Fréttablaðið - 29.12.2005, Síða 45

Fréttablaðið - 29.12.2005, Síða 45
FIMMTUDAGUR 29. desember 2005 7.800,- 3.700,- 2.200,- 3.000,- 2.500,- 4.500,- 4.500,- 6.000,- NÚ VERÐA LÆTI! FJÖLSKYLDUPAKKAR GOS DRAUGAKÖKUR risakökur og ísskápar KR-flugeldar bjóða að vanda magnaða flugelda í ótrúlegu úrvali og á frábæru verði. Þú tryggir pottþétt áramót með heimsókn til okkar. Sölustaður KR-heimilið við Frostaskjól Afgreiðslutími 28.12. kl. 10–22 29.12. kl. 10–22 30.12. kl. 10–22 31.12. kl. 9–16 Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns á þrjú af tuttugu vinsælustu lögum útvarpsstöðvarinnar Bylgjunnar á árinu 2005. Emilíana Torrini, Bubbi Morthens og Í svörtum fötum koma þar á eftir með tvö lög hver. Sálin gaf út plötuna Undir þínum áhrifum á árinu sem náði gullsölu og fékk góða dóma gagnrýnenda. Kemur því fáum á óvart að sveit- in sé í efsta sæti hjá Bylgjunni. Emilíana Torrini gaf út plötuna Fisherman´s Woman snemma á árinu sem einnig féll vel í kramið á meðal almennings. Telja margir plötuna á meðal þeirra bestu sem komu út á árinu. ■ [BYLGJAN TOPP 20] 20 vinsælustu lög Bylgjunnar 2005 (ekki í réttri röð) ALDREI LIÐIÐ BETUR SÁLIN UNDIR ÞÍNUM ÁHRIFUM SÁLIN ÞÚ FÆRÐ BROS SÁLIN SUNNY ROAD E. TORRINI HEARTSTOPPER E. TORRINI VONIN BLÍÐ BUBBI ÞÚ BUBBI MEÐAN ÉG SEF Í SVÖRTUM FÖTUM VAKNAÐU Í SVÖRTUM FÖTUM SÖKUDÓLGUR ÓSKAST NÝ DÖNSK ÉG VIL FÁ MÉR KÆRUSTU HJÁLMAR HÚMAR AÐ RAGNHEIÐUR GRÖNDAL HÚN SKÍTAMÓRALL RABBITS PAPAR IF I HAD YOUR LOVE SELMA EINN GÓÐAN DAG MARGRÉT EIR LÍF HILDUR VALA HERE FOR YOU MYST SKANDINAVÍUBLÚS Á MÓTI SÓL KÓNGUR EINN DAG HELGI BJÖRNSSON Vinsælustu lög Bylgjunnar 2005 SÁLIN HANS JÓNS MÍNS Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns á þrjú af tuttugu vinsæl- ustu lögum Bylgjunnar á árinu. [ UMFJÖLLUN ] TÓNLIST Stundum get ég ekki alveg ákveð- ið mig hvort ég eigi að missa trú á fólki eða plötufyrirtækjum. Þessi sveit hér var að missa plötusamn- ing sinn við Island, þrátt fyrir að hafa skilað af sér þessari fínu plötu sem hér er til umfjöllunar fyrir aðeins nokkrum vikum síðan. Kannski á svona grafalvarleg raf- sveit bara ekki heima á útgáfurisa eins og Island, þar sem öll áherslan er lögð á að moka inn seðlum með því að selja smákrökkum tilbún- ar, karamelluhúðaðar stráka- eða stelpusveitir. Það var búið að vera ljóst í nokkurn tíma að framtíð Ladytron væri í hættu. Það er því kannski ekki svo undarlegt að það skuli vera svona mikill eldmóður í sveit- inni á plötunni, enda ólm í að sanna sig. Það kemur því ekki á óvart að Ladytron gerist ögn aðgengilegri en áður, en alveg án þess að selja sál sína til meðalmennskudjöfuls- ins. Hún er enn listræn og leitandi, þrátt fyrir að hún sé ef til vill byrj- uð að þreifa sig niður tröppur sem aðrir hafa áður hrasað niður um. Hún er líka farin að hljóma mun líkari Stereolab, og minna eins og kvenkyns útgáfa af Kraftwerk þó áhrifin þeirra heyrist enn. Það er líka ennþá greinilegt að þessir krakkar eru aldir upp við sveitir á borð við Depeche Mode, Soft Cell og New Order. Helsti galli Ladytron er hversu einsleit sveitin er. Þó svo að lögin séu mörg afbragðs fín, eru þau öll mjög keimlík. Þess vegna hefur henni líklegast ekki tekist að brjóta sig úr undirdjúpum grúskara og upp í meginstrauminn, og mun lík- legast aldrei gera. Þetta er metn- aðarfull plata sem krefst þess af hlustandanum að hann gefi henni ítrekaða hlustun, og verðlaunar hann fyrir vikið. En á því taflborði sem sveitin hefur verið að reyna leika á, er enginn tími fyrir annan séns. Þess vegna er Ladytron skák og mát. Kannski bara kominn tími til þess að herða sultarólina, og reyna fyrir sér hjá minna útgáfu- fyrirtæki? Við getum bara vonað að við höfum ekki heyrt það síðasta frá Ladytron. Ef svo er, þá geta þau eytt því sem eftir er ævinnar með þá vitund að þau stimpluðu sig út með sinni bestu plötu til þessa. Birgir Örn Steinarsson Allt er þegar þrennt er? LADYTRON: WITCHING HOUR Niðurstaða: Þriðja breiðskífa Ladytron er bæði tap og sigur. Hún er ekki nægilega fjölbreytt til þess að halda samningi þeirra við útgáfurisann Island, en nægilega metnaðarfull til þess að liðsmenn haldi höfði. EMILÍANA TORRINI Emilíana gaf út plötuna Fisherman´s Woman á árinu og fékk góðar viðtökur.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.