Fréttablaðið - 29.12.2005, Síða 28
29. desember 2005 FIMMTUDAGUR4
Við óskum landsmönnum
gleðilegra jóla og farsældar
á komandi ári.
Þökkum viðskiptin á árinu
sem er að líða.
Starfsfólk
Hafnarstræti 106, Akureyri, s: 462 4010
Ármúli 15, Reykjavík, s: 588 8050 • Grímsbæ v/Bústaðaveg • s: 588 8488
Gleðileg jól og
farsælt komandi ár
Óskum viðskiptavinum okkar
gleðilegrar hátíðar og þökkum
viðskiptin á árinu sem er að líða.
Gull, glingur og glamúr eru
meðal helstu tískusveiflna
vetrarins. Glamúrinn öðlast
ennþá meira vægi yfir há-
tíðarnar þegar mikið er um
hátíðir og veisluhöld.
Eitt af því sem vafalaust er á óskal-
ista margra kvenna fyrir áramóta-
veislurnar eru fagurlega skreyttir
háhælaðir skór sem draga fram
kvenlegan þokka. Glitrandi stein-
ar og fjaðrir eru áberandi skraut
á háhæluðu skutluskónum. Karen
Millen klikkar aldrei á kynþokka-
fullum skóm, og von er á svaka
flottum háklassahælum með
skvísulegu skrauti í Ilse Jacobsen
Hornbæk.
Flestar búðirnar í bænum bjóða
líka upp á alls kyns skrautlega
hæla í skemmtilegum litum
sem geta gefið áramóta-
dressinu nýtt, ferskt og
funheitt útlit.
Skrautlegir skutluskór
fyrir áramótin
Gylltir og glæsilegir, Ilse
Jacobsen.
Einstaklega smart svartir skór, með
böndum, semelíusteinum og fjöðr-
um 17.990 kr., Karen Millen.
Brúnir m. stein-
um 18.990 kr.
Karen Millen
Svartir með semelíu-
steinum. 10.500 kr. Ilse
Jacobsen.
Semelíusteinar
setja punktinn
yfir i-ið, 9.900 kr.
The Shoe Studio.
Rauðir bandaskór
9.990 kr.,The shoe
studio.
Rauðir og smart fjaðraskór.
14.900 kr., Ilse Jacobsen.
alltaf á föstudögum
Skrautlegir
skreyttir skór úr
Ilse Jacobsen,
14.900 kr.
Topshop í Smáralindinni
hefur sína árlegu útsölu í
dag. Þar verður hægt að fá
nýlegar vörur á 30-70 prósenta
afslætti.
Útsölurnar hjá Topshop hafa iðu-
lega verið vinsælar. Sigríður Héð-
insdóttir verslunarstjóri segir að
allt mögulegt verði á útsölunni
en ekki það allra nýjasta enda fái
verslunin vörur vikulega. ,,Afslátt-
urinn verður frá 30 til 70 prósent.
Það eru svo ör vöruskipti hérna að
það er í raun ekkert gamalt sem er
að fara á útsöluna. Því ætti að vera
hægt að gera mjög góð kaup hérna
enda er útsölurnar hjá okkur yfir-
leitt mjög vinsælar,“ segir Sigríð-
ur að lokum. ■
Útsala Topshop hefst í dag
30 til 70 prósenta afsláttur verður á ýmsum
vörum á útsölunni í Topshop.