Tíminn - 15.09.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 15.09.1976, Blaðsíða 17
Miövikudagur 15. september 1976. TÍMINN 17 HELJAREITUR GEGN OFURROTTUM Brezkt fyrirtæki hefur nýver- ið sett á markaðinn nýtt nag- dýraeitur, sem á að vera 100% öruggt gegn svokölluðum ofur- rottum — en það eru rottur, sem hafa myndað móteitur gegn warfarin og nokkrum öðrum eiturtegundum. Samkvæmt upplýsingum Al- þjóða heilbrigðisstofnunarinn- ar, er tjón af völdum nagdýra gifurlegt, og talið er að þau eyðileggi árlega um 33 milljónir tonna af korni, sem er tiundi hluti heimsframleiðslunnar, og nægjanlegt til að fæða 180 millj- ónir manna. Heildartapiö mun þó vera öllu meira, þvi að rottur eiga jafnan eins mikinn matar- forða og það, sem þær éta. Auk þess skemma þær uppskeru á ökrum, t.d. sykurreyr og hris- grjón. Ennfremur eru rottur smit- berar og megnið af þeim sjúk- dómum, sem hrjá menn, hafa rottur borið með sér. Plágan, til að mynda, sem herjað hefur á menn viða um heim og stráfellt svo þúsundum skiptir, berst af rottum með flóm. Weilsveikin orsakast af lifverum i þvagi rotta, og ýmsir meltingarkvillar berast oft með mat, sem hefur verið sýktur af saur þeirra. t Englandiog Danmörku, sem talin eru komin einna lengst á veg með að útrýma rottum, er þrátt fyrir allt ein rotta á hvern ibúa i hvoru landi. Astandið er þó miklu skelfilegra i þróunar- löndunum, þar sem ástandiö i ibúða- og heilbrigðismálum er lakara. 1 Sahel héraðinu i Norð- ur-Afriku eru, að þvi er næst verður komizt, tiu þúsund rottur á hverjum hektara lands. A þessum svæðum hefur verið reynt að komast fyrir þær með notkun eiturefna, svo sem arseniks, stryknins og syanida- gass, en þau eru afar hættuleg mönnum og húsdýrum. Þvi hafa menn nú i seinni tið heldur kosið að nota t.d. Warfarin og Commatrastyl, sem valda inn- vortis blæöingum i rottunum og dauöa. Þetta er seinvirkt, en ekki eins hættulegt mönnum og húsdýrum og hin. Það er ekki óviða, sem rottur eru orðnar ónæmar gegn þess- um efnum og ný rottutegund hefur sprottið upp — ofurrottan. Hún hefur stungið upp kollinum i allmörgum löndum Norður- og Suður-Afriku, hluta Ameriku og Asiu, Ástraliu og sér i lagi i Malasyu, en þar hafa pálma- oliuverkamenn verið sérlega hart leiknir af Weilsveikinni. En nú er búið að finna upp eit- ur, sem á að vinna á þessum ófögnuöi. ICI Plant Protection Ltd. i Bretlandi hefur gert til- raunir með þetta efni og gefið einkaleyfi á framleiðslunni, en það er selt undir vörumerkinu Ratak. Við tilraunirnar kom i ljós, að það drepur nagdýr, sem vitað var, að höfðu myndað móteitur gegn öðrum eiturtegundum. Hægt er að nota það með mjög miklu öryggi i vörubirgða- skemmum og á ökrum. Það er i formi grænna taflna og er bragðgott, og nægir mjög litill skammtur til að drepa rottu, en húsdýr þola stóran skammt án þess að verða meint af. Efnið hefur þegar verið reynt i Eng- landi og á karabisku eyjunum, þar sem ofurrotturnar hafa eyðilegt sykurekrur, svo og i flestum þróunarlöndunum i Asiu og Afriku og gefið góða raun. Og áður en langt um liður, verður það lika notað i Astraliu. Visindamenn vita, að rotturn- ar munu á endanum koma til með að mynda móteitur gegn þessu efni, likt og hinum, en það litur út fyrir, að þær hafi mætt ofjarli sinum, a.m.k. næstu tiu árin. Alþjóða heilbrigðismálastofn- unin hefur nú hafiö mikla bar- áttu til þess að reyna að komast fyrir rottuvandamálið i þróunarlöndunum á meðan þetta nýja efni hefur enn tilætl- uð áhrif. *»<C" •*...■ ASB lýsir yfir stuðningi ALMENNUR félagsfundur starfsstúlkna i brauð- og mjólkurbúöum, ASB, lýsir yfir fullum stuðningi viö kröfur undirskriftalistanna, sem þegar hafa verið afhentir Mjólkur- samsölunni. Laust prestakall BISKUPINN yfir tslandi hefur auglýst Reykhólaprestakall i Baröastrandarprófastdæmi laust til umsóknar meö umsagnarfresti til 1. október næskomandi. Leiðrétting ÞAU leiöu mistök uröu i gær, aö röng mynd birtist með frétt um tilraun meö votheysverkun i Gunnarsholti. Myndin, sem birtist, var af hæli i Gunnars- hoiti, en ekki af húsakynnum sandgræðslunnar þar, eins og ætiunin var. Timinn harmar þessi mistök og biöst veiviröing- ar á þeint. © AAaó hugsjónir hans um bætt lifs- kjör fyrir hina miklu kin- versku þjóð eru merkir minnisvarðar, sem hafa ver- iðmörgum hvatning viða um veröld. Fráfall hans mótar tima- mörk og skilur eftir vandfyllt skarð i röðum þjóðarleið- toga. Vissulega er þar um að ræða merkan sögulegan við- burð. Vér skiljum og höfum samúð með þeim missi, sem kinverska þjóðin hefur orðið fyrir. Það er mjög viðeigandi að vér frestum um stund við- leitni vorri til að koma á skipulagi á eitt þýðingar- mesta svið heimsmálanna i þvi skyni að votta minningu þessa mikla leiðtoga virð- ingu vora. Ég vil þvi, ásamt öðrum fulltrúum hér, fyrir hönd svæðahóps Vestur-Evrópu og annarra rikja votta starfsbræðrum vorum i sendinefnd alþýðulýðveldis- ins Kina einlæga hluttekn- ingu vora. Vér biðjum þá um að flytja rikisstjórn sinni og þjóð samúðarkveðjur vorar. Hey til sölu Hagstætt verð ef samið er strax. Upplýsingar i Grænu- hlið, Eyjafirði, simi um Saurbæ. Lærða fóstru vantar á barnaleikvöll- inn á Höfn í Hornafirði nú þegar. Nánari upplýsingar veittar í síma 97-8121 og í síma 97-8320. Leikvallarnefnd. Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.