Fréttablaðið - 29.12.2005, Page 33

Fréttablaðið - 29.12.2005, Page 33
[ ] 550 5600 Nýtt símanúmer hjá dreifingu: Sýnið nágrönnum tillitssemi með því að skjóta ekki upp flugeldum þegar allir eru farnir að sofa. Ekki er gott að vakna af værum blundi við hávaðaorg í ýlum eða við lætin í stærstu tertunni sem seld er á markaðnum. Flestir gera sér dagamun í mat yfir jól og áramót og síðustu árin virðist nautakjötið hafa fundið sér leið inn á flest matarborð lands- manna. „Nautakjötið hefur verið lang- vinsælast hjá okkur um áramótin og það hefur verið svoleiðis und- anfarin ár,“ segir Ómar Grétars- son, framkvæmdastjóri Gallerýs Kjöts á Grensásvegi. Verslunin gefur þeim sem vilja uppskrift- ir eða leiðbeiningar um hvernig best er að matreiða kjötið sem það kaupir. Flestir virðist vera orðnir leiðir á hangikjötinu og ham- borgarhryggjunum um áramót- in en villibráðin heldur alltaf velli og verður vinsælli með ári hverju eftir því sem framboðið eykst. „Fólk er að prófa sig áfram og er það þá helst íslenska villibráð- in, endur, gæsir og gæsabringur, auk hreindýrsins, auðvitað,“ segir Ómar. Nautakjötið vinsælast Ómar Grétarsson selur girnilegt og gott kjöt í Gallerýi Kjöti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.