Tíminn - 15.09.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.09.1976, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Miðvikudagur 15. september 1976. r TIAAA- spurningin — Kviðir þú breytingunum á mjólkursölukerf- inu og lokun mjólkurbúða Mjólkursamsöl- unnar? Þórhalla Sveinsdóttir: — Nei, ég geri það ekki þvl ég verzla I kjörbúö sem selur mjólk. Hins vegar býst ég viö að lokunin geti komiö illa við sumt fólk. Sven Age Malberg, fiskifræðingur: — Ég vil halda gömlu mjólkurbúðunum, en lokun þeirra kemur ekki illa við mig persónulega. Birna Bjarnadóttir, húsmóðir:— Alls ekki, það er einmitt mjög þægilegt að geta keypt bæði mjólk og matvöru á sama stað. Guömundur Þorkelsson, rafvirki: — Það skiptir mig engu máli þó svo að mjólkurbúðum veröi lokað. En ég geri ráð fyrir aö lok- unin sé bagaleg fyrir sumt eldra fólk. Sigriður Magnúsdóttir, skrifstofukona: — Það á ekki að loka mjólkurbúðunum, þvl að mörghverfi verða þá mjólkurbúöalaus. lesendur segja Jón Kristjónsson fró Kjörseyri: Nokkur orð til Tómasar G. Sæmundssonar I dagblaðinu Timanum 27. júll s.l. birtist grein eftir Tómas Gunnar Sæmundsson. Hann er þar að svara grein eftir mig er birtist i sama blaði 3. júll s.l. Þar sem ég hef verið I sumar- frii að undanförnu, hefur nokk- uð dregizthjá mér að taka grein þessa til athugunar. Mér er ekki ljúft að standa I ritdeilum við sveitunga mina, en þar sem T.G.S. tekur þann kost að rangtúlka grein mina i nokkrum atriðum, verður ekki hjá þvi komizt að leiðrétta þaö helzta. Hér og þar i grein þessari ber T.G.S. mér á brýn fáfræöi. Ég ætla ekki að karpa við hann um þá hluti, hvorki fáfræði mlna, eða annað er mig snertir per- sónulega. E n við lestur þe ssar ar greinar fiaug mér i hug máls- hátturinn: „Miklir menn erum við, Hrólfur minn”. Snemma i ritsmlð þessari viðurkennir T.G.S., að I grein hansfrá 12. mal hafi honum orð- ið það á að vitna I skakkt blað. Það geta öllum orðið á mistök, en mig furðar á þvl, að hann skyldi ekki birta leiðréttingu, ekki sizt þar sem þessi grein hans var langt frá þvi að vera laus við áreitni. Þá gerir greinárhöfundur aö umtalsefni það, sem ég segi i grein minni frá 3. júll sJ. um meginhlutverk uppbyggðs veg- ar yfir Laxárdalsheiði og telur, að þar gæti nokkurs hringlanda- háttar. Ég mótmæli þessu. í grein minni segir, að vegurinn hafi tviþættu þýðingarmiklu hlutverki aðgegna. Ég útskýri hvers konarhlutverk ég á við og meira að segja töluset liðina til frekari skýringar. Það vekur undrun mina, að T.G.S. skuli ekki skilja þetta og vek athygli á þvi, að þarna er ekki um neitt hringsól að ræöa, nema eitthvað sé farið að hringla i kolli hans sjálfs. Þá minnist T.G.S. á snjó- mælingar, er farið hafi fram á Laxárdalsheiöi og Holtavörðu- heiði að undanförnu og telur að samkvæmt þeim sé ekki neinn verulegur munur á fanndýpi milli þessara heiða.Ég hef hvergi séö neinar tölur um niðurstöður þessara mælinga og mér skilst, að T.G.S. hafi heldur ekki séð þær. En þegar hann tal- ar um, að ekki sé verulegur munur á snjómagni, er það heldur óljóst orðalag og þvl allt áhulduum raunverulegan mun. Þar sem Holtavörðuheiði er 200 m hærri en Laxárdalsheiði, er óhugsandi, að um svipað snjó- magn geti verið að ræða, og að halda sliku fram finnst mér al- gjör fjarstæða. Hefir T.G.S. ekki á feröum sinum um Holta- vörðuheiði horft upp I Snjófjöll- in. Þau munu vera allmiklu hærri en Holtavöröuheiöi. Sýn- ist honum snjómagn vera svipað þar og á heiðinni? Ég held, að það þurfi ekki að fara langt upp f Snjófjöllin til þess að sjá verulegan mun. Þá telurT.G.S.mig hafa skort upplýsingar, er ég I fyrri grein minni gerði samanburð á akstri yfir Holtavörðuheiði og Laxár- dalsheiði sama dag laust fyrir s.l. páska. Mér er spurn: „Upp- lýsingar um hvað?” I frásögn minni um þetta segi ég, að á Laxárdalsheiði sé enginn upp- hleyptur