Tíminn - 15.09.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.09.1976, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Miðvikudagur 15. september 1976. I. Orðið framleiðni mun hafa verið myndaö á þessari öld og nú hefur það náð aö festast I islenzku máli. Framleiðni merkir getu til að framleiöa, af- kastgetu framleiðslutækis eða stofnunar. Aukinni framleiðni I atvinnurekstri á aö fylgja vaxandi framleiðsla vegna auk- innar tækni, betri vélbúnaður en áður, en með óbreyttu vinnuafli eöa jafnvel færri starfsmönnum en fyrr. Framleiðni hefur áhrif á þróun atvinnuveganna og ör þróun þeirra og aukin fjöl- breytni atvinnulifs er forsenda fyrir hagvexti I þjóðarbúinu. I þjóöfélaginu þarf stöðugt aö veröa hagvöxtur, ef þróun at- vinnullfs samsvarar fólks- fjölgun I landinu og almenn vel- megun á að haldast I horfi eða aukast. 1 opinberum umræðum og blaðaskrifum er þó stundum haldiö fram, að framleiðni sé lítil i landbúnaöi, að bændur hjakki i sama fari og að landbúnaðurinn sé dragbltur á hagvöxtinn. Er þá sjávarút- vegurinn oftast tekinn til samanburðar. Aðalatvinnuvegir þjóðarinnar eru allir mikilvægir og nauðsyn- Jegir. Allur metingur milli þeirra er mjög að ófyrirsynju og fráleitt I umræðum aö stilla þeim einum gagnvart öðrum sem andstæöum. Vegna þrá- látra ásakana á landbúnaðinn veröur þó hér að þessu máli vikið, einkum stöðu land- búnaöarins að þessu leyti. II. Arið 1930 voru Ibúar landsins 108 þúsund. Arið 1975 var Ibúa- talan 219 þúsund. A 45 ára tima- bili hefur tala landsmanna rúm- lega tvöfaldazt. Talið er, aö árið 1910 hafi 47% af heildarmannafla þjóðarinnar stundað landbúnaö. Slöan hefur sambærileg hlutfallstala sl og æ lækkað, þannig aö talið er að árið 1940 hafi um 32% af mann- afla þjóðarinnar unnið land- búnaðarstörf, árið 1950 um 24%, árið 1960 um 16%. Og nú mun talið, að þeir sem hafa land- búnað að aöalatvinnu, séu ekki yfir 10% af þjóðinni. Þetta sýnir, að hópur neytenda bú- vara hefur stækkað til mikilla muna, þar sem bændum hefur Páll Þorsteinsson: FRAMLEIÐNI ekki fjölgað að undanförnu og sveitaheimilin eru nú yfirleitt fámennari en þau voru fyrrum. Þegar verðlagsgrundvöllur landbúnaðarafuröa er gerður af saxmannanefnd ár hvert, þá er lagt til grundvallar visitölu- bú, sem mun vera talið meðalbú I landinu. Samanburöur á verð- lagsgrundvelli sýnir breytingar á áætluðu afuröamagni meðal- bús. Hér skal tekið sýnishorn hinna stórfelldu breytinga, sem orðiö hafa á þessu á 25 ára tima- bili: Ar 1950 Mjólk 15360 1. Nautakjöt 320 kg Kindakjöt 1161 kg Ar 1975 33000 1. Aukning 115% 526 kg Aukning 64% 2942 kg. Aukning 153% Stóraukin framleiðni I landbúnaði á þessu tfmabili hefur öðru fremur stuðlað að þvl, að þetta hefur getað gerzt þrátt fyrir fólksfækkun I sveitum. Bændur hafa eigi legið á liði slnu. Af áhuga á starfinu og með eigin framtaki hafa þeir aflað hýrra og æ fullkomnari véla og áhaida til jarðvinnslu og bústarfa, annað hvort hver einstaklingur fyrir sig eöa á vegum búnaöarfélaga og ræktunarsambanda. III. Framleiðni tekur til afkasta- getu við að afla gæða lands og sjávar eða breyta hráefnum I fullunnar vörur. Þróun að þessu leyti er nauðsynleg I atvinnu- rekstri. Stundum fylgir það