Tíminn - 15.09.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.09.1976, Blaðsíða 11
Miövikudagur 15. september 1976. TtMINN 11 ru fyrir zki bara hóp fólks brugöin öðrum. Það versta, sem umheimurinn getur gert, er að aumka fatlaö fólk. Læknirinn beindi orðum sinum sérstaklega til móðurinnar Margrethe. — Vertu við Britt-Marie nákvæm- lega eins og hún væri eðlileg. bú sem átt þrjú börn i viðbót, mátt fyrir alla muni ekki meðhöndla hana neitt öðru visi en hin. Fatlaður maður verður að læra að búa með fötlun sina, án þess að annað fólk þurfi að hafa afskipti þar af. Þetta var raunar ekkert erfitt fyrir Margarethe þvi hún er laus við allt, sem heitir tilfinninga- semi. Til dæmis, þegar börnin voru ung og fúlsuðu við matnum sinum, sagði hún, að ef þau ekki ætu það sem á borðum væri, fengju þau ekki neitt, og við það sat. Britt gat ekki farið aftur i skólann þessa önn. en hún hafði sett sér það markmið, að þegar byrjaði aftur skyldi hún hvorki þurf'a að nota hækjur né hjólastól. Hún byrjaði markvisst að þjálfa sig og endurhæfa, i fyrstu með hjálp sjúkraþjálfara, en svo upp á eigin spytur. Hún veigraði sér ekki við að fara i fjallgöngur, er hún var að æfa gang og jafnvægi. Tólf ára telpukrakki með kjark og viljaþrek, sem ekkert beit á. Að þvi kom, að hún uppskar laun erfiðis sins og gat kastað frá sér hækjunum og gengið óstudd. Nókkrum vikum eftir að hún útskrifaðist af sjúkrahúsinu, varð hún að fara þangað aftur, en i þeim tilgangi að máta gervilim. — Það tekur tima að venjast sliku, segir hún, — maður verður stöðugt að æfa sig að ganga með hann, fyrst nokkra tima á dag, en auka það smám saman. Fóturinn er endurnýjaður reglulega, allt eftir þvi hvernig likaminn breytist og þroskast. — Ég veit ekki hve marga ég hef prófað, segir hún, en maður má ekki flana að neinu. þegar maður fær sér gervifót, — þetta er nýr likamshluti sem verður að passa við annað og það verður að vera gott samstarf á milli þess sem býr hann til. og þess. sem á að nota hann. Fyrstu árin notaði ég tréfót. en hann var þungur, vó sjö kiló og það var erfitt að nota hann. Fótur eins og ég er með núna. er aftur á móti gerður úr • Britt-Marie horfir björtum augum á framtíðina þrátt fyrir það, sem á undan er gengið. harðplasti og vegur aðeins þrjú kiló. Það var Tommy. sá sem hannar gervilimina. sem kom óbeint til með að hafa mikil áhril á framtið Brilt-Marié. — AI' hver.ju l'erðu ekki að synda.sagði hann dag einn upp úr þurru. — Britt-Mrie tók hann á orðinu. Hún hal'ði lært að synda. er hún var fjögurra ára og var örðin flugsynd sex ára. — Við vorum frá þvi fyrsta mikil sund fjölskylda. segir frú Samuelsson. og hóldum okkur á l'loti á hverju sem á dynur. Eins og Britt halði eirisett sér. tókst henni að set.jast i skólann að hausti án þess að þurla að nota hæk.jur eða h.jólastól. Og ári eftir að aðgerðin var gerð á henni lók hún þátt i sinu fyrsta sundmóti. l>að var Sviþjóðarmót latlaðra. sem l'Or fram i april I9(i8. Yngsti þátttakandi mótsins, Britt-Marie. sem þá var ny orðin i:i ara. lékk ba'ði sill'ur og bronsverðlatin Þá tók ég þetta bara sem leik. segir htin hrosandi. Siðan tók hún stor stigúm framförum og á nti i kringum 90 verðlaunapeninga. gllll, sillur og'brons og er vel þekkl sundkona meðal þeirra iotl.Uðu. Hún \ iðurkennir lúslega. að hún vei'ði óðru hvoru dálitið þreytt á þessu. en sundið hal'i gefið henni svó mikla örvun og gleði. að hún haldi áfram ótil- kvödd. Hún tekur ævinlega ai' sér gervifótinn. þegar hún syndir. en handleggir hennar eru orðnir alar sterkir. t sjö ár eftir aðgerðina varð hún að fara i krabba- skoðanir reglulega. fyrst þriðja hvern mánuð. siðan á hálls ars li'o-ti og i nokkur ár aðeins einu -nuíi á ári. Hún þarf ekki lengur að mæta i þessar skoðanir Kf engiri sjúkdómseinkenni linnast innan fimm ára, má afskrila það. að sjúkdómurinn taki sig upp aftur. Eftir þennan tima fannst ekkert athugavert og ISriit Marie hefur þvi þrátt fyrir allt lyllstu ástæðu til að lita bjortum augum á framtiðina. fólk í listum gert. Þetta er saga af litlum dreng og hesti og reyndar fleiri fýrum. Þessi saga á sér dálitið óvenjulegan aðdraganda, og minnist ég þess ekki að hafa heyrt um svipaöar aðferöir. Aðferðin var sú, að Halldór leiknaði fyrst myndirnar, en fékk siöan Njörð Njarðvik, rit- höfund og lektor til þess að skrifa texta bókarinnar á eftir. Þetta er sem sé meö öfugum formerkjum, þvi að venjan fram til þessa hefur verið sú, að teikna myndir við sögur, en ekki að skrifa sögur við myndir. Þessar myndir eru liklega einhverjar þær glæsilegustu, sem prýtt hafa fslenzka barna- bók. Myndirnar hafa veriö á sýningum erlendis, og hafa borizt fjölda margar fyrir- spurnir til höfundar frá forlög- um úti i heimi, sem vilja gefa bókina út. Hún er væntanleg á markað hér i sýningarlok. Er bókin hin vandaðasta, og er prentuð i London hjá miklum prentlistarmönnum að sögn. Halldór Pétursson er fæddur i Reykjavik 26. september árið 1916, og voru f oreldrar hans þau Pétur Halldórsson, bóksali og borgarstjóri i Reykjavik og kona hans Ólöf Björnsdóttir. Ilalldór varð student frá Menntaskólanum i Reykjavík árið 1943 og fór snemma I tima hjá Guðmundi Thorsteinson (Mugg) og Júliönu Sveinsdótt- ur, listmálara. Síðan stundaði Halldór list nám við Kunsthaandværkere- skolen i Kaupmannahöfn og lauk prófum þaðan 1938. Nam siðan við Minneapolis School of Art og League i New York á árunum 1942-1945. Halldór hefur tekiö þátt i sýn- ingum viða erlendis, t.d. i Bandarikjunum, Austurriki, Tékkóslovakiu og á ttalfu. I Reykjavik hefur hann sýnt tvisvar áður. Ef reynt er að gera úttekt á lifsverki Halldórs Péturssonar, frá sjónarmiði þeirra vitundar, er skipar listamönnum á bekk. Þá veröur það fyrst og fremst ljóst, aö of mikiö hefur verið gert úr kátinumyndum á kostn- aö alvarlegri myndverka. Ein- hvern tima við tækifæri ætti aö sleppa öllu grini og sýna úrtak i staöinn, svo dásamlegir hlutir týnist ekki með öllu i hlátri. Jónas Guðmundsson. Hestur, pensilteikning eftir Halldór Pétursson, en hann er ekki hvað sizt kunnur fyrir hestamyndir sinar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.