Fréttablaðið - 29.12.2005, Side 24
24 29. desember 2005 FIMMTUDAGUR
Á síðastliðnu ári hafa verið blikur á lofti um að lausn á deilunni milli Ísraels manna
og palestínskra nágranna þeirra
sé í sjónmáli. Meðal þess sem
gefur tilefni til bjartsýni er kosn-
ing nýs forseta Palestínu og rót-
tækar breytingar í stjórnmálalíf-
inu í Ísrael. Það sem hins vegar
er mikilvægast er brotthvarf Ísra-
elshers frá Gaza-svæðinu. Þessar
breytingar geta stuðlað að því að
skriður komist á lausn deilunnar
þannig að varanlegur friður verði
tryggður á svæðinu.
Snemma í janúar síðastliðnum
sneri ég enn og aftur til Ísrael til
að funda með leiðtogum Ísraels
og Palestínu og til að stjórna hópi
manna frá Carter-miðstöðinni er
við fylgdumst með kosningum í
Palestínu á eftirmanni Yassers
Arafat sem féll frá í París einum
mánuði áður.
Fundur með Sharon
Eftir að ég lenti í Tel Aviv var
fyrsti viðkomustaður minn skrif-
stofa forsætisráðherra Ísraels,
Ariels Sharon. Ég hef þekkt hann í
meira en aldarfjórðung, en líkt og
ég starfaði Sharon áður sem bóndi
auk þess sem hann var liðsforingi
í hernum. Sharon hefur um ára-
tugabil verið voldugur meðlim-
ur í ísraelsku ríkisstjórninni og
var hann einn af þeim sem árið
1979 aðstoðaði við að sannfæra
Menachem Begin, forsætisráð-
herra Ísraels, um að samþykkja
lokatillögur mínar um friðarsátt-
mála á milli Ísraels og Egypta-
lands, en Begin var á þeim tíma
mjög hikandi um hvað hann ætti
að gera í stöðunni.
Meðan á heimsókn minni stóð
í janúar byrjuðum við á því að
ræða gagnkvæmt gildi friðarsátt-
málans á milli Ísraels og Egypta-
lands og þá merkilegu staðreynd
að hvorugur aðilinn hefur nokkru
sinni rofið sáttmálann.
Við minntumst ekki á þá
ákvörðun sem Sharon tók síðar,
er hann var varnarmálaráðherra
árið 1982, að ráðast inn í Líbanon,
og þær vanhugsuðu aðgerðir sem
leiddu til þess að 1.100 saklausum
og hjálparvana manneskjum var
slátrað í tveimur flóttamanna-
búðum. Sú rannsókn á málinu
sem fylgdi í kjölfarið leiddi til
þess að Sharon sagði af sér og var
sett bann við því að hann gegndi
nokkru sinni aftur stöðu varnar-
málaráðherra. Á þeim tíma datt
engum í hug að hann ætti einn
daginn eftir að verða forsætisráð-
herra.
Þessar tvær hliðar á pólitískri
fortíð Sharons, annars vegar lof-
orð um frið og hins vegar áræðnar
aðgerðir, gerðu það að verkum að
ég átti auðveldara með að skilja þá
ákvörðun sem hann hafði nýlega
tekið, að kalla ísraelska hermenn
og ísraelska landnema heim frá
Gaza-svæðinu, en á sama tíma
að viðhalda stjórn Ísraels yfir lífi
allra Palestínumanna og að hafna
því að ísraelskir landnemar yrðu
kallaðir heim frá Vesturbakkan-
um.
Ég spurði nokkurra spurninga
um hvernig hinir „frelsuðu“ Palest-
ínumenn á Gaza-svæðinu myndu
getað ferðast til Egyptalands, kom-
ast yfir á Vesturbakkann í gegn-
um ísraelskt landsvæði og hafa
óheftan aðgang að umheiminum,
annars vegar sjóleiðina á Miðjarð-
arhafinu og hins vegar loftleiðina.
Eina skýra svar hans var það að
Ísraelsmenn myndu byggja lest-
arteina sem tengdu Gaza-svæðið
við Vesturbakkann og að Palest-
ínumönnum myndi vera leyft að
starfrækja lest.
