Tíminn - 22.10.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.10.1976, Blaðsíða 11
Föstudagur 22. október 1976 Útgetandi Framsóknarflokkurinn. ■ Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gisíason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðal- stræti 7, simi 26500 — afgreiðslusími 12323 — auglýsinga- simi 19523. Verö I lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánuði. Blaöaprent h.f. Hvað Kefði Alþýðu- bandalagið gert? Þjóðviljinn reynir af miklum móði að kenna rikisstjórninni um þá kjaraskerðingu, sem hér hefur orðið, og miðar þá jafnan við 1. marz 1974, þegar kaupgjald var orðið miklu hærra en ráð- herrar Alþýðubandalagsins i vinstri stjórninni töldu viðráðanlegt. Þvi er jafnan sleppt i þessum skrifum Þjóðviljans, að viðskiptakjör þjóðarinn- ar versnuðu um 10% á árinu 1974, miðað við næsta ár á undan, og á árinu 1975 versnuðu þau um 15% miðað við árið 1974. Hið stórfellda áfall, sem fylgdi þessu fyrir þjóðarbúið, hlaut að leiða til kjaraskerðingar. Vegna aðgerða núverandi rikisstjórnar hefur kjaraskerðingin orðið minni en óttast mátti, eins og sést á þvi, að kaupmáttur ráðstöfunartekna verkamanna var næstum hinn sami á árinu 1975 og 1972, sem var annað valdaár vinstri stjórnarinnar. Þetta hefur hins vegar or- sakað viðskiptahalla og erlenda skuldasöfnun, sem ráða verður bót á, þegar viðskiptaárferði fer batnandi. í umræddum skrifum Þjóðviljans er jafnan vikizt undan að gera grein fyrir þvi, hvað Alþýðu- bandalagið hefði gert, ef það hefði verið i sporum núverandi rikisstjórnar. Raunar er þetta heldur ekki nauðsynlegt, þvi að af fenginni reynslu er auðvelt að átta sig á þvi, hvað Alþýðubandalagið hefði gert, ef það hefði átt aðild að rikisstjórn á undanförnum tveimur árum. Það hefði staðið að gengisfellingunni, sem var gerð sumarið 1974. Foringjar þess lýstu sig reiðubúna til að fallast á hana, ef vinstri stjómin héldi áfram. Alþýðu- bandalagið hefði einnig staðið að gengisfelling- unni, sem gerð var veturinn 1975, ef það hefði þá átt aðild að rikisstjórn. Þetta má bezt dæma af þvi, að helzti fjármálamaður Alþýðubandalags- ins og aðalfulltrúi þess i Seðlabankanum, Guð- mundur Hjartarson, greiddi atkvæði með henni. Hinn fulltrúi Alþýðubandalagsins hjá Seðlabank- anum, Ingi R. Helgason, sat hjá við atkvæða- greiðsluna, og má vel ráða af þvi, að hann hefði greitt atkvæði á sama veg og Guðmundur, ef Alþýðubandalagið hefði verið i stjórn. Þá hefði Alþýðubandalagið reynt að sporna gegn kaup- hækkunum, eins og foringjar þess gerðu i sam- bandi við kjarasamningana veturinn 1974, þótt þeir yrðu þá að lokum að beygja sig vegna yfir- boða þáverandi stjórnarandstæðinga. Þá hefði Alþýðubandalagið ekki siður verið fúst til þess en vorið 1974 að lögfesta bindingu á dýrtiðarbótum og hækkun grunnlauna sem færi yfir ákveðið mark. Allt það, sem hér hefur verið nefnt, er byggt á staðreyndum varðandi afstöðu Alþýðubanda- lagsins, þegar það hefur átt þátt i stjórn. Þetta er siður en svo sagt þvi til hnjóðs heldur hið gagn- stæða, þvi að Alþýðubandalagið myndi hafa talið það skyldu sina, alveg eins og núverandi stjóm- arflokkar, að tryggja rekstur atvinnuveganna, þvi að stöðvun þeirra hefði leitt til margfalt meiri kjaraskerðingar en þeirrar, sem fylgdi umrædd- um ráðstöfunum. Þetta sýnir einnig, að það verður enginn vandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn að ná samkomulagi við Alþýðubandalagið, ef hann vildi fallast á þá „sögulegu málamiðlun”, sem foringja þess dreymirnúsvoákaftum. Þ.