Fréttablaðið - 29.12.2005, Page 42

Fréttablaðið - 29.12.2005, Page 42
 29. desember 2005 FIMMTUDAGUR26 timamot@frettabladid.is Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi okkar og langafi, Jóhannes Kr. Magnússon frá Bolungarvík, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík á Þorláksmessukvöld, föstudaginn 23. desember. Útförin fer fram frá Aðvent- kirkjunni í Reykjavík föstudaginn 30. desember kl. 15.00. Hjördís Guðbjörnsdóttir Robin Bovey Rebekka Sigurðardóttir Stefán Jónsson Atli Rafn Sigurðarson Brynhildur Guðjónsdóttir og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, sonur, tengdafaðir, afi og bróðir, Guðbjartur Ingi Bjarnason Feigsdal, Ketildölum, Arnarfirði, lést að kvöldi jóladags. Fyrir hönd aðstandenda, Viðar Hólm Guðbjartsson Ástkær dóttir mín, móðir okkar, systir, tengdamóðir, Bjarnfríður H. Guðjónsdóttir (Fríða) Orrahólum 7, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut 24. desember. Útförin auglýst síðar. Lára Hjartardóttir Ester Gísladóttir Haukur Barkarson Eyrún Helga Jónsdóttir Sigurður Sigurðsson Elva Rut Jónsdóttir Erna Ósk Guðjónsdóttir Þórdís M. Guðjónsdóttir Margeir Elentínusson Lára Samira Benjnouh Yann Le Pollotek Þórdís Nadía Óskarsdóttir og barnabörn. Ástkær unnusta mín, dóttir okkar, systir og tengdadóttir, Margrét Jónsdóttir Arnarhrauni 14, Hafnarfirði, sem lést miðvikudaginn 21. desember verður jarðsung- in frá Grensáskirkju á morgun, föstudaginn 30. desem- ber, kl. 13.00. Jarðsett verður í Hafnarfjarðarkirkju- garði. Oddbergur Sveinsson Jón Gunnlaugsson Pálína Karlsdóttir Anna Björg Jónsdóttir Erik Ohlsson Gunnlaugur Jónsson Vilhelmína Jónsdóttir Eyvindur Guðmundsson Sveinn Sigurðsson Kolbrún Oddbergsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir Sr. Ólafur Oddur Jónsson Sóknarprestur í Keflavík verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 30. desember kl. 13.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkju- garði. Birgir Örn Ólafsson Helga Ragnarsdóttir Ólafur Ragnar Ólafsson Kristinn Jón Ólafsson Bergþóra Hallbjörnsdóttir barnabörn og systur. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Bjarma félag um sorg og sorgarferli á Suðurnesjum (nr. 0142-05-70735). ANDLÁT Droplaug Pálsdóttir frá Græna- vatni, Espigerði 10, Reykjavík, lést á líknardeild Landakotsspítala mánudaginn 26. desember. Guðmundur Stefán Björnsson, Krosseyrarvegi 8, Hafnarfirði, andaðist á hjúkrunarheimil- inu Sólvangi sunnudaginn 25. desember. Hulda Thorarensen athafnakona, Öldugötu 61, Reykjavík, lést á Landspítala Landakoti föstudaginn 16. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ingimundur Ólafsson kennari, Langholtsvegi 151, lést laugardag- inn 24. desember. Ingunn Jónsdóttir frá Vagnsstöð- um, Hólabraut 6, Hornafirði, and- aðist sunnudaginn 25. desember. Jóhannes Kr. Magnússon frá Bolungarvík, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík, föstudaginn 23. desember. Kristín Sigurðardóttir Gjøe, lést í Kaupmannahöfn að morgni 25. desember. María Jensen, Samtúni 28, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi aðfaranótt 27. desember. Sigríður Ásmundsdóttir, Ból- staðarhlíð 41, lést á heimili sínu laugardaginn 