Tíminn - 22.10.1976, Blaðsíða 21

Tíminn - 22.10.1976, Blaðsíða 21
Föstudagur 22. október 1976 TÍMINN 21 Januz ekki hrifinn af landsliðs- mönnum Víkings... Örn Guðmundsson varði 6 víta- köst hjó Víkingum og IR-ingar tryggðu sér sigur — 23:19 JANUZ CZERWINSKY, landsliösþjálfari i handknatt- leik, var ekki mikið hrifinn af leik Víkings-liðsins, sem hefur 5 landsliðsmenn ,,innanborðs", gegn ÍR. — Varn- arleikurinn og markvarzlan hjá Víkings-liðinu var afar slök, sagði Januzeftir leikinn. Þessi orð eru grátbrosleg, þegar að því er gáð, að í Víkingsliðinu voru 5 landsliðs- menn—þeir Björgvin Björgvinsson, Ölafur Einarsson, Þorbergur Aðalsteinsson, AAagnús Guðmundsson og Viggó Sigurðsson. Það er ekki aö efa, að flestir af þessum leikmönnum Víkingsliðs- ins hverfa fljótlega úr lands- liðshópnum, ef þeir taka ekki skjótum framförum. Vikings-liðið lék afar lélegan handknattleik gegn 1R, og mátti það þola tap — 19:23. örn Guðmundsson, hinn ungi markvörður IR-liðsins, var aðalmaður leiksins. — Hann varði 6 vitaköst frá Vikingum! Það virðist vera eitthvað meira en litið að hjá Vikingsliðinu. Þær sögusagnir fljúga nú um, aö margir af beztu leikmönnum liðs- ins geti æft takmarkað með lið- inu, þar sem þeir séu að vinna vaktavinnu. Þá eru uppi raddir um það að Rósmundur Jónsson, hinn gamalkunni markvörður liðsins, sem er nú þjálfari Vik- ingsliðsins, taki fram skóna á nýjan leik á næstunni, þar sem aðalmarkvörðurinn, Sigurgeir Sigurösson, æfi litið sem ekkert. Þaö sást greinilega á öllum leik liðsins gegn 1R, að leikmenn Vik- ings eru ekki i góöri samæfingu. — Knötturinn var ekki látinn ganga, heldur bar mest á „hnoði” og „niðurstungum” hjá leik- mönnunum i leiknum, Leikurinn var afar lélegur og var honum rétt lýst meö oröum Januzar — „SKRIPALEIKUR”. Mörkin i leiknum skoruöu: 1R: — Sigurður Svavarsson 6, Vilhjálmur 5 (4) Brynjólfur 4, Bjarni Bessason 4, Höröur 2, Bjarni H. og Sigurður Gislason eitt hvor. VIKINGUR: Björgvin 4, Viggó 3 (1) Ólafur Einarsson 3 (1), Magnús 3(1), Jón 2, Þorberg- ur 2, Skarphéðinn 1 og Ólafur Jónsson 1. Leikinn dæmdu þeir Valur Benediktsson og Magnús V. Pétursson og vægast sagt — illa. Framarar máttu hrósa happi Framarar máttu bfta i það súra epli að tapa niður 6 marka for- skoti (13:7) gegn Þrótti — og þeir voru siðan heppnir að tryggja sér jafntefli (18:18), þvi að Haildór Bragason átti skot, sem skall i stöng Fram-marksins á siðustu sekúndu leiksins. Annars var jafntefli sanngjÖrn úrslit i leikn- um, sem var afar lélegur. SigurbergurSigsteinsson lék nú aftur meö Fram-liðinu, og á hann eftir að styrkja liðið mikið I vetur. Aftur á móti lék Pálmi Pálmason ekki meö — hann er meiddur, og munar um minna. Guðjón Er- lendsson og Jens Jensson voru beztu menn Framliðsins — lands- liösklassamenn. Bjarni Jónsson hjá Þrótti sýndi einnig, að hann á heima i landsliðinu. Leiknum má skipta i tvennt — Framarar áttu ekki i erfiðleikum — og gera sig ánægða með jafntefli (18:18) gegn Þrótti, eftir að hafa náð 6 marka forskoti með slaka Þróttara i fyrri hálf- leik og náðu 6 marka forskoti — 13:7.1 