Fréttablaðið - 29.12.2005, Qupperneq 62
29. desember 2005 FIMMTUDAGUR46
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
AÐ MÍNU SKAPI ÓLAFUR EGILL EGILSSON LEIKARI
Glymskratti Gunnlaugs, Barnagælur og Dalvík
STÓR HUMAR
HÖRPUSKEL
RISARÆKJUR
Þann fimmtánda janúar hefjast
sýningar á nýrri íslenskri þáttaröð
sem ber nafnið „Allir litir hafsins
eru kaldir“ hjá Ríkissjónvarpinu.
Það telst alltaf til tíðinda þegar
íslenskar framhaldsþáttaraðir eru
sýndar í sjónvarpi en þættirnir
hafa verið seldir víða um Evrópu.
Einnig var gerð hundrað mínútna
löng kvikmynd sem ekki er ráð-
gert að verði sýnd hér á landi.
Það er Anna Rögnvaldsdóttir
sem leikstýrir þáttunum og segir
hún Alla liti hafsins upprunalega
hafa verið hugsaða fyrir sjónvarp
í þáttaraðaformi. „Síðan kom í
ljós að það er auðveldara að selja
hundrað mínútna langa kvikmynd
og því var farin sú leið að skrifa
tvö handrit, eitt fyrir myndina
og annað fyrir þættina,“ útskýrir
hún. Verkið er að mestu leyti fjár-
magnað af erlendum aðilum og
segir Anna að myndin og þættirn-
ir hafi verið hugsaðir ekki aðeins
fyrir Ísland heldur einnig fyrir
erlendan markað.
Mikið hefur verið rætt um
framleiðslu á leiknu innlendu efni
og hefur Anna sínar skoðanir á
því. Hún telur ákveðið áhugaleysi,
skipulagsleysi og metnaðarleysi
ríkja gagnvart þessu efni. „Sjón-
varpsstöðvarnar eiga kost á því að
kaupa erlent leikið efni fyrir brota-
brot af þeim kostnaði sem fylgir
innlendu efni,“ segir Anna en hún
telur lausnina geta verið í sjónmáli
með breytingum á útvarpslögun-
um og vonar að Ríkissjónvarp-
ið verði tekið í gegn þegar þær
lagabreytingar ná fram að ganga.
„Hjá Ríkisútvarpinu er starfandi
leiklistardeild með sitt fjármagn.
Að stofna slíka deild hjá Ríkissjón-
varpinu gæti verið hluti af lausn-
inni,“ segir Anna sem vinnur nú
að gerð tveggja handrita auk bókar
um þessar mundir en villl ógjarn-
an gefa nokkuð upp.
Í þáttunum Allir litir hafsins
er sagt frá lögfræðingnum Ara
Jónssyni sem er falið að taka að
sér morðmál, en málavextir virð-
ast við fyrstu sýn vera borðleggj-
andi. Aldraður málverkasafnari
finnst látinn á heimili sínu eftir
hrottalega líkamsárás og allt
bendir til að um misheppnað rán
sé að ræða. Þegar hins vegar er
kafað dýpra taka málin óvænta
stefnu. Aðalhlutverkin í þáttun-
um leika þau Hilmir Snær Guðna-
son og Þórunn Lárusdóttir en auk
þeirra fara þeir Pétur Einars-
son og Jón Sæmundur Auðarson
með stór hlutverk, en sá síðar-
nefndi er kannski betur þekktur
sem eigandi fataverslunarinnar
Dead. Jón Sæmundur hefur þó
áður leikið því hann fór með stórt
hlutverk í kvikmyndinni Ein stór
fjölskylda auk þess að koma stutt
fram í Óskabörnum þjóðarinnar.
freyrgigja@frettabladid.is
ANNA RÖGNVALDSDÓTTIR: ÍSLENSKT LEIKIÐ EFNI Á UNDANHALDI
Sjónvarpsstöðvar kaupa
frekar erlenda þætti
ALLIR LITIR HAFSINS ERU KALDIR Ný íslensk sjónvarpsþáttaröð hefst í Ríkissjónvarpinu 15. janúar og segir þar frá lögfræðingnum Ara sem
tekur að sér morðmál.
TÓNLIST Bróðir minn Gunnlaugur, sem nú býr og starf-
ar í Stokkhólmi, er mikill tónlistargrúskari og í þessari
jólaheimsókn Gunnlaugs heim á klakann skiptumst
við bræðurnir á tónlist; ég afritaði ipodinn hans og
hann minn svo það er nóg af nýmeti í glymskrattan-
um: Vashti Bunyan, Broadcast, Jonathan Fire Eater,
Fourtet, Jordi Savall og hans frú Montserrat Figueras og
fleira forvitnilegt.
