annað, sem þeim hefur verið gert til heiðurs þetta ár”. 1 blaðinu Leader Post lætur dr. Howard Leyton-Brown svo um mælt: „Menn risu úr sætum i virðingarskyni og vottuðu fögnuð sinn með áköfu lófataki, bæði flytjendum og höfundi tón- verksins. Svo mjög voru menn gagnteknir af flutningnum. Þetta verk er i 9 köflum og er frábærlega vel skrifað með þvi að nota til fullnustu alla valda krafta, hljómsveit, kór og ein- söngvara. Þannig er það trygg- ing fyrir þvi, að flutningur verði oft endurtekinn, þar sem verkið er viðbót við þær tónbókmennt- ir, sem sannarlega endurgjalda riflega hvers kyns fyrirhöfn. Sem heild var uppfærslan mjög mikill ávinningur öllum þeim, sem áttu þvi láni að fagna að vera viðstaddir”. Sé ég hendur manna mynda A ýmsu hefur gengið með frændsemi þjóðarbrotanna is- lenzku austan hafs og vestan þessi 100 ár. Fyrstu 30 árin var náið samband, sömu rifrildis- seggirnir voru ýmist ritstjórar hér eða þar, og Vestur-lslend- ingar fylgdust náið (og stundum með talsverðum ugg) með þróun andlegra og veraldlegra mála á móðurlandinu. Með alþingishátiðinni 1930 voru böndin endurnýjuð um sinn, og aftur með auknum ferðalögum siðustu ára, sem náð hafa há- marki meö hátiðarhöldum á 1100 ára afmæli Islandsbyggðar 1974 og 100 ára afmæli byggðar á Nýja-lslandi 1975. En þau bönd sem tryggast tengja menn og þjóðir, eru bönd máls og menningar: meö kantötu sinni hefur Hallgrimur Helgason bætt varanlega við sameiginlegan menningararf islenzku þjóðar- brotanna. Vonandi verður þess ekki langt að biða aö Sandy Bar heyrist hér aftur. Sigurður Steinþórsson Long I strolled, though late the hour, Lightnings set the skies aglower While a drenching summer shower Swiftly filled each step ajar. Through the aspen arbors gleaming On I sauntered, vaguely dreaming, ’Till I came upon a quiet Camping ground at Sandy Bar: Where the pioneers, in passing Pitched their tents at Sandy Ber. Tregur afli í lok sumar- vertíðar — hjá togurunum fyrir vestan —hs-Rvik. Tregur afli hefur verið hjá togurum á Vest- fjarðamiðum undanfarið að sögn Jóns Páls Halldórssonar hjá Fiskifélaginu á Isafirði. Hins vegar hefur veöráttan verið með ágætum. Reytingsafli hefur verið hjá handfærabátunum, en þeir fara nú hvað úr hverju að undirbúa rækjuvertiðir.a, sem liklega hefst I byrjun október. Aö sögn Jóns Páls Halldórs- sonar hefja linubátarnir róðra fljótlega upp úr miðjum mán- uðinum, en nýtt trygginga- timabil hefst á fimmtudag, þann 16. september, og með þvi hefst svokölluð haustver- tið. Herstöðva- andstæðingar: Fundurí Hafnarfirði Herstöövaandstæðingar efna til baráttufundar i Góðtemplara- húsinu I Hafnarfirði á fimmtu- dagskvöldið kemur, 16. sept. kl. 20.30. A dagskrá verða ávörp, sem Bergljót Kristjánsdóttir og Ólafur Ragnar Grimsson flytja. Einar Bragi les upp og Orn Bjarnason skemmtir. Enn frem- ur gerir Jón Hannesson grein fyr- ir störfum Samtaka Herstöðva- andstæðinga. Fundarstjóri verð- ur Kristján Bersi Ólafsson. Kannað verður á fundinum, hvort ekki er áhugi fyrir þvi að skipuleggja starf áhugahóps eða hópa i Hafnarfirði, m.a. til undir- búnings landsfundar Samtaka herstöðvaandstæömga, sem n'ald- inn verður i október. A þessum baráttufundi gefet tækifæri til að eignast plötu Böðv- ars Guömundssonar og Sóleyjar- kvæði, merki Keflavikur- göngunnar og Dagfara. Seldir verða gosdrykkir i fundarhléi. Allir eru velkomnir á fundinn. Kammertríó í Húsavíkurkirkju Þ.J.-Húsavik. — Tónlistarfélag Húsavikur og Norræna félagið efndu til hljómleika i Húsavikur- kirkju á fimmtudagskvöld. Kammartrió Per Olofs Johnsons lék stofutónlist eftir þrjú tónskáld frá 18. og 19. öld og tvö nútima- tónskáld. T.rióið skipa Per Olof Johnson, sem leikur á gitar, Bertil Meland- er, sem leikur á flautu, og Ingvar Jónasson, sem leikur á viólu. Per Olof er Rúmeni að ætt, en búsettur i Sviþjóð. Bertil Meland- er er Svii og Ingvar Jónasson er kunnur Islenzkur tónlistarmaður. Skammt er siöan trióið var stofnað. A hljómleikunum i Húsavlkur- kirkju var frumflutt verk fyrir flautu og viólu eftir ungan Rúmena, sem búsettur er i Svi- þjóð. Hljómleikarnir voru vel sóttir og fögnuðu áheyrendur lista- mönnunum innilega. Tónlistarfélag Húsavikur var stofnað á þessu ári. Formaður þess er Arnheiður Jónsdóttir, Fé- lagið stefnir að þvi að efná til nokkurra tónleika árlega á Húsa- vik með viöurkenndum lista- mönnum. I vor söng Karlakórinn Fóst- bræður á Húsavik á vegum fé- lagsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.