Tíminn - 22.10.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.10.1976, Blaðsíða 13
Föstudagur 22. október 1976 TÍMINN 13 r Komposition. Mynd gerð árib 1922. Avarp mennta- mdlardð herra „Það eru ekki litil tiðindi, þegar Listasafn Islands efnir til yfirlitssýningar á verkum öndvegismálara, aldins meistara, sem lifað hefir með þjóð sinni langan starfsdag. — Glöð og stolt munum við ganga um sali. Nærvera lista- mannsins gerir stundina stærri og snertinguna við list hans nánari. Og við vonum, að hann skynji þakklæti okkar, jafnvel án orða. bundust samtökum i ýmsum borgum Þýzkal. til að kynna hinar nýju og oft óliku stefnur. Þeir héldu sýningar og gáfu út rit, þar sem þeir birtu stefnu- yfirlýsinsar og vörðust einnig árásum afturhaldssinna á hina nýiu list. Ein þessara samtaka voru Sturm-samtökin, stofnuö 1910. Þau voru geysiáhrifamikil einnig á eftirstriðsárunum. Þau héldu úti vikuritinu Der Sturm og höfðu eigin sýningarsali i Berlin. Hinn framsýni og dug- mikli formaður þeirra, Herwarth Walden, safnaði i kringum sig mörgum helztu forsprökkum abstraktlistar, svo sem Vasili Kandinsky, Kurt Schwitters o.fl. Verk þessara framúrstefnumanna voru sýnd i sýningarsölum samtakanna i Berlin og siðar send til margra borga á meginlandi Evrópu. Das Bauhaus varð þekktast allra þeirra mörgu samtaka avant-garde-listamanna, sem risu upp á þessum árum. Þessi samtök voru stofnuö i Weimár áriö 1919 af arkitektinum Walter Gropius, og voru margir listamannanna úr Sturm-sam- tökunum aðilar að stofnun þeirra. Meðal kennara þar voru Vasili Kandinsky og Paul Klee. Das Bauhaus var skóli og bauð upp á allar greinar sjónmennta og hagnýtrar listar, og varð mjög áhrifarikur og stefnu- markandi. Haldið til Dresden Dresden var ein þeirra borga i Þýzkalandi, þar sem framúr- stefnumenn létu til sln taka. Þessir menn voru í nánum tengslum við Bauhaus. Til Dresden hélt Finnur Jónsson eftir 6 mánaöa dvöl i Berlin og var fyrsti kennari hans þar austurrlkismaðurinn Oskar Kokoschka, einn aðal- expressjónisti þess tima. Siöar innritaöist Finnur i einkaskóla Der Weg. Skólastjóri hans var listmálarinn Edmund Kesting. Weg-skólinn var I nánum tengslum viö Bauhaus og hefur það að sjálfsögðu haft mikil áhrif á kennslu og viðhorf nemenda Weg-skólans og yfir- leitt á list framúrstefnumanna i Dresden. Bauhaus-skólinn virö- ist hafa haft mikil áhrif á list Finns Jónssonar á árunum 1922—1925, verk hans verða meira abstrakt, áhrif express- jónismans viku um sinn fyrir hreinni abstraksjón. Voriö 1925 tók Finnur sér ferð á hendur til Berlinar meö nokkur verka sinna, með þaö fyrir aug- um að koma þeim á framfæri hjá Sturm-samtökunum. Þau höföu þá fyrirhugað listsýningu i sýningarsölum sinum i Berlin, sem opna átti i mai 1925. Sturm- félagarnir tóku átta verk eftir Finn Jónsson á sýninguna, þar af fjögur oliumálverk. Meöal annarra listamanna, sem áttu verk á þessari sýningu voru Rússarnir Vasili Kandinsky og Alexander Archipenko, Frakk- arnir Albert Gleizes og Raymond Duchamp-Villon, Þjóðverjinn Kurt Schwitters, Pólverjinn Rudolf Bauer og Ungverjinn Lasco Moholy- Nagy. Af nöfnum þessum má sjá, að þarna voru engir aukvis- ar á ferð. Nú, 50 árum siöar, er þetta ævintýri likast, að óþekkt- ur listamaður frá 100 þúsund manna þjóð á afskekktri eyju nyrzt i Atlantshafi, nýbúinn að endurheimta fullveldi sitt, skyldi vera tekinn i hóp þekktra listamanna á meginlandi Evrópu.” Ennfremur þetta: „Árið 1968 ákváöu listfræö- ingar frá öllum þátttökulöndum Evrópuráðsins i Strasbourg að safna saman og sýna avant- garde list frá þvi um 1925. t mai 1970 var svo sýningin „Evrópa 1925” opnuö með viöhöfn i Strasbourg og fylgdi henni myndarleg sýningarskrá. A þá sýningu voru valin verk eftir Finn Jónsson, máluð 1925. Finn- ur varð þarna Islandi til sóma. Verk hans