Fréttablaðið - 29.12.2005, Qupperneq 46
29. desember 2005 FIMMTUDAGUR30
menning@frettabladid.is
! Kl. 21.00Á styrktartónleikum fyrir fórnarlömb
jarðskjálftans í Pakistan, sem haldnir
verða í Austurbæ, koma fram Jagúar,
Milljónamæringarnir ásamt Bogomil
Font og Páli Óskari, Ragnheiður
Gröndal, Stefán Hilmarsson og
Eyjólfur Kristjánsson, Dúndurfrétt-
ir, Cynic Guru, Helgi Rafn ásamt
Twisted Reality Show, Brynhildur
Guðjónsdóttir, Shadow Parade, Pétur
Ben, Myst, Leaves og Jón Ólafsson.
> Ekki missa af ...
... sýningu Guðrúnar Veru
Hjartardóttur, Velkomin(n)
í mannheima, og sýningunni
Aðföng Listasafns Reykjavík-
ur 2002-2005, en báðum lýkur
þeim í Hafnarhúsinu á morgun.
... sýningunni Ný íslensk
myndlist II sem nú stendur yfir
í Listasafni Íslands.
... barokktónleikum í Fríkirkjunni
annað kvöld þar sem tónlistar-
hópurinn Reykjavík barokk
flytur barokktónlist frá Englandi.
���������������������������������� ���������� ��������������������������� �����������
�������������������������������������������������������������
������������������������������������������
�������������������������������
���������������������������������������������������������������������������������������������
��������� ���������������������������������������������������������������
����������������������������� �������������������������������������������������
��� ��������� ������������������� ������������������������������������ ���������������
������������ �����������������������������������������
�
������������ �������������� �� �����������
Stóra svið
SALKA VALKA
Su 8/1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20
Fi 26/1 kl. 20
WOYZECK
Í kvöld kl. 21 UPPSELT Fö 30/12 kl. 21
Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 20
Lau 21/1 kl. 20 Su 29/1 kl. 20
KALLI Á ÞAKINU
Su 8/1 kl. 14 Su 15/1 kl. 14
Lau 21/1 kl. 14 Su 22/1 kl. 14
CARMEN
Fi 12/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr
Fö 13/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr
Lau 14/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT
Fi 19/1 kl. 20 Fö 20/1 kl. 20
Fö 27/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20
Nýja svið/Litla svið
MANNTAFL
Su 8/1 kl. 20 Lau 14/1 kl. 20
SÍÐUSTU SÝNINGAR!
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Í kvöld kl. 20 AUKASÝNING UPPSELT
Fö 30/12 kl. 20 AUKASÝNING UPPSELT
BELGÍSKA KONGÓ
Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 20
Fö 20/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20
GLÆPUR GEGN DISKÓINU
EFTIR GARY OWEN.
Í SAMSTARFI VIÐ STEYPIBAÐSFÉLAGIÐ STÚT
Fi 12/1 kl. 20 FRUMS. UPPS. Fö 13/1 kl. 20
Lau 21/1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20
GJAFAKORT
GEFÐU EFTIRMINNILEGA
UPPLIFUN GJAFAKORT Í
BORGARLEIKHÚSIÐ GILDA ENDALAUST
Fim. 29. des. örfá sæti laus
Fös. 20. jan.
Lau. 21. jan.
Gleðileg jól!
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
DESEMBER
26 27 28 29 30 31 1
Fimmtudagur
■ ■ TÓNLEIKAR
17.00 Bubbi Morthens,
Sálin hans Jóns míns, Jónsi,
Skítamórall, Nylon, Heiða, Hildur
Vala, Heitar lummur, Paparnir
og fleiri tónlistarmenn koma fram á
tónleikum til styrktar Styrktarfélagi
krabbameinsjukra barna í
Háskólabíói.
21.00 Styrktartónleikar fyrir fórna-
lömb jarðskjálftans í Pakistan verða
haldnir í Austurbæ í samstarfi við
Kópavogsdeild Rauða krossins. Fram
koma Jagúar, Milljónamæringarnir
ásamt Bogomil Font og Páli
Óskari, Ragnheiður Gröndal,
Stefán Hilmarsson og Eyjólfur
Kristjánsson, Dúndurfréttir,
Cynic Guru, Helgi Rafn ásamt
Twisted Reality Show, Brynhildur
Guðjónsdóttir, Shadow Parade,
Pétur Ben, Myst, Leaves og Jón
Ólafsson.
21.00 Pétur Ben, Karl Henry,
Beggi, Haukur Heiðar, Bob
Justman, Kristur og Svavar Knútur
koma fram á tónleikum á Gauki á
Stöng til þess að heiðra minningu
Elliotts Smith.
23.00 Brylli (Brynjar Jóhannsson)
heldur tónleika ásamt hljómsveit á
Dillon.
■ ■ LISTAHÁTÍÐ
20.00 Eldhús eftir máli, leikverk
Völu Þórsdóttur, sem hún hefur
unnið upp úr smásögum Svövu
Jakobsdóttur, verður frumsýnt í
Þjóðleikhúsinu í leikstjórn Ágústu
Skúladóttur.
