Tíminn - 22.10.1976, Qupperneq 12

Tíminn - 22.10.1976, Qupperneq 12
12 TÍMINN Föstudagur 22. október 1976 Yfirlitssýning á verkum Finns Jónssonar fólk í listum heiðursverölaun frá Alþingi siö- an 1973 og var sæmdur stór- riddarakrossi hinnar islenzku fálkaoröu fyrir myndlistarstörf 1976.” Myndlist Finns Jónssonar Það er ekki auövelt að gera I stuttu máli grein fyrir mynd- listarstarfi Finns Jónssonar, eða ferli hans sem málara, þvi satt að segja gegnir það furðu hversu langt hann náði á sinni tið. Hann verður t.d. einn af þeim fyrstu hér álandisem fæst við abstraktlist, ef ekki fyrstur allra, og alla tið hefur hann ver- ið opinn fyrir nýjungum, þótt hann á hinn bóginn kysi ekki aö mála abstrakt alla sina ævi. Þessu til stuðnings er t.d. mynd no 35 Komposisjón, sem hann gerði árið 1922. Svona myndir fóru menn ekki að gera á Islandi fyrr en eftir strið, eöa á fimmta áratugnum. Unnt er að renna gildum stoðum undir þá kenn- ingu, aö Finnur hefði getað orð- iö viðfrægur málari i framhaldi af þeim verkum, er hann vann að suður i Þýzkalandi i byrjun þriðja áratugsins, ef köllun hans hefði ekki veriö önnur. Um þetta segir dr. Selma Jónsdóttir á þessa leið i sýningarskrá: (millifyrirsagnir blaösins) Ný viöhorf í myndlist „Finnur Jónsson kom til Berlinar frá Kaupmannahöfn, en þar hóf hann fyrst mynd- listarnám árið 1919. I Kauþmannahöfn var Finnur um skeið nemandi listmáiarans Olaf Rude, sem þá var einn af fáum framúrstefnumönnum i myndlist á Noröurlöndum. Framúrstefnuhugmyndin hreyf Finn mjög á þeim árum og hugðist hann kynnast þeim listastefnum nánar, ná lengra á þeirri braut en unnt var i Kaupmannahöfn á fyrstu árun- um eftir fyrri heimsstyrjöldina. Finnur vildi komast nær upp- sprettu avant-garde mynd- listarinnar og helzt i beina snertingu við iðu hinna nýju list- viðhorfa og túlkunarhátta, sem þá voru i mótun á meginlandi Évrópu. 1 Þýzkalandi var mikið að gerast i myndlist, ungir og upprennandi listamenn flykkt- ust þangað hvaðanæva úr Evrópu og jafnvel frá Banda- rikjunum. Listamennirnir Um siöustu helgi var opnuð i Listasafni íslands, yfirlitssýn- ing á verkum Finns Jónssonar, listmálara, en Finnur Jónsson hefur sem kunnugt er verið i röð fremstu málara okkar og er einn af þeim elztu núlifandi, sem fást við myndlistir. Finnur Jónsson fæddist að Strýtu i Hamarsfirði 15. nóvem- ber áriö 1892 og voru foreldrar hans þau hjónin Jón Þórarins- son, smiður og bóndi þar, og kona hans Ólöf Finnsdóttir. Finnur er bróðir Rikharðs Jóns- sonar myndhöggvara, og má þvi segja að framlag þessarar fjölskyldu til islenzkrar mynd- listar sé ærið að vöxtum. Ekki fara i bókum (sem ég hefi) neinar sögur af fyrstu kynnum Finns Jónssonar af myndlistinni, þar er aðeins sagt, að hann læröi gullsmiöi i Reykjavik og tók sveinspróf i þeirri grein árið 1919. Rikharður bróöir hans lauk á hinn bóginn prófi i myndskuröi fyrstur manna hér á landi árið 1908 og stundaði m.a. nám i teikningu hjá Þórarni B. Þorlákssyni, og ætlum við þvi, að Finnur hafi snemma kynnzt myndlistum með þeim árangri, að hann fer utan og stundaði, eins og segir i sýningarskrá: Námsferill „nám viö Teknisk Skole i Kaup- mannahöfn og einkaskóla Viggo Brandt. 1920—1921 var hann nemandi viö einkaskóla Olav Rude. Haustið 1921 hóf hann nám við einkaskóla Carl Hoffer i Berlin, en hélt siöan til Dresden i ársbyrjun 1922, og stundaði um skeið nám við útlendingadeild Listaháskólans þar, og var m.a. kennari hans Oskar Kokoschka en siðar fram til ársins 1925 viö „Der Weg, neue Schule flir Kunst.” Finnur Jónsson hélt sina fyrstu einkasýningu i Reykjavik 1921 og hefur siöan haldið fjöl- margar einkasýningar og tekiö þátt i mörgum samsýningum bæði hér heima og erlendis. Má þar nefna þátttöku i sýningu Der Sturm-hópsins 1925, heims- sýningunni i New York 1940 og „Evrópa 1925” i Strasbourg 1970. Finnur Jónsson rak mynd- listarskóla i Reykjavik ásamt Jóhanni Briem á árunum 1934—1940 og var teiknikennari við Menntaskólann i Reykjavik 1934-1950. í Listasafni íslands Finnur Jónsson, listmálari Finnur Jónsson hefur tekið virkan þátt i félagssamtökum myndlistarmanna. Hann var formaður Listvinafélagsins um skeið, einn af stofnendum Félags islenzkra myndlistar- manna og átti sæti i stjórn þess um langt árabil. Hann var einn af stofnendum Félags óháðra myndlistarmanna og Mynd- listarfélagsins. Finni Jónssyni hefur hlotnazt margvisleg viöurkenning fyrir listsina, og má nefna aö hann er heiðursfélagi I ,, Academia Internationale” (Tammaso Campanella) i Róm, heiðursfé- lagi Félags islenzkra mynd- listarmanna, hlaut „förste premia” á Listahátið Noröur- Noregs 1971, hafa veriö veitt

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.