24. desember. Snorri Bjarnason, Flúðabakka 1, Blönduósi, andaðist miðvikudag- inn 21. desember. Svanberg K. Þórðarson, Grænukinn 6, Hafnarfirði, lést á Landspítala Landakoti, sunnudag- inn 25. desember. Þorleifur Hólm Gunnarsson, Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði, lést að kvöldi 24. desember. Þorsteinn Ingi Jónsson, Árkvörn 2b, Reykjavík, andaðist á Landspít- alanum 25. desember. Þórður Sveinsson, frá Barðsnesi, er látinn. JARÐARFARIR 11.00 Salvör Gottskálksdóttir, Bröttukinn 25, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafn- arfjarðakirkju. 11.00 Sigurpáll Ísfjörð Aðal- steinsson, áður til heimilis á Kópavogsbraut 1a, verður jarðsunginn frá Kópa- vogskirkju. 13.00 Einar Guðmundsson, Kirkjulundi 6, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garðabæ. 13.00 Minningarathöfn um Krist- rúnu Sigfríði Guðfinns- dóttur, Gerðavöllum 1, Grindavík, fer fram í Grinda- víkurkirkju. Útför hennar verður gerð frá Hólskirkju í Bolungarvík á morgun. 13.30 Steingrímur Bernharðs- son, fyrrverandi bankaúti- bússtjóri, síðast til heimilis að Dalbæ Dalvík, verður jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju. 14.00 Steingrímur Kristjánsson, Árnatúni 3, Stykkishólmi, áður Öckerö, Svíþjóð, verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju. 15.00 Jóhann Ingi Einarsson, Bæjargili 96, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. AFMÆLI Hinrik Hinriksson húsgagna- bólstrari er áttræður. Hr. Ólafur Skúlason er 76 ára. Hervar Gunnarsson, fyrrverandi verkalýðsforingi á Akranesi, er 55 ára. Pétur Snæbjörnsson hótelstjóri í Mývatnssveit er 46 ára. Huginn Freyr Þorsteinsson friðarsinni er 27 ára. MARIANNE FAITHFULL (1946-) FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Það eina góða sem fylgir sambandsslitum er að maður getur samið lög um þau.“ Marianne Faithfull er ensk söngkona. Á þessum degi árið 1993 fann breska lögreglan kókaín að andvirði 70 milljóna punda sem reynt hafði verið að smygla til landsins. Lög- reglan staðfesti að kókaínsmyglið tengdist ítölsku mafíunni og var þetta fyrsta staðfesta kókaínsmygl mafíunnar til Bretlands. Það var skip frá Kólumbíu sem sigldi með eiturlyfin til Bretlands og kom í höfn í Felixstowe. Breska lögreglan fékk vísbendingar um smyglið frá ítölskum aðgerðahópi, sem barðist gegn áhrif- um og uppgangi ítölsku mafíunnar, og hafði breska tollgæslan beðið komu skipsins í viku. Rúmlega 250 kíló af efninu fundust við leit tollgæslunnar og lög- reglu í Bretlandi en smyglið teygði anga sína víðar um heiminn. Með aðstoð lögreglunnar í Kólumbíu fann lögreglan á Sikiley rúmlega 750 kíló af kókaíni og í kjölfarið voru tveir menn handteknir. Í Bretlandi voru þrír menn handteknir, tveir þeirra voru ákærðir fyrir eiturlyfjasmygl en þeim þriðja var sleppt úr haldi. Lögreglan hafði fylgst með þeim í tvo daga og lét til skarar skríða þegar mennirnir komu í höfnina að sækja fenginn. Að sögn lögreglunnar í Bret- landi kom kókaínið frá Medellin-eiturlyfjahringnum í Kólumbíu og taldi lögreglan íhlutun ítölsku mafíunn- ar óvenjulega þar sem hópur frá öðru landi hafði ekki áður skipt sér af eiturlyfjasmygli frá Suður-Ameríku. Þetta var talið benda til þess að