siðari hálfleik dattbotninn úr leik Fram-liösins og Þróttarar tóku leikinn i sinar hendur og komust þeir yfir 18:17 rétt fyrir leikslok, en Sigurbergur náði að jafna — 18:18. Mörkin i leiknum, skoruðu: Fram: — Arnar 5, Jens 4, Andrés 4 (2), Guðmundur 2, Sigurbergur, Magnús og Pétur, eitt hver. Þróttur: — Konráð 6 (2), Sveinn 3, Halldór 2, Bjarni 2, Gunnar 2, Trausti, Halldór Arason og Svein- laugur, eitt hver. Jódís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Félags einstæðra foreldra: Það er auðvelt með forsendum að tölvu allsnægtir örbirgð ríkir röngum reikna í þar sem Það þarf mikinn vilja af hálfu stjórnvalda til að telja könnun á framfærslukostnaði einstæðra foreldra marktæka til ákvörðun- ar upphæða meðlags og barnalif- eyris. Slikt er vart unnt að gera með góðri samvizku. Augljóst er við lestur skýrslunnar að hún gef- ur ekki raunsanna mynd af fram- færslukostnaði barna, en sem upplýsingarit um félagslegar aö- stæður barnanna er hún mikils virði. Þar kemur i ljós, að afkoma furðulega stórs. hluta barna ein- stæðra foreldra byggist á þvi, hve sterkir ættingjar þessara barna i móðurætt eru, þvi að foreldrið sjálft getur ekki við núverandi aðstæður framfleytt barninu á eigin spýtur og með þeim upp- hæðum, sem hinu foreldrinu er gert að greiða. Svo að við snúum okkur að könnuninni sjálfri þá kemur þetta i ljós: Aðeins 85 skýrslur af þeim 100, sem könnunin byggist á voru not- hæfar. Hinar 15 voru ónothæfar og Hagstofan bætti úr vanköntum þeirra. Það má teljast hæpið, svo ekki sé meira sagt, að könnun, sem þann- ig er uppbyggö sé marktæk, enda er það einnig álit Hagstofunnar. Astæðan fyrir þessum lélega árangri af hálfu þátttakenda telj- um við tvær. I fyrsta lagi að þeim var ætlað að sundurliða fram- færslukostnaö ársins 1975 i febrú- ar og marz 1976, en sem kunnugt er getur slikt oröið erfitt og jafn- vel ómögulegt svo mark sé á tak- andi. I öðru lagi var könnunin þannig uppbyggö, að mjög erfitt var að láta hana stemma nema þátttakendur væru vanir að fást við bókhald. Af 100 þátttakendum, sem könnunin byggist á eru 51 ógiftur, 41 fráskilinn og 8 ekkjur eöa ekkl- ar. 30 foreldrar höfðu ekki hús- hald sér, þar af 25 sem bjuggu hjá foreldrum eöa venzlafólki. Þetta atriöi er mjög athyglisvert séð I ljósi þeirrar staðreyndar, að ung- ar mæður i heimahúsum eru i fæstum tilfellum látnar greiða heim raunverulegan framfærslu- kostnað. Þaö þekkjum við öll. í skýrslunni kemur einnig i ljós, að barnagæzlu og húshjálpar vegna „vinnu úti” nutu 54 foreldrar, oft- ast fyrir litla eða enga greiöslu. Við teljum að það rýri enn gildi skýrslunnar, að 30% þátttakenda halda ekki heimili og 54% fá gef- ins eins mikilvægan lið og barna- gæzlan er. I framhaldi af þessu er full ástæða til aö spyrja, hvers vegna svo stór hluti barna ein- stæðra foreldra sé raunverulega á framfæri móöurforeldra sinna og annarra ættingja og hvort slikt sé æskilegt. Reynsla okkar er sú, að það stafi af fjárhagslegri van- getu einstæðu foreldranna til að standa á eigin fótum vegna lágra launa og alltof litillar aðstoðar af hálfu rikis