BÓK Hef lítið getað legið í bókum síðustu vikur, en
handritið að Túskildingsóperunni hefur sjaldnast
verið langt undan. Las samt síðast „Barnagælur“ eftir
Óttar Norðfjörð, aðallega vegna þess að hún fékk svo
afspyrnu slæma ritdóma, það vakti forvitni mína. Enda
kom á daginn að bókin var áhugaverð í margan stað
Þar á undan hafði ég hesthúsað „Svartur á leik“ eftir
Stefán Mána í tengslum við rannsóknarvinnu tengdri
Túskildingnum og reyndar stýfði ég sömuleiðis úr
hnefa „Í frostinu“ eftir vin minn Jón Atla Jónasson.
BÍÓMYND Werner Herzog hefur alltaf verið í miklu
uppáhaldi hjá mér, bæði þegar hann gerði kvikmynd-
ir með ofurleikaranum Klaus Kinsky og líka eftir að
hann sneri sér alfarið að heimildarmyndagerð. Ég sá
síðast mynd hans „Grizzly Man“, sem er stórkostleg
heimildarmynd um dýravin frá Kalíforníu sem var étinn
af kanadískum skógarbirni. Svo var auðvitað kvik-
myndun Herzogs á Woyzeck Buchners búin að rúlla í
gegn í nokkur skipti meðan Vesturport var að vinna þá
sýningu.
BORG Borg að mínu skapi er hver sú borg þar sem
hægt er að sitja utandyra að kvöldlagi yfir lengra
tímabil en sem nemur tveimur vikum á ári. Annars
kom ég á Dalvík í sumar og þótt það sé kannski ekki
stórborg eru íbúarnir heimsborgarar og gestrisnir með
afbrigðum, sérstaklega á Fiskidaginn mikla. Hvar ann-
arss taðar er maður kallaður af götunni inn á gafl hjá
bláókunnugum og boðið upp á selshreifa og fiskisúpu
rétt eftir miðnætti?
BÚÐ Ha? Uppáhaldsbúð? Það væri
búðin þar sem ekkert er til sölu
en allt fæst gefið gegn góðum
fyrirheitum.
VERKEFNIÐ Fimm sýn-
ingar á Túskildingsóp-
erunni þessa vikuna
og samtímis hefjast
æfingar á Pétri
Gaut í Þjóðleik-
húsinu. Annars er
maður bara að
reyna að sinna því
verkefni að vera
manneskja, þrátt
fyrir dýrseðlið og
allt hitt áreitið.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
EI
TU
R
FRÉTTIR AF FÓLKI
Ástarfleyið hefur lagst að bryggju og í kvöld verður síðasti þátturinn sýndur
á Sirkus. Um var að ræða dýrustu fram-
leiðslu sjónvarpsstöðvarinnar en hún
skilaði ekki miklu áhorfi og þættinum
tókst ekki að ná þeim vinsældum sem
stjórnendur stöðvarinnar höfðu eflaust
vonast til. Það er þó ekki útilokað að
fleyið muni leggja úr höfn á næsta ári
og þátturinn hefur þá vonandi sjóast. Í
kvöld verður svokallaður uppgjörsþáttur
en allir þátttakendur munu hittast í
fyrsta skipti eftir að tökum lauk. Ekki er
útilokað að einhver krassandi leyndar-
mál muni koma upp úr kafinu enda
gerðust skipverjar víst
ansi fjölþreifnir á
meðan dvölinni
stóð við strendur
Tyrklands. Flestir
eru þó sammála
um að hápunktur-
inn hafi verið þegar
myndatökumanni
var skipt inn á í
staðinn fyrir
einn þátttak-
andann.
Tvennir styrktartónleikar verða
haldnir í Reykjavík í kvöld. Ann-
ars vegar verða haldnir tónleikar
í Háskólabíói til stuðnings Styrkt-
arfélagi krabbameinssjúkra barna
og hins vegar í Austurbæ síðar um
kvöldið til styrktar fórnarlömbum
jarðskálftans í Pakistan.
Tónleikarnir í Háskólabíói
hefjast klukkan 17.00 og standa
yfir til klukkan 19.05. Á meðal
þeirra sem
troða upp eru
Sálin hans
Jóns míns,
Jónsi, Pap-
arnir, Bubbi,
Hildur Vala,
Nylon og
Skítamórall.