þó auknum afköstum, að vöru- vöndun verður minni en skyldi. En þvi er að jafnaði lltill gaumur gefinn, að auðið er að auka afrakstur atvinnuveganna á annan hátt en beinlínis með auknum afköstum. Það gerist þegar hráefni eru hagnýtt betur en fyrr, þegar gæði náttúrunnar eru aukin eins og gerist með Páll Þorsteinsson fiskirækt og þegar afuröir af hverjum grip I bústofni bænda aukast til mikilla muna. Þennan þátt I eflingu atvinnurekstrar má einnig kalla framleiðni. Oft er til þess vitnað I um- ræðum um atvinnumál, hvað skuttogarar eru fullkomin fiski- skip og fengsæl. Yfirleitt er talið, að þar sé að finna hámark framleiöni I atvinnurekstri hér á landi. A hinn bóginn hefur verið það heyrzt I umræðum um atvinnumál, að framleiöni I landbúnaði sé afar lltil og aö sá atvinnuvegur sé dragbitur á hagvöxt I þjóöarbúinu. Þeir sem svo mæla, eru bersynilega þannig settir, að þeir hafa nokkuö þröngan sjóndeildar- hring, þegar horfa skal til at- vinnurekstrar. Hollt er þá sem endranær að hafa I huga orö hins vitra manns St. G. St.: En ef þú er aðgætinn, á þó minna beri, sérðu viðar vondan brest I keri. Fiskmatsmaður I Vestmannaeyjum með langa starfsreynslu athugaði ýmsa þætti I sambandi við fiskafla, þar á meðai tölu fiska I smálest hverri á ýmsum gerðum fiski- skipa. Hann hefur gert grein fyrir niðurstöðunni á þessa leið: „Ég var trúnaðarmaður Fiskifélagsins I Vestmanna- eyjum nærri tvo áratugi og tók fyrir útvegsbændur vigtarsýnis- horn af fiski til viðmiðunar á þunga lifrar og hrogna. Jafnhliða þvi skráði ég I dag- bækur ýmislegt, sem mér fannst athugavert við vigtar- sýnishornin. Þar með tölu á fiskinum, sem veiddur var I mismunandi veiðarfæri og vigtin miðuð við slægöan fisk með haus. 1964 kom á miöin viö Suðurland stærsti þorskfiskur, sem ég man eftir og var sama I hvaða veiðarfæri hann var veiddur — stærð var hlutfalls- lega sú mesta sem nokkru sinni var á fiski við suðurstöndina siðustu 50 ár. Nótafiskurinn var stærstur, 70 fiskar I smálest slægðir með haus eða að meöal- tali jafnþungur dilk á haustdegi. Netafiskur 140-150 stk. I smá- lest. Færafiskur á þessum tlma um 100 fiskar. Meðaltal á tlma- bilinu.sem athuganir mlnar eru byggðar á, mun vera I þorski eftirfarandi: a) Þorskur veiddur I net 190- 200 stk. I smálest. b) Þorskur veiddur á llnu 300 stk. I smálest c) Þorskur veiddur I nót (mis- jafn) 70-320 stk. I smálest. Eftir að ég kom til Reykja- vlkur tók ég tvlvegis vigtartal af togarafiski og var I fyrra skiptiö 560stk. I smálest, en I hið slðara 778stk.Ismálesthverri. Eins og tölur þessar bera með sér, fer dauðatala fiskanna eftir þvl, hvaða veiðarfæri eru notuð viö fiskveiðarnar. Ef við áætlum að megi veiða innan landhelgi Islands um 200.000 smálestir af þorski, fer tala fiskanna sem deyja til þess að fullnægja þessu aflamagni eftir tegund veiðarfæra. 