Fréttablaðið - 29.12.2005, Síða 52
29. desember 2005 FIMMTUDAGUR36
FRÉTTIR AF FÓLKI
Spjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey komst heldur betur í hann krappan á
þriðjudag. Var hún á leið frá Los Angeles
til Chicago ásamt heitmanni sínum þegar
brestur kom í rúðu á einkaþotu hennar
rétt eftir flugtak. Varð flugmaðurinn að
snúa vélinni við og lenda aftur í Los
Angeles vegna þessa. Sluppu
allir í vélinni við meiðsli.
Grunur lék á að fugl hefði
flogið á glugga vélarinnar
en sá möguleiki var útilok-
aður seinna meir. Grunur
leikur á að um þreytu í
glerinu hafi verið að ræða.
Leikkonan Tori Spelling, sem gerði garðinn frægan í þáttunum Beverly
Hills 90210, hefur nú gengið upp að
altarinu. Hinn heppni er leikarinn Dean
McDermott. Hittust þau við tökur á
kvikmynd sem þau léku bæði í
Toronto í Kanada. ,,Við erum
svo hamingjusöm og ástfangin“
sagði húnn í sjöunda himni.
Fyrir utan leik sinn í þáttaröð-
unum um unglingana í
Beverly Hills er Spelling
þekktust fyrir að vera
dóttir kvikmyndafram-
leiðandans forríka,
Aarons Spelling.
Leikkonan ástralska, Nicole Kidman, varði, að sögn, jólunum hjá kær-
astanum sínum, sveitasöngvaranum
Keith Urban, og fjölskyldu hans í
Nashville. Þessi 38 ára leikkona kyndir
því undir þær sögusagnir að
samband þeirra sé alvarlegra
en þau vilja vera láta.
Parið hittist fyrst í janúar
síðastliðnum í galakvöld-
verði í Los Angeles þar
sem þekktir Ástralar voru
verðlaunaðir. Hafa þau
verið saman æ síðan.
STÓR HUMAR
aðeins 3900 kr/kg.
GLÆNÝ ÝSUFLÖK
LÚÐUSNEIÐAR,
LÚÐUFLÖK
TÚNFISKUR OG LAX.
opið alla laugardaga 10-14
Pete Doherty, söngvari Baby-
shambles, ætlar að taka til í einka-
lífi sínu á næsta ári og vinna aftur
ástir ofurfyrirsætunnar Kate Moss.
Moss hætti með Doherty fyrr á
árinu vegna eiturlyfjavanda hans.
Þetta kemur fram í viðtali sem
breska ríkisútvarpið, BBC, tók við
hann á dögunum. Doherty seg-
ist ætla að snúa lífi sínu til betri
vegar með hjálp tónlistarinnar.
Ætlar hann ekki að sóa góðum
tækifærum í lífinu á sama hátt og
George heitinn Best. „George Best
var frægur fyrir fótboltahæfileika
sína en lenti síðan í algjöru rugli.
Hjá mér verður þetta akkúrat
öfugt,“ segir Doherty.
Doherty hefur ekki í hyggju að
segja fjölmiðlum nánar frá sam-
bandi sínu og Moss. Hefur hann
þegar eytt ástarbréfum sínum
til hennar svo þau komist ekki í
rangar hendur einhvern daginn.
Einnig óttast hann að dagbækur
hans lendi í röngum höndum en
hann hefur enn ekki viljað eyði-
leggja þær.
Doherty vill bæta sig
PETE DOHERTY Vandræðagemlingurinn breski ætlar að taka til í einkalífi sínu á næsta ári.
Það var rólegt um að litast á flug-
eldasölum borgarinnar í dag,
enda rétt verið að opna. „Þetta
byrjar alltaf rólega og eykst svo
jafnt og þétt þegar nær dregur
gamlársdegi,“ segir Dagbjartur
Brynjarsson hjá Björgunarsveit
Hafnarfjarðar.“
Flugeldarnir sem björgunar-
sveitir landsins selja eru hann-
aðar fyrir íslenskan markað og
er innblástur fyrir nafngiftirn-
ar sóttur í íslensku fornsögurn-
ar. „Flugeldaúrvalið köllum við
vopnabúrið,“ segir Bragi Björns-
son, flugeldasérfræðingur Hjálp-
arsveitar skáta. „Þar er lásboginn
stærstur og mestur. Hann er eins
og tívolíbomba, falleg stjarna sem
springur með miklum látum og
litadýrð. Hnífurinn lika vinsæll,
þrískipt og skemmtileg raketta en
svo kaupa menn líka atgeir, spjót
og sverð.“
Stærstu skotkökurnar eru kall-
aðar bardagar. Þeirra stærstir eru
Ingólfsbardagi og Örlygsstaða-
bardagi. Bardagarnir eru eins
mismundandi og þeir eru margir;
sumir leggja meiri áherslu á lita-
dýrð en aðrir á hávaða. „Þetta er
í rauninni bara lítil flugeldasýn-
ing,“ segir Dagbjartur. „Enda hafa
terturnar slegið í gegn og rjúka út
hjá okkur.“ Sömu sögu er að segja
af skotkökunum sem bera nöfn
fornkappanna, til dæmis Grettir
og Gunnar á Hlíðarenda og segir
Bragi að það færist sífellt í auk-
ana að fjölskyldur og nágrannar
taki sig saman og leggi í púkk
fyrir veglegri flugeldaveislu.
Bragi segir að karlar og konur
leiti yfirleitt ekki eftir því sama
í flugeldum. „Konur hafa meira
gaman af litadýrð en karlarnir eru
fyrir hávaða. Í ár bjóðum við upp
á tertu sem á að höfða til kvenna
og við köllum Þórunni hyrnu. Hún
er hjartalaga og skartar mörgum
litum.“ Braga finnst það góður
siður að vísa til fornsagnanna í
nafngiftum flugeldanna. „Það
myndast skemmtileg stemning.
Fólk kemur ár eftir ár og biður um
Guðríði eða Gretti. Það er líka auð-
veldara að muna nöfnin á flugeld-
unum með þessu móti.“
Það er jákvæð þróun, að
mati Sigrúnar A. Þorsteinsdótt-
ur sviðsstjóra slysavarnasviðs
Landsbjargar, að skotkökurnar
verða sífellt vinsælli. „Gegnum-
gangandi eru þær öruggari en
flugeldarnir svo lengi sem fólk
fer eftir leiðbeiningum. Það er
meiri hætta á að flugeldur fari
á hliðina og skjótist í átt að fólki
en skotkaka, en það verður að
gæta þess að undirlagið sé slétt.“
Sigrún segir að reyndar valdi
skotkökur oft slysum en það stafi
oftar en ekki af fikti. „Það er vin-
sælt meðal unglinga að rífa þær
í sundur og safna púðrinu saman
í öfluga sprengju og af því hafa
orðið ljót slys. En sé leiðbeining-
um fylgt og fólk sýnir aðgát eru
kökurnar að jafnaði öruggari en
flugeldarnir. ■
Örlygsstaðabardagi
á áramótum
ÁRIÐ SPRENGT Í BURTU Það er gott, að mati Sigrúnar Þorsteinsdóttur, að skotkökurnar
sækja í sig veðrið því þær eru öruggari en flugeldarnir.
BRAGI BJÖRNSSON Segir nokkurn mun á þeim flugeldum sem höfða til karla og kvenna.
FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI
Flugeldasölur landsins opnuðu í gær eins og ráða
mátti af háum hvellum víða um bæ. Bergsteinn
Sigurðsson kannaði hvað er efst á baugi í vopna-
búrum björgunarsveitanna þetta árið.