Þ. TlMINN n ERLENT YFIRLIT Andreotti hlýtur stuðning kommúnista Berlinguer ver stjórn hans falli Æskilegast væri, eins og nú væri ástatt, að kommúnistar fengju þátttöku i rikisstjórn- inni, en enn sem komiö væri strandaði það á neikvæöri af- stöðu Kristilega flokksins. ANDREOTTI birti efnahags- tillögur sínar 8. þ.m. Þær fjalla bæði um lækkun út- gjalda hjá rlkinu og skatta- hækkanir. Tilgangurinn er að koma festu og jöfnuöi á rikis- búskapinn. Flest opinber þjónustugjöld eiga að hækka verulega. Verö á oliu og bensini hefur þegar verið hækkað um 25%. Alls eiga skattahækkanir að nema rúm- lega 900 milljörðum Islenzkra króna á ársgrundvelli. Fyrir- huguðum sparnaði er skipt á marga útgjaldaliði. Þá er ráö- gert að draga úr dýrtíðarupp- bótum til þeirra, sem betur eru settir. Aðeins þeir, sem hafa lægri árslaun en 6 milljónir llra (100 lirur eru 21 SIÐASTLIÐINN mánudag var haldinn fundur I miöstjórn It- alska Kommúnistaflokksins, sem hafði verið beðið með for- vitni. Fundarefnið var hinn óbeini stuðningur, sem Kommúnistaflokkurinn hefur veitt, eða hyggst veita, efna- hagstillögum stjórnar Giulios Andreotti, en hún er minni- hlutastjórn Kristilega flokks- ins eins. Þessi óbeini stuðning- ur Kommúnistaflokksins er fólginn I þvi, að þingmenn hans hafa setið hjá, þegar at- kvæðagreiðslur hafa farið fram i þinginu, og hann hefur ekki heldur mótmælt þeim aðgerðum, sem stjórnin hefur ekki þurft að bera undir þing- ið. Meðal margra óbreyttra liðsmanna Kommúnista- flokksins hefur þessi óbeini stuðningur við Andreotti mælzt misjafnlega fyrir. Einkum hefur þó borið á kurr innan þess arms verkalýðs- hreyfingarinnar, sem er undir stjórn kommúnista. A áðurnefndum mið- stjórnarfundi Kommúnista- flokksins flutti formaður flokksins, Enrico Berlinguer, aðalræðuna. Hann mælti eindregið með þvl, aö Kommúnistaflokkurinn héldi áfram að veita efnahagstillög- um Andreottis óbeinan stuön- ing. Eins og sakir stæðu, ættu kommúnistar ekki raunveru- lega annars kost. Ef flokkur- inn greiddi atkvæði gegn tillögum rikisstjórnarinnar, sem væri minnihlutastjórn, myndi hún falla og hreinn glundroði geta skapazt I efna- hagsmálum og stjórnmálum landsins: Kommúnistar gætu ekki og mættu ekki taka á sig ábyrgðina á sllku ástandi. Það gæti orðiö þeim sjálfum hættulegast, enda væri líkleg- ast, að upplausnin, sem gæti hlotizt af falli stjórnarinnar, bitnaði með mestum þunga á verkalýðnum. Berlinguer lagði jafnframt áherzlu á, að kommúnistar myndu ekki veita stjórninni stuðning I algerri blindni. Þeir myndu vega og meta aðgerðir hennar og aðeins styöja þær, sem þeir teldu óhjákvæmileg- ar vegna efnahagsástandsins. Þeir myndu reyna að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnar- innar, en gera jafnframt greinarmun á þeim og þvl, sem þeir hefðu helzt kosiö. Giulio Andreotti Enrico Berlinguer islenzk króna) fá fullar bætur. Þeir, sem hafa milli 6 og 8 milljónir lira I árslaun, fá 50% bætur, en þeir, sem hafa yfir 8 milljónir lira, fá engar bætur. Þá leggur rikisstjórnin til, aö helgidögum kirkjunnar verði fækkaö um sjö, $n þeir munu nú hvergi fleiri en á ltalfu. Þá hefur stjórnin boðað, að hún hafi fleiri ráöstafanir I undirbúningi, enda mun ekki af þvi veita, þvi að liran hefur haldið áfram að falla, þrátt fyrir framangreindar ráðstaf- anir, sem yfirleitt eru þó tald- ar stefna i rétta átt frá efnQ hagslegu sjónarmiði. ÞAÐ hefði einhvern tima þótt tiðindum sæta, að Italskir kommúnistar styddu óbeint tillögur eins og þær, sem hér er um að ræða. Hér er þvl óneitanlega á ferðinni mikil stefnubreyting, en eftir er að sjá hve varanleg hún verður. Tilgangurinn með henni er tvímælalaust að auðvelda stjórnarþátttöku kommúnista siðar með þvi að minnka bilið milli þeirra og borgaralegu flokkanna og hefja við þá tak- markað samstarf, sem gæti leitt til stjórnarsamvinnu. Berlinguer og félagar hans virðast staðráðnir i þvi að komast i ríkisstjórn. Valdhaf- ar 1 Moskvu virðast orðnir ánægðir meö þá fyrirætlun þeirra, en hins vegar rikir mikil tortryggni hjá ráða- mönnum i Washington i sam- bandi við þær. Það hefur svo áreiðanlega nokkur áhrif á kommúnista, aö sökum stærðar flokks þeirra hvilir orðið á þeim meiri ábyrgð en áður. Upp- lausn og kosningar, sem gætu hlotizt af þvl, að þingið reynd- ist óstarfhæft, gætu fyrst og fremst orðið vatn á myllu rót- tæku hægri aflanna og skapað jarðveg fyrir byltingu þeirra. Valdataka Mussolinis er enn mörgum Itölum i fersku minni. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.