og þess foreldris, sem ekki hefur barnið. Athygli vekur hve lág húsaleig er gefin upp i þessari könnun og langt fyrir neöan húsaleigu á al- mennum markaði. Astæðan kann að vera sú, að foreldrar leigi ýmist hjá venzlafólki eða borg- inni vegna algerrar vangetu til að greiða húsaleigu á almennum markaði. Einnig vekur athygli að tekjur barna voru i meirihluta engar eða nær engar. Tilgangur könnunarinnar var að afla haldgóðra upplýsinga um framfærslukostnað barna ein- stæðra foreldra. En i skýrslunni er upplýst, að einmitt þeir kaflar eyðublaösins, sem varða þetta efni voru lakar úr garöi geröir af hálfu skýrslugjafa, en aðrir kafl- ar skýrslunnar. Astæöan var sú, eins og áöur sagði, að tiunda þurfti útgjöld ársins áður. Tekið er fram i könnuninni, að allmarg- ar af skýrslunum hafi veriö not- hæfar, „en fleiri voru þær skýrsl- ur, sem voru á mörkum þess að vera nothæfar I þessu efni og sumar ónothæfar meö öllu”. Þetta þýðir einfaldlega þaö, aö ekkert mark er takandi á þessari könnun til að byggja á útreikning á barnalifeyri og meölagi. Niður- staða könnunarinnar er lika eftir þvi. Hver trúir þvi, að fram- færslukostnaður 1 árs barns i ágúst 1976 sé aðeins 73 þúsund á ári fyrir utan barnagæzlu. Og hvers vegna er barnagæzlan ekki tekin með. Framfærslukostnaöur 7 ára barns á að vera 166 þúsund á ári og enn er barnagæzlunni sleppt. 13 ára barn ku kosta 305 þúí und á ári — og trúi þvi hver sem vill. Hið glæsilega meðaltal er svo fyrir börn 0-16 ára 231 þús. á ári. Við teljum hins vegar að fram- færslukostnaður barns nemi i dag að meðaltali um fimm hundruð og fimmtiu þúsund krónum á ári og skiptist þannig: krónur Barnagæzla (dagheimili) 12.000 Barnagæzla v/veikinda barns 4.000 Barnagæzla 1 kvöld i viku 2.000 Strætisvagnar 2.000 Leigubilar, vegna veikinda og veðurs 5.000 Fæðiskostnaður 15.000 Hreinlætisvörur 2.000 Rafmagn v/þvotta o.fl. 2.000 Fatnaður 3.000 Samtals verður þetta um 47.000.00 krónur á mánuði, eða rúmlega fimm hundruð og sextiu þúsund á ári. Það má vera aö upphæðir könn- unarinnar geti gilt fyrir börn hjóna, þar sem maðurinn vinnur úti, en konan annast barnagæzlu og sparar heimilinu aö öðru leyti meö vinnu sinni. Sá sparnaður nemur hærri upphæðum en fólk gerir sér almennt grein fyrir, en einstæðir foreldrar þurfa að kaupa þessa vinnu. Þetta er nokk- uð, sem stjórnvöld allra tima virðast ekki vita og vilja ekki vita. Þess vegna er barnagæzl- unni sleppt i niöurstöðum könn- unarinnar og einblint á tekjuhliö málsins, en ekki i hvað þessar tekjur fara. Aö reikna i tölvu alls- nægtir, þar sem örbirgö rikir er auðvelt, ef forsendur dæmisins eru rangar. Við höfum verið beðin að setja fram kröfur okkar i sambandi við hækkun tryggingabóta og þær eru þessar: Að barnalifeyrir, sem greiddur er I börnum látinna foreldra, öryrkja og ófeöruðum börnum, svo og meðlag, sem greitt er börnum meðlagsskyldra foreldra (en það er sama upphæð) sé hækkað þannig að það nemi hálfum ellilif- eyri plús tekjutryggingu. Rökin eru þessi: Sú hefð hefur rikt i mörg ár að upphæö barnalifeyris væri helmingur ellilifeyris, og