200.000 smál. I net með 200 fiska I smál. deyja um 40.000.000 stk. 200.000 smál. á llnu með 300 fiska I smál. deyja um 60.000.000 stk. 200.000 smál. i togvörpu með 600 fiska I smál. deyja um 120.000.000 stk.” Þannig er niðurstaöan af athugun fiskimatsmanns. Gagnstætt þessu er þróun I landbúnaði þannig, að yfirleitt aukast afurðir af hverjum grip I bústofni bænda vegna kynbóta og bættrar hirðingar. A önd- veröri þessari öld var ársnyt kúa I naugriparæktarfélögum að meðaltali um 2200 kg. Arið 1950 er ársnyt kúa aö meðaltali um 3000 kg. A árinu 1975 voru skráöar I skýrslur naugripa- ræktarfélaga alls 21746 kýr. Þá varð ársnyt þessara kúa aö meöaltali á landinu allt að 3600 kg. Þetta sýnir afurðaaukningu frá 1950 eftir hvern grip að meðaltali um 20%. Af landbúnaðarskýrslum má draga þá rökréttu ályktun, að árið 1950 hafi lömb eftir 100 ær veriö fæst um 80 að meöaltali I hreppi, en flest um 140 að meðaltali I hreppi. Hin slðari ár hefur verið algengt meðal bænda að 5-80% ánna séu tví- lembdar. Samt,hefur fallþungi dilka að hausti yfirleitt veriö meiri upp á slðkastið en hann var fyrir aldarfjóröungi. Búfjárrækt, sem ber þennan árangur, stuðlar að aukinni framleiðni, þ.e. vaxandi fram- leiðslu með óbreyttu vinnuafli. IV. Ræktunarstefna hefur verið áhrifarlk I Islenzkum land- búnaði um alllangt skeið. Hey- fengur er nú allur af ræktuðu, véltæku landi. Beit á ræktað land hefur aukizt stórlega. Með búfjárrækt hefur tekizt að auka til mikilla muna afurðir af hverri skepnu jafnframt því að búfé hefur fjölgað. Síaukin af- kastageta er ekki trygging fyrir blómlegu atvinnullfi, ef um langvarandi rányrkju er aö ræöa og auðlindir ganga til þurrðar. Ræktunarstefnu verður að fylgja I fleiri atvinnu- greinum en landbúnaði, svo sem með mikilli stækkun friðunar- svæða á fiskimiðum, með full- vinnslu sjávarafla innanlands og með góðri hagnýtingu hvers konar hráefna til iðnaðar. Stefnubreyting I þessa átt er nauðsynleg og aðkallandi I Islenzku atvinnullfi. Þá skyldi það ekki gleymast heldur viður- kennt og þakkað, að bændur hafa verið brautryðjendur á sviði ræktunar. Kristján B. Þórarinsson: Um fátt hefur mönnum verið tiðræddara siðustu misseri en dómsmál. Þar hefur komið fram hver spekingurinn af öðr- um, allir hafa haft það sam- merkt að vita hver öörum betur hvernig þau mál eiga að vera, og hverju sé þar mest um aö kenna. Jafnan hafa menn bent á að islenska dómskerfið sé I slikum ólestri, að ekki veröi lengur við unað og krefjast þess, aö dómsmálaráðherra ólafi Jó* hannessyni veröi vikið frá störf- um tafarlaust, en þá muni allt lagast og verða gott aftur. Mikil er nú fáviska manna og auðtrúnaður, þegar þeir láta blekkjast af slíkri frétta- mennsku, en henni hefur veriö haldið fram af pólitlskum matreiðslumönnum Ihalds og krata I þeirri fávlsu von, að með þvi takist þeim að gera litið úr persónu ölafs Jóhannessonar, en þeir gerðu sér ekki grein fyr- ir þvl, þeir góöu menn, að þar höfðu þeir veöjað á rangan hest. Ef menn vildu gefa sér góöan tlma og lita til baka svona 17 ár aftur I tímann, þá geta þeir full- vissað sig um, aö Ólafur Jó- hannesson hefur ekki veriö dómsmálaráðherra nema fimm ar af þeim slöustu 17, fyrir þann tlma lutu dómsmál stjórn sjálf- Dómsmálin í brennidepli stæöismanna, en ekki Fram- sóknarflokksins. Menn geta llka leitt hugann að þvl, hverjir hafa farið með yfir- stjórn löggæslumála i Reykja- vlk siðustu 30-40 árin, ég held að við komumst að þeirri niður- stööu, að þar hefur verið um sama flokk aö ræða, það er aö segja Sjálfstæðisflokkinn. I sextán ár voru