Fréttablaðið - 29.12.2005, Síða 59
FIMMTUDAGUR 29. desember 2005 43
�������� ���
��������� �������
����� ��������� �� ���� ��������� ��������� ������ ���� ����
��������� �������������������� ���������� ���������������� ���
��� �����������
������������������������
FÓTBOLTI Fabio Capello, stjóri
Juventus, viðurkenndi í gær að það
yrði draumi líkast ef hann fengi
tækifæri til að þjálfa lið Man. Utd
í nánustu framtíð. Capello hefur
verið lengi verið orðaður sem lík-
legasti eftirmaður Sir Alex Fergu-
son, en Skotinn knái er sagður lík-
legur til að hætta með liðið eftir
næsta tímabil.
„Það yrði sem draumur fyrir
mig, rétt eins og það yrði fyrir
flesta aðra þjálfara,“ segir Capello,
sem hefur lengi verið einn virt-
asti þjálfarinn í evrópskum fót-
bolta. „Man. Utd er stórkostlegt
félag með mikla sögu og ég ber
óendanlega mikla virðingu fyrir
Ferguson. Ég hef engin formleg
tilboð fengið frá félaginu,“ ítrek-
aði Capello sem hefur einnig verið
bendlaður við stjórastöðuna hjá
Real Madrid.
„Það er alltaf verið að orða við
mig við þessi tvö félög og ég er
hættur að spá í þessar vangavelt-
ur. Nú er ég að einbeita mér að því
að klára tímabilið með Juventus
þar sem við viljum vinna ítölsku
deildina og meistaradeildina. Ég
vil sanna mig sem þjálfara á Eng-
landi á einhverjum tímapunkti og
ég myndi aldrei neita tilboði um
að þjálfa á Englandi.” - vig
Fabio Capello, knattspyrnustjóri Juventus:
Það yrði draumur að fá
að þjálfa Man. Utd
KÓNGURINN Á ÍTALÍU Fabio Capello langar að þjálfa Manchester United.
KÖRFUBOLTI Utah Jazz hefur vænt-
anlega sent Tracy McGrady og
eiginkonu hans blóm og konfekt
eftir að þau eignuðust son á þriðju-
dagskvöldið. Ástæðan fyrir því að
það gladdi Jazz sérstaklega er sú
að McGrady var að pakka Jazz-lið-
inu saman með liði sínu Houston
þegar konan hans fór á fæðingar-
deildina. McGrady nýtti leikhléið
til þess að klæða sig og stökkva
upp á fæðingardeild. Hann var þá
búinn að skora 21 stig og Houston
að sigra leikinn. Án McGradys
hrundi leikur Houston og Jazz
sigraði, 82-74.
„Fjölskyldan kemur fyrst. Ég
vil óska honum til hamingju með
soninn en þetta var ekki gott fyrir
Houston,“ sagði Andrei Kirilenko,
leikmaður Utah, glaður í leikslok.
Afdrifarík fæðing:
Hrun hjá Houston
án McGrady
TRACY MCGRADY Eignaðist son en Houston
tapaði án hans. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Leikmenn Aston Villa
styðja 64 milljóna punda yfir-
tökutilboð sem væntanlegt er á
næstu dögum frá írskum fjárfest-
um. Ekki er vitað hversu miklir
peningar fara í leikmannamál
verði af yfirtökunni en Doug
Ellis, sem hefur verið ákaflega
umdeildur í fílabeinsturni sínum á
Villa Park, hverfur þá á brott frá
félaginu.
Stuðningsmenn félagsins taka
tíðindunum fagnandi enda telja
þeir félagið hafa staðnað á síðustu
árum.
Aston Villa:
Leikmenn
styðja yfirtöku
DOUG ELLIS Hugsanlega á förum frá Villa.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Jeremie Aliadiere,
franski framherjinn sem er í láni
hjá West Ham frá Arsenal, gagn-
rýndi stjóra sinn Alan Pardew
harkalega í gær fyrir að gefa sér
ekki tækifæri í liðinu. Aliadiere
hefur aðeins komið við sögu í sex
leikjum West Ham á tímabilinu - í
öll skiptin sem varamaður.
„Ég er í góðu formi, líður vel og
á ekki við nein meiðsli að stríða.
En ég fæ ekki að spila,“ segir
Aliadiere. „Ég skil ekki af hverju
þetta er svona og það gerir David
Bellion ekki heldur, sem er í sömu
stöðu og ég. Hann fékk að spila
meira hjá Manchester United en
hann gerir hjá West Ham.“
- vig
Jeremie Aliadiere:
Vill fá fleiri
tækifæri