Tíminn - 10.11.1976, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 10. nóvember 1976
TÍMINN
5
Erum viðihúsi
eða erum við
ennþá niðri
inámunni?
Herbergi!
önnur
bygging?
r Við e
fylgjum w
þér fast eftirl
k Teebolt.' ÍB
«Hvorugt,littuS
hérna út og þá
’ áttar þúþigg
^á hvar viðoi
m erum.
f Klifriö\?
[upp hérna]
| piltar.^
Ráðstefna
um mengun
fersks vatns
Ráðstefna um mengun fersks
vatns verður haldin að Hótel Sögu
á föstudaginn. Þar verða flutt tiu
erindi, sem sérfræðingar, hver á
sinu sviði, annast, en einnig verða
fyrirspurnir og almennar umræð-
ur.
Landssamband stangaveiöifé-
laga hefur haft forgöngu um ráð-
stefnuhald þetta, en auk þess eru
aðilar að ráðstefnunni:
Búnaðarfélag Islands, Heil-
brigðiseftirlit rikisins, Heil-
brigðisráðuneytið. Landssam-
band veiðifélaga, Landbúnaðar-
ráðuneytið, Landvernd, Náttúru-
verndarráð, Veiðimálanefnd og
Veiðimálastofnunin.
1 frétt um ráðstefnuna segir
m.a.:
Tilgangurinn með þessari ráö-
stefnu er ekki sá, að þykjast sjá
alls staðar mengun, heldur að
upplýsa menn um þessi mál..
skýra frá stöðunni eins og hún er i
dag, benda á hvar sé helzt hætta á
ferðum og visa á leiðir til úrbóta
og varnaðar.
Samræmdar
lánareglur
hjá SAL-
sjóðnum
Gsal-Rvik. — Nefnd, sem fram-
kvæmdastjórn Sambands al-
mennra lífeyrissjóða, fól að
vinna að gerð tiiiagna að sam-
ræmdum lánaregium fyrir aðild-
arsjóði sambandsins hefur lokið
störfum. í greinargerð nefndar-
innar kom m.a. fram, að hún
leggur tii að lántökuskilyrði verði
eins hjá öilum SAL-sjóðunum,
lánstfmi og vextir veröi sam-
ræmdir, og iánsupphæðir breytist
tvisvar á ári I samræmi við kaup-
gjald á hverjum tima.
Tillögur nefndarinnar voru
ræddar á fundi framkvæmda-
stjórnar SAL 27. október sl. og
var þá samþykkt aö senda þær, á-
samt greinargerð nefndarinnar,
til aðildarsjóða SAL til umsagn-
ar. Athugasemdir og ábendingar
þurfa aö berast skrifstofu SAL
fyrir 1. desember nk.
SILVAN SUNDLAUGAR
BYGGIR •*>
Grensósvegi 12 —
Sími 1-72-20
Veggir úr áli
Laugin úr þykku plasti
Hreinsitæki,
Dýfingarbretti,
Stigar.
Nauðungaruppboð
Að kröfu skiptaréttar Kópavogs, verður haldiö nauð-
ungaruppboð á vélum, tækjum, verkfærum margs konar
og efnisbirgðum, eign þrotabús Trésmiðjunnar As h/f,
Kópavogi, í fyrrverandistarfsstofu aö Auöbrekku 55, jarö-
hæð, miðvikudaginn 17. nóvember 1976 kl. 14.
Það sem selt veröur er m.a.:
Sievers-skápapressa, Hubner-Iakksprauta, bandpússvél
(F.R.B), Panhans-kantpressa, Omac-tvfblaðasög, afrétt-
ari (Sem F4L), Schleicher-fjölbor, spónapressa, Stein-
höj-loftpressa, Hilti-nagíabyssa, Eto-spónsög, ýmis raf-
knúin handverkfæri o.m.fl.
Uppboösskilmálar og listi yfir það sem selt verður liggur
frammi á bæjarfógetaskrifstofunni að Hamraborg 7.
Sölumunirnir veröa tilsýnis á uppboösstað, Auöbrekku 55,
laugardaginn 13. nóvember n.k. kl. 14-16.
Greiðsia fari fram við hamarshögg.
Uppboðshaldarinn i Kópavogi.
Ólafur St. Sigurðsson
héraðsdómari.
Fá-
dæma
góðæri
A.S.-Mælifelli. — Eftir hlýjan
og snjólausan vetur kom gott
vor og ágætt sumar. Haustiö
hefur veriö svo hlýtt og áfella-
laust, aö óvenjulegt er, biiðu-
veður I göngum og gróður lítt
bliknaður á veturnóttum. Er I
frásögur færandi, að börn fóru
til berja hér i sveitinni 6.
nóvember, salat var þá ó-
skemmt I matjurtagörðum, en
siöustu garðblómin féllu ioks
sl. morgun, er frost var nokk-
urt og svolitið gránaði I hæstu
fjöll.
Enn er unnið að byggingum
og fleiri störfum úti við, sem
aðeins veröur sinnt í frost-
lausu og góðu veðri, svo og
vegagerð, en þrír vegarspott-
ar hafa verið byggðir upp og
hækkaðir í Lýtingsstaða-
hreppi á þessu hausti. Þó að
þeir séu stuttir, munar nokkru
•á vetrum.
Félagsmálastörf vetrarins
eru að hefjast. Frú Sigriður
Thorlacius var á ferð i hérað-
inu og hélt fyrirlestra og fé-
lagsmálanámskeið með kven-
félagskonum. Þótti hún au-
fúsugestur og vakti mál henn-
ar og fræðsla mikla athygli.
8. nóvember 1976.
m_________
i Z 325 & Z 305
^ ryksugurnar
Electrolux
eru traust og góð
í
heimilish jólp
Vönimarkaðurinnlif.
Armúla 1A — Slmi 8-16-60