Tíminn - 22.10.1976, Qupperneq 7

Tíminn - 22.10.1976, Qupperneq 7
Föstudagur 22. október 1976 rrtMINN 7 Sigtryggur Símonarson: „Þingeyskt loft" og „Meira loft" Fyrir tveimur árum barst mér i hendur nýútkomin ljóöa- bók með glettnislegri áletrun i bundnu máli frá höfundi, sem gerði mér þessa snotru bók enn- þá ánægjulegri. Þetta var „Þingeyskt loft”, eftir Jón Bjarnason frá Garðsvik. Kynni min af Jóni eru ekki löng. Við kynntumst fyrst eftir að hann var hættur búskap, nýfluttur til Akureyrar og þá starfsmaður i Bögglageymslu KEA, en ég mjólkurbilstjóri i Saurbæjarhreppi. Við vorum báðir orðnir rosknir, að minnsta kosti fullfarið fram og vart meiri þroska að vænta. Gjarnan hefði ég kosiö að kynnast honum fyrr, svo sérkennilegur maöur er hann. Stundum fannst mér erfitt að imynda mér, að mjög djúp hugsun byggi að baki létt- viðrislegu næstum galgopalegu tali hins glaðlynda, roskna bónda. En reyndar leiö þó ekki á löngu þar til ég fann, aö fleiri þætti en aðeins galgopans, var að finna i hugarheimi hans. Snöggar og skarpar athuga- semdir, ef rætt var um mál alvarlegs eðlis, voru oft á þá lund, að mér datt i hug, hvort mannskrattinn væri máske brot af heimspekingi. Og það er hann, aö minu viti, á þann veg, sem islenzk sveitamenning hefur skapað sina heimspekinga um langan aldur. En Jón hefur átt við sérstaka áráttu að striöa, allt frá barns- eða unglingsárum, en það er þörfin að tjá sig i ljóðum. Að hann hafi átt viö þetta að striöa er reyndar ekki sannleikanum samkvæmt, þvi að svo létt og leikandi er hagmælska hans, að ánægju vekur hverjum þeim, er eyru hefur fyrir og ann slikri list. Ég las „Þingeyskt loft” meö mikilli ánægju, en mun ekki fjölyrða um þá bók. Það hefur svo ritfær og snjall maður sem Karl Kristjánsson, fyrrverandi alþingismaður, annazt á mjög vinsamlegan og viöurkennandi hátt. Þó get ég ekki stillt mig um að benda á kvæöið „Gaman- mál”, sem er gert út af ræðu Gunnars Bjarnasonar hrossa- ræktarráðunauts á bænda- klúbbsfundi á Akureyri 1960. Þvi miður var ég ekki staddur þar, en greindir og sannoröir bændur, sem þar voru, segja mér, að ótrúlegt sé hve Jón þræði efni ræðunnar nákvæmt, að visu með eigin gamansama orðavali. Mætti vel svo fara, aö þaö kvæöi yki enn frægö Gunn- ars, sem er þó ærin fyrir. 1 þeirri bók er þessi lipra og anna staka: Hagyrðingar unna mest öldnu hringhendunni, þvi hún syngur fegurst flest flutt af slyngum munni. Og hann segir einnig: Fagurt ljóö og lipur baga lyfta þjóð á hærra svið. Atómsóðar okkar daga öllu bjóða niður á við. Einföld sannindi það. Ég blaða og les i nýrri bók Jóns: „Meira loft”, og ég finn einlæga ást bóndans á öllu þvi, er lifir og hrærist i náttúrunni sindra út frá kvæöunum. Hag- leikur i meöferð viðfangsefna, án bægslagangs, og dregur þó fram fallegar og skýrar myndir. 1 kvæöinu „Eyjafjarðarljóö” er þetta erindi: Og elfurin streymir flúöafá i faðmlögum grænna engja, i sólarljómanum silfurgljá með svipbrigöum léttra strengja. Og viðast svo hæg og hljóö hún fer að heyra má flugu anda, og hverful ljósbrigöin leika sér á lygnum við sveig og granda. Myndi einhver „atómsóði” orða þetta fagurlegar? „Dultrúarsamþykktin” er aö minnihyggju þörf aðvörun gegn þeim voða, ef Islenzkt kirkju- vald hyggst kreppa trúarlif landsmanna i miðalda hlekki fávizku og fordóma. Jón hikar ekki við að bjóða byrginn þeim skoðunum biskups og sumra klerka hans, sem stangast á við reynslu og vitneskju þjóðar- innar i gegnum aldaraðir. Síðasta erindið er svona: Ó kirkja lands vors, opna augu þin. Hér engum dugar samþykktum að beita. Og þú munt fá að sjá, að sólin skin á sérhvern mann, sem Drottinserað leita. Að hinztu hnigur fljót að einum ós, þótt uppsprettumar teljist næsta margar. En dultrú fólksins er þaö leiðarljós, sem liklegast er kirkjunni til bjargar. Löngun og söknuður roskna bóndans, sem neyddist til að flytja ,,á mölina”, birtist meö vorkomunni, þegar hugurinn leitar til þess staöar, hvar hann bjó i 28 ár og sem er honum hjartfólgnastur: 1 loftinu syngur lóa á lóninu kafar önd. ó, hvað má nú hug minn róa? Þar halda vist engin bönd. Þvi nú fer grasiö að gróa i Garðsvik á Svalbarösströnd. Allt verður Jóni aö yrkisefni. Þegareldar brenna land vortog Englendingar herja, kveður hann „Þorskastriöið”: Jón Bjarnason frá Garðsvik. Fjöllin brenna, Islands er ólán þungt á metum. Löngum hefur Lúsifer Lagzt á sveif með