■ ■ TÓNLIST
22.00 Helgi og hljóðfæraleik-
ararnir ætla að halda tónleika í
Laugarborg í Eyjafjarðarsveit.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
Á morgun ætlar tónlistar-
hópurinn Atón að frumflytja
fjögur ný verk á tónleikum í
Iðnó. Í lokin ætlar hópurinn
að sprella svolítið.
„Við verðum með óvænt sprell í
lokin á tónleikunum,“ segir Berglind
María Tómasdóttir flautuleikari,
sem kemur fram á tónleikum í Iðnó
annað kvöld ásamt félögum sínum í
Atón. Á undan sprellinu, sem engar
upplýsingar fást um hvað felst í,
ætlar hópurinn að frumflytja verk
eftir Önnu S. Þorvaldsdóttur, Guð-
mund Stein Gunnarsson, Ólaf Björn
Ólafsson og Charles Ross.
„Þessi verk eru öll skrifuð fyrir
okkur, nema reyndar verkið hans
Charles, en hann er að skrifa annað
verk fyrir okkur núna.“
Hópinn skipa að þessu sinni, auk
Berglindar, þau Ingólfur Vilhjálms-
son á klarínett, Snorri Heimisson
á fagott, Ingi Garðar Erlendsson
á básúnu, Tinna Þorsteinsdóttir á
píanó, Páll Ivan Pálsson á rafbassa,
Ólafur Björn Ólafsson á slagverk og
Áki Ásgeirsson á trompet og tölv-
ur. „Samsetningin er alltaf aðeins
breytileg,“ segir Áki. „Í þetta
skiptið erum við með rafbassa og
trommur, hljóðfæri sem eru meira
notuð í rokktónlist, en það opnar
ýmsa möguleika.“
Næst kemur Atón fram á Myrk-
um músíkdögum, sem að venju
verða haldnir í febrúar á nýju ári.
„Þar frumflytjum við ennþá fleiri
verk. Við erum óð í að frumflytja
ný verk,“ segir Bergljót.
Allt frá upphafi hefur Atón
haft það markmið að frumflytja
ný tónverk. Hópurinn var stofn-
aður sumarið 1998 af nokkrum
ungum tónlistarmönnum í tengsl-
um við Hitt húsið. „Við fengum
vinnu í eitt sumar við að spila á
vegum borgarinnar. Í raun og
veru vorum við einn af fyrstu
skapandi sumarhópum Hins húss-
ins, eins og þetta er kallað í dag.“
Hópurinn kom síðan saman á
hverju sumri allt til ársins 2001 og
hélt tónleika þar sem frumflutning-
ur nýrra verka var jafnan uppistað-
an í dagskránni. „Síðan fórum við í
frí og gerðum ekkert 2002 og 2003,“
segir Áki, en árið 2004 var farið af
stað aftur og síðan þá hefur starf-
semin vaxið og eflst. Tónleikahald
er ekki lengur bundið við sumar-
tímann, og nú er utanlandsferð á
dagskránni. Í apríl verður haldið til
Kaliforníu þar sem leikið verður á
alls oddi,
Árið 2004 hlaut Atón tilnefningu
til Íslensku tónlistarverðlaunanna
sem bjartasta vonin. ■
Við erum óð í ný verk
Hinn bráðefnilegi píanóleikari
Víkingur Heiðar Ólafsson, sem
vakið hefur mikla athygli og
margir hafa áhuga á að fylgjast
með, mun spila verk eftir Moz-
art á hátíðartónleikum Rótarý-
hreyfingarinnar í Salnum 8.
janúar næstkomandi.
Tónleikarnir eru haldnir til
að fagna nýju ári og eru jafn-
framt helgaðir Wolfgang Ama-
deusi Mozart í tilefni þess að á
nýja árinu verða liðin 250 ár frá
fæðingu þessa mikla snillings.
Tvennir tónleikar verða í
Salnum sunnudaginn 8. janúar,
þeir fyrri hefjast klukkan 16 en
þeir síðari eru haldnir klukkan
20 og seldist strax upp á fyrri
tónleikana.
Einnig koma fram á tón-
leikunum ung og glæsileg
sópransöngkona, Margrét Sig-
urðardóttir, er hlotið hefur lof-
samlega dóma, hinn góðkunni
Blásarakvintett Reykjavíkur og
Jónas Ingimundarson, píanó-
leikari og stjórnandi tónleik-
anna.
Víkingur H. Ólafsson hlaut
í fyrra hin eftirsóttu tónlist-
arverðlaun Rótarý og hefur
síðan stundað framhaldsnám í
Bandaríkjunum. Tónlistarverð-
laun Rótarý árið 2006 verða
veitt á hátíðartónleikunum og
mun hinn nýi verðlaunahafi
bætast í hóp þeirra er þar flytja
list sína.
Ár Mozarts rennur upp
ATÓN ÆFIR SIG Í gær voru félagar í Atón á æfingu fyrir tónleikana í Iðnó. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI