Tíminn - 22.10.1976, Side 8

Tíminn - 22.10.1976, Side 8
8 TÍMINN Föstudagur 22. október 1976 Landssamtök þroskaheftra Biðjum ekki um sérstöðu, heldur sjálfsögð réttindi — segir Magnús Kristinsson í Reykjavík F.I. Rvik. — Stofnanir hér eru aliar yfirsetnar. Ég nefni sem dæmi, aó i Skálatúni erum við með 58 vistmenn, en þar ættu ekki að búa nema 45. Fjöldinn I Kópa- vogi er um 200, en hælið er byggt fyrir 180 vistmenn. Og biðlistinn hjá okkur er orðinn langur, sagöi Magnús Kristinsson, formaður Styrktarfélags vangefinna I Reykjavlk I viðtali við Timann. — En það er ekki nóg að koma þessu fólki fyrir á stofnunum, hélt Magnús áfram, við verðum lika að standa vörð um þjóðfélagsleg rettindi þeim til handa. Allir eiga rétt á fræðslu, lesum viö i Grunn- skólalögunum frá 1974, og til eru miklu eldri lög um sama efni, eða allt frá árinu 1946. Þessum lögum hefur ekki verið framfylgt hvað vangefna snertir, og þar er veiki punkturinn. Kennara fáum viö inn á heimilin en ekkert skólahús er til. Húsnæði fyrir kennslu og þjálfun vantar tilfinnanlega, og öskjuhliðarskólinn tekur aðeins viö börnum, sem náð hafa þó nokkrum þroska. Þjálfun hinna, sem skemmra hafa náð á þroska- stiginu, er i molum, og með þessu áframhaldi getum við ekki talizt til siðmenntaðra þjóða. Við erum nú þegar langt á eftir hinum Noröurlöndunum. Meginstefna Styrktarfélags vangefinna er að koma þroska- heftum út i lifiö og gera þá aö hamingjusömum mönnum. Ágæt- lega hefur til tekizt' þar sem að- stæður eru góðar, og stofnanirnar ekki of stórar. Hjá okkur i Bjarkarási við Stjörnugróf eru um 47 unglingar. Bjarkarás er bæði vinnu-og dagheimili, og þar hafa krakkarnir nóg að starfa. Stúlkurnar sauma diskaþurrkur, gólfklúta, svuntur og dúka og strákarnir smiða margt nytsam- legt. Or þessu verður smá-sölu- varningur og lyftir vinnan börn- unum ótrúlega upp. Auk þess eru þau i bóklegu námi og leikfimi. Litið heimili starfrækjum við einnig i Reykjavik. Þar búa saman, ásamt húsmóður sinni, nokkrar stúlkur, sem vinna i Bjarkarási. Þær eiga þarna vist aðsetur og geta lifað eðlilegu lifi, spilað plötur og skemmt sér rétt eins og allir unglingar gera. í framtiðinni munu bæði kynin vera saman i heimavist. Slikt er langeðlilegast. Nokkuö hefur sem sagt verið gert, en mörg verkefni bíða. Sér- stakl^pa eru fjármálin ótrygg, þar sem Styrkarsjóður vangef- inna hefur verið lagður niður. 1 hann rann svonefnt „tappagjald” og var það tvær krónur á hvern gosdrykkjalítra, sem fram- leiddur var i landinu. Komst upp- hæöin I u.þ.b. 32 milljónir undan- farin þrjú ár. Er gert ráð fyrir i .fjárlögum aðbæta þetta tjón með nánast sömu upphæð, en slikt leysir engan vanda. Tillaga okkar er sú, að Styrktarsjóðurinn verði fram- lengdur og „tappagjaldið” hækki úr tveim krónum upp i átta á hvern litra. Með þvi móti fengjum við 120 milljónir i þennan sjóð, og væri það sanngjörn upphæð. Fé- lagsmálaráðuneytiö hefur verið jákvætt og vill leysa málin á þennan hátt, en það stendur á svari fjármálaráðuneytisins. Styrktarsjóðurinn er nú einu sinni ætlaður til uppbyggingar vist- heimilunum, og hannerekkihægt að þurrka út. Við i Styrktarfélagi vangefinna i Reykjavik berjumst fyrir þvi að koma upp skólabyggingu i Skála- túni og skóla- og þjálfunarheimili við Lyngás. I Lyngási eru yngri aldursflokkarnir, eru það um 40 börn allt frá tveggja ára aldri. Teikningarnar að skólabygging- unni eru tilbúnar, en þær liggja I menntamálaráöuneytinu siðan i sumar. Vinsamlega varviðokkur tekið, en viö þurfum lika á fram- kvæmdum að halda. Menn verða að hugsa til fram- tiðarinnar. A tslandi fæðast ár hvert sex til átta svo vangefin börn, að þau þurfa hælisvist, annar eins fjöldi fer I dagvist, fyrir nú utan þá, sem öskju- hlfðarskólann stunda. Við biöjum ekki um séraðstöðu fyrir þessi börn. Það, sem við viljum er ekki annað en sjálfsögð réttindi þeim til handa. Landssamtökin