Þar sem ég hafði hjálpað til
við að fylgjast með kosningu
Arafats og kosningum til palest-
ínsks þings árið 1996, spurði ég
einnig hvort palestínskum kjós-
endum yrði gert kleift að greiða
atkvæði í Austur-Jerúsalem og ef
hið þéttriðna net ísraelskra eftir-
litsstöðva yrði opnað til að leyfa
Palestínumönnum að fara á milli
staða innan herteknu svæðanna.
Sharon svaraði að Austur-
Jerúsalem væri ísraelskt land-
svæði og að þeir fáu Palestínu-
menn sem þyrðu að skrásetja sig
sem íbúa þar gætu sent atkvæði
sín í pósti til talningar á Vestur-
bakkanum og að eins margar
eftirlitsstöðvar yrðu opnaðar og
öryggisástæður leyfðu.
Efi Palestínumanna, mótmæli Bush
Stuttu síðar fundaði ég með leið-
togum Palestínumanna í Ramallah,
á skrifstofu þar sem útsýni er yfir
húsagarðinn þar sem Arafat er
grafinn. Aðaltalsmaður Palestínu-
manna á fundinum var Mahm oud
Abbas, eða Abu Mazen, sem
nokkrum dögum síðar var kjörinn
arftaki Arafats sem forseti.
Palestínumennirnir drógu þá
trú mína í efa að Sharon væri
staðráðinn í, og hvort hann á
annað borð gæti, kallað ísraelsku
landnemana heim til Ísrael frá
Gaza-svæðinu, og tóku þýðingu
fráhvarfs Ísraela frá Gaza með
miklum fyrirvara, jafnvel þó að
það yrði að veruleika.
Helstu áhyggjur Palestínu-
mannanna, aðrar en forseta- og
þingkosningar sem á þeim tíma
áttu að fara fram í júlí, var hertaka
Ísraelshers á Austur-Jerúsalem
og Vesturbakkinn.
Palestínumennirnir gjör-
þekktu ákvæði „vegakortsins“,
friðaráætlunar sem var unnin af
alþjóðlegum „kvartett“ sem sam-
anstóð af Evrópusambandinu,
Sameinuðu þjóðunum, Rússlandi
og Bandaríkjunum.
Abbas og hinir héldu því fram
að þeir fylgdu friðaráætluninni
í hvívetna, líkt og þrír meðlimir
„kvartettsins“, en þeir héldu því
fram að Sharon væri á móti tólf af
grunnskilyrðum áætlunarinnar,
þar með töldu fráhvarfi Ísraels-
hers frá hinum hertekna Vestur-
bakka og að það væri ekkert sem
benti til að ríkisstjórn George
Bush myndi bregða út af algerri
tillitssemi sinni við ákvarðarnir
ríkisstjórnar Ariels Sharon.
Stuttu eftir að Abbas var kjör-
inn forseti, hinn 9. janúar, heim-
sótti ég skrifstofu Bush í Hvíta
húsinu til að greina forsetanum
frá þeim samræðum sem ég hafði
átt og frá palestínsku kosningun-
um. Hann mótmælti áliti leiðtoga
Palestínumanna, og sagði mér
að hann væri algerlega fylgjandi
framkvæmd „vegakortsins“.
Fráhvarf Ísraela og áframhaldandi
deilur
Síðar var þingkosningunum í
Palestínu frestað þar til nú í jan-
úar, og allir hinna 8.000 ísraelsku
landnema sem bjuggu á Gaza
fluttust aftur til Ísrael. Enn þá
er hins vegar óljóst hversu mikið
frelsi þeir Palestínumenn sem
búa á Gaza-svæðinu hafa, og þá
sérstaklega aðgengi þeirra að
Egyptalandi, aðgengi þeirra sjó-
og landleiðina að öðrum löndum,
og aðgengi þeirra að öðrum Pal-
estínumönnum sem búa á Vestur-
bakkanum.
Stækkun ísraelskra byggða
á herteknu svæðunum á Vestur-
bakkanum heldur enn áfram, sem
og bygging Ísraelsmanna á stór-
um vegg á palestínsku landsvæði.
Ísraelsmenn eru einnig að byggja
miklar hraðbrautir sem tengja
byggðir þeirra saman og tengja
þær við Ísrael. Áætlað er að marg-
ar þessar hraðbrautir verði ein-
göngu notaðar af Ísraels mönnum.