Bretum. Hann yrkir um rjúpuna i Hrisey og dúfuna hvitu hugljúf kvæði, og „Þröstur I snjó” minnir mig mjög á Þorstein Erlingsson: timinn 10 cic 2. hluti eþ Þú ert kominn þröstur minn, þó er ennþá vetur, sem að litla söngfuglinn svangan einskis metur. Hann yrkir lika, staddur við styttu Þorsteins Erlingssonar, ljóð, er sýnir hve hann dáir þann söngvasvan Islenzkrar al- þýðu: Þú fluttir heim aldin frá álfunnar menningarlundum, sem alþýðan naut. 1 sannleikans þjónust varstu svo störorður stundum, aö stillingu þraut þá garpa er þóttust til valda og forustu fæddir. Þeir felldu. á þig dóm. 1 meitluöum ljóðum þú kirkjunnar helvitihæddir, sem hvertannað gróm. „Arni i Botni” er kvæði upp á 27 erindi og þrátt fyrir þá lengd gæti ég trúaö, að fáum, sem unna liprum og gamanáömum kveðskap þyki of langt. Og hverjum yljar ekki þetta litla erindi, sem hann raular við barnabarn sitt: Allavega auðnan ræöst Oft hefur góður fiskur veiözt. Ef þú hefðir ekki fæözt, afa hefði stundum leiðzt. Þaö, sem ég hefi dregið hér fram, af handahófi, er flest fremur alvarlegs eðlis. En i bókinni úir og grúir af glettnum kvæðum og stökum, svo sem: Aöur fátt mér varö til varna verst er að þurfa að skammast sin. En siðan ég varð sjónvarps- stjama svínin lfta upp til min. Þegar hin furöulega ógeöslega sjónvarpsmynd „Lénharður fógeti” var sýnd, en hún var talin hafa kostað um 20 milljónir króna, kveöur Jón: Af Lénharði fógeta vegur þinn vex, ég virði þig listanna heimur fyrst nauögun þú metur á millj- ónir sex og manndrápin borgar með tveimur. Og úr ferð hans til Reykja- vikur á þessu ári: Suðurför min er ei neitt utan nafniö þótt nóg sé um farkost og stutt milli bæja. Ég ætlaöi að koma i Sæ- dýrasafnið. Að siðustu lét ég mér Alþingi nægja. Hér skal tilvitnunum lokiö i bók Jóns, en af nægtum er aö taka bæöi alvarlegs og gaman- sams efnis. Hann er sérstaklega kunnur i Þingeyjar- og Eyja- fjarðarsýslum, en raunar þekktur mjög viöa um land og þá mest fyrir gamansaman kveöskap. Hinu munu máske færri, sem ekki þekkja Jón persónulega, hafa gert sér grein fyrir, hve hrifnæmur hugur hans er, þcgar um er að ræða það dásamlega llfriki, sem bóndinn hefur allt umhverfis sig i daglegri önn, og sem efalaust á sinn þátt i þvi, að islenzkir bændur enn I dag, sætta sig við lakari efnahagsleg kjör en fjöldi annarra þjóöfe- lagsþegna og ganga litt eftir þvi að alheimta daglaun að kveldi. En bóndi veröur Jón frá Garös- vik, aö öllu eöli, svo lengi sem hann lifsanda dregur. Svo ósvikull er andi hans gagnvart uppruna sinum og aöallifsstarfi. Þetta endurspegla ljóð hans og lausavisur á ósvikinn hátt. Aö hann sé ágætur hagyrö- ingur, verður erfitt aö neita og mjög vel ritfær i óbundnu máli. Það sýna þeir frásagnarþættir hans, sem birzt hafa, t.d. i „Súlum”. Sennilega hefði mátt fella niður eitt og annaö úr báöum bókum hans, án þess aö það teldist tii tjóns fyrir heildar- svipinn. En Jón lætur flestfjúka i raunsannri sköpunargleði og kemur þvi til dyranna eins og hann er klæddur, sem sizt skal lagt honum til lasts. Ég fagna þvi meðan ennþá eru til menn, sem þora aö nota hina gömlu kliömjúku ljóöa- hætti og kveða raunveruleg ljóð að efni og formi, i trássi við álit þeirra furöulegu fagurkera, sem hefja formleysiö skýjum hærra, sem mér virðist aðeins úrkynjun og afskræming i islenzkri skáldmennt. Bók Jóns er 128 blaösiður, i meðalstóru broti og pappirinn nýttur nær svo vel sem verða má, allt upp i 6 erindi á blaðsiöu, er sýnir að Jón er lélegur fjár- málamaður! Verö bókarinnar er hlálega lágt, miðað við nú- tima bókaverð. Og ég held, að enginn, sem er unnandi þeirrar fornu listgreinar aö færa lifs- þekkingu og alls konar atvik i rim og stuðla, muni sjá eftir þeim aurum. Ég þakka Jóni af heilhug kynnin og fyrir ánægjuna af bókum hans og vona að meira birtist frá hans hendi áöur en langur timi liður. Við „Meira loft” ég sit og sit. Þaö sindrar i huga minum þetta lifsinsgeislaglit, sem glampar i ljóöum þinum. 6/10 1976. Sigtryggur Simonarson. Þú færð ísmola í veizluna í Nesti Nú getur þú áhyggjulaust boöiö gestum kalda drykki heima hjá þér. Engin biö eftir aö vatniö frjósi í ískápnum. Hjá Nesti færðu tilbúna ísmola, — og þú átt ekki á hættu aö veröa ís-laus á miöju kvöldi. Renndu viö í Nesti og fáðu þér ísmola í veizluna! NESTI h.f. Ártúnshöfða — Eliiðaár — Fossvogi

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.