Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.12.2005, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 29.12.2005, Qupperneq 29
FIMMTUDAGUR 29. desember 2005 5 Rapparinn Halldór Halldórsson eða Dóri DNA eins og margir kalla hann er ekki alveg búinn að ákveða hvert áramótadressið verður. ,,Kannski verð ég í jakka- fötunum sem foreldrar mínir gáfu mér dýrum dómum. Þau eru svört og mjög plein en ég er alveg eins og bæjarstjóri í þeim. Annars verð ég í rapp-outfittinu mínu þar sem ég er í bláum galla- buxum, Jay-Z skónum mínum og með New-era-derhúfuna mína. Svo verð ég auðvitað í LA Lakers official NBA-jakkanum mínum.“ Halldór segir valið fara eftir þemanu sem verði þetta kvöldið. ,,Jakkafötin eru kannski aðeins áramótalegri; að taka á móti nýju ári í sparitauinu. En þar sem ég verð að skemmta á Prikinu á góðu hiphop-djammi þá velur maður kannski rappdressið. Það er nátt- úrulega ekki amalegt að vera í LA Lakers-stöffi á áramótunum, það eru bara heiðursmenn sem klæð- ast því,“ segir Halldór sem verður veislustjóri á Prikinu ásamt Önnu Rakel Róbertsdóttur. ,,Þetta byrj- ar upp úr miðnætti og það verður rosaleg stemning. Síðan er aldrei að vita nema einhver fræg rapp- stjarna detti inn á staðinn.“ Ef Halldór velur jakkafötin verður hann með lítinn partíhatt og tunguflautu. ,,Þá verð ég líka annaðhvort með silkibindið sem amma mín gaf mér á jólunum eða þetta svarta ef ég er að fara í útfararstjóralúkkið. Ef ég vil hins vegar vera sérstaklega hátíðleg- ur slengi ég á mig rauðu bindi og axlaböndum,“ segir rapparinn sem verður í Mosfellsbænum yfir sjálf áramótin. ,,Ég skála með foreldrunum í kampavíni og tívolí- bombu á slaginu tólf.“ mariathora@frettabladid.is Eins og bæjarstjóri á áramótunum Halldór Halldórsson verður annaðhvort eins og bæjarstjóri eða rappari á áramótunum. Hann verð- ur með foreldrunum á slaginu tólf en ætlar að skemmta á Prikinu síðar um nóttina. Halldór í svörtu jakkafötunum á síðustu áramótum. Þá var hann með kúrekasylgju sem hann keypti í Hollandi af bandarískum sígauna sem sagði að sylgjan kæmi beint úr villta vestrinu. Ekki má lengur birta myndir af frægum fyrirsætum svo sem Cindy Crawford og Kate Moss í höfuðborginni Minsk. Forseti Hvíta-Rússlands hefur sett blátt bann við erlendum fyr- irsætum í þarlendum auglýsinga- herferðum. Nýju lögin sem tóku gildi í apríl síðastliðnum hafa valdið ringulreið hjá auglýsinga- fyrirtækjum. Nú þurfa þau að sýna fram á hvít-rússneskan ríkis- borgararétt hjá þeim fyrirsætum sem fengnar eru í auglýsingar og hafa stórfyrirtæki eins og Renault og L‘Oréal tekið upp á því að gera auglýsingar án fólks. Ennfremur hefur glundroði myndast hjá fyrirsætuskólum sem verða nú að sækja um sér- stakt kennsluleyfi en ríkisstjórnin þykir rög við að gefa það. Þessar aðgerðir munu líklega gefa hvít-rússneskum ríkisborgur- um aukin tækifæri. Þrátt fyrir það verður landið seint miðpunktur tískuheimsins og efnilegar fyrir- sætur frá Hvíta-Rússlandi halda áfram að sækja til Parísar eða New York fremur en heimalandsins. Myndir af erlendum fyrirsætum bannaðar Fyrirsætan Heidi Klum. Naomi Campbell ofurfyrirsæta. Auglýsingaplakat með Cindy Crawford er ekki lengur leyfilegt í höfuðborg Hvíta- Rússlands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.