vöktu óskipta athygli listfræöinga viða um heim. Siðar hlotnuðust honum heiöurspeningar úr gulli og silfri, viðurkenningarskjöl og fjöldi boða um sýningar, t.d. i Paris, Róm, Madrid og New York.” Eftir heimkomuna Eftir heimkomuna til íslands heldur Finnur Jónsson sig að mestu við expressionismann. Hann málar landslag, sjómenn og skip og það er þanglykt af þessum myndum og þær standa nær sjónum en myndir annarra manna. Þó veröur hann aldrei til fulls fráhverfur abstraktlist og þá ekki sizt á allra seinustu árum. Við skoðun á myndunum I Listasafni tslands, sem auðvit- að eru aðeins brot af lifsverki þessa merka málara, þá sér maöur, að hann er ekki viö eina fjölina felldur, heldur vinnur stööugt að nýjum tilraunum. Hann sveigir af leið um stund, að þvi er viröist, en tekur svo stefnuna á ný. Hann hefur sinn persónulega stil, og við þekkj- um hann I flestum verkunum, en þó ekki öllum. Sverar linur bylgjast um og formin verða máttug og sterk. Við höfum það ósjálfrátt á tilfinningunni að málarinn hafi upplifað þetta allt, en sé ekki að túlka sagnir annarra, til dæmis i myndum eins og nr. 79, sem heitir Brimlending og i myndinni af fuglabjarginu, þar sem fugl- arnir munu jafnmargir þing- mönnunum, að ekki sé minnzt á Sjómannarabb nr. 77. Ef til er sönn list úr atvinnulifinu og sjómennskunni, þá er hana oft aö finna i verkum Finns Jóns- sonar. Aðrir menn mér hæfari munu i fyllingu timans fjalla um myndlist Finns Jónssonar. Nú er hann til i verkum sinum með sinni þjóð, og það er spá min, að myndir hans muni, þegar fram liða stundir öðlast nýtt gildi, þvi i þeim er geymd mikil saga um atvinnu og sjósókn. Jónas Guðmundsson. Allir Islendingar þekkja nokkuð til Finns Jónssonar og ævistarfs hans. En hughrif fólks, sem stendur andspænis fögru og stórbrotnu listaverki, verða i jafnmörgum tilbrigð- um og mennirnir eru margir, sem njóta. Þegar ég i gærkvöldi tók i alvöru að hugsa til þessarar stundar, opnun sýningarinnar og allt það, sem hér gæfi að lita, þá brá fyrir myndum: Ég sá fyrir mér glæst en dulúðugt yfirbragð Hálsþing- hár, æskuslóða listamannsins — og fram undan hafið, hálft lif fólksins, þó svo ætti að heita að allir byggju á þurru. Ég minntist látins sveitunga mins, konu, sem ævilangt bjó ásamt fjölskyldu sinni i einangrun við yzta haf, en átti þó að ég ætla sitt eigið musteri, söngleikasal og myndlistasafn heima á óöali sinu. Þvi svo traust voru tengsl hennar við náttúru lands sins, að hún naut án meöalgöngu tóna hennar, forma og lita á likan hátt og hrifinn skoðandi nýtur ágætra listaverka meistaranna. Og stef úr kunnu ljóði Jónas- ar Hallgrimssonar stigu fram: „Svalt er enn á seltu. Sjómenn vanir róa. Köld er undiralda. Arum skellur bára”. „Mardöll á miði i myrkbláum sal seiddu fram að sviði sækindaval”. — Og enn: „Hvaö mun hugsa þessi þorri þilju sem að undir vorri háskatólin hremma fer?” En hvað er ég sjálfur að hugsa að þrengja upp á ykkur, ágætu gestir, þessum barnalegu hug- renningum minum, enda þótt þvi sé ekki að leyna, aö það er einmitt þessi þáttur i list Finns Jónssonar, haf og him- inn, far og farmaður, ströndin og djúpið, sem stendur mér næst og sem mér finnst ég skilja bezt. — Og ég hugsa mér þennan listamann einatt með „kul i sjóvotu yfirskegginu” eins og Jón úr Vör segir um fóstra sinn á einum stað. Það er mál manna, að mikl- ir listamenn mótist eigi litið af umhverfi sinu og að verk þeirra beri með nokkrum hætti yfirbragö landsins og þjóðarinnar. Það er og kunn saga, að skáld og listamenn orðs og tóna, forms og lita, þeir gáfu Islendingum nýtt Island — auk margra annarra góðra gjafa. Aö nokkru leyti var það gert meö þvi aö fanga fegurðina, þjappa saman og beina að brennipunkti, sem allir hlutu að skynja þeir sem eyru höföu að heyra og augu sjáanda. Við tækifæri sem þetta