var þá taliö, að framfærslukostnaður barna væri sá sami og framfærslu kostnaður aldraöra. Gallinn við ellilifeyrisgreiðslur var hins vegar sá, að allir, sem náð höföu 67 ára aldri fengu sömu upphæð burtséö frá þvi hvort um var að ræða tekjuháa einstakl- inga eöa ekki. Til að hjálpa þeim, sem raunverulega þurftu á þess- um lifeyri aö halda var kerfinu breytt fyrir nokkrum árum þann- ig, að tekjulausir eða tekjulitlir ellilifeyrisþegar fengu greiddan ofan á almennan lifeyri svokall- aða tekjutryggingu, en barnalif- eyrir var eftir sem áöur látinn fylgja almennum ellilifeyri og svo er enn að mestu leyti. Börn sem slik eru tekjulaus eða tekjulitil og þvi virðist liggja i augum uppi, að barnalifeyrir eigi að fylgja þeim lifeyri, sem greiddur er tekju- lausum eða tekjulitlum ellilif- eyrisþegum. Við höfum einnig farið fram á að greidd sé tekjutrygging á mæðralaun og mæðralaun fyrir eitt barn hækkuð. Rökin eru þessi: Mæðralaun og feðralaun eru greidd einstæðum foreldrum með barn eða börn. Upphæöir þeirra eru sem hér segir: 1 barn: kr. 1.782.-á mán. 2 börn kr. 9.675,- á mán. 3 börn og fleiri kr. 19.349.- á mán. Mæðralaun eru þannig hugsuð i upphafi, að kona með 3 börn eöa fleiri hefði þaö mikið vinnuálag á herðum, aö ekki væri unnt aö ætlast til að hún ynni úti á almennum vinnumarkaði. Tii að gera henni kleift að vera heima hjá börnum sinum fékk hún þvi sér til uppihalds fullan örorku- styrk, sem nefndur var mæðra- laun. Kona með tvö börn var álit- in geta unnið úti hálfan dag og fékk þvi hálfan örorkustyrk. Nú hefur gerzt það sama með örorkulifeyri og ellilifeyri, aö tekjulitlir eöa tekjulausir örorku- lifeyrisþegar fá greidda tekju- tryggingu, en mæðralaunin látin fylgja almennum örorkulifeyri. Það virðist réttlátt, sé anda lag- anna fylgt, aö kona fái nú eins og áður þann styrk, sem nægja myndi til að vera heima hálfan eða heilan dag, ef hún kýs, en það er ekki mögulegt eins og nú er háttað. Mæðralaun með einu barni hafa alltaf verið vandræða- mál en það viröist ekki óréttlátt að þau hækki i 1/4 af örorkustyrk með tekjutryggingu. Samkvæmt þessum kröfum Fé- lags einstæðra foreldra, myndi meðlag þess foreldris, sem ekki hefur barn á framfæri verða um tvö hundruð og fjörutiu þúsund krónur á ári meö hverju barni. Ef einstæða foreldrið ekki vinnur úti myndu mæðra/feðralaun nema um 456 þús. á ári, fyrir 3 börn, 228 þús. f. 2 börn og 115 þús. f. 1 barn, og ef reiknað væri með nokkurri hækkun á barnabótum, mætti ætla aö þær næmu um eitt hundrað þúsund krónum árlega. Þannig fengi einstætt foreldri með eitt barn á ári um 454 þúsund krónur frá hinu foreldri og riki, einstætt foreldri með tvö börn um 808 þúsund krónur á ári og ein- stætt foreldri með þrjú börn um 1.276 þúsund krónur á ári. Læknaritari Starf læknaritara við Heilsugæslustöðina i Ólafsvik er laust til umsóknar, starfið veitist frá 1. desember nk. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist til oddvita Ólafsvikurhrepps fyrir 15. nóv. nk. Ólafsvik 15/10. 1976. Heilsugæslustöðin ólafsvik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.