Tíminn - 22.10.1976, Qupperneq 19

Tíminn - 22.10.1976, Qupperneq 19
Föstudagur 22. október 1976 TÍMINN 19 TÍMA- spurningin Ætlar þú að stunda námskeið, eða taka þátt i einhvers konar tómstundarstarfsemi í vetur? Hjalti Dagbjartsson, leigubílstjóri: — Ég ætla ekki að gera það og hef aldrei gert. Maður má ekki vera að þvl að sinna neinu sér- stöku. Jóhanna Guömundsdóttir, skrifstofustúlka: — Vissulega het ég áhuga á að stunda einhverja tómstundastarfsemi, og þá helzt að sækja tungumálanámskeiö. En ég hef ekki tima til þess. Birna Einarsdóttir, nemi: — Ef til vill tek ég þátt I starfáemi, sem fer fram I skólanum. Þar er hægt að velja t.d. um brids, skák og dans og það gæti vel verið, að ég reyndi aö læra brids. Agústa Pálsdóttir, nemi: — Það getur vel veriö, að ég fari aö læra að dansa I vetur. Ingi Bjarnason, nemi: — Nei, ekki í vetur en ég hef farið bæöi á námskeið I ensku og ljósmyndun. Magnús Múr Lárusson, jur.h.dr.& dr.theol.h.c.: Bréf Páls páfa III Vegna erindis Þórarins Þór- arinssonar, fyrrum skólastjora um skjalasafn Vatikansins hinn 19. þessa mánaðar óska ég eftir aö taka fram, aö sira Frank J. Bullivant, O.M.I., kom til min á skrifstofu rektors Háskóla tslands kl. 10.30hinn 6. júni 1972. Hann hafði þá veriö aukakenn- ari I ensku við heimspekideild um veturinn. Erindi hans var að spyrja mig, hvort hann gæti endurlaunað mér greiða frá þvi á árunum 1953-4. Hann væri á förum til Rómar. Ég sagöist vera honum þakklátur, ef hann fyndi texta bréfs Páls páfa III. til Jóns biskups Arasonar, 9. marz 1549,1 bréfabókum páfa og stóð ekki á þvi eftir minni til- sögn, þar sem allar kópiubæk- urnareru til. Þaö fannst I fyrstu atrennu þrátt fyrir það, sem L segir I bók Guöbrands Jóns- sonar: Jón Arason, Rvik 1950, bls. 215 o. áfr., en þar segir, aö leit hafi veriö gerð aö þvi þri- vegis án árangurs. Aö sjálf- sögðu þótti mér vænt um þessa komu sira Franks, þar sem ekki var vist, að ég héldi sjón, en vildi vita, hvort ég I framtlðinni gæti orðið að liði I fræðunum. Nú er ég eineygður og þó truflaður á sjón. Með hjálp og meömælum menntamálaráðherra og sterkum meðmælum dr. Frehens biskups i Reykjavik tókst mér að komast til Rómar i nóvember 1974 til að huga nánar að skilyröum og horfum i skjalaleit. Varð þaö til þess, aö munnlegt samkomulag varö á milli Antonio kardinála Samoré og min á þá lund að ég heföi fullan og óskoraðan aögang að Archivio Segreto Vaticano, leyndarskjalasafni páfa, og myndi njóta það allrar aöstoðar og fyrirgreiðslu án takmark- ana, m.a. ljósmyndunar, hvenær, sem ég kæmi þangaö aftur, eða beiddist þess skrif- lega. Var þaö staðfest meö bréfi 1975. Auk þess varö hin allt of stutta ferð til þess, að ég gat gengið frá útgáfutexta bréfs páfa sem birtist i Arbók Lands- bókasafns 1973, en kardinál- anum varö starsýnt á, hversu mjög var lagt upp úr textaút- gáfu þessari i Arbókinni. Það er von min, aö rikis- stjórnin verði viö ósk minni um að setjast að i Rómaborg um tima vegna handrita og bréfa Vatikansins o.fl., svo sem farið hefur verið fram á. rnM 8 0 0 & lesendur segja Glundroði og lágkúra eða festa og reisn? Ég gekkniður Laugaveginn á dögunum og sá, að sett hafði verið upp nýtt skilti á eitt stór- hýsiö: Verzlanahöllin stóö þar með stórum upphafs- staf og zetu. Niðri i Bankastræti varð mér litiö á annað nýlegt skilti: verslunin traffic gat þar að lita þannig stafsett, og þótti mér nafngiftarsmekkurinn hæfa stafsetningunni. Mér fannst hetta dæmi táknrænt um árangurinn af tilskipun fyrr- verandi menntamálaráðherra um breytingu á islenzkri staf- setningu. 1 stað festu og reisnar er kominn þarflaus og hvim- leiður glundroði og lágkúra. En sem betur fer hefur verið veitt hörð andspyrna gegn staf- setningarbreytingunni, eins og sjá má á þvi, að fjögur af sex dagblöðum landsins halda i heiöri hina fyrri stafsetningu. Bæöi höfuöblöð rikisstjórn- arinnar, Morgunblaðið og Tim- inn, eru i þeim hópi og auk þess Alþýðublaðið og Dagblaðið. Alþýðublaðiö tók um stuttan tima upp hina nýju stafsetn- ingu, en hvarf frá henni aftur góðu heilli. Aðeins Þjóðviljinn og Visir fylgja hinni nýju lág- kúrustafsetningu. Og á alþingi á liðnu vori kom i ljós, að mikill meirihluti þingmanna var and- vigur nýju stafsetningunni, en málinu var visað til rikisstjórn- arinnar eftir dæmalaust málþóf fáeinna þingmanna í þinglok. Nú er það mælikvaröi á styrk þingræöis og lýðræðis i landinu, hvort rikisstjórn og alþingi taka á sig rögg og hverfa aftur til hinnar fyrri stafsetningar, sem hefur yfirburði yfir hina nýju um skýrleik, enda standa ekki aö henni neinir aukvisar, allt frá Rasmusi Rask og Jóni Sigurðss. til Sigurðar Nordals og Frey - steins Gunnarss. kennaraskóla- stjóra. Auk þess á hin eldri staf- setning sér miklu rikari hefð, þvi að yfirgnæfandi meirihluti islenzks prentmáls er með þeirri stafsetningu, og hefur afturhvarf til hennar þvi geysi- mikiö hagnýtt gildi, t.d. i sam- bandi við endurútgáfu og ljós- prentun eldri rita. Þaðvarþvi engin tilviljun, að i hópi hundrað þjóðkunnra Is- lendinga, sem skoruðu á rikis- stjórn og alþingi að hverfa frá stafsetningarbreytingunni, voru forstööumenn flestra helztu safna og fræðistofnana landsins, svo og fjöldi ritstjóra, bókaút- gefenda og rithöfunda. Þessir menn vita bezt, hvert óþurftar- verk þetta stafsetningarhringl erog hvern kostnað og fyrirhöfn það mun baka mönnum um ókomin ár, ef ekki veröur nú þegar stungiö við fæti. Vegfarandi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.