Á hinn bóginn hafa Palest-
ínumenn haldið ofbeldisverkum
sínum áfram, þrátt fyrir að þeim
hafi farið mjög fækkandi frá
kosningunum, og sumir leiðtogar
Hamas-samtakanna og samtökin
Heilagt stríð hafa sagt opinber-
lega frá því að þeir séu staðráðn-
ir í því að halda áfram árásum
á Ísraelsmenn, bæði á ísraelska
herinn sem og á óbreytta borgara,
á Vesturbakkanum, á Gaza-svæð-
inu og í Ísrael.
Ein tíðindi sem bæði eru
umdeild og hugsanlega líka upp-
örvandi er þátttaka félaga úr
Hamas-samtökunum í kosningum
á Gaza-svæðinu og á Vesturbakk-
anum, og áætlanir þeirra um að
bjóða sig fram til setu á palest-
ínska þinginu. Óvæntur árangur
þeirra í samkeppninni við Fata-
samtök Arafats og Abbasar hefur
kveikt þá von að Hamas-samtökin
verði ekki eins gjörn á að grípa
til ofbeldis í komandi framtíð, en
einnig valdið áhyggjum því talið
er að aðild þeirra gæti aukið á
rótttækni þingsins.
Aðalspurningin núna er sú
hvort fráhvarf Ísraelsmanna
frá Gaza-svæðinu sé tákn um
að ástandið sé raunverulega að
breytast til betri vegar eða ein-
faldlega hvort hér sé aðeins enn
einn áfanginn sem markar í raun
engin þáttaskil í áttina að friði
sem virðist vera ómögulegur.
Svarið veltur á stefnu Banda-
ríkjanna, og aðalatriðið er frá-
hvarf ísraelskra landnema-
byggða frá nægilega stóru svæði
á Vesturbakkanum til að þar geti
orðið til palestínskt ríki sem er
starfhæft á pólitískan og efna-
hagslegan hátt. Önnur mikilvæg
atriði sem leysa þarf úr er skil-
greining á því hverjir ráði yfir
Austur-Jerúsalem og það hversu
margir af þeim Palestínumönnum
sem búa á öðrum svæðum munu
fá leyfi til að verða íbúar í hinu
nýja palestínska ríki, og á þeim
eignum sem þeir eða fjölskyldur
þeirra glötuðu árið 1948.
Lokatakmarkið sem kemur
fram í „vegakortinu“ og í umræð-
um þar sem lagðar hafa verið fram
tillögur um frið, þar með talinn
Genfar-sáttmálinn, er fjallað um
viðeigandi drög að friðartillögum
til að hægt sé að eiga árangursrík-
ar samningaviðræður. Mín skoðun
er sú að þær grunnforsendur sem
þar koma fram munu njóta stuðn-
ings alþjóðasamfélagsins, leið-
toga nærri allra arabaþjóðanna
og miklum meirihluta ísraelskra
og palestínskra ríkisborgara.
Fyrirstöður varanlegs friðar
Hverjar eru þá fyrirstöður fyrir
frekari árangri? Skýrustu fyrir-
stöðurnar eru hótanir um áfram-
haldandi ofbeldisverk frá rótttæk-
um Palestínumönnum, staðfesta
margra ísraelskra landnema um
að halda áfram að búa á palest-
ínskum landsvæðum, eftirláts-
semi annarra þjóða við Banda-
ríkin og leiðandi hlutverk þeirra
í friðarviðræðunum og tregða
bandarískra stjórnmálaleiðtoga
við að standa uppi í hárinu á valda-
miklum öflum er tala máli Ísraels
í Washington sem og annars stað-
ar.
Síðasta áhyggjuefnið þarf ekki
að vera svo erfitt að yfirstíga.
Líkt og ég lærði fyrir aldar-
fjórðungi munu flestir leiðtogar
gyðinga í Bandaríkjunum styðja
jafnvel óþægilegar tilslakanir ef
það gerir leiðina í átt til friðar
greiðfærari. Sumir menn munu
vera mótfallnir nánast öllum til-
slökunum, en það er lítill minni-
hluti.