alþýðuflokks- menn I rlkisstjórn. Allan þann tima sáu þeir ekki ástæðu til að breyta til I dómsmálum, þrátt fyrir, aö Framsóknarflokkurinn flytti hverja tillöguna af annarri I þá átt, og var ólafur Jóhannes- son einna harðastur I að vilja breyta dómsmálum til nútlma- legra horfs, en hann mun ekki Kristján B. Þórarinsson. hafa fengið veröugar undirtekt- ir. Ef farið hefði verið að hans óskum I upphafi, byggi rann- sóknarlögreglan nú við betri að- stæður til starfa og aðbúnaður löggæslumanna væri allur annar. Strax og Ólafur Jóhannesson varð dómsmálaráöherra gekk hann i að reyna að færa dóms- málin til nútlmalegri hátta, en eins og allir skynsamir menn vita, þá er fátt Ihaldssamara og seinvirkara I stjórnsýslukerfi okkar en dómsmálin. Þaö er vegna lltils hreyfanleika staðnaös ihaldsflokks og áhang- enda hans, sem starfaö hafa að þeim málum I kerfinu, jafnt á alþingi sem annars staðar. Nú hefur verið fenginn til landsins einn færasti sérfræð- ingur Þjóðverja I sakamálum, islenskum löggæslumönnum til aðstoðar á lausn einhvers um- svifamesta glæpamáls sem upp hefur komið hér á landi, að talið er. En er þetta eina stóra saka- málið, sem hefur komið upp á íslandi? Nei, ég held ekki. Þau kunna sjálfsagt að vera fleiri, sem óupplýst eru, og er þvl lög- reglumönnum okkar mikill fengur af að fá leiðsögn bestu manna, sem völ er á, og um leið byggja upp betra og full- komnara rannsóknarkerfi en við eigum að venjast, þvl ljóst, er, að á komandi tlmum veröa sakamál mun erfiðari viðfangs en veriö hefur. Fjöregg hverrar frjálsrar þjóðar er traust og velmótað dómskerfi, sem þarf að vera I sifelldri endurnýjun. Islend- ingar hafa frá ómunatlð verið stolt þjóð, sem ekki ber vanda- mál sin á torg, heldur hefur tekið þau fyrir af skynsemi og leyst þau á lýðræðislegan hátt, en ekki látið gróusögur leiða sig I ógöngur. Viö skulum heldur snúa bökum saman og hvetja alla góöa menn til góöra verka og standa þannig vörö um Islenskt þjóðfélag. Bókmenntasaga komin út Bókaútgáfan Iðunn hefur sent frá sér bókina tslenzkar bók- menntir til 1550 — saga þeirra I á- gripi i samantekt Baldurs Jóns- sonar, Indriða Gislasonar og Ingólfs Pálmasonar. tbókinni eru sögö stutt deili á helztu bók- menntagreinum tlmabilsins. Er þá tekið mið af þvl, að nemendur leiti sjálfir til fyllri rita. Vfða hefur verið leitað efnis- fanga I rit þetta. Er vitnað til slikra heimilda þar sem viö á. Helztu bakhjarlar samantektar mannanna eru prófessorarnir Sigurður Nordal, Einar Ólafur Sveinsson og Jón Helgason, Ind- riði Gislason hefur séö um sam- ræminguefnis, rööun og uppsetn- ingu. Hann hefur og að öllu leyti búið handritið undir prentun. Bókin skiptist i eftirfarandi meginkafla: I. Kveðskaparöld — Eddukvæöi — Dróttkvæði. II. Sagnritunaröld — Timabil hinna fróöu manna — Sagnabókmenntir — Heilagramannasögur — Kon- ungasögur — Biskupasögur — Is- lendingasögur — Veraldlegar samtimasögur — Fornaldarsögur — Riddarasögur — Annálar III. Miðöld —Helgikvæði —Dansar — Rimur — Heimsádeila — Skáld-Sveinn. Bókin er einkum ætluð fyrir menntaskóla og aðra framhalds- skóla, jafnframt þvi sem hún er aðgengileg öllum almenningi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.