Tíminn - 10.11.1976, Blaðsíða 19

Tíminn - 10.11.1976, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 10. nóvember 1976 TÍMINN 19 flokksstarfið Njarðvík Aðalfundur Framsóknarfélags Njarðvlkur verður haldinn sunnudaginn 14. nóv. kl. 20.30. í Framsóknarhúsi Keflavikur. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Onnur mál. Stjórnin FUF — Kópavogi Aðalfundur félags ungra Framsóknarmanna i Kópavogi, verður aö Neðstutröð 4,18. nóvember kl. 8.30. Stjórnin. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Handavinnukvöld veröur fimmtudaginn 11. október aö Rauðarárstig 18 kl. 20.30. Basarnefndin Framsóknarvist ó Hótel Sögu Fimmtudaginn 11. nóv. 1976 veröur spiluð framsóknarvist að Hótel Sögu isúlnasal. Húsið opnað kl. 20,byrjaö aö spila kl. 20.30, dans á eftir. Góð kvöldverðlaun. Allir velkomnir. Framsóknar- félag Reykjavikur. Hafnarfjörður Jón Skaftason, alþingismaður, heldur fund með Hafnfirðingum laugardaginn 13. nóvember kl. 15.00 i félagsheimili Framsóknar- flokksins að Lækjargötu 32. Fundarefni: Stjórnmálaviðhorfið og samskipti Hafnarfjarðarbæjar og rikisvaldsins. Kl. 14.00 verður farið með þingmanninum i skoðunarferð um bæ- inn i fylgd með embættismönnum bæjarins, bæjarfulltrúa og nefndarmönnum flokksins. Þeir sem áhuga hafa á ferð þessari mæti að Lækjargötu 32 rétt fyrir kl. 14.00. Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna i Hafnarfirði F.U.F. Keflavík Fundur verður haldinn I Framsóknarhúsinu mánudaginn 15. nóv. og hefst kl. 8.30. Fundarefni: 1. Starfsemi F.U.F. i vetur. 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. 3. útgáfa Jökuls. Félagsmenn eru sérstaklega beðnir um að fhuga fyrsta liö og koma með tillögur. Sýnum félagsþroska og fjölmennum stund- vislega. Stjórnin. Húsvíkingar Vegna hagstæðra samninga Framsóknarfélags Húsavikur við Samvinnuferðir bjóðum við Framsóknarfólki sérstakt afsláttar- verð á Kanarieyjaferðum i vetur. Upplýsingar gefur Aðalgeir Olgeirsson, simi 41507 á kvöldin. Einnig munu liggja frammi upplýsingabæklingar á skrifstofu flokksins i Garðar. Stjórnin Keflavík Aðalfundur Framsóknarfélags Keflavikur verður haldinn i Framsóknarhúsinu laugardaginn 13. nóv. n.k. kl. 5 e.h. Fundar- efni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing 3. Bæjarmál. Stjórnin Kjördæmisþing Vesturlandi Kjördæmisþing Framsóknarfélaganna i Vesturlandskjördæmi verður haldið I Félagsheimili Stykkishólms laugardaginn 13. nóvember og hefst kl. 10 árdegis. Ræðu flytur Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra, flytur ræöu. Kjördæmisþing á Suðurlandi 17. kjördæmisþing framsóknarmanna á Suðurlandi verður hald- ið i Vestmannaeyjum dagana 12.-13. nóvember n.k. Steingrimur Hermannsson, ritari Framsóknarflokksins. Fulltrúar af fastalandinu fara með Herjólfi frá Þorlákshöfn föstudaginn 12. nóvember kl. 14.00. Fulltrúar vinsamlega hafið samband við formenn félaganna um skráningu og sameiginlegar ferðir. Kennarar þinga á Húsavík ÞJ-Húsavik. Kennsla fór ekki fram við Barnaskólann á Húsavik á mánudaginn. Kennarar komu samt til starfa við skólann, og unnu að margs konar lagfæring- um og frágangi ýmissa hluta, sem að jafnaði vinnst ekkitimi til á venjulegum vinnutima. Sam- kvæmt upplýsingum skólastjóra, Sigurðar Hallmarssonar, hafa kennarar barnaskólans stundum komiðsaman á kvöldin til þess að sinna þess háttar störfum. Sið- degis á mánudag, komu kennar- arnir saman til fundar til að ræða kjaramál sin. Auk kennara barnaskólans komu til fundarins kennarar frá Hafralækjarskóla i Aðaldal, Stóru-Tjarnaskóla i Ljósavatnshreppi og Barna- skólanum á Laugum Reykjadal. Kennsla féll ekki niður i Barna- skólanum, að Skútustöðum við Mývatn, en þar fór fram árleg læknisskoðun á