Fréttablaðið - 29.12.2005, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 29.12.2005, Blaðsíða 57
FIMMTUDAGUR 29. desember 2005 41 �������� ��� ��������������������������� �� ����� ���� �������� ������������� ��������������������� ������������� �������������� ������������������������ HVAÐ? HVENÆR? HVAR? DESEMBER 26 27 28 29 30 31 1 Fimmtudagur ■ ■ LEIKIR  19.15 Skallagrímur og Fjölnir mætast í Iceland Express-deild karla í körfubolta.  19.15 KR og Grindavík mætast í Iceland Express-deild karla í körfu- bolta.  19.15 Haukar og Höttur mætast í Iceland Express-deild karla í körfu- bolta.  19.15 Þór Ak. og Snæfell mætast í Iceland Express-deild karla í körfu- bolta.  19.15 Hamar/Selfoss og ÍR mæt- ast í Iceland Express-deild karla í körfubolta. ■ ■ SJÓNVARP  09.20 Heimsbikarkeppnin á skíðum á Rúv. Bein útsending.  12.20 Heimsbikarkeppnin á skíðum á Rúv. Bein útsending.  19.00 Aflraunir Arnolds á Sýn.  19.30 NFL-tilþrif á Sýn.  20.00 Ensku mörkin á Sýn.  20.30 Enski boltinn á Sýn. Arsenal gegn Man. Utd.  22.45 Box á Sýn. FÓTBOLTI Nigel Worthington, knatt- spyrnustjóri Norwich í ensku 1. deildinni, kveðst ekki hafa áhuga á að fá framherjann Robbie Fow- ler í sínar raðir á nýju ári. Fowler er neðstur í goggunaröð framherja Man. City í augnablikinu og hefur þráfaldlega verið orðaður við sölu frá félaginu í janúar. Worthington segir ástæðuna fyrir áhugaleys- ingu vera einfalda: Fowler sé ekki nægilega hungraður. „Fowler hefur þénað vel á sínum ferli og hefur ekki lengur metn- að sem fótboltamaður. Ég vil bara hafa hungraða leikmenn í mínu liði,“ segir Worthington en nýlega bárust af því fréttir að Fowler hefði verið á stjái í bænum. „Já það virð- ast allir hafa séð hann,“ sagði Wort- hington. „En hann hlýtur að hafa verið að kaupa sér hús eða eitthvað. Ég hef heyrt að hann eigi eitthvað í kringum 80 fasteignir. Nú á hann örugglega 81.“ - vig Forráðamenn Norwich: Viljum ekki fá Fowler ROBBIE FOWLER Þarf að sætta sig við að spila með varaliði Man. City. FÓTBOLTI Liverpool ætlar sér að næla í tvo varnarmenn frá Deporti- vo þegar félagsskiptaglugginn opn- ast í janúar. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Fabrizio Coloccini og Cesar en sá síðarnefndi verður samningslaus eftir tímabilið og ætti að geta fengist á góðu verði. Rafael Benitez, stjóri Liverpool, sem þekkir báða leikmennina vel frá tíma sínum á Spáni, er einnig sagður á höttunum á eftir Dani- el Agge hjá Bröndby í Danmörku sem er verðlagður á 600 milljónir króna. Þá ætlar Benitez að losa sig við spænska bakvörðinn Josemi og er Liverpool í viðræðum við Sevilla um kaup á honum. - vig Rafael Benitez: Vill fá tvo frá Deportivo SKÍÐI Skíðasamband Íslands útnefndi Dagnýju Lindu Kristjáns- dóttur og Björgvin Björgvinsson skíðamenn ársins í gær. Athygli vekur að Dagný Linda skarar fram úr þótt hún hafi aðeins hafið keppni á árinu í nóvember vegna meiðsla. Hún stóð sig vel í stórsvigskeppn- um á árinu og er eina íslenska skíðakonan sem hefur unnið sér þátttökurétt á ólympíuleikunum í Tórínó í febrúar. Björgvin er reyndasti keppnis- maður landsins og hefur stokkið upp heimslistann á árinu. Hann er í 77. sæti í svigi og 137. sæti í stór- svigi. Björgvin er Íslandsmeistari í svigi og tvíkeppni, náði 28. sæti á heimsmeistaramótinu í svigi og stóð uppi sem sigurvegari í Ástralíu og Nýja-Sjálandsbikarnum í haust. Hann náði þeim árangri fyrstur Íslendinga en ekki er tekið fram hversu margir Íslendingar hafa reynt fyrir sér á mótinu í fréttatil- kynnningu Skíðasambandsins. Skíðasambandið skrifaði einnig undir styrktarsamning við Eim- skip í gær en aðalstyrktaraðilar sambandsins eru þá orðnir fimm talsins. - hbg Skíðafólk ársins útnefnt í gær: Dagný Linda og Björgvin best DAGNÝ LINDA OG BJÖRGVIN Bestu skíðamenn landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.