Tíminn - 22.10.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.10.1976, Blaðsíða 1
| Á soma tíma 70 hjá E.í. Gsal-Reykjavik — Svo virðist sem smygl sé mun algengara meðal far- manna hjá Eimskipafé- lagi islands en annarra skipafélaga, sem sigla landa á milli. Timinn grennslaðist fyrir um það hjá Skipadeild Sam- handsins og Hafskip I gær, hversu inargir farmenn hefðu orðið uppvisir að smygli hjá þeim sfðan i janúar 1974. Kom iljós, að frá þessum tima hafa fimm farmenn orðið uppvisir að smygli hjá skipadeild Sam- bandsins og sex hjá Haf- skip. Hjá Eimskip voru þeir sjötiu á sama tima. Hjá Sambandinu gildir sú regla, að reka menn frá fyrirtækinu, ef þeir verða uppvisir að smygli, en hjá Hafskip er farið eftir þeirri reglu, að gefa farmönnum tækifæri að starfa áfram hjá fyrir- tækinu, eftir að þeir hafa tekið út sinn dóm og greitt sina sekt, en brjóti þeir hins vegar tollalögin aftur, er þeim visað frá fvrirtækinu. Af þeim sex farmönnum hjá Hafskip, sem gerzt hafa brotlegir við tolllögin, hafa tveir verið reknir frá félaginu, þ.e. brotið af sér i tvi- gang, en hinir fjórir starfa enn á vegum fé- lagsins. Ómar Jóhannsson hjá skipadeild SIS sagði, að bréf væri uppi i skipum félagsins, þar sem á það væri bent, að ef upp kæm- ist um smygl einhvers skipverja, jafngilti það yfirlýsingu hans um það, að hann segði upp starfi sinu án sérstaks fyrir- vara. — Sem betur fer erum við tiltölulega lausir við þennan ófögnuð, sagöi Ómar. Timinn innti hann eftir þvi, hvort skipadeildin athugaði, áður en hún réði farmenn, hvort viðkomandi hefði orðið uppvis að smygli hjá öðrum félögum, og svaraði hann þvi til, að gott samband væri milli skipafélaganna i þessu tilliti og ræddu ráðninga- stjórar félaganna saman sin á milli um þá far- menn, sem komnir væru frá öðrum skipafélögum. Magnús Magnússon, forstjóri Hafskip, sagði i samtali við Timann i gær, að sú meginregla gilti hjá félaginu, að gefa mönnum kost á endur- ráðningu við fyrsta brot, eftir aö þeir hefðu greitt sina sekt og tekið út sinn dóm, en visa þeim frá starfi við itrekað brot. Magnús kvaðst sjálfur hafa farið um borð i öll skip félagsins eftir spira- smyg:ið mikla 1 janúar 1974, og gert áhöfnum og yfirmönnum skipanna grein fyrir þvi, hverjar afleiðingar smygl hefði i för með sér, og sagði hann, að svo virtist sem þessir fundir hefðu gefið góða raun, þvi það væri algjör undantekning, ef upp kæmist um smygl hjá farmönnum félagsins. • Tilboð togar í Teit — Sjá íþróttir gébé Rvik — Skortur er á vinnuaf li á fisk- vinnslustöðum úti á landi, og hafa sveitar- félög mun meiri áhuga á að ráða útlendinga til vinnu en islendinga. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að erlenda vinnuaflið er talið traustara og betra en landinn, svo og það, að útlendingarnir borga 11% útsvar af brúttótekjum sinum til sveitarfélaganna, en íslenzkt aðkomufólk borgar hins vegar útsvar til þess staðar þar sem það er skráð eða hefur lögheimili. Þannig getur sveitar- félag þess staðar sem fólkið vinnur, engar kröf ur gert í útsvar þeirra. Á Þingeyri fékk Tíminn þær upplýsingar, að talið væri, að á annað hundrað útlendingar yrðu við