Gunnar Ragnarsson, formað-
ur Styrktarfélags krabbameins-
sjúkra barna, segir að tónleik-
arnir séu orðnir fastur þáttur í
fjáröflun þess. „Þessi aur sem
kemur þarna er geysilega mik-
ilvægur fyrir félagið,“ segir
Gunnar. „Það er margt í gangi
hjá okkur. Við erum núna að
opna í vor nýtt hvíldar-
heimili austur á Flúð-
um fyrir fjölskyldur
krabbameinssjúkra
barna. Þessir pen-
ingar koma sér vel
við að klára það,“
segir hann.
Á tónleikunum í Austurbæ,
sem hefjast klukkan 21.00 koma
meðal annarra fram Jagúar, Millj-
ónamæringarnir ásamt Bogomil
Font og Páli Óskari, Ragnheiður
Gröndal, Stefán og Eyvi, Leaves
og Dúndurfréttir.
Tónleikarnir eru haldnir í sam-
starfi við Kópavogsdeild Rauða
krossins og mun allur ágóði renna
í hjálparstarf Rauða krossins á
hamfarasvæðunum í Pakistan.
Miðasala á tónleikana fer fram á
midi.is og í miðasölu Austurbæjar
sem er opin frá 13-17. ■
Tvennir styrktartónleikar
JAGÚAR Hljómsveitin Jagúar kemur fram á styrktartónleikum í Austurbæ
í kvöld. Ágóðinn rennur til fórnarlamba jarðskjálftans í Pakistan þar sem
hátt í 100.000 manns týndu lífi.
Birni Inga Hrafnssyni hefur bor-ist óvæntur liðstyrkur en völva
tímaritsins Vikunnar spáir honum sigri í
prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykja-
vík. Björn skrifar smáfærslu á heimasíðu
sinni og greinir frá þessari spá en hún
gerir einnig ráð fyrir að kona muni
hreppa annað sætið. Frambjóðandinn
tekur þessu þó öllu með stóískri ró og
segir ekki vera hægt að bóka neitt fyrir-
fram þó völvan sé bjartsýn fyrir
hönd framboðsins. „Ég
vona auðvitað að hún
muni reynast sannspá,
en það er samt verk
að vinna og allir sem
vettlingi geta valdið
eru hvattir til að leggja
hönd á plóginn,“ skrifar
frambjóðandinn sem
greinilega vill hafa
vaðið fyrir neðan
sig þrátt fyrir góða
spá.
Þó lokatölur og skilauppgjör bóksala séu ekki komin í hús eru útgefendur
þegar byrjaðir að fagna góðu gengi á
vertíðinni sem nú er afstaðin. Hjá Eddu
útgáfu ríkir mikil gelði enda mun sala
á bókum forlagsins hafa farið fram
úr væntingum. Gleðin er ekki minni
á Bræðraborgarstígnum hjá Jóhanni
Páli Valdimarssyni en á heimasíðu JPV
segir að Íslendingar hafi keypt 208.346
bækur frá forlaginu það sem af er árinu
2005. Söluhæsta bók JPV þetta árið var
Ragon sem var prentuð í 7000-7500
eintökum og lagði sjálfan Harry Potter á
lokasprettinum. - fgg/þþ
HRÓSIÐ
...fær söngvarinn Garðar Thor
Cortes en fyrsta plata hans seld-
ist mest allra platna á Íslandi
þetta árið eða í rúmum átján þús-
und eintökum. Platan var gefin út
fyrir aðeins sex vikum.
LÁRÉTT
2 starf 6 guð 8 kopar 9 geislahjúpur
11 dreifa 12 kryddblanda 14 mont
16 rykkorn 17 rotnun 18 viljugur
20 tveir eins 21 leikni.
LÓÐRÉTT
1 fituskán 3 tveir eins 4 þakíbúð
5 knæpa 7 mergð 10 urrdan 13 skarð
15 þvo 16 kraftur 19 vörumerki.
LAUSN
LÁRÉTT: 2 verk, 6 ra, 8 eir, 9 ára, 11 sá,
12 karrí, 14 grobb, 16 ar, 17 fúa, 18 fús,
20 ðð, 21 list.
LÓÐRÉTT: 1 brák, 3 ee, 4 risíbúð, 5 krá,
7 aragrúi, 10 arr, 13 rof, 15 baða, 16 afl,
19 ss.
1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 9