skólabörnum á rnánudag. Könnun á lífi og störf- um Sóknarkvenna Fundur um þingmdl og borgarmál Fulltrúaráð framsóknarfélaganna i Reykjavik heldur fund um þingmál og borgarmál miðvikudaginn 17. nóvember kl. 20.30 að Hótel Esju. Alþingismennirnir Einar Agústsson og Þórarinn Þórarinsson og borgarfulltrúarnir Alfreð Þorsteinsson og Kristján Benediktsson sitja fyrir svörum. Mætið stundvislega. Akureyri Norðurlandskjördæmi eystra Skrifstofa Framsóknarflokksins að Hafnarstræti 90 verður op- in sem hér segir: Mánudaga kl. 13.00-15.00. Þriðjudaga og miðvikudaga kl. 17.00-19.00. Fimmtudaga kl. 14.00-17.00. Föstudaga kl. 15.00-19.00. Laugardaga kl. 14.00-17.00. Sfmi skrifstofunnar er 21180. Kjördæmissambandið. A fjölmennum fundi I Starfs- stúlknafélaginu Sókn 3. nóv. s. 1. voru samþykkt mótmæli gegn frumvarpi um stéttarfélög og vinnudeilur, sem nú liggur fyrir alþingi. Var skorað á rikisstjórn- ina að draga það til báka og semja nýtt frumvarp i samráði við verkalýðshreyfinguna segir I frétt frá Sókn. Þá var mikið rætt um lág laun verkafólks og samþykkt aö skora á stjórn félagsins að boða til al menns fundar láglaunafólks og bjóða verkamannasambandinu cg öðrum láglaunafélögum þátt- töku. Ráögert er, að fundurinn verði i Hreyfilshúsinu við Grens- ásveg, sunnudaginn 14. þ.m.. Þá var rætt um könnun, sem nú fer fram á vegum félagsins á lffi og störfum Sóknarkvenna. Nám- skeið fyrir Sóknarkonur eru ný byrjuð, og er áhugi félgskvenna mikill. Ársþing Í.B.K. Ársþing Landssambands blandaðra kóra veröur haldið laugardaginn 13. nóvember næst- komandi i Bláa salnum á Hótel Sögu og hefst kl. 13.30. Starfsemi sambandsins hefur verið litil sem engin aö undan- förnu, enda einungis fjórir eöa fimm kórar starfandi innan vé- banda þess. Hins vegar hafa blandaðir kórar verið stofnaðir vftt um land, svo að á undanförn- um árum hefir verið mikil grózka i sönglifi sllkra kóra. Enginn þessara kóra hefir gengið i sam- bandið, en viðgangur þess er að sjálfsögðu bundinn þvi, aö sem flestir kórar komi til liðs við þá, sem fyrir eru. . Þess vegna hefir stjórn sam- bandsins skrifað þessum kórum, kynnt þeim markmið sambands- ins og óskað eftir inngöngu þeirra i það, þvi að forsenda fyrir við- gangi sambandsins, svo að það geti orðið sönglifi i landinu aö verulegu liði er, að sem flestir kórar séu innan vébanda þess. Jafnréttisráð hefur nú til meö- ferðar mál nokkurra Sóknar- kvenna, sem vinna á Kleppsspft- ala og Kópavogshæli fyrir lægri laun en karlar við sambærileg störf. >* l v, 1 r Utanrikisráðuneytið Utanrikisráðuneytið óskar að ráða ritara til starfa i utanrikisþjónustunni frá og með 1. janúar 1977. Umsækjendur verða að hafa góða kunn- áttu og þjálfun i ensku og a.m.k. einu öðru tungumáli. Fullkomin vélritunarkunnátta áskilin. •Eftir þjálfun i utanrikisráðuneytinu má gera ráð fyrir að ritarinn verði sendur til starfa i sendiráðum íslands erlendis þeg- ar störf losna þar. Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf verða að hafa borizt utanrikisráðuneytinu, Hverfisgötu 115, Reykjavik, fyrir 20. nóvember 1976. •-n' < & »• y Skrifstofustarf Skrifstofa borgarverkfræðings óskar að ráða starfskraft til almennra skrifstofu- 'K' starfa. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar skrifstofustjóra borg- arverkfræðings, Skúlatúni 2 fyrir 17. nóvember n.k. - ,C:W JS. Jy 'A ■ > y ,i*. ■ M v i\Áf. ;• < {;.;>■ Vr V;- ••; ,V . V Auglýsið í i í Tímanum Útboð Tilboð óskast I 3000 stk. kWh-mæla fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3. Tiiboöin verða opnuð á sama stað, þriöjudaginn 14. desember 1976, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuveg! 3 — Sími 25800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.