ætla ég hugsun okkar sé: Þökk þeim, er á þann veg báru blys fyrir lýði i þessu blessaða landi. Já, þökk sé þér, Finnur Jónsson, fyrir þinn hlut.” Tónleikar Gunnars Kvaran og Gísla Magnússonar Tónlistarfélagiö hélt 3. tón- leika vetrarins fyrir styrktarfé- laga laugardaginn 16. október i Austurbæjarbiói. Þar léku þeir Gunnar Kvaran og Gisli Magn- ússon ýmis verk, forn og ný, fyrir knéfiðlu og pianó. Efnis- skráin var þessi: J.S. Bach: Einleikssvita fyrir selló nr. 2. R. Schumann: Fantasie- stiicke op. 73 G. Fauré: Elegie op. 24 Þorkell S.: „Oft vex leikur af litlu” D. Sjostakóvitsj: Sónata op. 40. Þessi efnisskrá býður upp á „eitthvað fyrir alla” (þá sem tónleika sækja yfirleitt), eins og sjá má, og þeir félagar sungu fagurlega. Frábærust þótti undirrituðum sónata Sjostakóv- itsj, gamansöm og kankvis eins og mörg hans verk, innblásinn m ;ð hversdagsþemum eins og fiiigraæfingum og „glissandi”. brotum úr „Nú geng ég með á gleðifund” og „Row, row, row your boat/ gently down the stre- am...”. Og þeir félagar léku af- ar vel saman, Gunnar blaða- laust eins og góðum virtúósa sæmir, og Gisli með smekk og öryggi. Sjaldséðir lista- menn örlög pianóleikara hér á landi hafa verið þau að kenna mikiö, og koma sjaldan fram. En nú ætti þetta að fara að breytast, þvi tónlistarumsvif fara mjög vaxandi á landi hér, ekki sizt i kammermúsik, og tónleikahald út um land að sama skapi. En hitt mun sannast sagna, að heldur litið sé upp úr þessu að hafa, og listamennirnir séu I rauninni i svipaöri aðstöðu og á- hugahljómlistarmenn (þ.e. spili af áhuga, en lifi á öðru). Þessu veldur fámennið i og með, en það veröur helzt til varnar, aö fara um sem viöast með „prógrammið”, spila i Reykja- vik og Garðabæ, Hafnarfirði og Þorlákshöfn, Selfossi og Flúö- um, o.s. frv., og auk þess i út- varpið og helzt i sjónvariö lika. Þetta er það sem „heimsfrægu umferöalistamennirnir” gera — ferðast um allan heim meö sama konsertinn. Þetta var I fyrsta sinn sem undirritaður heyrði Gunnar Kvaran spila. Fyrir svo sem 15 árum var hann einn fjögurra nemenda Einars Vigfússonar, sem mikið orð fór af, en þeir voru: Gunnar Kvaran, Hafliði tónlist Hallgrimsson, Gunnar Björns- son og Páll Einarsson. Tveir hinir fyrrnefndu „lögðust i vik- ing” vopnaöir knéfiðlu sinni, (likt og suma verkfræöinga vora langar til aö gera (vopnaö- ir viti og reynslu), ef marka má blaðaviötöl, litið grunandi i ein- feldni sinni að Kröfluævintýrið, hvernig svo sem það annars fer, hlýtur að hafa gert þá að viðundri um gervallan hinn sið- menntaða heim) — en hinir tveir snéru inn á aörar brautir: Annar gerðist áhrifamikill tals- maður almættisins fyrir vestan, en hinn einn mestur kunnáttu- maður hér á landi um stromp- leik myrkrahöfðingjans (eins og einn af húmanistum vorum hef- ur kallað jarðhræringar og elds- umbrot-.) Gunnar Kvaran er afar góður knéfiðlari, eins og að likum læt- ur, og samspil þeirra félaga meö ágætum. Að visu þótti þess- um gagnrýnanda ekki laust við að vissrar ónákvæmni gætti stundum i leik Gunnars, þótt i smáu væri. Hljóðfæraleikur gerir yfirleitt kröfur til kór- réttra handbragða, þótt söngv- arar telji þaö (sumir hverjir) sjálfsagt að „brjóta allar regl- ur, ef 'andinn kemst til skila”. Undirrituðum féll vei „túlk- un” Gunnars á einleikssvitu Bachs, án ólmunar og róman- tiskra bellibragða. Sömuleiðis fluttu þeir félagar Fantasie- Stucke Schumanns með miklum ágætum — einum kunnáttu- manni þótti ekki nægilega skar- aö i kolunum i lokaþættinum (Rasch und mit Feuer), en það er smekksatriði hve glatt skuli loga. Verk Þorkels Sigurbjörns- sonar „Oft vex leikur af litlu”, tileinkað Gunnari Kvaran 1969, er áheyrilegt mjög, með ýmsum „nútimabrögðum” og hark- söngs(jass)áhrifum. 20.10. Sigurður Steinþórsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.