ítalska mafían ætlaði að hasla sér völl á þeim vettvangi í kjölfar dauða eiturlyfjabarónsins Pablo Escobar sem var leiðtogi Medellin-eiturlyfjahringsins. ÞETTA GERÐIST > 29. DESEMBER 1993 Kókaíni smyglað til Bretlands Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, á fertugsafmæli í dag. Þegar blaðamað- ur náði tali af henni var hún að panta sér pitsu á veitingastað á Kanaríeyjum þar sem hún dvelur um þessar mundir ásamt fjölskyldu sinni. Í dag mun hún svo halda á framandi slóðir þar sem menn gera flest annað en að spá í geng- isvísitöluna. „Ég hef alltaf átt góð afmæli,“ segir afmælisbarnið. „Foreldrar mínir pöss- uðu vel upp á það að afmælisveislan félli ekki í skuggann af hátíðunum hvor sínu megin við hana. Þetta var líka heppilegur tími að því leyti að allir krakkarnir voru alltaf í fríi á afmælinu mínu. Pabbi gerði alltaf svokallaða negraköku og svo voru piparkökur á boðstólum og allt lagt í sölurnar líkt og þegar haldið var upp á önnur afmæli í fjölskyldunni. Svo tekur þetta náttúrlega breytingum og þegar ég var milli 25 og 30 ára sló ég alltaf upp stórpartíi í tilefni dagsins. En nú kýs ég að ganga öllu hægar um gleðinnar dyr og vera bara í rólegheit- um með fjölskyldunni.“ Það var í haust sem þau hjúin, Edda Rós og Kjartan Daníelsson, fóru að skrafa um það hvernig þau ættu að verja þessum degi. „Lendingin varð sú að við ákváðum að fara til Kan- aríeyja og ég gæti bara ekki haft það betra enda er ég umkringd góðu fólki,“ segir Edda Rós. Auk þeirra skötuhjúa eru þar börnin þrjú, foreldrar henn- ar og mágur með alla sína fjölskyldu. Þó verður liði skipt á afmælisdaginn sjálfan enda er stefnt á framandi slóð- ir. „Við ætlum að fara til Gambíu,“ segir Edda Rós og tilhlökkunin leynir sér ekki í röddinni. „Þá munum við sigla upp Gambíufljót og koma við á einhverjum sveitabæjum og jafnvel heilsa upp á innfædda. En þá munu foreldrar mínir hins vegar verða eftir á Kanaríeyjum ásamt yngstu dóttur okkar.“ En hefur forstöðumaður greining- ardeildar einhverjar áhyggjur af geng- inu meðan hún er í fríi? „Nei, maður er búinn að læra það að þetta fer allt einhvern veginn hvort sem maður hefur áhyggjur af því eða ekki. Ég var reyndar dálítinn tíma að aftengja mig frá vinnunni fyrstu dagana en svo hætti ég að hugsa um þetta.“ Það virt- ist þó ekki vera alveg rétt því að end- ingu spurði hún blaðamann: „Heyrðu, veistu hver gengisvísitalan er?“ ■ EDDA RÓS KARLSDÓTTIR Allt er fertugum fært og Edda Rós fer nú um Gambíufljót á fertugsafmælis- degi sínum. EDDA RÓS KARLSDÓTTIR: ER FERTUG Í DAG Siglir á Gambíufljóti MERKISATBURÐIR 1170 Thomas Becket er veginn í dómkirkju sinni í Englandi. 1891 Thomas Edison fær einka- leyfi fyrir útvarpi. 1969 Sigurður Nordal hlýtur heiðursverðlaun úr sjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright þegar þau eru veitt í fyrsta sinn. 1975 Sprengja springur á LaGuardia-flugvelli í New York. Ellefu manns deyja. 1995 Ríkisstjórn Íslands ákveður að ekki sé lengur hægt að óska nafnleyndar þegar sótt er um opinberar stöður. 1997 Í Hong Kong er byrjað að slátra kjúklingum til að koma í veg fyrir útbreiðslu lífshættulegrar inflúensu. Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.