Tíminn - 10.11.1976, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 10. nóvember 1976
TÍMINN
17
— hann er ekki eins fljótur,
en betri knattspyrnumaður,
segir Mike Ferguson í við-
tali við ,,World Soccer"
— segir Stan Bowles, sem er himinlifandi yfir því að vera kominn að nýju
í enska landsliðshópinn
Stan Bowles, hinn skotharði
ieikniaður Queen’s Park Rang-
ers, hélt nýlega upp á það, að
hann er nú að nýju kominn i enska
landsliðshópinn. Við það tækifæri
lét hann hafa eftir sér: ,,Ég er
STAN BOWLES... hinn skemmti-
legi leikmaður Q.P.R.
eldri, vitrari og skynsamari nú.
Ég lenti venjulega i útistöðum við
varnarleik mcnn og dómara
vegna þess að ég lét ýmislegt út
úr mér — en það eina, sem ég
haföi upp úr þvi, var vandræði og
sár liáls.
— Ég geng þegjandi burt, þegar
brotið er á mér núorðið, tek þvi
eins og það er og held áfram að
leika.
Landsliðiö? Ég er himinlifandi.
Ég hélt, að möguleikar minir þar
væru úr sögunni, þegar ég neydd-
isttil að fara af velli i leiknum við
Portúgal vegna meiðsla. Það
voru mikil vonbrigði, en nú, þeg-
ar ég er27 ára gamall, finnst mér
ég leika fullt eins vel ogTyrr, auk
þess er ég þolinmóðari.
— Bowles er ekki endilega kom-
inn inn i liðið sjálft, þótt ég hafi
valið hann i hópinn, sagði Don
Revie, landsliðseinvaldur
Englendinga við sama tækifæri,
en ég held, að hann hafi komizt
yfir örðugleika sina.
Ég held að hann hafi þroskazt,
og mér fannst frammistaða hans
gegn West Ham i deildarbikarn-
um framúrskarandi. Ég hef
aldrei efazt um frábæra hæfileika
hans. —
Enski landsliðshópurinn, sem
heldur til ftaliu, er skipaður þess-
um leikmönnum, eftir að Revie
hefur gert nýjustu breytingarn-
ar: Clemence (Liverpool), Shilt-
on (Stoke), Corrigan (Man. City),
Hughes (Liverpool), Beattie (Ips-
wich), Todd (Derby), Clement
(Q.P.R.), Thompson (Liverpool),
McFarland (Derby).
Grenhoff (Man. Utd.), Doyle
(Man. City), Brooking (West
Ham), Mills (Ipswich), Towers
(Sunderland), Cherry (Leeds).
Keegan (Liverpool), Pearson
(Man. Utd.), Channon (South-
ampton), Royle (Man. City),
Tueart (Man. City), Talbot (Ips-
wich) og Bowles (Q.P.R.).
— Pétur minnir mig
óneitanlega á Alan Taylor,
segir Mike Ferguson þjálf
ari Akurnesinga í viðtali
við hið víðiesna enska
knattspyrnublað World
Soccer", en þar fer hann
lofsamlegum orðum um
hinn 17 ára stórefnilega
leikmann Skagamanna,
Pétur Pétursson, sem átti
góða leiki með Skagaliðinu
sl. sumar.
Ferguson segir að Pétur minni
hann a Alan Taylor, miðherja og
markaskorarann mikla hjá West
Ham, þegar Ferguson lék með
Taylor hjá Rochdale. — Pétur er
ekki eins fljótur og Taylor, en
hann er betri knattspyrnumaður,
sagði Ferguson i viðtalinu við
„World Soccer”.
— Pétur hefur gifurlega hæfi-
leika sem knattspyrnumaður,
han er undrabarn, sagði Fergu-
son og hann lýsti Pétri þannig
fyrir blaðamanninum Jack Roll-
PÉTUR PÉTURSSON...liinn efnilegi leikmaður frá Akra-
nesi sést hér I Evrópuleik gegn l'rabzonspor. Litla mvndin i
hægra horninu sýnir Alan laylor, sem skoraði bæði mörk
YVest Ham á Wembley, þegar Lundúnaliðið vann silfur (2:0)
á Fulham i úrslitaleik bikarkcppninnar ensku 1975.