fisk- vinnslustörf á Vestf jörðum á vetrarvertíð- inni. — Þetta getur skipt feikilega miklu máli fyrir lítil sveitarfélög, sagði Kristinn Snæland, sveitarstjóri á Flateyri, en þar nálgast tekjur sveitarfélagsins af útsvari útlendinga sem þar vinna, 10% af heildar- tekjum. — Fiskvinnslustöðvar á Aust- fjörðum og á Reykjanesi hafa nú sýnt áhuga á að fá erlent vinnuaf I, en hingað til hafa það nær eingöngu verið staðir á Vest- f jörðum sem hafa verið með erlent vinnu- fólk svo nokkru nemi. á mánuði, eða 1,3 milljón eftir hálft ár. Þetta er þvi mjög mikill hagur fyrir sveitarfélögin að fá hingað útlendinga til vinnu. Eftir að hætt var skipti- útsvörun milli sveitarfé- laga og Jöfnunarsjóður Kristinn Snæland sagði, að á Flateyri myndu vinna 18-20 útlendingar i vetur og sagði siðan: — Ef reiknað er með að hver þeirra hafi 100 þús. kr. i mánaðarlaun, þá eru þetta allt að 220 þús.kr. tekjur fyrir sveitarfélagið WW6 hjá Hafskip—5 hjá I II Sambandinu sveitarfélaga tók við og jafnar tekjum milli þeirra, þá borgar islenzkt aðkomufólk, scm vinnur á fiskvinnslusiöðum úti á landi, útsvar af i tekjum sinum til þess staðar sem það hefur lögheimili. Það var samdóma álit þeirra forráðamanna frystihúsa á Vestfjörðum. sem Timinn ræddi við, að er- lendi vinnukrafturinn væri mun betri en land- inn . Fólkið mætir betur til vinnu, er traustara og er vant meiri vinnuaga A eftirtöldum stöðum á Vestfjörðum verða út- lendingar við vinnu I vetur: Súðavik, Grundar- fjörður, Patreksfjörður , Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og i Hnifsdal. Fæst mun vera á einum stað þrir útlendingar, en flest um þrjátiu manns. Þetta er að langmestu leyti Ástraliubúar og Ný- sjálendingar. Söluskrif- stofa Sölusambands hraðfrystihúsanna i I.ondon hcfur haft milli- göngu um að útvega þetta erlenda vinnuafl. Frysti- húsin hér borga fargjöld frá og til London, og er fólkið ráðið upp á minnst 6 mánuði, flestir 8 mán- uði, en mörg dæmi eru um að þessum erlendu gestum liki svo vel, að þeir ilendistá landinu allt upp i tvö ár. Bjarni S. Guðjónsson hjá SH sagði i gær, að hann vissi með vissu um 90 manns, sem færu til fiskvinnu á Vestfjöröum nú, en ekki eru allir komnir, sem þegar hafa verið ráðnir. Bjarni sagði einnig aö hann hefði fengið fyrirspurnir frá Austfjörðum, um hvort unnt væri að útvega er- lendan vinnukraft, og einnig hafa ýmsir fisk- vinnslustaðir á Reykja- nesi sýnt áhuga. — Þetta fólk hreinlega bjargar þessum litlu stöðum, þar sem svo mikill skortur er á vinnuafli sagði hann. Vilja frekar útlendinga íslendinga í fiskvinnsluna - sveitarfélög fá 11% af brúttótekjum útlendinga, en engar af tekjum íslendinga Hverjir hafa brugðizt dr. Braga? Sjá „Á víðavangi n ' . ^ * ' . í",-, -' % , 0' ’ÆNGIRf AætlunarstaÓir: Bíldudalur-Blönduós-Búðardalur Flateyri-Gjögur-Hólmavík Hvammstangi-Rif-Reykhólar Sigluf jörður-Stykkishólmur Súgandaf jörður Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 og 2-60-66 238. tölublað — Föstudagur 22. október—60. árgangur raQagnir í virkjanir — hús verksmiðjur — skip SAMVIRKIS' Skemmuvegi 30 ,rdfi Kópavogi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.