Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.12.2005, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 29.12.2005, Qupperneq 31
THURSDAY 29. december 2005 Gleðilegt ár! Megi nýja árið færa ykkur birtu og yl. Þökkum fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. ��������� ����������������� ������������� ����������� Í GARÐINUM HEIMA HAFSTEINN HAFLIÐASON SKRIFAR UM POTTAPLÖNTUR Fátt er jafn uppörvandi í skammdeginu en litaglaðir og brosmildir túlipanar í vasa. Yfir túlipanablómum er einhver svalur og frísklegur þokki sem engin önnur tegund blóma hefur til að bera. Saga Allir tengja túlipanana á einhvern hátt við Holland, sem er alveg rétt. En ekki vita allir að þangað bárust túlipanarnir fyrst fyrir drjúgt fimm öldum. Fram að því höfðu þeir verið ræktaðir í görðum keisara og soldána í Mið-Austurlönd- um í 2500 ár. Og þvílíkt dálæti höfðu þessir höfðingjar á túlipönunum, að óbreyttir garðyrkjumenn fengu hvergi að koma nálægt ræktun þeirra, heldur var hún falin í hendur sérstakra túlip- anameistara, sem yfirleitt voru „lærðir menn“ og oftast skáld að auki! Það er umdeilt hvort höfuðfat trúaðra á þessum slóðum, túrbaninn, dragi nafn af túlipönum, eða öfugt. Alla vega er merkingin sú sama og vísar til mikillar virðingar. En á dögum Suleim- ans hins mikla, soldáns og kalífa í Konstantínópel, bárust túlipanar fyrst til Evrópu. Suleiman var mjög lunkinn pólitíkus og diplómat sem opnaði ríkið til vesturs. Við hirð hans var franskur sendiherra sem fékk nokkra túlipana- lauka með sér heim til Frakklands. Þar hitti grasafræðingurinn Clusius hann og sníkti af honum fáeina lauka fyrir grasagarðinn sinn í Leyden í Hollandi. Fyrr en varði varð túlipaninn að þjóðar- blómi Hollendinga. Skilyrði í því landi eru sérstaklega góð fyrir túlipanarækt og þaðan kemur þorri þeirra túlipana sem prýða heimsins lönd með blóm- um sínum á vorin. Nútíminn Nú eru skráð, og í umferð hjá rækt- endum um 2500 mismunandi túlip- anayrki. Hér á landi látum við nægja að þekkja og nota bara um fimmtíu þeirra. Blómlitirnir eru yfirleitt mjög hreinir og afgerandi í hvítum, bleikum, gulum, rauðum eða rauðgullnum skala. Dálítið er líka um túlipana sem fara út í fjólublátt. Neytendaráð Túlipanar njóta sín best margir saman, helst 10 til 20 eða fleiri, í látlausum, dálítið víðum blómavösum. Það er í fínu lagi að blanda saman blómlitum og formum. Flestir kjósa þó að halda hverjum lit fyrir sig. Það gefst sjaldan vel að hafa aðrar tegundir blóma með þeim í vendi, þótt í lagi sé að stinga grænum greinum með. Túlipanar hafa öðruvísi „vasaþarfir“ en flest önnur blóm. Þótt almennt sé mælt með að setja blómanæringu í vatn fyrir afskor- in blóm, á það ekki við um túlipana. Túlipanar eru seldir í búntum og þola að standa vatnslausir í umbúðunum inni í kæli nokkra daga án þess að það komi nokkuð niður á gæðum þeirra eða endingu. En þegar við höfum fengið búntin í hendur og erum komin með þau heim þarf að gera eftirfar- andi: 1. Skera tvo til þrjá sentimetra neðan af stilkunum og láta búntin standa og „draga sig“ í hálftíma í fötu með um tíu sentimetra djúpu vatni. Nota hreint, kalt kranavatn. Halda umbúðunum á meðan. 2. Taka túlipanana upp og úr umbúð- unum. Koma þeim svo fyrir í vasa með vatni og láta stilkana ná fimm cm niður í vatnið. 3. Það lengir endinguna talsvert að hafa túlipana á köldum stað á næturnar. 4. Skerið ögn neðan af stilkunum á hverjum degi og skiptið um vatn. Túlípanar - með hækkandi sól! Jasper Conran er breskt gæða- stell sem fæst hjá Hirti Nielsen í Smáralind. Stellið Jasper Conran heitir eftir þekktum breskum hönnuði og er framleitt hjá hinu fornfræga fyrirtæki Wedgwood. Það er úr beinpostulíni og má fara í upp- þvottavél. Stellið fæst bæði alveg hvítt og líka með platínuskreyt- ingu og þessu tvennu er hægt að raða saman eftir vild. Jasper Con- ran er með nútímahönnun þannig að því fylgja ekki hefðbundnir djúpir diskar heldur skálar, sem geta bæði verið súpu,- salat- eða pastaskálar. Matardiskarnir eru bæði með ávölum brúnum og köntuðum og hægt er að velja úr þremur stærðum í hvorri gerð. Bollarnir eru í tveimur stærðum, það er espressóbolli og annar opinn og stór, til dæmis fyrir latte eða cappuccino. Hægt að fá sósu- könnu með hefðbundnu lagi eða könnu með stút sem hentar fyrir olíur og ýmislegt. ■ Kaffið bragðast örugglega vel úr svona bolla. Svo er hægt að hafa allt hvítt. Platínuröndin setur svip á suma hlutina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN STELLIÐ: JASPER CONRAN 80% fleiri lesa fasteignablað Fréttablaðsins 35% 20% Er fasteignin þín að seljast? F ré tt a b la ð ið F ré tt a b la ð ið M b l. M b l. F í t o n / S Í A Um 150.000 lesendur Samkvæmt nýjustu fjölmiðlakönnun Gallup (okt. 2005) nærðu til um 80% fleiri Íslendinga með því að auglýsa í fasteignablaði Fréttablaðsins frekar en fasteignablaði Morgunblaðsins. Könnunin sýnir að 35% fólks á aldrinum 25 - 54 ára á höfuðborgarsvæðinu les Allt – fasteignir, sem berst frítt með Fréttablaðinu á mánudögum, á meðan einungis 20% lesa fasteignablað Morgunblaðsins. Allar eignir eru einnig skráðar á visir.is. Þegar horft er á allar staðreyndir málsins ætti að vera einfalt að sjá hvar borgar sig að auglýsa. Hvar birtist auglýsingin þín? – mest lesna fasteignablaðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.