beiti sér Herða verður róðurinn að því opinbera — segir Einar Sigurbjörnsson ó Akureyri F.I. Reykjavik. — Astandið hjá okkurá Norðuriandier þannig, að vistheimilið Sóiborg, sem stendur hér i jaðri Akureyrar, rúmar alls ekkinógu marga. Upphaflega var húsið teiknað fyrir 32 vistmenn, siðan var þrengt aö fyrir fjörutiu og fjóra á kostnað annarra að- stæðna, og nú búa þar um 50 manns, sagöi Einar Sigurbjörns- son, umsjónarmaöur Sólborgar i viðtaii við Timann. — Skráðir vistmenn á, Sólborg eru rúmlega 60, þar af eru þrir i dagvist eingöngu og átta sofa á fjölskylduheimili Sólborgar að Oddeyrargötu 32 á Akureyri. Færri komast að en vilja, og enn styðjast margir við aðstandend- ur. Eins og menn vita, þá er heimilunum þröngur stakkur skorinn, daggjöld I lágmarki og Styrktarsjóðurinn úr leik i bili. Skoðun min er sú, að sjóðinn hefði SETJUM ALLT TRAUST OKKAR Á LANDSSAMTÖKIN segir Kristjón Gissurarson ó Eiðum i þvi máli, sagði Kristján Gissur- Einar Sigurbjörnsson mátt starfrækja áfram og efla, enda bregðast fjárlögin yfirleitt. Herða verður róðurinn að þvi opinbera og krefjast stóraukinna fjárframlaga til uppbyggingar vistheimilanna. Kratan er sjálf- sögð, og má búast viö að hin nýju landssamtök Þroskahjálp verði styrkur aðili i þeirri baráttu. fyrir f ræðsluskjól- stæðinga sinna — segir séra Gunnar Björnsson í Bolungarvík F.I. Reykjavik — Styrktarfélag vangefinna á Vestfjörðum var stofnað 5. sept. sl. og eru styrkt- arfélagar um 1300 talsins. Samtök okkar eru þvi splunkuný og eru litið farin af stað með starfsemi sina ennþá. Þannig fórust séra Gunnari Björnssyni á Bolungar- vlk orð, er Tlminn tók hann tali, en séra Gunnar gegnir for- mennsku I Styrktarfélagi van- gefinna á Vestfjörðum. — Vangefnir á Vestfjörðum eru áætlaðir vera um sjötiu. Af þeim búa fjörutiu I heimahúsum, en hinir eru á suðvesturhorni lands- ins, að þvl er ég bezt veit. Takmark okkar er að koma upp aðstöðu fyrir þetta fólk á Vest- fjöröum,ogbyrja með dagheimili á tsafirði. Annars finnst mér brýnasta verkefni Landssamtakanna I heild vera þaö, að þau beiti sér fyrir menntun og fræðslu þessara skjólstæðinga okkar. Það var al- mennt viðtekið fyrir þrjátíu árum, að allir ættu rétt til náms viö sitt hæfi. Við veröum að fylgj- ast meö því aö þessum lögum sé framfyigt I oröi og á borði. Einnig ber Landssamtökunum að standa vörö um Styrktar- sjóðinn, nú þegar „tappagjaldiö” Séra Gunnar Björnsson er úr sögunni. Þaö er að mörgu leyti betra að hafa sjálfvirkt kerfi til eflingar sjóðsins, heldur en þurfa að fara á fjórum fótum niður í ráðuneyti til þess að biðja um peninga. Kristján Gissurarson F.I. Reykjavik. — Aðstaöa fyrir þroskahefta er engin á Austfjörð- um ennþá, en Styrktarfélagið var stofnað árið 1973. Svolitla fjár- veitingu höfum við fengið úr Styrktarsjóði vangefinna tii hús- byggingar, en ekkert hefur miðað arson á Eiðum I samtali við Timann en Kristján er formaður Styrktarfélags vangefinna á Austfjörðum. — Það er mikil þörf á að koma upp aðstöðu fyrir þroskaheft fólk i fjórðungnum, enda þótt erfitt sé að nefna tölur i þvi sambandi. Aætlað er að byggja vistheimili okkar i áföngum fyrir 32 vist- menn, en þær framkvæmdir hefj- ast varla fyrr en eftir tvö ár. Teikningarnar af húsinu eru tilbúnar, en erfiölega gengur aö samræma skoðanir um þær. Reyndar hafa allar tilraunír I þá átt farið út um þúfur. A meðan fáum við náttúrulega engar styrkveitingar úr sjóðnum, en þær halda sjálfsagt áfram, ef samkomulag næst. Annars sækj- ast nú ýmsir eftir fé úr þessum sjóði, og þar á ofan er tilvist hans óviss og fjárveitingamálin i lausu lofti yfirleitt. Við vonum bara aö úr rætist. Rikið þarf að rækja skyldur sinar við þetta fólk og Þroska- hjálp á að standa vörð um, að það geri slikt. I rauninni leggjum viö allt traust okkar á samtökin. Landssamtök þroskaheftra

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.