vegur til og allviða sé vegurinn niðurgrafinn. Svo segir T.G.S. frá þvl sem einhverjum tiðindum.að I þeirri ferð hafi verið keyrt eftir harð- fenni og holtum, alllangt frá vegi. Þetta eru engar fréttir fyrir mig. Augljóst er, að þar sem vegurinn er niðurgrafinn hlaut hann að vera ófær. Einnig segir hann, og hefir það eftir einum bilstjóranna, að hann efaðist um að greiðlega hefði gengið ef bóndinn i Sól- heimum heföi ekki komið til móts við þá. Mér þótti fengur i að frétta að ferðin yfir heiðina hefði gengið greiölega. Sól- heimabóndi hefur ekki yfir neinum snjómoksturstækjum að ráða nema handverkfærum og hefur þvi enga hjálp getað veitt nema leiðsögn um hvar snjór væri minnstur. Þessi frásögn sannar það, sem hún átti að sanna, nefnilega það, að bóndanum i Sólheimum gekk miklu betur að koma bllum yfir Laxárdalsheiði, veifandi sinni skóflu, heldur en T.G.S. þann sama dag að koma bilum yfir Holtavörðuheiði, þrátt fyrir sin öflugu snjómoksturstæki, og þýðir ekki fyrir hann annað en að kyngja þeirri staðreynd. Þvi næst segir T.G.S. frá þvi, að um miðjan marzmánuð s.l. hafi verið farið með snjó- blásara, hefil og jarðýtu á veg- inn yfir Bröttubrekku og hann hreinsaður á þeim forsendum, að Heydalsvegur þyldi ekki um- ferðina, þegar eitthvað þiðnaði. T.G.S. upplýsir, að það hafi tek- ið þrjá daga að opna veginn, svo að kostnaður hefur oröið býsna mikill. Eftir því sem mér er tjáð, var Bröttubrekkuvegur orðinn ófær næsta dag, svo að umferðarléttir á Heydalsvegi stóð ekki nema einn dag. T.G.S. gerir sér tlðrætt um Heydalsveg og telur hann léleg- an. Ég efast um aö hægt sé að taka hann útúr sérstaklega hvað þetta snertir. Hvernig er meö veginn I Noröurárdal? Greinar- höfundur minnist ekki á hann og tekur ekki undir þá ábendingu mina að ekki sé minni þörf á vegabótum þar en á Holta- vörðuheiði. Veit T.G.S. ekki að vegurinn þar hefur farið versn- andi ár frá ári. Það virðast þvi miður vera fleiri vegir en Hey- dalsvegur, sem illa þola um- ferðina, ef ekki er hægt að leggja meira fé I viðhald en gert hefur verið. Hvað voru þungatakmörk á Norðurárdalsvegi i margar vik ur s.l. vor, og á hverjum bitna þær mest? Því næst minnist T.G.S. á snjómokstur og telur mig litt viðræðuhæfan um þau mál. Maður finnur til smæðar sinnar, þegar rætt er við aðal snjó- mokstursmanninn á Holta- vöröuheiði: Hann hlustar ekki á tillögur, sem miða að þvi að draga úr kostnaöi við snjó- moksturinn. Það viðhorf hans er skiljanlegt en ekki að sama skapi skynsamlegt. Við Is- lendingar höfum þurft á undan- förnum árum að eyða veruleg- um fjármunum i snjómokstur og verðum llklega að gera það áfram I náinni framtið. Alltaf finnst mér nú slikar fjárveiting- ar skilja litið eftir. t sambandi við vetrarakstur sér T.G.S. ekkert annað en kostnaö við ekinn km og þýðir ekkert að þrefa við hann um það. Enreynsla Dalamanna (er ég bendi á I fyrri grein minni) og viðtöl viðmarga bllstjóra, er vetrarakstur stunda sanna mér, að það er aðeins einn þáttur af mörgum, er taka þarf til greina þegar kostnaður við vetrarakstur er metinn. Umferðin yfir Laxárdalsheiði hefur verið mikil hin siðari ár þrátt fyrir að áin á heiðinni, Laxá var óbrúuð þar til s.l. haust. Hún stöðvaði oft smærri bila einkum að vorinu og seinni hluta sumars. Nú er þeim farar- tálma rutt ur vegi. Ég hafði aðstöðu til þess I nokkra daga I sumar að fylgjast með umferð um Laxárdalsheiði. Ég hefði ekki trúað þvl,- að bila- umferð væri jafn mikil og raun bar vitni, heföi ég ekki séö það sjálfur. Þessi siaukna umferð kallar á framkvæmdir, og ég held, að mér sé óhætt að fullyröa að það verður ekki langt i það að fram- kvæmdir veröi hafnar á heiðinni, enda fast ýtt á eftir að svo verði gert. Andóf T.G5. er birzt hefur i blaðaskrifum und- anfarið, breytir þar engu um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.