Hvort Ísraelsmenn hafi vilja til
að byggja á fráhvarfinu frá Gaza
til að koma á varanlegum friði
er enn þá ekki ljóst. Ein neikvæð
afleiðing af fráhvarfinu frá Gaza
er að enn og aftur taka Ísraels-
menn einhliða ákvarðanir, án
þess að ráðfæra sig við Bandarík-
in eða Palestínumenn um málefni
er varða friðarferlið.
Fráhvarf Ísraelsmanna af Gaza-
svæðinu færir hlutaðeigandi aðilum
deilunnar skammvinnar hagsbæt-
ur er gætu grafið undan frekari til-
raunum Ísraelsmanna til að koma á
varanlegum friði. Þar sem Ísraels-
menn stjórna alltaf stærri og stærri
hluta af Austur-Jerúsalem, og þar
sem ríkir aukið öryggi á bakvið
vegginn sem byggður hefur verið á
Vesturbakkanum þar sem tjöld tug-
þúsunda ísraelskra landnema eru
varin af fjölmennu herliði, standa
margir Ísraelsmenn frammi fyrir
þeirri freistingu að taka ekki þátt
í frekari tilraunum við að leita að
réttlátu samkomulagi um frið sem
hvorki er byggður á „vegakortinu“
sem alþjóðlegi „kvartettinn“ útbjó
né á nokkrum öðrum sambærileg-
um tillögum.
Ef Ísraelsmenn draga sig út úr
friðarviðræðunum myndu Palest-
ínumenn og einhver hluti alþjóða-
samfélagsins þurfa að sætta sig
við niðurstöðu sem að þeirra mati
væri ómögulegt að samþykkja.
Eins og Gaza-svæðið er skilgreint
um þessar mundir, er það ómögu-
legt sem efnahagsleg og pólitísk
eining, og það er enginn mögu-
leiki að fullvalda palestínskt ríki
gæti verið búið til úr því sem eftir
er af yfirráðasvæði þeirra á Vest-
urbakkanum.
Tilraunir Ísraelsmanna til að
varðveita þessa stöðu munu verða
æ erfiðari þar sem palestínskum
ríkisborgurum fjölgar gríðarlega
hratt, bæði innan Ísraels og á her-
teknu svæðunum.
Eina skynsamlega svarið við
þessum áskorunum er að blása
nýju lífi í friðarferlið, með mikl-
um áhrifum frá Bandaríkjunum.
Það er óneitanlegt að árið 2006
ber með sér þá von: Hið óvænta
kjör Amir Peretz sem leiðtoga
Verkamannaflokksins, ásamt
nýlegu brotthvarfi Sharons úr
Likud-flokknum og stofnun hans
á eigin flokki sem ætlar að beita
sér fyrir að koma á friði, eru stór-
merk og afdrifarík tíðindi.
Ásamt þessari þróun getur frá-
hvarfið frá Gaza-svæðinu markað
þáttaskil fyrir botni Miðjarðar-
hafs sem gætu leitt til varanlegs
friðar fyrir Ísraelsmenn og til
frelsis og réttlætis fyrir Palest-
ínumenn.
VENDIPUNKTAR
2005
Helstu fyrirstöður meiri árangurs eru hótanir um
áframhaldandi ofbeldisverk frá rótttækum Palestínu-
mönnum, staðfesta margra ísraelskra landnema um
að halda áfram að búa á palestínskum landsvæðum,
eftirlátssemi annarra þjóða við Bandaríkin og leiðandi
hlutverk þeirra í friðarviðræðunum og tregða banda-
rískra stjórnmálaleiðtoga við að standa upp í hárinu á
valdamiklum öflum er tala máli Ísraels í Washington
sem og annars staðar.
JIMMY CARTER Er
39. forseti Banda-
ríkjanna. Hann
hlaut Friðarverð-
laun Nóbels árið
2002 fyrir störf sín
að mannréttinda-
málum.
PALESTÍNUMENN FAGNA Unglingar skjóta fánum á loft við yfirgefna landnemabyggð á Gaza svæðinu hinn 14. september.
LJÓSMYND: RUTH FREMSON/NEW YORK TIMES
VON UM FRIÐ Á GAZA- SVÆÐINU
Í þessari þriðju grein af fimm um vendipunkta
sem breyttu sögunni 2005 fjallar Jimmy Carter,
fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, um átökin
milli Ísraelsmanna og Palestínumanna og aðkomu
sína að friðarviðræðum milli þjóðanna.