(Timamvnd Róbert)
• Partur af greininni í
„World Soccer”.
in: — Hann er ljóshærður, örv-
fættur — þú veizt hvað örvfættir
leikmenn geta verið hættulegir.
Ferguson sagði einnig, aö þegar
hann flutti Pétur af miðjunni og i
framlinuna, þá hefðu Skagamenn
skorað 18 mörk i 7 leikjum.
Þessi ummæli eru mjög mikið
hrós fyrir Pétur, en þess má geta
að Ferguson er ekki eini erlendi
þjálfarinn, sem hefur hrósað
Pétri. George Kirby, sem gerði
Skagamenn að Islandsmeisturum
1974 og 1975, sagði eftirfarandi
um Pétur, eitt sinn i blaðaviötali:
— Hann er eitt mesta knatt-
spyrnumannsefni, sem ég hef séð.
Þá má geta þess, að Yri Ilchev,
þjálfari Valsliðsins, hefur sagt
þetta um Pétur: — Það hefur ver-
ið mjög ánægjulegt að fylgjast
með ungum og mjög efnilegum
knattspyrnumanni frá Akranesi,
Pétri Péturssyni, sem er afar-
hættulegur og ógnaði hvaða vörn
sem væri.
-SOS
Derby
áfram
Derby tryggði sér rétt il að
leika I 8-Iiða úrslitum ensku
bikarkeppninnar, þegar liöiö
vannsigur (2:1) á Brighton á
Baseball Ground. Colin Todd
og Kevin Hector skoruðu
mörk Derby, en Ian Mellor
skoraði mark Brighton.
-dá'i
PETER OSGOOD
„Ossie”
til
Norwich
PETER Osgood — dýrling-
urinn frá Southampton, sem
átti stærstan þátt I þvi að
Dýrlingarnir tryggðu sér
bikarmeistaratitilinn 1976 I
Englandi, þegar Southampt-
on-liðið vann sigur (1:0) yfir
Manchester United á
Wembley, er nú kominn til
Norwich.
„Ossie”, eins og hann er
kallaöur, hefur verið á sölu-
lista hjá Southampton að
undanförnu. Norwich hefur
sýnt áhuga á að kaupa hann
— og nú hefur félagiö fengið
hann að láni I mánuð til
reynslu. Ef Osgood fellur inn
i Norwich-liðið, mun það ör-
ugglega kaupa hann, en hann
er metinn á 100 þús. pund.
Þá má geta þess, að
W.B.A. og West Ham eru á
höttunum eftir Coventry-
-leikmanninum David Cross.
-
Lands-
liðið
— til A-Þýzka-
lands
ISLENZKA landsliðið i
handknattleik mun fara til
Austur-Þýzkalands i desem-
her og leika þar tvo vináttu-
landsleiki við Austur-Þjóð-
verja. Endanlega var gengið
frá þessu I gærkvöldi, en þá
barst H.S.Í. skeyti frá
Austur-Þjóðverjum. þar sern
þeir tilkynntu, að þeir væru
reiðubúnir til þess að taka á
moti handknattleikslaudslið-
inu i na'sla mánuði og leika
við það tvo leiki. — Fýrri
leikurinn fer frant i Aust-
ur-Berlín 9. desember og
hinu siðari daginn eftir i
Frankfurt An-Oder.
islenzka landsliðið fær þvi
nóg að gera i desember. þvi
12. desember mun það leika
gegn Dönum i Kaupmanna-
höfn og daginn eftir gegn
Sjálandsúrvalt. Þá eru
einnig miklar likur á þvi. að
danska landsliðið korni hing-
að til lands og leiki tvo lands-
leiki i Laugardaishöll 1. og 2.
desember.
Ekki hefur þó endanlega
veriö gengið frá þessum
leikjum. ,
*
„Ég er eldrí, vitrari
og skynsamari nú"..